Fréttir Búið að opna Sprengisand Vegagerðin er búin að opna Sprengisand ofan í Bárðardal, Fjallabaksleið syðri og Emstruleið. Þá er alveg búið að opna Arnarvatnsheiðina, en Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleiðir eru enn lokaðar. Einnig hluti austurleiðar, norðan Vatnajökuls, Stóri Sandur og leiðin norður í Fjörður. Innlent 29.6.2006 12:27 Guðni enn óákveðinn um formannsframboð Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ekki enn ákveðið hvort hann ætlar að sækjast eftir formannsstöðu í flokknum. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknar, sem styður Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, til formennsku íhugar að gefa kost á sér til varaformennsku, og virðist því ekki reikna með Guðna í æðstu stöður flokksins. Innlent 29.6.2006 12:18 Hæstiréttur Bandaríkjanna mun úrskurða um sérstakan herrétt yfir föngum í Guantanamo Búist er við að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði öðru hvoru megin við helgina um lögmæti þess að sérstakur dómstóll hafi verið skipaður til að fara með mál grunaðra hryðjuverkamanna sem eru í haldi Bandaríkjamanna. Réttarhlé hefst um mánaðamótin og á rétturinn eftir að taka fyrir mál Jemena sem hefur verið í haldi í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í fjögur ár. Sá var eitt sinn bílstjóri Osama bin Ladens, leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna. Hæstarétti Bandaríkjanna hefur verið falið að úrskurða um lögmæti þess að skipa eins konar hérrétt til að taka á málum fanganna en samkvæmt þeim dómstól mun föngungum ekki tryggð öll sú lagavernd sem þeir hefðu annars. Á fimmta hundrað meintra hryðjuverkamanna eru í haldi í Guantanamo-fangabúðunum. Erlent 29.6.2006 12:05 Þreyttir á skerðingu afla Formaður félags smábátaeiganda á norðanverðum Vestfjörðum vill að verði teknar upp nýjar aðferðir við ákvarðanir á afla. Menn séu orðnir hundleiðir á skerðingum yfirvalda. Í samtali við Bæjarins Besta á Vestjörðum segir Gunnlaugur Finnbogason formaður Eldingar, að mönnum þyki ráð að prófa nýjar aðferðir við stofnmælingar sem liggja til grundvallar ákvörðunum um heimildir til veiða. Innlent 29.6.2006 12:15 Mikill munur á hæsta og lægsta matvöruverði Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. Innlent 29.6.2006 12:01 Lagt til að þjóðaröryggisdeild verði sett á laggirnar Skipan nýrrar Þjóðaröryggisdeildar er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu tveggja evrópskra sérfræðinga um hryðjuverkavarnir á Íslandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, kynnti skýrsluna í dag. Innlent 29.6.2006 12:03 Verðbólgan skapar óvissu Mervyn King, seðlabankastjóri Englands, sagði á fundi með breskum þingmönnum í Bretlandi í dag að hættan sem stafi af verðbólguhækkunum á heimsvísu hafi skapað óvissu í efnahagslífi margra þjóða. Viðskipti erlent 29.6.2006 11:53 Færð á vegum Hálendisleiðir eru smátt og smátt að opnast. Fjallabaksleið syðri er nú opin, sem og Emstruleið. Arnarvatnsheiði, sem hefur aðeins verið opin að hluta, er nú orðin opin alla leið. Búið er að opna Sprengisand í Bárðardal en bæði Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið eru enn lokaðar. Allur akstur er enn bannaður á hluta Austurleiðar norðan Vatnajökuls. Akstur er enn bannaður á Stórasandi og eins á leiðinni norður Í Fjörður. Unnið verður við undirgöng á Vesturlandsvegi sunnan Þingvallavegar fram í miðjan ágúst. Á meðan er ekin hjáleið þar sem hámarkshraði er 50 km. Innlent 29.6.2006 11:32 Actavis gefur 10 milljónir til Krabbameinsfélags Íslands Actavis gaf í dag, Krabbameinsfélagi Íslands, 10 milljónir í tilefni að 55 ára afmæli félagsins. Haft er eftir Svöfu Grönfeldt, aðstoðarforstjóra Actavis, í tilkynningu frá þeim að gjöfin sé veitt á þessum tímamótum í viðurkenningarskyni fyrir áratuga starf Krabbameinsfélagsins í þágu baráttunnar gegn krabbameini. Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins segir gjöfin koma að sérstaklega góðum notum til að styrkja hin fjölmörgu verkefni félagsins. Actavis hefur einnig nýlega fest kaup á rúmensku lyfjafyrirtæki sem sérhæfi sig í framleiðslu samheitakrabbameinslyfja í Evrópu og getur þannig lagt sitt lóð á vogarskálina í baráttunni gegn krabbameini. Innlent 29.6.2006 11:21 Hlutabréfaverð hækkaði í morgun Gengi hlutabréfa hækkað á Norðurlöndunum í morgun eftir lækkanir í gær og nokkrar sveiflur undanfarnar vikur. Aðalvísitalan hækkaði um 1,2 prósent í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku í morgun, um 1,4 prósent í Osló í Noregi og í Stokkhólmi í Svíþjóð og um 2,1 prósent í Kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi. Viðskipti innlent 29.6.2006 10:45 Góðgerðardagur í Tívólíinu við Smáralind Tívolíið í Smáralind mun 3. júlí bjóða öllum aðildarfélögum umhyggju, sambýlum, BUGL, sérhópum vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins, og öðrum félagasamtökum ásamt fjölskyldum og fylgdarmönnum í tívolíið við Smáralind endurgjaldslaust. Góðgerðardagurinn verður milli kl. 10 og 13:00 og er tívolíið lokað almenningi á meðan. Öllu verður stýrt á þann hátt að allir geti notið sín hvort sem um er að ræða einstakling sem þarf á mikilli hjálp að halda eða ekki og verða því hjúkrunarfræðingar á svæðinu. Hafa nú þegar 1600 manns fengið afhent armband sem gildir sem dagspassi fyrir fyrrnefndan dag. Innlent 29.6.2006 10:35 Jafnaðarmenn berjast gegn mansali Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skora á Norrænu ráðherranefndina að útbúa sameiginlega norræna verkefnaáætlun í baráttunni við mansal. Jafnaðarmenn lögðu fram á þingi Norðurlandaráðs í Færeyjum í gær að lögð yrði áhersla á að mansal feli í sér alvarleg brot á mannréttindum. Vísað var í tillögunni til nokkurra aðgerða sem hægt er að grípa til, þar á meðal að styrkja alþjóðlegt samstarf lögreglu, efla fyrirbyggjandi starf í þeim löndum sem konurnar koma frá og rýmka dvalarleyfi á Norðurlöndunum fyrir fórnarlömb mansals. Innlent 29.6.2006 10:09 Ölvaður ökumaður tekur til fótanna Ölvaður ökumaður brást með þeim óvenjulega hætti við óvæntum blikkljósum lögreglubíls í Reykjavík í nótt, að hann snarstansaði bílinn, stök út úr honum, læsti honum og tók svo til fótanna. Hann uggði ekki að þeim aðstæðum að lögrelgumennirnir gátu ekið á eftir honum í rólegheitum þar til þeim leiddist þófið, stukku út úr lögreglubílnum og hlupu hann uppi. Innlent 29.6.2006 09:26 Faglærðir mótmæla í dag Faglært starfsfólk hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra mun mótmæla fyrir utan rúgbrauðsgerðina í dag á meðan samninganefnd fundar þar með fulltrúum ríkisins. Háskólamenntað starfsfólk krefst sömu launa og fólk hefur í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum, en starfsmenn sveitarfélaganna eru oft með 25 þúsund krónum hærri laun en ríkisstarfsmennirnir. Innlent 29.6.2006 09:18 Íslendingar hamingjusamasta þjóð í heimi Ísland er besta land til búsetu í öllum heiminum, að því er breska blaðið The Guardian hefur eftir nýlegri þarlendri rannsókn. Íslendingar eru hamingjusamasta þjóð í heimi, þrátt fyrir að búa í dýrasta landi í heimi, en fast á hæla okkur fylgja hinir síglöðu Ástralir. Innlent 29.6.2006 09:04 Ferð Discovery frestað Líkur eru á að ekki verði hægt að skjóta Discovery-geimflauginni á loft, eins og fyrirhugað var, um helgina. Ætlun NASA, Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, var að koma flauginni út í geim síðdegis á laugardag en vegna skýjafars við Canaveral-höfða, þar sem geimskotið á að fara fram, eru um sextíu prósent líkur á því að fresta þurfi skotinu. Erlent 29.6.2006 08:45 Varar við hættu á flóðbylgju Samræmt viðvörunarkerfi fyrir flóðbylgjuhættu við Indlandshaf er nú komið í gagnið, einu og hálfu ári eftir hamfaraflóðin sem urðu yfir 200 þúsundum að bana á annan í jólum 2004. 