Salómonseyjar

Fréttamynd

Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum

Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar.

Erlent
Fréttamynd

Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum

Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástandi lýst yfir á Salómonseyjum

Sextán eru látnir og fjörutíu er saknað eftir skyndiflóð sem herjað hafa á Salómonseyjar í Suður-Kyrrahafi í dag og nótt. Yfir tíu þúsund manns hafa misst heimili sín í flóðunum.

Erlent

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.