Fréttir Starfsmenn svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra ósáttir við kjör sín Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og afhentu yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Innlent 28.6.2006 11:09 Konan sveik út úr tryggingum með hjálp sonar síns, tengdadóttur og 20 annarra Konan sem er sökuð um að hafa svikið 75 milljónir út úr Tryggingastofnun er á fimmtugsaldri og hafði unnið sem þjónustufulltrúi í Þjónustumiðstöð stofnunarinnar í yfir 20 ár. Sonur konunnar og tengdadóttir sitja einnig í gæsluvarðhaldi. Alls tengjast um 20 manns málinu sem gæti verið eitt stærsta tryggingasvindl Íslandssögunnar. Innlent 28.6.2006 10:57 Fallhlífastökkvari fótbrotnaði í lendingu Fallhlífastökkvari fótbrotnaði í harkalegri lendingu á Helluflugvelli í gærkvöldi og var fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans. Hann var við æfingar ásamt félögum sínum úr Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur, og voru aðstæður góðar, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Innlent 28.6.2006 10:54 Arcelor styður tilboð Mittal Steel Stjórnvöld í Lúxemborg, sem eiga 5,6 prósent í evrópska stálrisanum Arcelor, og eignarhaldsfélagið Carla Tassara International, sem á 7,8 prósenta hlut í stálfyrirtækinu, eru fylgjandi endurskoðuðu yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Mittal Steel gerði yfirtökutilboð í Arcelor í janúarlok á þessu ári en andstaða hluthafa í Arcelor varð til þess að gengið var til samninga við rússneska stálrisann Severstal um sameiningu. Viðskipti erlent 28.6.2006 10:33 Hraðakstur á Reykjanesbraut Ekkert lát er á hraðakstri á Reykjanesbraut, sem hefur færst mjög í vöxt. Tveir ökumenn voru stöðvaðir þar í gærkvöldi eftir að hafa mælst á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Fimm til viðbótar voru teknir með stuttu millibili, en þeir óku heldur hægar. Innlent 28.6.2006 09:22 Boranir í nágrenni Húsavíkur Boraðar verða þrjár háhitaholur á Kröflusvæðinu og þeystareykjasvæðinu fyrir rúmlega hálfan milljarð króna í sumar vegna hugsanlegs álvers við Húsavík. Húsnæðisverð hefur hækkað í Húsavík og Alcoa hefur ráðið kynningarfulltrúa fyrir svæðið. Innlent 28.6.2006 09:13 Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla æfingum Rússa Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland í haust. Í tilkynningu frá samtökunum segir að æfingar af þessu tagi þjóni engu uppbyggilegu hlutverki og þeim fylgi ýmsar hættur þar sem kjarnorkuknúin skip verði að öllum líkindum með í för. Samtökin ítreka einnig þá kröfu sína að látið verði af svonefndum kurteisisheimsóknum erlendra herskipa í íslenskar hafnir. Innlent 28.6.2006 09:03 Brotthvarf japanskra hermanna frá Írak Brotthvarf japanskra hermanna frá Írak heldur áfram. Það hófst á sunnudaginn þegar hluti japanska heraflans fór frá Suður-Írak yfir til Kúvæt. Í morgun mátti sjá nokkra vöruflutningabíla flytja búnað yfir landamærin. Sex hundruð japanskir hermenn hafa einungis sinnt hjálparstarfi í borginni Samawah í Suður-Írak síðan 2004. Þeir sinntu vegagerð, byggingu húsa og tóku þátt í að styrkja heilbrigðisþjónustu og hreinsa vatn í borginni. Óttast var um öryggi hermannanna þó friður væri á svæðinu. Enginn japanskur hermaður hefur fallið í Írak. Erlent 28.6.2006 09:06 Óeirðir í Austur-Tímor í nótt Óeirðir í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, í nótt benda til þess að hættuástand þar í landi sé ekki liðið hjá þó Mari Alkatiri, forsætisráðherra, hafi sagt af sér fyrr í vikunni. Hópar ungmenna létu grjóthnullungum rigna yfir búðir þar sem flóttamenn halda til og lögðu eld að