Ólympíuleikar

Segja ráðamenn í Kína hafa sagt Rússum að bíða með innrásina þar til eftir Ólympíuleikana
Ráðamenn í Kína vissu af fyrirætlunum Rússa um að ráðast inn í Úkraínu ef marka má gögn sem yfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu hafa undir höndum. Komu þeir þeim skilaboðum á framfæri við Rússa að láta ekki til skarar skríða fyrr en að Ólympíuleikunum, sem haldnir voru í Pekíng, væri lokið.

IOC segir íþróttasamböndum að banna Rússa og Hvít-Rússa
Alþjóða ólympíunefndin, IOC, hefur nú sent út skilaboð til íþróttasamtaka um allan heim um að þau leyfi ekki þátttöku rússneskra eða hvítrússneskra íþróttamanna, vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Koddaslagur mögulega á leiðinni inn á Ólympíuleikana
Fimmtarþraut er ein elsta Ólympíugreinin en berst nú fyrir lífi sínu á leikunum. Fyrst var keppt í fimmtarþrautinni á leikunum í Stokkhólmi árið 1912 en hún hefur fyrir löngu fallið í skuggann á öðrum greinum.

Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking
Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum.

29 ára verðlaunahafi á ÓL og HM lést í bílslysi
Það er þjóðarsorg á Trínidad og Tóbagó eftir að einn fremsti íþróttamaður þjóðarinnar í gegnum tíðina lést í bílslysi.

ÓL-sundkona sakar föður sinn um skelfilega hluti: Vill bjarga litlu systur
Ungverska sundkonan Liliana Szilagyi sakar föður sinn um andlega, líkamlega og kynferðislega misnotkun og segist koma nú fram til að bjarga litlu systur sinni frá sömu örlögum.

ÓL-meistari kærður fyrir að brjóta á þrettán ára dóttur þjálfara síns
Fyrrverandi tvöfaldur Ólympíumeistari á nú á hættu að vera dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir barnaníð.

Kínverjar segja ríki munu gjalda fyrir að sniðganga Ólympíuleikana
Ráðamenn í Kína segja að Ástralir, Bretar og Bandaríkjamenn muni gjalda fyrir þau mistök sín að senda ekki opinberar sendinefndir á Ólympíuleikana í Pekíng í febrúar.

Hundrað dagar í Ólympíuleika og svona líta verðlaunapeningarnir út
Það eru ekki liðnir nema nokkrir mánuðir frá því að Ólympíuleikarnir í Tókýó kláruðust en íþróttafólk er þegar farið að telja niður dagana í þá næstu.

Óbólusett íþróttafólk á ÓL í Peking þarf að fara í þriggja vikna sóttkví
Allir sem ætla að mæta á vetrarólympíuleikana í byrjun næsta árs þurfa annað hvort að mæta fullbólusettir til Kína eða fara í 21 dags sóttkví áður en þeir keppa á leikunum.

Handhafi næstelsta heimsmetsins látinn
Besti sleggjukastari sögunnar, Úkraínumaðurinn Júrí Sedykh, lést í gær af völdum hjartaáfalls, 66 ára að aldri.

Fyrrverandi forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar látinn
Belginn Jacques Rogge, sem gegndi embætti forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar í tólf ár, er látinn, 79 ára að aldri.

Thelma Björg og Patrekur Andrés fánaberar Íslands
Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson verða fánaberar Íslands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í Tókýó.

Bandaríkin hlutu flest verðlaun á Ólympíuleikunum
Ólympíuleikunum í Tókýó lauk í dag. Bandaríkin hlutu flest gullverðlaun á leikunum auk þess að fá flest verðlaun í heild.

Fyrsta transkonan til að keppa á Ólympíuleikum
Hin nýsjálenska Laurel Hubbard braut blað í sögu Ólympíuleikanna þegar hún tók þátt á leikunum í Tókýó í gær.

Lærimeyjar Þóris með fullt hús stiga úr riðlinum
Norska kvennalandsliðið í handbolta átti þægilegan dag á Ólympíuleikunum í Tókýó þegar þær mættu heimakonum í lokaumferð riðlakeppninnar.

Biles verður með á morgun
Fimleikastjarnan Simone Biles mun taka þátt í úrslitum í keppni á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Mitt inntak í ljósi umræðu um íþróttastefnu á Íslandi
Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar.

Biles keppir ekki í gólfæfingum - Ein grein eftir
Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles mun ekki taka þátt í keppni í gólfæfingum á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Heimsmet féll og Ítalir stálu senunni
Mikið um dýrðir á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag þegar nokkrar greinar í frjálsum íþróttum kláruðust.