26 vaktstöðvar eru í landi og fylgjast með og vinna úr upplýsingum úr 25 jarðskjálftamælum, sem og þremur djúpsjávarmælum sem nema óeðlilegar hreyfingar á sjávaryfirborðinu. Slíkt kerfi hefur verið í gangi í 40 ár við Kyrrahafið og sambærileg viðvörunarkerfi eru í bígerð fyrir Atlantshafið, Miðjarðarhafið og Karíbahafið.UNESCO hafði yfirumsjón með uppsetningu kerfisins. Erlent 28.6.2006 22:25 Stjórn Tryggingastofnunar kölluð saman Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Tryggingastofnunar, segir milljónafjársvik þjónustufulltrúa hjá Tryggingaststofnun, einsdæmi í 70 ára sögu stofnunarinnar. Hann segir að stjórn Tryggingastofnunar verði kölluð til fundar á næstu dögum vegna málsins. Innlent 28.6.2006 22:15 Breytingar á reglum bitni á tekjuminni og landsbyggð Framkvæmdastjóri Íbúðarlánasjóðs segir breytingar á útlánareglum sjóðsins, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, hafa áhrif á þá tekjuminni og fólk úti á landi. Þá segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, breytingarnar skaða allmannahagsmuni. Innlent 28.6.2006 22:14 Starfshópur um Laugaveg Meirihluti skipulagsráðs Reykjavíkurborgar mun skipa starfshóp til að vinna að verndun og viðhaldi Laugavegarins sem mikilvægustu verslunar- og þjónustugötu Reykjavíkur. Innlent 28.6.2006 21:54 Orkla Media selt Örlög Orkla Media, sem íslendingar sóttust eftir að eignast á dögunum, eru ráðinn. Breska fjárfestingarfélagið Mecom Group hefur keypt norska fjölmiðlarisann. Dagsbrún var í hópi sex fyrirtækja sem lýst höfðu áhuga á að kaupa Orkla Media en ekkert varð úr þeim áformum. Erlent 28.6.2006 21:41 Krefst þess að viðskiptavinir verði upplýstir um samheitalyf Lyfjafræðingafélag Íslands segir ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur lyfjafræðinga almennt út frá verðkönnun ASÍ sem náði aðeins til fárra lyfja. Félagið segir lyfjabúðir hafa verklagsreglur sem kveða á um að lyfjafræðingar skuli bjóða fólki upp á samheitalyf, þar sem þau séu ódýrari kostur en með sömu virkni og lyf sem læknir hefur ávísað. Siv Friðleifsdóttir sendi í dag bréf til Lyfjastofnunar þar sem þess er krafist að stofnunin ítreki við lyfsala að starfsfólk þeirra upplýsi viðskiptavini um samheitalyf þegar þau eru í boði. Innlent 28.6.2006 21:23 Vörur rangt verðmerktar Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. Innlent 28.6.2006 21:15 Landsvirkjun íhugar áfrýjun vegna kröfu um umhverfismat við Þjórsárver Landsvirkjun mun á næstunni skoða hvort dómi héraðsdóms um að hluti framkvæmda við Þjórsárver þurfi að fara í umhverfismat, verði áfrýjað. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið og Landsvirkjun af kröfum Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og fleiri um að úrskurður Jóns Kristjánssonar setts umhverfisráðherra vegna Þjórsárvera verði felldur úr gildi í heild sinni. Hins vegar féllst héraðsdómur á þá kröfu að framkvæmdir við setlón norðan og vestan Þjórsárvera og veituskurður í Þjórsárlón þyrftu að fara í umhverfismat, og felldi þar með úr gildi úrskurð Jóns um það slíkt þyrfti ekki. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar er verið að skoða málið þar innanhúss. Skoðað verður hvort að ráðist verður í mat á umhverfisáhrifum þess hlutra framkvæmdarinnar sem dómur héraðsdóms kveður á um. Einnig verður skoðað hvort að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað til Hæstaréttar, en ákvörðun um það ætti að liggja fyrir innan fjögurra vikna. En það koma auðvitað fleiri að málinu, íslenska ríkið og svo stefnendur. Að sögn Katrínar Theódórsdóttur lögmanns Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og fleiri hafa umbjóðendur hennar ekki tekið afstöðu til þess hvort dómi héraðsdóms verði áfrýjað. Hún bendir á að sá þáttur úrskurðar setts umhverfisráðherra sem héraðsdómur felldi úr gildi hafi verið hvað mikilvægastur og að menn vonist til að leiði til þess að hætt verði við framkvæmdirnar alfarið. Innlent 28.6.2006 20:50 Bæjarstjórastaða í Grundarfirði eftirsótt Tuttugu og þrjár umsóknir hafa borist um stöðu bæjarstjóra í Grundarfirði en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Þetta kemur fram á héraðsfréttavefnum Skessuhorni. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í vor með þriggja atkvæða mun og ætlar hann að ráða bæjarstjóra í stað Bjargar Ágústsdóttur sem gegnt hefur starfinu um árabil. Innlent 28.6.2006 20:38 Samingar opinberra starfsmanna túlkaðir þröngt Það verður aldrei aftur látið viðgangast, ef BSRB fær því mögulega komið við, að bandalagið eigi ekki aðild að endurskoðun kjarasamninga. Þetta segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, eftir fund bandalagsins, Kennarasambands Íslands og Bandalags háskólamanna með samninganefnd fjármálaráðuneytisins í dag. Þar var farið yfir forsendur fyrir endurskoðun á kjarasamningum hjá opinberum starfsmönnum eftir að nýgerða samninga á almennum vinnumarkaði. Ögmundur segir fjármálaráðuneytið túlka endurskoðunarákvæði í samningum opinberra starfsmanna þröngt en eftir eigi að fara nákvæmlega til hverra endurskoðunin nái. Það sé í höndum aðildarfélaga BSRB en það sem snúi að félagsmönnum almennt verði á borði bandalagsins. Innlent 28.6.2006 20:35 Stakk föður sinn í kviðinn Hæstiréttur staðfesti í dag framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa stungið föður sinn hnífi í á veitingastað við Laugaveg aðfararnótt 17. júní. Höfðu þeir feðgar deilt sem lyktaði með því að sonurinn stakk föður sinn í kviðinni þannig að hann hlaut lífshættulega áverka og var um tíma á gjörgæslu. Skal ungi maðurin sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. ágúst. Innlent 28.6.2006 20:31 12 ára stúlka bjargaði haferni frá drukknun Tólf ára Grundfirðingur sýndi mikið snarræði þegar hún handsamaði haförn sem féll í Kirkjufellslónið skammt fyrir innan Grundarfjörð. Má segja að hún hafi bjargað konungi fulganna frá drukknun. Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára Grundfirðingur var í gærkvöldi ein á ferð á hesti sínum við Kirkjufellslón skammt frá heimabæ hennar. Á ferð sinni sá hún haförn, konung fuglanna, falla af himnum og ofan í lónið. Sigurbjörg beið ekki boðanna heldur synti á eftir erninum og dró hann í land. Hún vafði svo vesti sínu utan um hann og fór með hann út á veg þar sem hún beið í tvo tíma eftir hjálp. Örninn er nú kominn í Húsdýragarðinn til aðhlynningar en ljóst er að löng bið verður á því að hann fái að fara aftur út í frelsið enda er hann mjög lemstraður. kvót segir Tómas Ó. Guðmundsson forstöðumaður Húsdýra- og fjölskyldugarðsins en hann áréttaði einnig að þó stúlkan hefði sýnt mikla dirfsku við björgunina væri ekkert grín að lenda í arnarklóm enda launaði fuglinn Sigurbjörgu björunina með því að grípa um hana þéttingsfast með klónum. Sigurbjörg virðist þó ekki reiðari en svo að í samtali við NFS sagði hún að ætlunin væri að heimsækja fuglinn eins fljótt og hún gæti en hér má sjá tilvonandi heimkynni hans. Sigurbjörg sagði einnig að hún væri búin að gefa honum fuglinum nafn, það er Sigurörn. Innlent 28.6.2006 20:23 Fíkniefnaneysla vex stöðugt Rúmlega 160 milljónir jarðarbúa reykja kannabisefni að staðaldri, enda þótt efnið sé orðið mun hættulegra en áður. Ríkisstjórnir Evrópu skella skollaeyrum við sívaxandi kókaínneyslu íbúa álfunnar. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavandann. Erlent 27.6.2006 17:15 Ástin er engin tilviljun Ástin er engin tilviljun. Það er að minnsta kosti niðurstaða sænskrar rannsóknar. Erlent 28.6.2006 19:03 « ‹ ›