fjölmörgum húsum víðsvegar um borgina. Ástralskir friðargæsluliðar hröktu um hundrað óeirðaseggi frá flóttamannabúðunum. Ekki er vitað hvort nokkur særðist. Erlent 28.6.2006 08:42 Uppsveiflu lokið segir KB banki Uppsveiflunni, sem hófst í ársbyrjun árið 2003 er nú lokið, að mati KB banka, sem styðst þar við væntingavísitölu Gallups, sem mælist nú rétt rúmlega hundrað stig, þriðja mánuðinn í röð. Þegar hún mælist hundrað, eru jafn margir neytendur jákvæðir og neikvæðir á aðstæður í efnahags- og atvinnumálum. Í fyrravetur mældist væntingavísiltalan 130 stig, en er nú fallin niður í hundrað, eða það sama og hún var við upphaf uppsveiflunnar árið 2003. Innlent 28.6.2006 08:38 Ísraelsher ræðst inn á Gaza-svæðið Ísraelsher hefur tekið sér stöðu við Rafah á suður hluta Gaza-svæðisins. Herinn réðst inn á Gaza seint í gærkvöldi með það fyrir augum að frelsa ungan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan á sunnudaginn. Erlent 28.6.2006 08:35 Jón Sigurðsson í formannsslag í Framsóknarflokknum Jón Sigurðsson viðskipta-og iðnaðarráðherra ætlar að gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins og vonast eftir heiðarlegri og vinsamlegri baráttu um formannssætið. Innlent 28.6.2006 08:11 Mengunarslys á Eskifirði í rannsókn Vinnueftirlitið, lögregla og fleiri vinna enn að rannsókn mengunarslyssins á Eskifriði í gær þegar eitrað gas náði til sundlaugargesta og um 30 veiktust. Eftir því sem Fréttastofan kemst næst er líðan þeirra fjögurra, sem fluttir voru flugleiðis á sjúkrahús í Reykjavík og þeirra tveggja sem fluttir voru til Akureyrar eftir atvikum. Um 10 manns dvöldu á sjúkrahúsinu í Neskaupstað í nótt, þar sem fylgst var með líðan þeirra til öryggis. Innlent 28.6.2006 08:05 Friður um Straum Friður skapast væntanlega í stjórn Straums-Burðaráss eftir að FL Group gekk í gærkvöldi frá kaupum á rúmlega 24% hlut þeirra Magnúsar Kristinssonar og Kristins Björnssonar í bankanum fyrir 47 milljarða króna. Innlent 28.6.2006 08:01 Samningaviðræður við álfa í Vogum Kunnur álfasérfræðingur var kallaður til samningaviðræðna við íbúa álagahóls í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir skemmstu. Til stendur að byggja á þeim stað sem álagahóllinn er nú og því ákvað skipulags- og bygginganefnd Voga að fá Erlu Stefánsdóttur, álfasérfræðing, til viðræðna við álfana. Innlent 28.6.2006 11:13 FL Group kaupir fjórðungshlut í Straumi-Burðarási FL Group hefur keypt 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka hf. af Magnúsi Kristinssyni, varaformanni stjórnar, og Kristni Björnssyni stjórnarmanni. Fram kemur í tilkynningu frá Fl Group að andvirði viðskiptanna sé um 47 milljarðar króna en eftir kaupin mun FL Group eiga tæplega 26% hlutafjár í Straumi-Burðarás. Innlent 27.6.2006 23:54 Dómur vegna set- og miðlunarlóns áfangasigur Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi hluta af úrskurði setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu. Ráðherra hafði úrskurðað að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Lögmaður hópsins sem kærði úrskurðinn segir dóminn áfangasigur. Innlent 27.6.2006 23:45 Íhuga uppsagnir vegna seinagangs í kjaraviðræðum Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Innlent 27.6.2006 23:37 Ferjuhöfn í Bakkafjöru 2010 Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að ferjulægi í Bakkafjöru sé besta lausnin í bættum samgöngum milli lands og Vestmannaeyja. Sturla kynnti tillögur sínar á ríkisstjórnarfundi í morgun og miðað er við að höfnin verði tekin í notkun árið 2010 og að þá verði hægt að sigla milli lands og eyja á hálftíma. Innlent 27.6.2006 23:30 Evrópuráðið