Fréttir Vilja hefja sölu á lituðu bensínu Forráðamenn Atlantsolíu hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherra að hann beiti sér fyrir því að heimilt verði að hefja sölu á lituðu bensíni. Innlent 2.8.2006 22:02 Mikið um að vera víða um land Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi. Innlent 2.8.2006 20:53 Heiðruðu minningu Einars Sigurðssonar Þrír Kanadamenn, sem björguðust úr sjóslysi við Viðey árið 1944, eru nú staddir hér á landi til að heiðra minningu Íslendingsins sem bjargaði þeim, ásamt 195 félögum þeirra, úr sökkvandi skipi. Innlent 2.8.2006 20:48 Leitað að karlmanni í Kollafirði Leit stendur yfir að einhverfum manni á þrítugsaldri sem varð viðskila við hóp á göngu um Kollafjörðinn um klukkan fjögur í dag. Búið er að kalla björgunarsveitina Dagrenningu á Hólmavík út og eru björgunarsveitarmenn að hefja leit. Innlent 2.8.2006 20:46 Neyðarástand vegna hitabylgju Neyðarástand hefur skapast í New York-borg í Bandaríkjunum þar sem hiti hefur farið upp í tæp fjörutíu stig. Þegar rakinn bætist við er erfitt að lifa. Sérstakar kælingarmiðstöðvar víðsvegar um borgina eru fjölsóttar þessa dagana. Erlent 2.8.2006 18:20 Eðlilegra að skerðingin sé í þrepum Formanni vinstri grænna finnst miður að örorkulífeyrir tæplega 2500 öryrkja verði skertur innan þriggja mánaða. Honum finnst eðlilegra að þetta sé gert í þrepum, ef skerðing er á annað borð óumflýjanleg. Innlent 2.8.2006 19:13 Eftirlitsmönnum á Srí Lanka fækkar um tvo þriðju Að öllu óbreyttu fækkar eftirlitsmönnum norrænu friðargæslusveitarinnar á Srí Lanka um tvo þriðju í byrjun september. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla sína liðsmenn heim. Íslensk stjórnvöld ákveða síðar í mánuðinum hvort fleiri Íslendingar verði sendir til friðargæslu á Srí Lanka. Erlent 2.8.2006 18:16 Pólverji í sjálfheldu Pólskum ferðamanni var bjargað úr sjálfheldu í dag en hann sat fastur í fjallshlíð Gleiðarhjalla, sem liggur fyrir ofan Ísafjörð. Innlent 2.8.2006 18:58 190 flugskeytum skotið á Norður-Ísrael Ísraelskar hersveitir réðust um 100 kílómetra inn í Líbanon í dag og tóku þar 5 skæruliða Hizbolla höndum í einu höfuðvígi þeirra. Hizbolla-skæruliðar svöruðu með að skjóta um 190 flugskeytum á Norður-Ísrael í dag. Erlent 2.8.2006 18:07 Sprengingar á sparkvelli í Bagdad Tólf manns fórust þegar tvær sprengjur sprungu á sparkvelli barna í Bagdad í Írak nú fyrir stundu. Flestir hinna látnu eru börn sem voru að leika sér í fótbolta í einu af fátækrahverfum borgarinnar. Erlent 2.8.2006 18:12 Þota frá American Airlines lenti með veikan farþega Boeing 777 breiðþota frá American Airlines lenti á Keflavíkurlfugvelli nú síðdegis en einn farþegi í vélinni var meðvitundarlaus. Farþeginn sem er 15 ára gamall var einn á ferð en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli var talið að hann væri sykursjúkur. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann fékk aðhlynningu. Eftir því sem komist verður næst þá hélt þotan áleiðis til Chicago í Bandaríkjunum stuttu síðar en hún var að koma frá London. Innlent 2.8.2006 17:42 Samtök gegn nauðgunum Karlahópur Femínistafélags Íslands og V-dags samtökin hafa tekið höndum saman gegn nauðgunum um Verslunarmannahelgina. Innlent 2.8.2006 17:09 Ók 50 km hraða yfir leyfilegum hraða 28 ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík á síðasta sólarhring. Meðal þeirra ökumanna sem stöðvaðir voru, var tvítug stúlka sem ók á rúmlega 100 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetra hraði. Stúlkan á yfir höfði sér sviptingu ökuleyfis í einn mánuð og 50 þúsund króna sekt fyrir athæfið. Þá voru þrír teknir fyrir ölvun við akstur og einn fyrir að aka undir áhdirum lyfja. Innlent 2.8.2006 16:06 Mikið eftirlit á Ein með öllu Lögreglan á Akureyri vill ítreka að unglingar inna átján ára aldurs fá ekki aðgang að tjaldstæðum nema í fylgd með forráðamönnum um helgina. Á Akureyri er haldin hátíðin Ein með öllu og á Laugum í Þingeyjarsýslu verður haldið unglingalandsmót UMFÍ, svo lögreglan gerir ráð fyrir miklum fjölda manns á ferð um Norðurlandið næstu daga. Lögreglan vill einnig koma því áleiðis til ferðamanna að þeir sýni aðgát við akstur og gefi sér nægan tíma til ferðalaga. Innlent 2.8.2006 15:57 Íraskar her- og lögreglusveitir munu taka við öryggisgæslu í Írak Jalal Talabani, forseti Íraks, segir að íraskar her- og lögreglusveitir muni taka við öryggisgæslu í öllum héruðum landsins, fyrir næstu áramót. Bandarískar og aðrar erlendar hersveitir gæta nú öryggis í sautján af átján héruðum Íraks. Írakar sjálfir stjórna aðeins einu héraði. Erlent 2.8.2006 16:15 Óásættanlegt að umsóknum sé hafnað Hagsmunaráð framhaldsskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands telur það óásættanlegt að háskólar landsins hafi þurft að hafna 2.500 umsóknum um háskólanám fyrir komandi skólaár. Jafnvel þótt einn einstaklingur kunni að vera að baki fleiri en einni umsókn, sé ljóst að hlutfall þeirra sem hafnað er sé of hátt. Innlent 2.8.2006 15:45 Íbúum af erlendum uppruna fækkar á Vestfjörðum Íbúum á Vestfjörðum með erlent ríkisfang fækkaði um 6,7% frá árinu 2000 til 2005, eða úr 499 í 466. Innlent 2.8.2006 15:41 4,1 milljarða hagnaður hjá Sjóvá 4,1 milljarða hagnaður var á rekstri Sjóvá vátrygginga og fjarfestingastarfsemi á fyrstu sex mánuðum ársins fyrir skatta, samanborið við 1,7 milljarða hagnað á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Í tilkynningu frá Sjóvá segir að rekstrarkostnaður fyrirtækisins hafi lækkað um 30%. Halli á vátryggingarekstri félagsins að frádregnum fjárfestingartekjum nam 271 milljón á fyrstu sex mánuðum ársins en nam 1.116 milljónum á sama tímabili í fyrra. Innlent 2.8.2006 15:30 Sigur rós spilar á Seyðisfirði Tónleikaferð hljómsveitarinnar Sigur rósar um landið hefur fallið vel í kramið hjá landanum. Hljómsveitin hefur nú upplýst um næstu tónleika hljómsveitarinnar en þeir verða á Miðbæjartorginu á Seyðisfirði annað kvöld og munu hefjast klukkan 20. Þetta verða fimmtu tónleikar hljómsveitarinnar í ferð þeirra um landið en til stendur að þeir verði alls sjö talsins. Það á þó enn eftir að skýrast hvar þeir tveir síðastnefndu verða, en tónleikarnir eru tilkynntir með stuttum fyrirvara. Innlent 2.8.2006 15:20 Dregur saman með Samfylkingunni og Vinstri grænum Heldur dregur saman með Samfylkingunni og Vinstri grænum frá því í síðasta mánuði, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Innlent 2.8.2006 12:53 Spá minni hagnaði Fjármálasérfræðingar bankanna spá almennt minni hagnaði á síðari helmingi ársins, en á fyrri helmingi þess, sem sló öll met. Innlent 