Búið að opna Sprengisand Vegagerðin er búin að opna Sprengisand ofan í Bárðardal, Fjallabaksleið syðri og Emstruleið. Þá er alveg búið að opna Arnarvatnsheiðina, en Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleiðir eru enn lokaðar. Einnig hluti austurleiðar, norðan Vatnajökuls, Stóri Sandur og leiðin norður í Fjörður. Innlent 29.6.2006 12:27
Guðni enn óákveðinn um formannsframboð Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ekki enn ákveðið hvort hann ætlar að sækjast eftir formannsstöðu í flokknum. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknar, sem styður Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, til formennsku íhugar að gefa kost á sér til varaformennsku, og virðist því ekki reikna með Guðna í æðstu stöður flokksins. Innlent 29.6.2006 12:18
Hæstiréttur Bandaríkjanna mun úrskurða um sérstakan herrétt yfir föngum í Guantanamo Búist er við að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði öðru hvoru megin við helgina um lögmæti þess að sérstakur dómstóll hafi verið skipaður til að fara með mál grunaðra hryðjuverkamanna sem eru í haldi Bandaríkjamanna. Réttarhlé hefst um mánaðamótin og á rétturinn eftir að taka fyrir mál Jemena sem hefur verið í haldi í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í fjögur ár. Sá var eitt sinn bílstjóri Osama bin Ladens, leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna. Hæstarétti Bandaríkjanna hefur verið falið að úrskurða um lögmæti þess að skipa eins konar hérrétt til að taka á málum fanganna en samkvæmt þeim dómstól mun föngungum ekki tryggð öll sú lagavernd sem þeir hefðu annars. Á fimmta hundrað meintra hryðjuverkamanna eru í haldi í Guantanamo-fangabúðunum. Erlent 29.6.2006 12:05
Þreyttir á skerðingu afla Formaður félags smábátaeiganda á norðanverðum Vestfjörðum vill að verði teknar upp nýjar aðferðir við ákvarðanir á afla. Menn séu orðnir hundleiðir á skerðingum yfirvalda. Í samtali við Bæjarins Besta á Vestjörðum segir Gunnlaugur Finnbogason formaður Eldingar, að mönnum þyki ráð að prófa nýjar aðferðir við stofnmælingar sem liggja til grundvallar ákvörðunum um heimildir til veiða. Innlent 29.6.2006 12:15
Mikill munur á hæsta og lægsta matvöruverði Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. Innlent 29.6.2006 12:01
Lagt til að þjóðaröryggisdeild verði sett á laggirnar Skipan nýrrar Þjóðaröryggisdeildar er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu tveggja evrópskra sérfræðinga um hryðjuverkavarnir á Íslandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, kynnti skýrsluna í dag. Innlent 29.6.2006 12:03
Verðbólgan skapar óvissu Mervyn King, seðlabankastjóri Englands, sagði á fundi með breskum þingmönnum í Bretlandi í dag að hættan sem stafi af verðbólguhækkunum á heimsvísu hafi skapað óvissu í efnahagslífi margra þjóða. Viðskipti erlent 29.6.2006 11:53
Færð á vegum Hálendisleiðir eru smátt og smátt að opnast. Fjallabaksleið syðri er nú opin, sem og Emstruleið. Arnarvatnsheiði, sem hefur aðeins verið opin að hluta, er nú orðin opin alla leið. Búið er að opna Sprengisand í Bárðardal en bæði Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið eru enn lokaðar. Allur akstur er enn bannaður á hluta Austurleiðar norðan Vatnajökuls. Akstur er enn bannaður á Stórasandi og eins á leiðinni norður Í Fjörður. Unnið verður við undirgöng á Vesturlandsvegi sunnan Þingvallavegar fram í miðjan ágúst. Á meðan er ekin hjáleið þar sem hámarkshraði er 50 km. Innlent 29.6.2006 11:32