gagnrýnir leynifangelsin Evrópuráðið gagnrýndi harðlega í ályktun sinni í dag þau lönd sem rekið hafa leynifangelsi eða heimilað fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA um lofthelgi sína. Erlent 27.6.2006 17:24 Fagna hugmyndum um að draga úr þenslu Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. Innlent 27.6.2006 18:00 Hluti úrskurðar setts ráðherra felldur úr gildi Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi þann hluta úrskurðar setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Innlent 27.6.2006 17:41 Edikssýru fyrir mistök hellt í klórtank sundlaugarinnar á Eskifirði Fjórir eru illa haldnir eftir klórmengun sem varð í sundlauginni á Eskifirði í dag. 20 til 30 manns fengu eitrun af einhverju tagi. Allt bendir til að fyrir mistök hafi edikssýru verið hellt í klórtank laugarinnar. Við það losnar klórgas sem er stórhættuleg eiturlofttegund og getur í ákveðnu magni verið banvæn. Yfirstjórn bæjarfélagsins sendi frá sér yfirlýsingu rétt fyrir klukkan fjögur þar sem kemur fram að slökkvilið Fjarðarbyggðar hafi komist fyrir eiturefnamengunina og að ekki sé gert ráð fyrir að rýma fleiri hús en þegar hefur verið gert. Innlent 27.6.2006 15:59 4 illa haldnir eftir klórmengun í sundlauginni á Eskifirði 4 eru illa haldnir eftir klórmengun í sundlauginni á Eskifirði í dag. 15 til 20 urðu fyrir mengun. Innlent 27.6.2006 15:12 Íbúðabyggð nálægt sundlauginni á Eskifirði rýmd Verið er að rýma íbúðabyggð innan sundlaugarinnar á Eskifirði þar sem klógasmengun varð í dag. Talið er að um hundrað manns búi á því svæði. Innlent 27.6.2006 15:02 Þyrlan farin austur vegna klórgasmengunar Samhæfingarstöðin í Reykjavík hefur verið virkjuð til að veita þá aðstoð sem þörf er á á Eskifirði vegna klórgasmengunar sem varð í sundlauginni þar fyrr í dag og hafa 10 slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu verið sendir austur með búnað eins og súrefni og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, hefur verið send austur. Innlent 27.6.2006 14:52 15 - 20 urðu fyrir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirði 15 til 20 manns urðu fyrir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirði í dag. Allt tiltækt lögreglu- og sjúkralið á Eskifirði og nágrenni hefur verið sent að sundlauginni vegna lekans. Mjög margt var í lauginni þegar lekans varð vart og voru þó nokkrir fluttir í sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Eskifirði sem og til Norðfjarðar. Innlent 27.6.2006 14:37 Harma fyrirhugaðar breytingar á skattalögum Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun þar sem það harmar þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að breyta skattalögum þannig að hærra hlutfall tekna fólks renni í ríkisstjórn eftir næstu áramót en núgildandi lög gera ráð fyrir. Félagið segir þá þingmenn sem sækja umboð sitt til kjósenda sem eru hlynntir lækkun tekjuskattsprósentunnar verða að hafa í huga fyrir hvern þeir sitja á þingi þegar þeir greiða atkvæði um hækkunartillöguna. Innlent 27.6.2006 13:55 Bongó kaupir Exton Bongó ehf. hefur keypt meirihluta í upplýsingatæknifyrirtækinu Exton ehf. Exton er þjónustufyrirtæki á sviði ljósa-, hljóð- og myndlausna. Fyrirtækið er einkum þekkt fyrir tækjaleigu vegna tónleika, ráðstefna og skemmtana. Það setti m.a. upp svið, lýsingu og hljóðbúnað á tónleikum Roger Waters í Egilshöll á dögunum. Viðskipti innlent 27.6.2006 14:06 Hópeitrun í sundlaug á Eskifirði Hópeitrun varð í sundlauginni á Eskifirði vegna klórleka. Fólk sem varð fyrir eitrun nýtur aðhlynningar á heilsugæslustöðinni. Innlent 27.6.2006 14:02 « ‹ ›