2.8.2006 12:46 Þingmenn fastir í Svíþjóð Fimm manna sendinefnd á vegum Alþingis hefur setið föst á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi, á annan sólarhring. Björgvin G. Sigurðsson þingmaður segir framkomu Flugleiða slíka að þingið þurfa að endurskoða viðskipti sín við félagið. Innlent 2.8.2006 12:30 Borgarastyrjöldin á Sri Lanka hafin á ný Svo virðist sem borgarastyrjöldin á Sri Lanka sé hafin á ný að öllu leyti nema að nafninu til. Danir, Svíar og Finnar hafa ákveðið að kalla friðargæsluliða sína þar heim. Erlent 2.8.2006 12:06 Um 40 kýr brunnu inni Um það bil fjörutíu kýr brunnu inni þegar eldur kom upp í fjósi og hlöðu á bænum Húsatóftum á Skeiðum á sjöunda tímanum í morgun. Þegar heimafólk varð eldsins vart, logaði hann í þökum beggja bygginganna, sem eru sambyggðar, og varð ekki við neitt ráðið. Innlent 2.8.2006 12:00 Yukos úrskurðað gjaldþrota Rússneska olíufélagið Yukos hefur verið úrskurðað gjaldþrota af dómstóli í Moskvu. Félagið var stærsti olíuframleiðandi í Rússlandi þar til stofnandi Yukos, Mikhail Khodorkovsky, var ákærður fyrir ýmis fjársvik fyrir þremur árum. Erlent 2.8.2006 09:56 Úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem handtekinn var eftir ránið í skrifstofum Bónusvídeós í Hafnarfirði í fyrradag, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til áttunda ágúst. Innlent 2.8.2006 09:49 Með hass í poka Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn eftir að slatti af hassi fanst í poka í bíl hans , eftir að hann var stöðvaður á Geirsgötu í Reykjavík í nótt. 16 ára unglingur, sem líka var í bílnum, forðaði sér á hlaupum, en lögreglan vissi hver hann er og komu forledrar með hann á stöðina síðar í nótt. Sá eldri gistir fangageymslur, grunaður um að hafa ætlað efnið til sölu, og verður yfirheyrður í dag. Innlent 2.8.2006 09:33 Virða ekki hæðatakmarkanir Flutningabílar með háfermi óku sex sinnum á hæðarslár, við brúarbygginguna á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvega frá því um tvö leitið í fyrrinótt þar til um tvö leitið í nótt. Að sögn lögreglu er í nokkrum tilvikum vitað hverjir voru á ferð, en í öðrum ekki. Slárnar skemmdust talsvert, en ökumennirnir náðu að stöðva bíla sína áður en þeir ækju á uppsláttinn undir brúnni sjálfri. Slárnar eru svipaðar þeim, sem eru við Hvalfjarðagöng og hvað eftir annað hefur verið ekið á að undanförnu. Innlent 2.8.2006 09:30 Eldur í íbúðarhúsnæði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði mikinn viðbúnað þegar tilkynnt var um eld í íbúð í húsnæði, sem búið er að breyta í íbúðarhúsnæði, við utanverða Kársnesbraut í Kópavogi í gærkvöldi. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var búið að rýma húsið að hluta, en þegar til kom reyndist lítilsháttar eldur loga í gluggakarmi einnar íbúðarinnar, sem var mannlaus. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í, og verður rannsókn haldið áfram á vettvangi í dag. Innlent 2.8.2006 09:26 Steranotkun unglinga mest í þremur greinum íþrótta Notkun ólöglegra stera og hins örvandi efnis efedríns, virðist vera umtalsverð meðal framhaldsskólanema, ef marka má niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Flestir notendur þessara ólöglegu efna voru í vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum. Innlent 1.8.2006 22:39 « ‹ ›
