Fréttir

Fréttamynd

Rafmagnslaust í Sunda- og Teigahverfi

Rafmagnslaust varð í Sunda- og Teigahverfi rétt upp úr klukkan níu í morgun þegar háspennustrengur fór í sundur við Sæbraut móts við Dalsveg. Í fyrstu duttu fimm dreifistöðvar Orkuveitunnar út en þegar reynt var að setja inn rafmagn eftir öðrum leiðum kom upp bilun í kerfinu sem varð til þess að fimm dreifistöðvar til viðbótar duttu út. Rafmagnsleysið náði frá Sæbraut innundir Njörvasund, í Teigahverfi og við Vatnagarða og Sundagarða. Rafmagn er nú komið á í öllum hverfum og vonast Orkuveitan til þess að kerfið haldi þar til lokið verður við viðgerðir á strengnum.

Innlent
Fréttamynd

Hefur sótt um ríkisborgarrétt

Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur lagt inn umsókn um íslenskan ríkisborgararétt til dómsmálaráðuneytisins. Hins vegar er ekki búist við að hún verði afgreidd fyrr en eftir átta til tólf mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Tvö og hálft ár fyrir árás með felgulykli

Karlmaður var í gær dæmdur fyrir Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn sló konuna margsinnis í höfuðið með felgulykli en dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði ætlað að bana konunni.

Innlent
Fréttamynd

Harmar viðbrögð stjórnenda spítalans

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga harmar viðbrögð stjórnenda Landspítala - háskólasjúkrahúss við upplýsingum um ráðningarkjör dönsku hjúkrunarfræðinganna sem hefja störf við spítalann í sumar. Í yfirlýsingu frá stjórn hjúkrunarfræðinga segir að hún standi fast við útreikninga sína.

Innlent
Fréttamynd

Tvö fíkniefnamál í Kópavogi í nótt

Tvö fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi í nótt. Lögregla stöðvaði bíl við reglubundið eftirlit og kom þá í ljós að ökumaður og farþegi höfðu fíkniefni í fórum sínum. Leitað var í tveimur húsum í kjölfarið og fannst þá meira fíkniefnum. Um var að ræða amfetamín, MDMA og kannabisefnis en ekki í miklu magni.

Innlent
Fréttamynd

Níu fíkniefnamál á sama skemmtistaðnum

Tólf minni háttar fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gær og nótt, þar af níu þeirra á sama skemmtistaðnum. Í öllum tilvikum var um að ræða fólk sem var fíkniefni í fórum sínum og voru þau gerð upptæk og fólkinu sleppt að því loknu.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur mildar dóm í líkamsárás

Karlmaður var í dag dæmdur fyrir Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn sló konuna margsinnis í höfuðið með felgulykli en dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði ætlað að bana konunni.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði út frá standlampa

Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Biskupstungum á tíunda tímanum í kvöld. Lögreglumaður, sem var á frívakt var í nágrenninu, brást skjótt við og náði að slökkva eldinn sem var minniháttar. Nokkur börn voru heimavið þegar eldurinn kviknaði en þau sakaði ekki.

Innlent
Fréttamynd

Tvö stór kynferðsiafbrotamál í rannsókn í Nuuk

Tvö alvarleg kynferðisabrotamál eru nú í rannsókn lögreglunnar í Nuuk á Grænlandi. Samkvæmt danska blaðinu Politiken er talið að hátt í fimmtíu börn hafi orðið fyrir misnotkun að hálfu tveggja manna. Upp komst um fyrra málið í mars á þessu ári og hitt í apríl en tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við málið.

Erlent
Fréttamynd

TF-Líf sótti slasaðan mann í Úthlíð

TF-Líf sótti slasaðann mann í Úthlíð í Biskupstungum um kvöldmatarleitið. Maðurinn stjórnaði krana og var að hýfa upp veggeiningu þegar festing gaf sig með þeim afleiðingum að veggurinn féll á manninn.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi

Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn.

Innlent
Fréttamynd

Áhorfendur virkjaðir í kosningasjónvarpi

Áhorfendur kosningasjónvarps NFS, Stöðvar 2 og tengdra miðla verða virkjaðir á laugardagskvöld þegar þeir geta sent myndir og myndskeið af kosningavökum og -partíum víðs vegar um land. Það eina sem þarf til er farsími með myndavél.

Innlent
Fréttamynd

Læknirinn og frambjóðandinn á gamla vinnustaðnum

Læknirinn og frambjóðandinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, heimsótti í dag sinn gamla vinnustað Landspítalann, til að kynna stefnumál flokksins. Sjálfur segist hann sakna gamla starfsins en er ekki viss um að það fái mikinn tíma með fram borgarstjórastarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Æðarbændur verða fyrir búsifjum vegna óveðurs

Æðarbændur á norðanverðu landinu hafa orðið fyrir töluverðum búsifjum vegna hretsins sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga. Þá er líklegt að illviðrið hafi höggvið skarð í minni mófuglastofna en gróðurinn virðist hins vegar ætla að sleppa nokkuð vel.

Innlent
Fréttamynd

Rasmussen heimsækir Írak

Forsætisráðherra Danmerkur heimsótti Írak í dag - en á meðan var ekkert lát á ofbeldi í landinu. Anders Fogh Rasmussen er annar þjóðarleiðtoginn sem heimsækir Írak eftir valdatöku nýs forsætisráðherra, Al Malikis.