Starfsmenn svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra ósáttir við kjör sín Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og afhentu yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Innlent 28.6.2006 11:09
Konan sveik út úr tryggingum með hjálp sonar síns, tengdadóttur og 20 annarra Konan sem er sökuð um að hafa svikið 75 milljónir út úr Tryggingastofnun er á fimmtugsaldri og hafði unnið sem þjónustufulltrúi í Þjónustumiðstöð stofnunarinnar í yfir 20 ár. Sonur konunnar og tengdadóttir sitja einnig í gæsluvarðhaldi. Alls tengjast um 20 manns málinu sem gæti verið eitt stærsta tryggingasvindl Íslandssögunnar. Innlent 28.6.2006 10:57
Fallhlífastökkvari fótbrotnaði í lendingu Fallhlífastökkvari fótbrotnaði í harkalegri lendingu á Helluflugvelli í gærkvöldi og var fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans. Hann var við æfingar ásamt félögum sínum úr Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur, og voru aðstæður góðar, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Innlent 28.6.2006 10:54
Arcelor styður tilboð Mittal Steel Stjórnvöld í Lúxemborg, sem eiga 5,6 prósent í evrópska stálrisanum Arcelor, og eignarhaldsfélagið Carla Tassara International, sem á 7,8 prósenta hlut í stálfyrirtækinu, eru fylgjandi endurskoðuðu yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Mittal Steel gerði yfirtökutilboð í Arcelor í janúarlok á þessu ári en andstaða hluthafa í Arcelor varð til þess að gengið var til samninga við rússneska stálrisann Severstal um sameiningu. Viðskipti erlent 28.6.2006 10:33
Hraðakstur á Reykjanesbraut Ekkert lát er á hraðakstri á Reykjanesbraut, sem hefur færst mjög í vöxt. Tveir ökumenn voru stöðvaðir þar í gærkvöldi eftir að hafa mælst á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Fimm til viðbótar voru teknir með stuttu millibili, en þeir óku heldur hægar. Innlent 28.6.2006 09:22
Boranir í nágrenni Húsavíkur Boraðar verða þrjár háhitaholur á Kröflusvæðinu og þeystareykjasvæðinu fyrir rúmlega hálfan milljarð króna í sumar vegna hugsanlegs álvers við Húsavík. Húsnæðisverð hefur hækkað í Húsavík og Alcoa hefur ráðið kynningarfulltrúa fyrir svæðið. Innlent 28.6.2006 09:13
Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla æfingum Rússa Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland í haust. Í tilkynningu frá samtökunum segir að æfingar af þessu tagi þjóni engu uppbyggilegu hlutverki og þeim fylgi ýmsar hættur þar sem kjarnorkuknúin skip verði að öllum líkindum með í för. Samtökin ítreka einnig þá kröfu sína að látið verði af svonefndum kurteisisheimsóknum erlendra herskipa í íslenskar hafnir. Innlent 28.6.2006 09:03
Brotthvarf japanskra hermanna frá Írak Brotthvarf japanskra hermanna frá Írak heldur áfram. Það hófst á sunnudaginn þegar hluti japanska heraflans fór frá Suður-Írak yfir til Kúvæt. Í morgun mátti sjá nokkra vöruflutningabíla flytja búnað yfir landamærin. Sex hundruð japanskir hermenn hafa einungis sinnt hjálparstarfi í borginni Samawah í Suður-Írak síðan 2004. Þeir sinntu vegagerð, byggingu húsa og tóku þátt í að styrkja heilbrigðisþjónustu og hreinsa vatn í borginni. Óttast var um öryggi hermannanna þó friður væri á svæðinu. Enginn japanskur hermaður hefur fallið í Írak. Erlent 28.6.2006 09:06
Óeirðir í Austur-Tímor í nótt Óeirðir í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, í nótt benda til þess að hættuástand þar í landi sé ekki liðið hjá þó Mari Alkatiri, forsætisráðherra, hafi sagt af sér fyrr í vikunni. Hópar ungmenna létu grjóthnullungum rigna yfir búðir þar sem flóttamenn halda til og lögðu eld að fjölmörgum húsum víðsvegar um borgina. Ástralskir friðargæsluliðar hröktu um hundrað óeirðaseggi frá flóttamannabúðunum. Ekki er vitað hvort nokkur særðist. Erlent 28.6.2006 08:42