Vilja hefja sölu á lituðu bensínu Forráðamenn Atlantsolíu hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherra að hann beiti sér fyrir því að heimilt verði að hefja sölu á lituðu bensíni. Innlent 2.8.2006 22:02
Mikið um að vera víða um land Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi. Innlent 2.8.2006 20:53
Heiðruðu minningu Einars Sigurðssonar Þrír Kanadamenn, sem björguðust úr sjóslysi við Viðey árið 1944, eru nú staddir hér á landi til að heiðra minningu Íslendingsins sem bjargaði þeim, ásamt 195 félögum þeirra, úr sökkvandi skipi. Innlent 2.8.2006 20:48
Leitað að karlmanni í Kollafirði Leit stendur yfir að einhverfum manni á þrítugsaldri sem varð viðskila við hóp á göngu um Kollafjörðinn um klukkan fjögur í dag. Búið er að kalla björgunarsveitina Dagrenningu á Hólmavík út og eru björgunarsveitarmenn að hefja leit. Innlent 2.8.2006 20:46
Neyðarástand vegna hitabylgju Neyðarástand hefur skapast í New York-borg í Bandaríkjunum þar sem hiti hefur farið upp í tæp fjörutíu stig. Þegar rakinn bætist við er erfitt að lifa. Sérstakar kælingarmiðstöðvar víðsvegar um borgina eru fjölsóttar þessa dagana. Erlent 2.8.2006 18:20
Eðlilegra að skerðingin sé í þrepum Formanni vinstri grænna finnst miður að örorkulífeyrir tæplega 2500 öryrkja verði skertur innan þriggja mánaða. Honum finnst eðlilegra að þetta sé gert í þrepum, ef skerðing er á annað borð óumflýjanleg. Innlent 2.8.2006 19:13
Eftirlitsmönnum á Srí Lanka fækkar um tvo þriðju Að öllu óbreyttu fækkar eftirlitsmönnum norrænu friðargæslusveitarinnar á Srí Lanka um tvo þriðju í byrjun september. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla sína liðsmenn heim. Íslensk stjórnvöld ákveða síðar í mánuðinum hvort fleiri Íslendingar verði sendir til friðargæslu á Srí Lanka. Erlent 2.8.2006 18:16
Pólverji í sjálfheldu Pólskum ferðamanni var bjargað úr sjálfheldu í dag en hann sat fastur í fjallshlíð Gleiðarhjalla, sem liggur fyrir ofan Ísafjörð. Innlent 2.8.2006 18:58
190 flugskeytum skotið á Norður-Ísrael Ísraelskar hersveitir réðust um 100 kílómetra inn í Líbanon í dag og tóku þar 5 skæruliða Hizbolla höndum í einu höfuðvígi þeirra. Hizbolla-skæruliðar svöruðu með að skjóta um 190 flugskeytum á Norður-Ísrael í dag. Erlent 2.8.2006 18:07
Sprengingar á sparkvelli í Bagdad Tólf manns fórust þegar tvær sprengjur sprungu á sparkvelli barna í Bagdad í Írak nú fyrir stundu. Flestir hinna látnu eru börn sem voru að leika sér í fótbolta í einu af fátækrahverfum borgarinnar. Erlent 2.8.2006 18:12
Þota frá American Airlines lenti með veikan farþega Boeing 777 breiðþota frá American Airlines lenti á Keflavíkurlfugvelli nú síðdegis en einn farþegi í vélinni var meðvitundarlaus. Farþeginn sem er 15 ára gamall var einn á ferð en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli var talið að hann væri sykursjúkur. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann fékk aðhlynningu. Eftir því sem komist verður næst þá hélt þotan áleiðis til Chicago í Bandaríkjunum stuttu síðar en hún var að koma frá London. Innlent 2.8.2006 17:42
Samtök gegn nauðgunum Karlahópur Femínistafélags Íslands og V-dags samtökin hafa tekið höndum saman gegn nauðgunum um Verslunarmannahelgina. Innlent 2.8.2006 17:09