Erlent
Fréttamynd

Árás á Ramallah

Ísraelskir hermenn réðust inn í Ramallah, helstu borg Palestínumanna á vesturbakkanum, í dag, felldu fjóra menn og særðu um fimmtíu. Árásin var gerð daginn eftir að Bush Bandaríkjaforseti fagnaði áætlun Ísraelsstjórnar um landnám á vesturbakkanum.

Erlent
Fréttamynd

Eykur áhuga og skilning unglinga á fjármálum

Nemendur í 10. bekk segjast lífshermileikinn Raunveruleikann sem efnt var til á vegum skólayfirvalda á netinu hafa hjálpað sér mikið við að skilja ábyrga hegðun í fjármálaum. Þeir hvetja skóla til að vinna að fleiri slíkum verkefnum til að kynna raunveruleg málefni fyrir nemendum. Oft er talað um að ungt fólk kunni ekkert með peninga að fara og ef til vill er margt til í þeirri staðreynd. Í vetur var þó brugðið á heldur nýstárlega aðferð við að kenna unglingum ábyrga meðferð peninga. Nemendur í 10. bekk gátu skráð sig til leiks í gagnvirkum hermileik á netinu, sem bar heitið Raunveruleikurinn. Með því fræddust þau um neytendamál, samfélagið og lánamál auk þess sem þau gátu unnið til verðlauna.

Innlent
Fréttamynd

Selja Garðbæingum niðurgreitt vatn?

Kópavogsbær hefur samþykkt að selja Garðbæingum vatn næstu fjörutíu árin - á niðurgreiddu verði að því er fulltrúi Samfylkingar í bæjarstjórn heldur fram.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkaði í dag

Verð á olíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birti gögn þess efnis að olíubirgðir landsins hefðu aukist. Þetta er þvert á það sem áður var talið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Margir hafa kosið utankjörfundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna hefur gengið vel um mest allt land. Um hádegi voru tæplega 7.000 manns búnir að kjósa í Laugardalshöllinni þar sem utankjörfundarkosning Sýslumannsembættisins í Reykjavík fer fram.

Innlent
Fréttamynd

Búið að flytja skipverja til Vestmannaeyja

Björgunarskip frá Vestmannaeyjum kom að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum skömmu fyrir klukkan eitt en báturinn fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar, þar af tveir erlendir ferðamenn, og tveggja manna áhöfn voru um borð í bátnum. Tveir björgunarbátar fóru á staðinn og er búið að flytja allt fólkið til Eyja. Skipstjórnarmenn

Innlent
Fréttamynd

44% stöðuveitinga af pólitískum toga

44 prósent stöðuveitinga í æðstu embætti ríkisins eru af pólitískum toga. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á útbreiðslu pólitískra stöðuveitinga hjá hinu opinbera. Það var Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor sem framkvæmdi rannsóknina. Í henni skoðaði hann 111 stöðuveitingar í æðstu störf ríkisins á árunum 2001-2005.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki

Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Fischer Partners er með 4,4 prósenta markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum og styrkir það stöðu Glitnis á norrænum verðbréfamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hugsanleg verðlækkun á íbúðarhúsnæði

Innlánsstofnanir lánuðu tæpa 8 milljarða króna til íbúðakaupa í síðasta mánuði. Sé leiðrétt fyrir fjölda viðskiptadaga í mars og apríl vegna páskahátíðar dragast lánin saman um 7 prósent á milli mánaða. Greiningardeild Glitnis banka segir að af þessu megi ráð að farið sé að hægja á þessari tegund útlána. Þá telur deildin að á seinni hluta ársins megi jafnvel sjá verðlækkun á íbúðarhúsnæði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap Vestmannaeyjabæjar 424 milljónir króna

Vestmannaeyjabær skilaði 424,4 milljóna króna tapi á síðasta ári. Þetta er 113,5 milljónum krónum meira tap en árið á undan þegar það nam rúmum 310, 8 milljónum króna. Fjárhagsáætlun bæjarins gerði hins vegar fyrir 199 milljóna króna tapi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breska lögreglan handtekur stuðningsmenn hryðjuverka

Breska lögreglan handtók átta manns sem grunaðir eru um að styðja hryðjuverkasamtök. Handtakan er liður í viðamikilli aðgerð lögreglunnar þar í landi gegn hryðjuverkum sem um 500 lögreglumenn víðs vegar um Bretland taka þátt í.

Erlent
Fréttamynd

Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna

Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna og Kolbeins Ketilssonar í Íslensku óperunni í gærkvöldi. Bekkirnir í óperunni voru þéttsetnir aðdáendum hljómsveitarinnar. Að venju var fjölbreytt tónlist á efnisskránni. Austur-evrópsk sígauna áhrif voru einkennandi að vanda, í bland við ljúfa tóna frá mið-austurlöndum og alíslenska rússíbanasveiflu. Þetta voru einu tónleikar hljómsveitarinnar á Listahátíð Reykjavíkur en hátíðinni lýkur 2. júní næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Hjallastefnan tekur við rekstri Hraunborgar

Hjallastefnan ehf. tekur við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá því að samningur þess efnis hafi verið undirritaður í gær. Samningurinn er til þriggja ára en framlengist um fimm ár í senn, verði honum ekki sagt upp. Leiskólinn Hraunborg verður þar með fjórði leikskólinn sem rekinn er af Hjallastefnunni.

Innlent