Uppsveiflu lokið segir KB banki Uppsveiflunni, sem hófst í ársbyrjun árið 2003 er nú lokið, að mati KB banka, sem styðst þar við væntingavísitölu Gallups, sem mælist nú rétt rúmlega hundrað stig, þriðja mánuðinn í röð. Þegar hún mælist hundrað, eru jafn margir neytendur jákvæðir og neikvæðir á aðstæður í efnahags- og atvinnumálum. Í fyrravetur mældist væntingavísiltalan 130 stig, en er nú fallin niður í hundrað, eða það sama og hún var við upphaf uppsveiflunnar árið 2003. Innlent 28.6.2006 08:38
Ísraelsher ræðst inn á Gaza-svæðið Ísraelsher hefur tekið sér stöðu við Rafah á suður hluta Gaza-svæðisins. Herinn réðst inn á Gaza seint í gærkvöldi með það fyrir augum að frelsa ungan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan á sunnudaginn. Erlent 28.6.2006 08:35
Jón Sigurðsson í formannsslag í Framsóknarflokknum Jón Sigurðsson viðskipta-og iðnaðarráðherra ætlar að gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins og vonast eftir heiðarlegri og vinsamlegri baráttu um formannssætið. Innlent 28.6.2006 08:11
Mengunarslys á Eskifirði í rannsókn Vinnueftirlitið, lögregla og fleiri vinna enn að rannsókn mengunarslyssins á Eskifriði í gær þegar eitrað gas náði til sundlaugargesta og um 30 veiktust. Eftir því sem Fréttastofan kemst næst er líðan þeirra fjögurra, sem fluttir voru flugleiðis á sjúkrahús í Reykjavík og þeirra tveggja sem fluttir voru til Akureyrar eftir atvikum. Um 10 manns dvöldu á sjúkrahúsinu í Neskaupstað í nótt, þar sem fylgst var með líðan þeirra til öryggis. Innlent 28.6.2006 08:05
Friður um Straum Friður skapast væntanlega í stjórn Straums-Burðaráss eftir að FL Group gekk í gærkvöldi frá kaupum á rúmlega 24% hlut þeirra Magnúsar Kristinssonar og Kristins Björnssonar í bankanum fyrir 47 milljarða króna. Innlent 28.6.2006 08:01
Samningaviðræður við álfa í Vogum Kunnur álfasérfræðingur var kallaður til samningaviðræðna við íbúa álagahóls í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir skemmstu. Til stendur að byggja á þeim stað sem álagahóllinn er nú og því ákvað skipulags- og bygginganefnd Voga að fá Erlu Stefánsdóttur, álfasérfræðing, til viðræðna við álfana. Innlent 28.6.2006 11:13
FL Group kaupir fjórðungshlut í Straumi-Burðarási FL Group hefur keypt 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka hf. af Magnúsi Kristinssyni, varaformanni stjórnar, og Kristni Björnssyni stjórnarmanni. Fram kemur í tilkynningu frá Fl Group að andvirði viðskiptanna sé um 47 milljarðar króna en eftir kaupin mun FL Group eiga tæplega 26% hlutafjár í Straumi-Burðarás. Innlent 27.6.2006 23:54
Dómur vegna set- og miðlunarlóns áfangasigur Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi hluta af úrskurði setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu. Ráðherra hafði úrskurðað að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Lögmaður hópsins sem kærði úrskurðinn segir dóminn áfangasigur. Innlent 27.6.2006 23:45
Íhuga uppsagnir vegna seinagangs í kjaraviðræðum Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Innlent 27.6.2006 23:37
Ferjuhöfn í Bakkafjöru 2010 Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að ferjulægi í Bakkafjöru sé besta lausnin í bættum samgöngum milli lands og Vestmannaeyja. Sturla kynnti tillögur sínar á ríkisstjórnarfundi í morgun og miðað er við að höfnin verði tekin í notkun árið 2010 og að þá verði hægt að sigla milli lands og eyja á hálftíma. Innlent 27.6.2006 23:30