Actavis gefur 10 milljónir til Krabbameinsfélags Íslands Actavis gaf í dag, Krabbameinsfélagi Íslands, 10 milljónir í tilefni að 55 ára afmæli félagsins. Haft er eftir Svöfu Grönfeldt, aðstoðarforstjóra Actavis, í tilkynningu frá þeim að gjöfin sé veitt á þessum tímamótum í viðurkenningarskyni fyrir áratuga starf Krabbameinsfélagsins í þágu baráttunnar gegn krabbameini. Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins segir gjöfin koma að sérstaklega góðum notum til að styrkja hin fjölmörgu verkefni félagsins. Actavis hefur einnig nýlega fest kaup á rúmensku lyfjafyrirtæki sem sérhæfi sig í framleiðslu samheitakrabbameinslyfja í Evrópu og getur þannig lagt sitt lóð á vogarskálina í baráttunni gegn krabbameini. Innlent 29.6.2006 11:21
Hlutabréfaverð hækkaði í morgun Gengi hlutabréfa hækkað á Norðurlöndunum í morgun eftir lækkanir í gær og nokkrar sveiflur undanfarnar vikur. Aðalvísitalan hækkaði um 1,2 prósent í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku í morgun, um 1,4 prósent í Osló í Noregi og í Stokkhólmi í Svíþjóð og um 2,1 prósent í Kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi. Viðskipti innlent 29.6.2006 10:45
Góðgerðardagur í Tívólíinu við Smáralind Tívolíið í Smáralind mun 3. júlí bjóða öllum aðildarfélögum umhyggju, sambýlum, BUGL, sérhópum vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins, og öðrum félagasamtökum ásamt fjölskyldum og fylgdarmönnum í tívolíið við Smáralind endurgjaldslaust. Góðgerðardagurinn verður milli kl. 10 og 13:00 og er tívolíið lokað almenningi á meðan. Öllu verður stýrt á þann hátt að allir geti notið sín hvort sem um er að ræða einstakling sem þarf á mikilli hjálp að halda eða ekki og verða því hjúkrunarfræðingar á svæðinu. Hafa nú þegar 1600 manns fengið afhent armband sem gildir sem dagspassi fyrir fyrrnefndan dag. Innlent 29.6.2006 10:35
Jafnaðarmenn berjast gegn mansali Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skora á Norrænu ráðherranefndina að útbúa sameiginlega norræna verkefnaáætlun í baráttunni við mansal. Jafnaðarmenn lögðu fram á þingi Norðurlandaráðs í Færeyjum í gær að lögð yrði áhersla á að mansal feli í sér alvarleg brot á mannréttindum. Vísað var í tillögunni til nokkurra aðgerða sem hægt er að grípa til, þar á meðal að styrkja alþjóðlegt samstarf lögreglu, efla fyrirbyggjandi starf í þeim löndum sem konurnar koma frá og rýmka dvalarleyfi á Norðurlöndunum fyrir fórnarlömb mansals. Innlent 29.6.2006 10:09
Ölvaður ökumaður tekur til fótanna Ölvaður ökumaður brást með þeim óvenjulega hætti við óvæntum blikkljósum lögreglubíls í Reykjavík í nótt, að hann snarstansaði bílinn, stök út úr honum, læsti honum og tók svo til fótanna. Hann uggði ekki að þeim aðstæðum að lögrelgumennirnir gátu ekið á eftir honum í rólegheitum þar til þeim leiddist þófið, stukku út úr lögreglubílnum og hlupu hann uppi. Innlent 29.6.2006 09:26
Faglærðir mótmæla í dag Faglært starfsfólk hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra mun mótmæla fyrir utan rúgbrauðsgerðina í dag á meðan samninganefnd fundar þar með fulltrúum ríkisins. Háskólamenntað starfsfólk krefst sömu launa og fólk hefur í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum, en starfsmenn sveitarfélaganna eru oft með 25 þúsund krónum hærri laun en ríkisstarfsmennirnir. Innlent 29.6.2006 09:18
Íslendingar hamingjusamasta þjóð í heimi Ísland er besta land til búsetu í öllum heiminum, að því er breska blaðið The Guardian hefur eftir nýlegri þarlendri rannsókn. Íslendingar eru hamingjusamasta þjóð í heimi, þrátt fyrir að búa í dýrasta landi í heimi, en fast á hæla okkur fylgja hinir síglöðu Ástralir. Innlent 29.6.2006 09:04
Ferð Discovery frestað Líkur eru á að ekki verði hægt að skjóta Discovery-geimflauginni á loft, eins og fyrirhugað var, um helgina. Ætlun NASA, Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, var að koma flauginni út í geim síðdegis á laugardag en vegna skýjafars við Canaveral-höfða, þar sem geimskotið á að fara fram, eru um sextíu prósent líkur á því að fresta þurfi skotinu. Erlent 29.6.2006 08:45