Ók 50 km hraða yfir leyfilegum hraða 28 ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík á síðasta sólarhring. Meðal þeirra ökumanna sem stöðvaðir voru, var tvítug stúlka sem ók á rúmlega 100 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetra hraði. Stúlkan á yfir höfði sér sviptingu ökuleyfis í einn mánuð og 50 þúsund króna sekt fyrir athæfið. Þá voru þrír teknir fyrir ölvun við akstur og einn fyrir að aka undir áhdirum lyfja. Innlent 2.8.2006 16:06
Mikið eftirlit á Ein með öllu Lögreglan á Akureyri vill ítreka að unglingar inna átján ára aldurs fá ekki aðgang að tjaldstæðum nema í fylgd með forráðamönnum um helgina. Á Akureyri er haldin hátíðin Ein með öllu og á Laugum í Þingeyjarsýslu verður haldið unglingalandsmót UMFÍ, svo lögreglan gerir ráð fyrir miklum fjölda manns á ferð um Norðurlandið næstu daga. Lögreglan vill einnig koma því áleiðis til ferðamanna að þeir sýni aðgát við akstur og gefi sér nægan tíma til ferðalaga. Innlent 2.8.2006 15:57
Íraskar her- og lögreglusveitir munu taka við öryggisgæslu í Írak Jalal Talabani, forseti Íraks, segir að íraskar her- og lögreglusveitir muni taka við öryggisgæslu í öllum héruðum landsins, fyrir næstu áramót. Bandarískar og aðrar erlendar hersveitir gæta nú öryggis í sautján af átján héruðum Íraks. Írakar sjálfir stjórna aðeins einu héraði. Erlent 2.8.2006 16:15
Óásættanlegt að umsóknum sé hafnað Hagsmunaráð framhaldsskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands telur það óásættanlegt að háskólar landsins hafi þurft að hafna 2.500 umsóknum um háskólanám fyrir komandi skólaár. Jafnvel þótt einn einstaklingur kunni að vera að baki fleiri en einni umsókn, sé ljóst að hlutfall þeirra sem hafnað er sé of hátt. Innlent 2.8.2006 15:45
Íbúum af erlendum uppruna fækkar á Vestfjörðum Íbúum á Vestfjörðum með erlent ríkisfang fækkaði um 6,7% frá árinu 2000 til 2005, eða úr 499 í 466. Innlent 2.8.2006 15:41
4,1 milljarða hagnaður hjá Sjóvá 4,1 milljarða hagnaður var á rekstri Sjóvá vátrygginga og fjarfestingastarfsemi á fyrstu sex mánuðum ársins fyrir skatta, samanborið við 1,7 milljarða hagnað á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Í tilkynningu frá Sjóvá segir að rekstrarkostnaður fyrirtækisins hafi lækkað um 30%. Halli á vátryggingarekstri félagsins að frádregnum fjárfestingartekjum nam 271 milljón á fyrstu sex mánuðum ársins en nam 1.116 milljónum á sama tímabili í fyrra. Innlent 2.8.2006 15:30
Sigur rós spilar á Seyðisfirði Tónleikaferð hljómsveitarinnar Sigur rósar um landið hefur fallið vel í kramið hjá landanum. Hljómsveitin hefur nú upplýst um næstu tónleika hljómsveitarinnar en þeir verða á Miðbæjartorginu á Seyðisfirði annað kvöld og munu hefjast klukkan 20. Þetta verða fimmtu tónleikar hljómsveitarinnar í ferð þeirra um landið en til stendur að þeir verði alls sjö talsins. Það á þó enn eftir að skýrast hvar þeir tveir síðastnefndu verða, en tónleikarnir eru tilkynntir með stuttum fyrirvara. Innlent 2.8.2006 15:20
Dregur saman með Samfylkingunni og Vinstri grænum Heldur dregur saman með Samfylkingunni og Vinstri grænum frá því í síðasta mánuði, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Innlent 2.8.2006 12:53
Spá minni hagnaði Fjármálasérfræðingar bankanna spá almennt minni hagnaði á síðari helmingi ársins, en á fyrri helmingi þess, sem sló öll met. Innlent 2.8.2006 12:46
