Bensín og olía

Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu
Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar.

Lærdómurinn frá Þýskalandi
Hið óhugsandi gerðist þegar Rússland beitti gasvopninu gegn Evrópu. Hvað ef alvöru stríðsátök, til dæmis við Persaflóa, brytust út og olíuverð hækkaði í 200 eða 300 Bandaríkjadali fyrir tunnuna? Þá verður Ísland alveg jafn berskjaldað fyrir þeim hækkunum eins og aðrir. Norðmenn munu selja á heimsmarkaðsverði eftir sem áður, eins og allir aðrir olíuframleiðendur. Við verðum ekki aftur í sömu sápukúlu og síðastliðna 12 mánuði.

Segir Evrópu eiga nægar olíubirgðir í aðdraganda aukinna þvingana
Aðildarríki Evrópusambandsins og G7-ríkin búa yfir nægum birgðum af hráolíu, dísilolíu og flugvélaeldsneyti til að komast í gegnum áhrifin af auknum viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi, að sögn Kadri Simpson sem fer fyrir orkumálum Evrópusambandsins.

Norska ríkisstjórnin gefur út 47 ný leyfi til olíuleitar
Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur úthlutað 47 nýjum sérleyfum til olíuleitar og olíuvinnslu á norska landgrunninu. Ráðherrann tilkynnti um úthlutunina á árlegri ráðstefnu norska olíuiðnaðarins í bænum Sandefjord í fyrradag.

Goldman Sachs: Olíuverð yfir 100 Bandaríkjadali á árinu
Bandaríski fjárfestinganbankinn Goldman Sachs spáir því að heimsmarkaðsverð á tunnunni af hráolíu muni ná 105 Bandaríkjadölum á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Sterkur vöxtur í eftirspurn, einkum frá Kína er helsta skýringin á hækkandi olíuverði á árinu.

Dísilolía flæðir frá Rússlandi í aðdraganda viðskiptabanns
Útflutningur á dísilolíu frá Rússlandi mun stóraukast í janúarmánuði frá desember. Þann 5. febrúar næstkomandi tekur gildi bann við innflutningi á rússnesku eldsneyti sjóleiðis.

Leggja 190 milljarða króna í gasvinnsluna í Hammerfest
Norska ríkisolíufélagið Equinor og samstarfsaðilar þess á Snøhvit-gasvinnslusvæðinu í Barentshafi hafa ákveðið að leggja 13,2 milljarða norskra króna, andvirði 190 milljarða íslenskra, í uppfærslu gasvinnslustöðvarinnar á Melkøya við bæinn Hammerfest í Norður-Noregi. Áætlaður líftími stöðvarinnar framlengist með þessu um áratug, til ársins 2050, auk þess sem rafvæðing hennar mun draga verulega úr losun koltvísýrings.

Jólagjöf Norðmanna sögð stór gaslind í Barentshafi
Norska olíufélagið Vår Energi, sem er að meirihluta í eigu hins ítalska Eni, tilkynnti á Þorláksmessu um stóran gasfund á svokölluðu Lupa-svæði nærri Golíat-olíusvæðinu í Barentshafi. Frumathugun bendir til að stærð gaslindarinnar jafngildi 57 til 132 milljónum tunna af vinnanlegri olíu.

Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar
Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra.

Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga
Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn.

Verð bensíns og dísilolíu helst hátt þrátt fyrir lægra hráolíuverð
Þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á hráolíu hafi aðeins hækkað um 8,7 prósent það sem af er ári hefur verðhækkun á bæði á bensíni og dísilolíu um allan heim verið töluvert meiri.

Bensínverð „ekkert nema græðgi og ofurálagning“
Bensínlítrinn er nú fimmtíu krónum dýrari en hann var í byrjun árs, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé svipað og þá. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgi stjórna ferð hjá íslenskum olíufyrirtækjum.

N1 lækkar verð í Norðlingaholti
Frá og með deginum í dag getur þú fengið fengið ódýrara eldsneyti á stöð N1 í Norðlingaholti. Stöðin bætist með þessu í hóp fimm N1 stöðva sem bjóða ódýrara eldsneyti en mikil eftirspurn er eftir slíkum stöðvum.

Ísland ekki undanskilið hugsanlegum skorti á dísilolíu á komandi ári
Íslensku olíufélögin munu næstu vikur semja um olíukaup næsta árs við erlenda birgja. Ef óvænt aukning verður í eftirspurn olíu hér á landi, til dæmis með auknum loðnukvóta eða stærra ferðamannasumri en spár gera ráð fyrir, er allsendis óöruggt að hægt verði að tryggja meira magn af eldsneyti til landsins en pantað var fyrir árið.

Heimsmeistaramótið þrengir að framboði flugvélaeldsneytis
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Katar og hefst eftir rúma viku hefur stóraukið eftirspurn eftir flugvélaeldsneyti við Persaflóa. Það hefur aftur haft þær afleiðingar að minna af eldsneytinu fer til Evrópu en ella.

Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27
Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow.

Snúin staða á markaði með dísilolíu og verð gæti haldist hátt um skeið
Þrátt fyrir að hráolíuverð hafi gefið lítið eitt eftir að undanförnu vegna dökkra efnahagshorfa þá helst verðið á dísilolíu áfram hátt. Snúin staða ríkir á heimsmarkaði með dísilolíu af margvíslegum ástæðum. Líklegt er að þau vandamál sem steðja að bæði Bandaríkjunum og Evrópu haldi áfram inn í veturinn.

Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum
Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara.

Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón
Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið.

Biden tekur olíufélögin á beinið fyrir svívirðilegan gróða
Bandaríkjaforseti segir olíufélögin græða svívirðilega á kostnað tugmilljóna manna sem þjáist vegna stríðsins í Úkraínu. Þau hafi brugðist samfélaginu á sama tíma og þau maki krókinn. Auki þau ekki framleiðsluna og lækki verð til neytenda geti þau búist við að skattahækkunum og öðrum aðgerðum.