Varar við hættu á flóðbylgju Samræmt viðvörunarkerfi fyrir flóðbylgjuhættu við Indlandshaf er nú komið í gagnið, einu og hálfu ári eftir hamfaraflóðin sem urðu yfir 200 þúsundum að bana á annan í jólum 2004. 26 vaktstöðvar eru í landi og fylgjast með og vinna úr upplýsingum úr 25 jarðskjálftamælum, sem og þremur djúpsjávarmælum sem nema óeðlilegar hreyfingar á sjávaryfirborðinu. Slíkt kerfi hefur verið í gangi í 40 ár við Kyrrahafið og sambærileg viðvörunarkerfi eru í bígerð fyrir Atlantshafið, Miðjarðarhafið og Karíbahafið.UNESCO hafði yfirumsjón með uppsetningu kerfisins. Erlent 28.6.2006 22:25
Stjórn Tryggingastofnunar kölluð saman Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Tryggingastofnunar, segir milljónafjársvik þjónustufulltrúa hjá Tryggingaststofnun, einsdæmi í 70 ára sögu stofnunarinnar. Hann segir að stjórn Tryggingastofnunar verði kölluð til fundar á næstu dögum vegna málsins. Innlent 28.6.2006 22:15
Breytingar á reglum bitni á tekjuminni og landsbyggð Framkvæmdastjóri Íbúðarlánasjóðs segir breytingar á útlánareglum sjóðsins, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, hafa áhrif á þá tekjuminni og fólk úti á landi. Þá segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, breytingarnar skaða allmannahagsmuni. Innlent 28.6.2006 22:14
Starfshópur um Laugaveg Meirihluti skipulagsráðs Reykjavíkurborgar mun skipa starfshóp til að vinna að verndun og viðhaldi Laugavegarins sem mikilvægustu verslunar- og þjónustugötu Reykjavíkur. Innlent 28.6.2006 21:54
Orkla Media selt Örlög Orkla Media, sem íslendingar sóttust eftir að eignast á dögunum, eru ráðinn. Breska fjárfestingarfélagið Mecom Group hefur keypt norska fjölmiðlarisann. Dagsbrún var í hópi sex fyrirtækja sem lýst höfðu áhuga á að kaupa Orkla Media en ekkert varð úr þeim áformum. Erlent 28.6.2006 21:41
Krefst þess að viðskiptavinir verði upplýstir um samheitalyf Lyfjafræðingafélag Íslands segir ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur lyfjafræðinga almennt út frá verðkönnun ASÍ sem náði aðeins til fárra lyfja. Félagið segir lyfjabúðir hafa verklagsreglur sem kveða á um að lyfjafræðingar skuli bjóða fólki upp á samheitalyf, þar sem þau séu ódýrari kostur en með sömu virkni og lyf sem læknir hefur ávísað. Siv Friðleifsdóttir sendi í dag bréf til Lyfjastofnunar þar sem þess er krafist að stofnunin ítreki við lyfsala að starfsfólk þeirra upplýsi viðskiptavini um samheitalyf þegar þau eru í boði. Innlent 28.6.2006 21:23
Vörur rangt verðmerktar Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. Innlent 28.6.2006 21:15
Landsvirkjun íhugar áfrýjun vegna kröfu um umhverfismat við Þjórsárver Landsvirkjun mun á næstunni skoða hvort dómi héraðsdóms um að hluti framkvæmda við Þjórsárver þurfi að fara í umhverfismat, verði áfrýjað. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið og Landsvirkjun af kröfum Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og fleiri um að úrskurður Jóns Kristjánssonar setts umhverfisráðherra vegna Þjórsárvera verði felldur úr gildi í heild sinni. Hins vegar féllst héraðsdómur á þá kröfu að framkvæmdir við setlón norðan og vestan Þjórsárvera og veituskurður í Þjórsárlón þyrftu að fara í umhverfismat, og felldi þar með úr gildi úrskurð Jóns um það slíkt þyrfti ekki. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar er verið að skoða málið þar innanhúss. Skoðað verður hvort að ráðist verður í mat á umhverfisáhrifum þess hlutra framkvæmdarinnar sem dómur héraðsdóms kveður á um. Einnig verður skoðað hvort að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað til Hæstaréttar, en ákvörðun um það ætti að liggja fyrir innan fjögurra vikna. En það koma auðvitað fleiri að málinu, íslenska ríkið og svo stefnendur. Að sögn Katrínar Theódórsdóttur lögmanns Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og fleiri hafa umbjóðendur hennar ekki tekið afstöðu til þess hvort dómi héraðsdóms verði áfrýjað. Hún bendir á að sá þáttur úrskurðar setts umhverfisráðherra sem héraðsdómur felldi úr gildi hafi verið hvað mikilvægastur og að menn vonist til að leiði til þess að hætt verði við framkvæmdirnar alfarið. Innlent 28.6.2006 20:50
Bæjarstjórastaða í Grundarfirði eftirsótt Tuttugu og þrjár umsóknir hafa borist um stöðu bæjarstjóra í Grundarfirði en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Þetta kemur fram á héraðsfréttavefnum Skessuhorni. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í vor með þriggja atkvæða mun og ætlar hann að ráða bæjarstjóra í stað Bjargar Ágústsdóttur sem gegnt hefur starfinu um árabil. Innlent 28.6.2006 20:38
Samingar opinberra starfsmanna túlkaðir þröngt Það verður aldrei aftur látið viðgangast, ef BSRB fær því mögulega komið við, að bandalagið eigi ekki aðild að endurskoðun kjarasamninga. Þetta segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, eftir fund bandalagsins, Kennarasambands Íslands og Bandalags háskólamanna með samninganefnd fjármálaráðuneytisins í dag. Þar var farið yfir forsendur fyrir endurskoðun á kjarasamningum hjá opinberum starfsmönnum eftir að nýgerða samninga á almennum vinnumarkaði. Ögmundur segir fjármálaráðuneytið túlka endurskoðunarákvæði í samningum opinberra starfsmanna þröngt en eftir eigi að fara nákvæmlega til hverra endurskoðunin nái. Það sé í höndum aðildarfélaga BSRB en það sem snúi að félagsmönnum almennt verði á borði bandalagsins. Innlent 28.6.2006 20:35
Stakk föður sinn í kviðinn Hæstiréttur staðfesti í dag framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa stungið föður sinn hnífi í á veitingastað við Laugaveg aðfararnótt 17. júní. Höfðu þeir feðgar deilt sem lyktaði með því að sonurinn stakk föður sinn í kviðinni þannig að hann hlaut lífshættulega áverka og var um tíma á gjörgæslu. Skal ungi maðurin sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. ágúst. Innlent 28.6.2006 20:31
12 ára stúlka bjargaði haferni frá drukknun Tólf ára Grundfirðingur sýndi mikið snarræði þegar hún handsamaði haförn sem féll í Kirkjufellslónið skammt fyrir innan Grundarfjörð. Má segja að hún hafi bjargað konungi fulganna frá drukknun. Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára Grundfirðingur var í gærkvöldi ein á ferð á hesti sínum við Kirkjufellslón skammt frá heimabæ hennar. Á ferð sinni sá hún haförn, konung fuglanna, falla af himnum og ofan í lónið. Sigurbjörg beið ekki boðanna heldur synti á eftir erninum og dró hann í land. Hún vafði svo vesti sínu utan um hann og fór með hann út á veg þar sem hún beið í tvo tíma eftir hjálp. Örninn er nú kominn í Húsdýragarðinn til aðhlynningar en ljóst er að löng bið verður á því að hann fái að fara aftur út í frelsið enda er hann mjög lemstraður. kvót segir Tómas Ó. Guðmundsson forstöðumaður Húsdýra- og fjölskyldugarðsins en hann áréttaði einnig að þó stúlkan hefði sýnt mikla dirfsku við björgunina væri ekkert grín að lenda í arnarklóm enda launaði fuglinn Sigurbjörgu björunina með því að grípa um hana þéttingsfast með klónum. Sigurbjörg virðist þó ekki reiðari en svo að í samtali við NFS sagði hún að ætlunin væri að heimsækja fuglinn eins fljótt og hún gæti en hér má sjá tilvonandi heimkynni hans. Sigurbjörg sagði einnig að hún væri búin að gefa honum fuglinum nafn, það er Sigurörn. Innlent 28.6.2006 20:23
Fíkniefnaneysla vex stöðugt Rúmlega 160 milljónir jarðarbúa reykja kannabisefni að staðaldri, enda þótt efnið sé orðið mun hættulegra en áður. Ríkisstjórnir Evrópu skella skollaeyrum við sívaxandi kókaínneyslu íbúa álfunnar. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavandann. Erlent 27.6.2006 17:15
Ástin er engin tilviljun Ástin er engin tilviljun. Það er að minnsta kosti niðurstaða sænskrar rannsóknar. Erlent 28.6.2006 19:03