Írak

Fréttamynd

18 látnir, 25 særðir

Að minnsta kosti átján manns létu lífið og tuttugu og fimm særðust þegar bílsprengja sprakk í bænum Músaíb í Írak í dag. Allir sem fórust og særðust voru óbreyttir borgarar. Bærinn er um sjötíu kílómetra sunnan við Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Sesar Arnar í tvær aðgerðir

Sesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í Írak fyrr í vikunni, mun að líkindum þurfa að gangast undir tvær aðgerðir á næstunni. Móðir hans segir líkur á að hann verði skorinn upp á auga og fæti.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfsmorðsárás fyrir utan mosku

Yfir tuttugu manns liggja í valnum eftir árásir öfgamanna í Írak í morgun. Sjálfsmorðssprengja sprakk fyrir utan mosku á háannatíma en föstudagar eru bænadagar múslíma. Þá gerðu byssumenn árás inn í bakarí. Báðar þessar árásir voru í Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Níu drepnir í bakaríi

Byssumenn skutu að minnsta kosti níu manns til bana í bakaríi í Bagdad í morgun. Mennirnir keyrðu tveim bílum að bakaríinu og hófu skothríð þegar inn var komið. Sjö létust samstundis og tveir á sjúkrahúsi skömmu síðar. Orsök árásarinnar er ókunn.

Erlent
Fréttamynd

Rumsfeld hvetur Íraka

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna heimsótti í dag þjálfunarbúðir írakskra öryggissveita. Í ávarpi sem hann flutti við komuna sagði hann að Írakar yrðu sjálfir að taka við öryggismálum sínum eins fljótt og auðið yrði.

Erlent
Fréttamynd

Rumsfeld kominn til Íraks

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Íraks í dag til þess meðal annars að hitta írakska hermenn og lögreglumenn sem Bandaríkjamenn eru að þjálfa. Innanríkisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak segir að þeir verði tilbúnir til þess að sjá sjálfir um öryggismál sín eftir átján mánuði. </font />

Erlent
Fréttamynd

Þrír íslenskir hermenn í Írak

Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki.

Innlent
Fréttamynd

23 látnir í Írak

Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið í Írak í morgun. Tuttugu og einn lést og 27 slösuðust í sprengjuárás sem varð nærri ráðningarstöð hersins í Bagdad. Þá reyndu uppreisnarmenn að myrða stjórnmálamann í vesturhluta borgarinnar í morgun. Hann komst lífs af en tveir synir hans voru myrtir.

Erlent
Fréttamynd

Kúrdar vinna á

Stærsti flokkur Kúrda hefur unnið mjög á í kosningunum í Írak eftir að stór hluti atkvæða í norðurhluta landsins hefur verið talinn. Nú hafa Kúrdarnir nærri fjórðungsfylgi og að sama skapi hefur fylgi bandalags Sjíta fallið úr 67 prósentum talinna atkvæða niður í rétt rúmlega helming.

Erlent
Fréttamynd

Lækkuð í tign vegna leðjuslags

Bandarísk herlögreglukona í Írak hefur verið lækkuð í tign eftir að hún tók þátt í leðjuslag í fangabúðum þar í landi. Hún þótti sýna ósæmilega hegðun og of mikið af líkama sínum. Engir írakskir fangar urðu vitni að leðjuslagnum.

Erlent
Fréttamynd

Taka við eftir 18 mánuði

Innanríkisráðherrann í bráðabirgðastjórn Íraks sagði í dag að hann telji að Írakar verði færir um að sjá um eigin öryggismál eftir eitt og hálft ár. Fala Al-Nakíb lét þessi orð falla á öryggisráðsternu sem nú stendur yfir í Sádi-Arabíu.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að halda í hermenn

Bandaríkjamenn hafa gripið til margvíslegra aðgerða til þess að sporna við hugsanlegri manneklu í herliði sínu í kjölfar stríðsins í Írak. Stór hluti herliðsins í Írak hefur þegar lokið herskyldu sinni og hefur verið gripið til þess ráðs að bjóða hermönnum þúsund dollara skattfrjálsan kaupauka fyrir að framlengja veruna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Hershöfðingi Saddams handtekinn

Öryggissveitir í Írak hafa handsamað fyrrverandi hershöfðingja úr her Saddams Husseins sem sakaður er um að hafa fjármagnað starfsemi hryðjuverkamanna undanfarið. Hershöfðinginn var tekinn fastur í lok desember en ekki var tilkynnt um handtökuna fyrr en í gær.

Erlent
Fréttamynd

Aðgerðir harðna í Írak

Aðgerðir uppreisnarmanna í Írak eru að harðna og árásum að fjölga á nýjan leik eftir þingkosningarnar í landinu. Tuttugu og fimm hið minnsta hafa beðið bana í árásum í morgun og á fjórða tug í gærkvöldi. Á sama tíma blasir mannekla við í Bandaríkjaher.

Erlent
Fréttamynd

Breskir hermenn ákærðir fyrir morð

Sjö breskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð á óbreyttum íröskum borgara. Í ákæruskjalinu segir að hermennirnir hafi myrt manninn í maí í fyrra í vegkanti í Suður-Írak. Mennirnir verða leiddir fyrir herrétt en ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin hefjast.

Erlent
Fréttamynd

12 hermenn drepnir í Írak

Uppreisnarmenn í Írak drápu seint í gærkvöldi tólf írakska hermenn nærri borginni Kirkuk í norðurhluta landsins. Uppreisnarmennirnir stöðvuðu bifreið hermannanna og skutu þá síðan til bana. Tveir hermenn náðu að flýja í nærliggjandi þorp. Flestir voru hermennirnir á leiðinni úr fríi í borginni Mósúl.

Erlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn ólögmæt

Nokkrir áhrifamiklir klerkar súnní-múslima í Írak hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkisstjórn sem yrði mynduð samkvæmt úrslitum þingkosninganna væri ólögmæt vegna þess að svo margir Írakar hefðu sniðgengið kosningarnar.

Erlent
Fréttamynd

Vopnin kvödd í Írak

Lögreglustjórinn í borginni Mosúl í Írak hefur gefið borgarbúum tveggja vikna frest til þess að skila inn vopnum sínum. Eftir það mun lögreglan hefja aðgerðir til þess að gera vopn upptæk. Al-Kaída samtökin hafa brugðist við með því að hóta að myrða borgarstjórann í Mosúl.

Erlent
Fréttamynd

100 þúsund hermenn í Írak til 2007

Bandaríkjamenn þurfa líklega að halda úti að minnsta kosti eitt hundrað þúsund hermönnum í Írak allt til ársloka ársins 2006. Þetta segja háttsettir embættismenn innan raða bandaríkjahers að sögn tímaritsins <em>Time</em>.

Erlent
Fréttamynd

Fékk ekki aðgang að fundargerðum

Eiríkur Tómasson lögfræðiprófessor hafði ekki aðgang að fundargerðum utanríkismálanefndar er hann vann álit fyrir forsætisráðherra um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að styðja innrásina í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Hermaður eða leikfang?

Margt bendir til þess að mynd, sem birtist á Netinu í gær og er sögð sýna bandarískan hermann í haldi mannræningja í Írak, sé fölsuð. Leikfangafyrirtæki segir að maðurinn á myndinni sé sláandi líkur hermannabrúðunni Cody.

Erlent
Fréttamynd

Sex árásir á kjörstaði

Sex sjálfsmorðssprengjuárásir hafa verið gerðar á kjörstaði í Írak í morgun og hefur töluverður mannfjöldi farist í árásunum. Litlar fregnir hafa borist af kjörsókn en forseti Íraks sagði í gær að hann teldi líklegt að hún yrði lítil.

Erlent
Fréttamynd

Bresk vél fórst í Írak

Bresk vöruflutningavél af gerðinni C-130 Herkúles fórst norðvestur af Bagdad fyrr í dag. Brak úr vélinni hefur dreifst yfir stórt svæði að sögn sjónarvotta sem tilkynntu bresku sjónvarpsstöðinni Sky um málið.

Erlent
Fréttamynd

Rödd frelsis ómar frá Írak

Forseti Bandaríkjanna lýsti mikilli ánægju sinni með framkvæmd kosninganna í Írak í gær. Hann heitir Írökum áframhaldandi aðstoð. Öldungardeildarþingmaður demókrata vill hermennina heim.

Erlent
Fréttamynd

Kosningarnar blóði drifnar

Ekki færri en tuttugu og tveir liggja í valnum eftir röð árása á kjörstaði í Írak í morgun. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu eru blóði drifnar.

Erlent
Fréttamynd

Um sextíu prósent kosningaþátttaka

Tæplega fimmtíu manns létust í árásum uppreisnarmanna í Írak í gær þegar fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í fimmtíu ár fóru fram. Stjórnmálasérfræðingar hafa áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku súnní-múslíma. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Kjósendur sýndu þrautseigju

Kosningarnar í Írak í dag voru blóði drifnar. Þær einkenndust af árásum hryðjuverkamanna og þrautseigju Íraka, sem flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna. 

Erlent
Fréttamynd

Kjörsókn framar vonum

Kjörstöðum í Írak var lokað klukkan tvö í dag og svo virðist sem kjörsókn hafi farið fram úr björtustu vonum manna. Yfirkjörstjórn Íraks skýrði frá því að 72 prósent kjörgengra Íraka hafi kosið og fólk beið enn í biðröðum þegar kjörstöðum var lokað. Líklegt er að öllum þeim sem komnir voru á kjörstaði fyrir lokun verði leyft að kjósa.

Erlent
Fréttamynd

Enginn ráðherra sagt af eða á

Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, segist ekki muna hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur á ríkisstjórnarfundi 18. mars árið 2003. Þegar ummæli ráðherra Framsóknarflokksins eru skoðuð kemur í ljós að enginn þeirra hefur sagt af eða á um það hvort ákvörðunin hafi verið rædd á fundinum.

Erlent
Fréttamynd

Írak leikur á reiðiskjálfi

Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. 

Erlent