Silfur Egils

Fréttamynd

Að rýna í telauf – Brynjólfsmessa – valdablokkir

Hér er farið úr einu í annað, fjallað um spádóma sem koma frá greiningardeildum, valdablokkirnar í samfélaginu, Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarssonar, söngkonur sem skaka afturendanum, módernisma í arkitektúr, sápukúlu í hagkerfinu og okur símafyrirtækja...

Fastir pennar
Fréttamynd

Persónur, peningar og félagsleg yfirboð í kosningunum

Fyrir þessar kosningar sér maður engan áherslumun milli flokkanna sem má skýra út frá hefðbundnum vinstri-hægri ási. Þetta held ég að eigi við um allt út um allt land. Það væri hægt að skáka frambjóðendum milli lista eða nefna framboðin allt öðrum nöfnum án þess að það breyti í raun neinu....

Fastir pennar
Fréttamynd

Ameríkaníseraðasta þjóð í Evrópu

Afa minn dreymdi um að flytja til Ameríku eins og sumir sveitungar hans gerðu, móðir mín horfði á Kanann koma – mótmælti á Austurvelli 1949. Þegar ég var lítill strákur var ekkert íslenskt sjónvarp, ég fékk stundum að fara í heimsókn til vinar míns að sjá Bonanza.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að hafa ekki taumhald á tungu sinni

Hér er fjallað um Silvio Berlusconi, hinn kjaftfora forsætisráðherra Ítalíu, og ýmis skrautleg ummæli sem hann hefur látið falla, David Cameron sem kallar breska sjálfstæðissinna "laumurasista" og bisnessmann sem móðgaði Frakka með því að uppnefna þá "lazy frogs"...

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvö sjónarhorn á Reykjavík

Hér er vitnað í tvær bráðskemmtilegar greinar sem fjalla um byggðina í Reykjavík frá gjörólíkum sjónarhornum, hinn nýja stjóra 365 miðla í Danmörku sem þykir mikið hörkutól og loks er spurt hvort ekki sé hægt að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp strax í vor?

Fastir pennar
Fréttamynd

Staðan í borginni – vaxtafár – skrítin króna

Hér er fjallað um veika stöðu "litlu" flokkanna, Framsóknar, Frjálslyndra og VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar, spurt hvernig þetta nýtist Sjálfstæðisflokknum, fáránlega háa vexti, einstæð efnahagslögmál sem ríkja á Íslandi og "einokunarverslun" íslensku krónunnar...

Fastir pennar
Fréttamynd

Slúðurblaðamennskan breiðist út

Gróa býr ekki lengur á Leiti, fer á milli bæja og ber út sögur. Hún nýtur lífsins í hinu nútímalega fjölmiðlaumhverfi. Hún framleiðir slúður sem er ópíum fyrir fólkið. Þetta endalausa kjaftæði um fræga fólkið. Eða þá sem okkur er sagt að séu frægir...

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjölmiðlapistill

Hér er fjallað um dularfullar mannaráðningar á Fréttablaðinu, óvissuna sem ríkir á Morgunblaðinu nú þegar Styrmir tekur að reskjast, væntanleg fjölmiðlalög, sættir Símans og Orkuveitunnar, nauðsyn þess að hafa frjálsan aðgang að fjölmiðlaveitum og sendiherradjobbið í Washington...

Fastir pennar
Fréttamynd

Kjarnorka er góð

Hér er fjallað um breska vísindamanninn James Lovelock sem varar við skelfilegum afleiðingum hlýnunar jarðar og telur að kjarnorka sé eina ráðið gegn henni, en einnig er minnst á skringilegan orðróm um sendiherrastöðu og stráka sem vilja ekki lesa sögur um stelpur...

Fastir pennar
Fréttamynd

Að skilgreina varnarþörfina

Þetta er varla erfitt fyrir sumar þjóðir. Þær eiga sína óvini, oft frá fornu fari, kannski bara hinum megin við bæjarlækinn. En hjá öðrum þjóðum er þetta vandasamara - og kannski erfiðast fyrir friðsamar og afskekktar smáþjóðir. Þá þarf jafnvel að gera mjög nákvæma og jafnvel vísindalega leit að óvinum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Stríð Moggans og Framsóknar

Þessi pirringur nær víðar. Maður þarf ekki að tala við marga stjórnarliða til að finna hvernig kraumar undir milli stjórnarflokkanna. Ætli sé ekki hægt að tala um ofboðslegan leiða í því sambandi – kannski ekki skrítið eftir ellefu sameiginleg ár í ríkisstjórn?

Fastir pennar
Fréttamynd

Stríðið í Írak var herfileg mistök

Stóra spurningin er hins vegar hvort hernámsliðið eigi að hverfa á braut – hvort það bæti ástandið eða geri það þvert á móti verra. Donald Rumsfeld líkir brottför hersins við að gefa nasistum aftur Þýskaland eftirstríðsáranna. En Bandaríkjamenn sjá hvernig kostnaðurinn í mannslífum og peningum vex stöðugt...

Fastir pennar
Fréttamynd

Krafa um ritskoðun – vill Mogginn búa til kreppu?

Gagnrýnin beinist aðallega gegn Morgunblaðinu. Það þykir alls ekki nógu jákvætt. Blaðið segir fréttir af misjafnri trú manna á íslenska viðskiptaundrinu, einkum í útlöndum. Fyrir vikið er Mogginn gagnrýndur fyrir að framkalla kreppu. Blaðið ætti líklega frekar að stinga þessu undir stól...

Fastir pennar
Fréttamynd

Kaninn kom – og Kaninn fór

Þá er það orðið opinbert. Herinn er að fara. Eftir allar bónarferðirnar og áköllin til Washington, er ekki lengur um neitt að semja. Pentagon ræður þessu. Vinaþjóðin í Vestri vill ekki lengur halda úti flugher fyrir okkur. Hefur um nóg að hugsa mitt í sínu hernaðarbrjálæði og fjárlagahalla...

Fastir pennar
Fréttamynd

Léleg hús, spákaupmennska og bílastæðakverúlantar

Útlendingur sagði við mig um daginn að Reykjavík væri "borg byggingakrananna". En það er athugunarefni hversu mikið af því sem er verið að byggja nú í góðærinu er lélegt. Maður heyrir sögur af flausturslegum vinnubrögðum og hryllilega slæmum frágangi...

Fastir pennar
Fréttamynd

Selja! Selja! Selja!

Þegar bankastjórar, forsætisráðherra og fjármálaráðherra koma fram og segja að allt sé í himnalagi, þá bendir það auðvitað ekki til annars en að eitthvað sé í ólagi. Svona reyna þeir að sefa óróann á mörkuðum, en auka þess í stað á taugaveiklunina til muna...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skelfileg náttúruspjöll, Glitnir og draumórar um háskóla

Hér er fjallað um þá eyðileggingu sem togveiðar valda á hafsbotninum, hvernig er plægt yfir hann aftur og aftur með stórtækum veiðarfærum, um Íslandsbanka sem nú heitir allt í einu Glitnir og Háskóla Íslands sem á mjög langt í land með að komast í röð bestu háskóla í heiminum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Herra Hnýsinn og Stóra Mamma

Ekkert af þessu er beinlínis gert í nafni lögregluríkis. Það er farið fínna í sakirnar. Stóri bróðir er ekki uppglennt auga sem gónir alltaf á mann eins og í vísindaskáldsögunum. Nei, mest af þessu er gert af því þetta er hægt – af því í upplýsingasamfélaginu er auðvelt að safna svona efni...

Fastir pennar
Fréttamynd

Ærulausir menn, heybrækur og klöguskjóður

Hér er fjallað um Pavlik Morozov, ungan pilt, sem klagaði föður sína til lögreglunnar og varð hetja í Sovétríkjunum, ungan Bandaríkjamann sem fylgir fordæmi Pavliks, þrjótinn sem birti tölvupósta Jónínu og hugsanlega endurkomu Finns í forystusveit Framsóknarflokksins...

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýju tabúin, sögulegur doðrantur, Ísrael og Yoko

Hér er fjallað um nýju tabúin og hvernig þau birtast á sama tíma og klám- og ofbeldisefni flæðir yfir heimilin, mikla sögulega skáldsögu sem nefnist Europe Central, aðeins rætt um vanda Ísraels sem eitt sinn var huggulegt sósíalistaríki og loks er minnst á friðarsúlu Yoko Ono...

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver er arftakinn?

Brotthvarf Árna veikir Framsóknarflokkinn heyrir maður á NFS. Hins vegar segir alveg þveröfugt í Ríkisútvarpinu. Þar fær maður að vita að brotthvarf Árna styrki Framsóknarflokkinn. Virðulegir stjórnmálafræðingar eru hafðir fyrir báðum þessum skoðunum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Um Framsóknarmenn, tálbeitur og fréttir fyrir fugla

Miðað við skoðanakannanir hefði Árni ekki átt tryggt sæti í næstu kosningum fremur en flestir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins. Í raun er hann að fara svipaða leið og forveri hans í sæti erfðaprinsins, Finnur Ingólfsson. Er kannski meira spennandi að vera í bisness en pólitík?

Fastir pennar
Fréttamynd

Að dreifa ótta og tortryggni

Í hinum merkilega franska sagnabálki um Ástrík eru söguhetjurnar þorpsbúar á vesturströnd Frakklands. Þær eru ekki hræddar við neitt - nema að himininn detti ofan á hausinn á þeim. Samt lifa þær í mjög hættulegum heimi, fullum af óvinahermönnum, villidýrum og ræningjum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjör á fjármálamarkaði

Elliott skrifar að þetta sé mjög eldfim blanda – þarna sé á ferðinni blöðrufjármagn og blöðruhugsunarháttur. Það þurfi ekki mikið til að velta þessu kerfi. Þegar óstöðugleika varð vart á Íslandi í síðustu viku fóru menn að selja í Brasilíu, Tyrklandi og Ungverjalandi...

Fastir pennar
Fréttamynd

Irving á líka að hafa málfrelsi

iDavid Irving mátti vita að hann var eftirlýstur í Austurríki. Hann ákvað að fara. En það er samt rangt að loka hann inni. Það er langsótt að gera afneitun á helförinni að glæp. Irving nýtur einskis álits. Eftir meiðyrðamál sem hann tapaði árið 2000 var hann ærulítill...

Fastir pennar
Fréttamynd

Nú þarf að fá botn í málið

Hér er fjallað um Búnaðarbankamálið en einkum þó viðbrögð Halldórs og Valgerðar við endurvaktri umræðu um það, þáttinn hennar Völu Matt sem vonandi er kominn í heila höfn á Stöð 2 og fótboltabullur í flugvél á leið til Lundúna...

Fastir pennar
Fréttamynd

Misskilin góðmennska

Hér er fjallað um auglýsingaherferð þar sem börn eru notuð til að vara við kynferðislegu ofbeldi, bent á vafasama tölfræði sem hún byggir á, spurt hvað sé að því að láta markaðinn ráða þegar lóðir eiga í hlut og loks er minnst á hugleysi Vesturlandabúa gagnvart hinu herskáa íslam...

Fastir pennar