Fréttir Tveggja ára undrabarn á sjóskíðum Cole Marsolek er rétt tæplega tveggja ára, en er afar fær á sjóskíðum þrátt fyrir ungan aldur. Færni hans uppgötvaðist þegar fjölskylda hans var á ferð í Wisconsin í Bandaríkjunum. Erlent 3.8.2006 22:43 Blóðugur dagur í Afganistan Fjöldi óbreyttra borgara og kanadískra hermanna var drepinn í sprengjuárásum í Afganistan í dag. Dagurinn var einn sá blóðugasti í landinu í marga mánuði. Erlent 3.8.2006 22:30 Bjargaðist úr sjálfheldu í Krossá Rúta festist í Krossá inni í Þórsmörk um áttaleytið í kvöld. Bílstjóri rútunnar var einn um borð og að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli bjargaðist hann á þurrt eftir að hann hafði sparkað upp afturrúðu rútunnar. Innlent 3.8.2006 22:26 Árni Johnsen vill ekkert gefa upp um framboð Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. Innlent 3.8.2006 20:04 Vill sameina sundraða þjóð Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó segist með þessu vera að sameina sundraða þjóð. Jústsjenkó og Janúkovitsj börðust af hörku um forsetaembættið árið 2004. Þá varð sá síðarnefndi forseti. Erlent 3.8.2006 19:17 Borgarastríð í Írak líklegt Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla. Erlent 3.8.2006 19:06 Stakk göt á dekk lögreglubíls Stungin voru göt á öll dekk lögreglubíls á Höfn í Hornafirði í síðastliðna nótt, þar sem bíllinn stóð á bílaverkstæði. Á fréttavefnum Horn.is kemur fram að um mislukkað skemmdarverk hafi verið að ræða en dekkin hafi verið orðið slitin og til stóð að setja ný dekk undir bílinn. Lögreglan hefur þó í huga að hafa hendur í hári dekkjadólgsins. Lögreglan vill koma því áleiðis að viðkomandi gefi sig fram og þiggi aðstoð í sínum málum, því athæfi sem þetta beri vott um alvarlega hugarbresti. Innlent 3.8.2006 18:11 Tekinn fyrir hraðakstur í fimmta sinn á árinu Tæplega þrítugur karlmaður var tekinn fyrir hraðakstur í Reykjavík í gær. Það er vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þetta var í fimmta sinn á árinu sem viðkomandi er tekinn fyrir hraðakstur. Innlent 3.8.2006 18:08 Búið að veiða 40 á þessu ári Alls hafa 40 hrefnur verið veiddar af 50 dýra kvóta í ár. Á fréttavefnum Dagur.net kemur fram að samkvæmt áætlun megi veiða 200 hrefnur á fjögurra ára tímabili árin 2003 til 2007. Alls hafa 141 hrefna verið veidd. Hrefnur eru veiddar samkvæmt ákveðnu skipulagi á níu svæðum í kringum landið og í hlutfalli við þéttleika hrefnu. Fjögur skip hafa verið á veiðunum en upphaflega var áætlað að veiðunum lyki í dag. Hugsanlega verður því sótt um framlengingu á veiðunum svo hægt sé að veiða þær tíu hrefnur sem eftir standa á næsta ári. Innlent 3.8.2006 18:04 Verslunarmannahelgin að bresta á Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. Innlent 3.8.2006 17:49 Smygluðu sjaldgæfum fuglum á milli landa Yfirvöld á Spáni hafa upprætt smyglhring þar í landi sem útvegaði áhugasömum víða um heim sjaldgæfar tegundir fugla. Sex hafa verið handteknir og húsleitir gerðar víða um Spán. Erlent 3.8.2006 17:20 Gunnar Snorri Gunnarsson verður sendiherra í Kína Ákveðið hefur verið að Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra hefji störf í Peking sem sendiherra Íslands gagnvart Kína um miðjan september næstkomandi. Innlent 3.8.2006 16:48 12 óbreyttir borgarar féllu í Bagdad Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar féllu og um þrjátíu særðust þegar sprengja sprakk í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í dag. Sprengjan hafði verið bundin við vélhjól sem lagt var við verslanagötu. Erlent 3.8.2006 17:12 Heilbrigðisstarfsmenn aðstoðuðu samferðakonu sína Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út fyrir skömmu vegna konu sem fótbrotnaði á leið sinni um Laugaveginn. Sveitarmenn lögðu af stað að sækja konuna, í Jökultungur milli Landmannalauga og Álftavatns, og var búist við þyrfti að bera hana langan veg. Betur fór þó en á horfðist því ferðafélagar hennar komu henni niður í skála við Álftavatn, en bæði læknir og hjúkrunarfræðingur voru með í för. Flugbjörgunarsveitin var því kölluð til baka en einn bíll er á leið í skálann að sækja konuna. Innlent 3.8.2006 16:04 Enn og aftur bent á að virða fjárlög Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 er enn og aftur bent á mikilvægi þess að ráðuneyti og stofnanir ríkisins virði fjárlög. Í árslok 2005 hafði ríflega fjórðungur fjárlagaliða ráðstafað fjármunum umfram heimildir og á sama tíma áttu tæplega tveir þriðju allra fjárlagaliða inneign hjá ríkissjóði. Innlent 3.8.2006 15:19 Janúkovítsj tilnefndur forsætisráðherra Úkraínu Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna Viktor Janúkovítsj sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó bað landa sína um að sýna sér skilning en hann telur að með þessu sé hægt að sameina sundurleita þjóðina. Erlent 3.8.2006 15:11 Vöruskiptahallinn við útlönd sá mesti í sögunni Vöruskiptahallinn við útlönd í síðasta mánuði var sá mesti í sögunni og fór tvo og hálfan milljarð yfir metið frá því í júní. Fluttar voru út vörur fyrir 17 milljarða en inn fyrir röska 35 milljarða þannig að hallinn nemur 18,3 milljörðum króna. Innlent 3.8.2006 12:49 20 létust í árásum á knattspyrnuvelli Tuttugu manns létust og að minnsta kosti 14 særðust í tveimur sprengingum á sitt hvorum knattspyrnuvellinum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Flestir hinna látnu voru börn sem voru að leik í einu af fátækrarhverfum borgarinnar. Íbúar hverfisins eru flestir sjítar. Erlent 3.8.2006 12:13 Avion gerir tilboð í kanadískt fyrirtæki Avion Group hefur gert tilboð í kanadíska fyrirtækið Atlas Cold Storage Income Trust, sem metið er á 37 milljarða íslenskra króna. