Molinn

Fréttamynd

Kolfinna á forsíðu i-D

Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir prýðir forsíðu nýjasta heftis tímaritsins i-D. Heftið nefnist The Role Model Issue sem mætti þýða sem Fyrirmyndarheftið og er Kolfinna mynduð af írska ljósmyndaranum Boo George. Kolfinna situr ekki aðeins fyrir á forsíðunni heldur birtir tímaritið heilan myndaþátt með fyrirsætunni. Boo George hefur áður myndað fyrir Levi's, Topman, Wrangler, Louis Vuitton, Ungaro og Allsaints.

Lífið
Fréttamynd

Fjölgar í flugblaðaflórunni

Pálmi Haraldsson og félagar hjá Iceland Express virðast vera að ná vopnum sínum eftir fáheyrðar hrakfarir síðasta árs. Í gær var tilkynnt um að þar á bæ hygðust menn feta í fótspor Flugfélags Íslands og Icelandair og hefja útgáfu nýs flugtímarits fyrir farþega. Í vélum Icelandair gefst fólki kostur á að lesa tímaritið Atlanta - sem Iceland Review sér um - og í innanlandsfluginu má glugga í Ský. Nýja blaðið í Express-vélunum heitir því viðeigandi nafni flyXpress og er gefið út af Birtíngi. Við stjórnvölinn er Hrund Þórsdóttir, sem einnig ritstýrir Mannlífi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvænt hlé á tónleikum

Söngdívan Andrea Gylfadóttir fagnaði fimmtíu ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu um síðustu helgi.

Lífið
Fréttamynd

Tryggvi og sósíalistarnir

Á Facebook-síðu sinni greinir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, frá því að hann hafi í vikunni hitt fyrrum forsætisráðherra Grikklands og formann Sósíalistaflokksins, George Papandreou, í Harvard Law School og átt við hann "athyglisvert samtal". Með færslunni birtir hann mynd af sér og Papandreou að takast í hendur.

Lífið
Fréttamynd

Stiller leigir reisulegt hús í Stykkishólmi

Ben Stiller er enn staddur hér á landi við tökur á myndinni The Secret Life of Walter Mitty. Tökurnar hafa vakið mikla athygli enda hafa lítil bæjarfélög nánast farið á hliðina við komu fjöldans sem gerir myndina.

Lífið
Fréttamynd

Sífelldar skiptingar

Bardagakappinn Gunnar Nelson keppir sinn fyrsta bardaga í The Ultimate Fighting Championships í lok mánaðarins.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta tónlistarmyndbandið ytra

Aðdáendur íslensku stúlknasveitarinnar The Charlies hafa lengi beðið spenntir eftir tónlistarmyndböndunum sem þær Alma Goodman, Klara Elias og Camilla Stones hafa lofað.

Lífið
Fréttamynd

Á toppnum í 120 ára afmæli

Páll Óskar Hjálmtýsson og Valgeir Guðjónsson voru meðal þeirra sem stigu á svið í hundrað og tuttugu ára afmæli sem haldið var í húsnæði Nemaforum, á efstu hæð á Lækjartorgi 5, á laugardagskvöld.

Lífið
Fréttamynd

Brunar úr Latabæ í leikhúsið

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson sneri aftur á fjalir Þjóðleikhússins á laugardagskvöldið er leiksýningin Með fulla vasa af grjóti var frumsýnd.

Lífið
Fréttamynd

Vinsælir sjóræningjar

Vinsælir sjóræningjar Fjölmennt var í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið er leiksýningin Gulleyjan var frumsýnd á stóra sviðinu.

Lífið
Fréttamynd

Matarboð á Kex

Matarboð á Kex Kex Hostel hefur heldur betur stimplað sig inn í skemmtanalíf landans en fyrir helgi var útvöldum fastagestum boðið að smakka nýjan matseðil staðarins.

Lífið
Fréttamynd

Óskarverðlaunahafi á RIFF

Danski kvikmyndaleikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Susanne Bier verður verðlaunuð fyrir framúrskarandi listfengi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í lok mánaðarins.

Lífið
Fréttamynd

Þekktir nágrannar

Söngvarinn Jón Þór Birgisson, eða Jónsi í Sigur Rós eins og hann er betur þekktur, hefur fest kaup á lóðinni við Spítalastíg 6a.

Lífið
Fréttamynd

Helgi ekki á leið í pólitík

Margir hinna tæplega fimm þúsund Facebook-vina Helga Seljan sjónvarpsmanns ráku upp stór augu í gær þegar tilkynnt var á síðu hans að hann hygðist láta af störfum hjá Ríkisútvarpinu og fara í framboð fyrir Bjarta framtíð.

Lífið
Fréttamynd

Ný lög á næsta ári

Sigur Rós hefur bókað sig á fimmtán tónleika í Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Portúgal, Þýskaland og Bretland verða á meðal viðkomustaða.

Lífið