Þingmenn fastir í Svíþjóð Fimm manna sendinefnd á vegum Alþingis hefur setið föst á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi, á annan sólarhring. Björgvin G. Sigurðsson þingmaður segir framkomu Flugleiða slíka að þingið þurfa að endurskoða viðskipti sín við félagið. Innlent 2.8.2006 12:30
Borgarastyrjöldin á Sri Lanka hafin á ný Svo virðist sem borgarastyrjöldin á Sri Lanka sé hafin á ný að öllu leyti nema að nafninu til. Danir, Svíar og Finnar hafa ákveðið að kalla friðargæsluliða sína þar heim. Erlent 2.8.2006 12:06
Um 40 kýr brunnu inni Um það bil fjörutíu kýr brunnu inni þegar eldur kom upp í fjósi og hlöðu á bænum Húsatóftum á Skeiðum á sjöunda tímanum í morgun. Þegar heimafólk varð eldsins vart, logaði hann í þökum beggja bygginganna, sem eru sambyggðar, og varð ekki við neitt ráðið. Innlent 2.8.2006 12:00
Yukos úrskurðað gjaldþrota Rússneska olíufélagið Yukos hefur verið úrskurðað gjaldþrota af dómstóli í Moskvu. Félagið var stærsti olíuframleiðandi í Rússlandi þar til stofnandi Yukos, Mikhail Khodorkovsky, var ákærður fyrir ýmis fjársvik fyrir þremur árum. Erlent 2.8.2006 09:56
Úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem handtekinn var eftir ránið í skrifstofum Bónusvídeós í Hafnarfirði í fyrradag, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til áttunda ágúst. Innlent 2.8.2006 09:49
Með hass í poka Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn eftir að slatti af hassi fanst í poka í bíl hans , eftir að hann var stöðvaður á Geirsgötu í Reykjavík í nótt. 16 ára unglingur, sem líka var í bílnum, forðaði sér á hlaupum, en lögreglan vissi hver hann er og komu forledrar með hann á stöðina síðar í nótt. Sá eldri gistir fangageymslur, grunaður um að hafa ætlað efnið til sölu, og verður yfirheyrður í dag. Innlent 2.8.2006 09:33
Virða ekki hæðatakmarkanir Flutningabílar með háfermi óku sex sinnum á hæðarslár, við brúarbygginguna á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvega frá því um tvö leitið í fyrrinótt þar til um tvö leitið í nótt. Að sögn lögreglu er í nokkrum tilvikum vitað hverjir voru á ferð, en í öðrum ekki. Slárnar skemmdust talsvert, en ökumennirnir náðu að stöðva bíla sína áður en þeir ækju á uppsláttinn undir brúnni sjálfri. Slárnar eru svipaðar þeim, sem eru við Hvalfjarðagöng og hvað eftir annað hefur verið ekið á að undanförnu. Innlent 2.8.2006 09:30
Eldur í íbúðarhúsnæði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði mikinn viðbúnað þegar tilkynnt var um eld í íbúð í húsnæði, sem búið er að breyta í íbúðarhúsnæði, við utanverða Kársnesbraut í Kópavogi í gærkvöldi. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var búið að rýma húsið að hluta, en þegar til kom reyndist lítilsháttar eldur loga í gluggakarmi einnar íbúðarinnar, sem var mannlaus. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í, og verður rannsókn haldið áfram á vettvangi í dag. Innlent 2.8.2006 09:26
Steranotkun unglinga mest í þremur greinum íþrótta Notkun ólöglegra stera og hins örvandi efnis efedríns, virðist vera umtalsverð meðal framhaldsskólanema, ef marka má niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Flestir notendur þessara ólöglegu efna voru í vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum. Innlent 1.8.2006 22:39