Þingeyjarsveit

Úlla Árdal yfirgefur RÚV og kynnir náttúruperlur
Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu og hóf störf þann 5. janúar. Þar mun hún sinna verkefnum sem er ætlað að styðja við uppbyggingu innviða í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit með það að markmiði að gera svæðið ákjósanlegra til búsetu og fjárfestinga.

Umferð í Vaðlaheiðargöngum dróst saman um 20 prósent milli ára
Heildarumferð í Vaðlaheiðargöngum á árinu 2020 var 414 þúsund ferðir, um 100 þúsund færri ferðir en árið 2019. Hljómar samdrátturinn því upp á 19,5 prósent milli ára.

Ævintýri í landsliðsferð þegar Sunneva og Tryggvi kynntust
Hann í körfuboltalandsliðinu, hún í sundlandsliðinu, og bæði í sömu flugvél á leið til Ítalíu.

Stóri vinningurinn þegar dæturnar tóku við búinu
Svartárkot í Suður-Þingeyjarsýslu var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum en er núna fjölmennasta býli Bárðardals, þótt jörðin sé við jaðar Ódáðahrauns í 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Sagan er sögð í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Tryggvi Snær lýsir stóra ævintýri sveitastráksins
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 lýsir Tryggvi Snær Hlinason ævintýrinu þegar hann á undraskömmum tíma fór frá því að vera sveitastrákur í Bárðardal í það að verða atvinnumaður í körfuknattleik í sterkustu deild Evrópu.

Feðgarnir í Svartárkoti halda báðir tryggð við fyrsta bílinn
Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar
Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst.

Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta
Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal.

Föst í Víkurskarði og lokar veginum
Víkurskarð er lokað eins og er þar sem flutningabifreið er föst sökum hálku og lokar veginum.

Nýjasta Star Trek serían hefst á brotlendingu á Hverfjalli
Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna.

Fyrsta haustlægðin: Hafa séð það svartara
Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða.

Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum
Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld.

Heimsmet og hæst dæmd frá upphafi
Stjörnur urðu til í heimi íslenska hestsins þrátt fyrir að nær öllum stórmótum í hestaíþróttum á árinu hafi verið aflýst, þar með talið Landsmóti og Íslandsmóti.

Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað
Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar.

Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum
Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey.

Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta
Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja.

Friðlýsing Goðafoss undirrituð
Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands.

Nafn mannsins sem lést í Laxá í Aðaldal
Maðurinn sem lést í Laxá í Aðaldal í gærkvöldi hét Árni Björn Jónasson.

Maður fannst látinn í Laxá í Aðaldal
Maður fannst látinn í Laxá í Aðaldal um klukkan 3 í nótt, en hans hafði verið saknað síðan í gærkvöldi eftir að hann skilaði sér ekki til baka úr veiði.

Heimahelgistund í Þorgeirskirkju
Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Þorgeirskirkju.