Bensín og olía

Fréttamynd

Síbrotapar dældi í­trekað á bílinn án þess að borga

Karlmaður og kona, sem eiga bæði langan sakaferil að baki, hafa verið dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að rækta kannabisplöntur og fjölda þjófnaða. Þau lögðu það í vana sinn að dæla eldsneyti á bíl og aka á brott án þess að greiða fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyingar vonast eftir hlut­deild í olíu­vinnslu

Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Berjast um bestu til­löguna

Arkítektastofurnar Trípolí, Gríma arkitektar og Sei Studio keppast um bestu tillöguna að þróun lóðar Festar við Ægisíðu 102 í Reykjavík sem í dag hýsir þjónustustöð N1. Íbúabyggð kemur á svæðið og lofar Festi góðu samtali í nágrenninu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­komu­lag á COP28 í höfn

COP28-loftsráðstefnunni í Dubaí lauk nú á áttunda tímanum sem tímamóta samkomulagi þar sem ríki heims eru hvött til þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Erlent
Fréttamynd

Vilja hækka olíu­verð

Ráðamenn í Rússlandi og Sádi-Arabíu hafa biðlað til annarra olíuframleiðenda í OPEC+ að draga úr framleiðslu. Olíuverð hefur lækkað töluvert að á undanförnum mánuðum en í gær hafði verðið ekki verið lægra í hálft ár. Rússar og Sádar vilja stöðva þá þróun og hækka verð á nýjan leik.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Um­mæli for­seta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja á­hyggjur

Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar.

Erlent
Fréttamynd

Olíu­fé­lögin fjar­lægjast Costco

Það munar fimmtán krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni á markaði skýra aukinn verðmun.

Neytendur
Fréttamynd

Ingunn tekur við Olís af Frosta

Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ræaðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur hún við stöðunni um næstu áramót. Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem hefur óskað eftir því að láta af störfum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Deila um leigutekjur Hreyfils fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni þriggja félaga sem eiga lóðina Fellsmúla 24-30 í Reykjavík í sameign með Hreyfli svf. um áfryjunarleyfi. Málið snýr að deilu félaganna um leigutekjur Hreyfils vegna hluta lóðarinnar, þar sem eldsneytisstöð Orkunnar hefur staðið um árabil.

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvernig vetni nýtist í orkuskiptum

Vetni gæti gegnt lykilhlutverki í orkuskiptum flutningabíla og skipa hérlendis, að því er fram kom á norrænni vetnisráðstefnu í Reykjavík. Vetnisvæðing kallar hins vegar á miklar fjárfestingar í innviðum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“

Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað.

Innlent
Fréttamynd

SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra fé­laga og fast­eigna í eigna­safninu

Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu.

Innherji
Fréttamynd

Inn­flutningur þotu­elds­neytis frá Ind­landi aukist hröðum skrefum

Viðskiptaþvinganir Vesturveldanna gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í ársbyrjun 2022 hafa valdið mikilli uppstokkun í viðskiptum með hrávörur á alþjóðamörkuðum, meðal annars í kaupum Íslendinga á þotueldsneyti, að sögn hagfræðings. Hlutdeild fyrri birgja, sem voru einkum Bandaríkin, Bretland og Noregur, hefur þannig fallið hratt á sama tíma og Indland er farið að sjá Íslandi fyrir um fjórðungi alls þess þotueldsneytis sem var flutt til landsins á einu ári.

Innherji