Evrópuráðið gagnrýnir leynifangelsin Evrópuráðið gagnrýndi harðlega í ályktun sinni í dag þau lönd sem rekið hafa leynifangelsi eða heimilað fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA um lofthelgi sína. Erlent 27.6.2006 17:24
Fagna hugmyndum um að draga úr þenslu Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. Innlent 27.6.2006 18:00
Hluti úrskurðar setts ráðherra felldur úr gildi Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi þann hluta úrskurðar setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Innlent 27.6.2006 17:41
Edikssýru fyrir mistök hellt í klórtank sundlaugarinnar á Eskifirði Fjórir eru illa haldnir eftir klórmengun sem varð í sundlauginni á Eskifirði í dag. 20 til 30 manns fengu eitrun af einhverju tagi. Allt bendir til að fyrir mistök hafi edikssýru verið hellt í klórtank laugarinnar. Við það losnar klórgas sem er stórhættuleg eiturlofttegund og getur í ákveðnu magni verið banvæn. Yfirstjórn bæjarfélagsins sendi frá sér yfirlýsingu rétt fyrir klukkan fjögur þar sem kemur fram að slökkvilið Fjarðarbyggðar hafi komist fyrir eiturefnamengunina og að ekki sé gert ráð fyrir að rýma fleiri hús en þegar hefur verið gert. Innlent 27.6.2006 15:59
4 illa haldnir eftir klórmengun í sundlauginni á Eskifirði 4 eru illa haldnir eftir klórmengun í sundlauginni á Eskifirði í dag. 15 til 20 urðu fyrir mengun. Innlent 27.6.2006 15:12
Íbúðabyggð nálægt sundlauginni á Eskifirði rýmd Verið er að rýma íbúðabyggð innan sundlaugarinnar á Eskifirði þar sem klógasmengun varð í dag. Talið er að um hundrað manns búi á því svæði. Innlent 27.6.2006 15:02
Þyrlan farin austur vegna klórgasmengunar Samhæfingarstöðin í Reykjavík hefur verið virkjuð til að veita þá aðstoð sem þörf er á á Eskifirði vegna klórgasmengunar sem varð í sundlauginni þar fyrr í dag og hafa 10 slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu verið sendir austur með búnað eins og súrefni og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, hefur verið send austur. Innlent 27.6.2006 14:52
15 - 20 urðu fyrir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirði 15 til 20 manns urðu fyrir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirði í dag. Allt tiltækt lögreglu- og sjúkralið á Eskifirði og nágrenni hefur verið sent að sundlauginni vegna lekans. Mjög margt var í lauginni þegar lekans varð vart og voru þó nokkrir fluttir í sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Eskifirði sem og til Norðfjarðar. Innlent 27.6.2006 14:37
Harma fyrirhugaðar breytingar á skattalögum Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun þar sem það harmar þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að breyta skattalögum þannig að hærra hlutfall tekna fólks renni í ríkisstjórn eftir næstu áramót en núgildandi lög gera ráð fyrir. Félagið segir þá þingmenn sem sækja umboð sitt til kjósenda sem eru hlynntir lækkun tekjuskattsprósentunnar verða að hafa í huga fyrir hvern þeir sitja á þingi þegar þeir greiða atkvæði um hækkunartillöguna. Innlent 27.6.2006 13:55
Bongó kaupir Exton Bongó ehf. hefur keypt meirihluta í upplýsingatæknifyrirtækinu Exton ehf. Exton er þjónustufyrirtæki á sviði ljósa-, hljóð- og myndlausna. Fyrirtækið er einkum þekkt fyrir tækjaleigu vegna tónleika, ráðstefna og skemmtana. Það setti m.a. upp svið, lýsingu og hljóðbúnað á tónleikum Roger Waters í Egilshöll á dögunum. Viðskipti innlent 27.6.2006 14:06
Hópeitrun í sundlaug á Eskifirði Hópeitrun varð í sundlauginni á Eskifirði vegna klórleka. Fólk sem varð fyrir eitrun nýtur aðhlynningar á heilsugæslustöðinni. Innlent 27.6.2006 14:02
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti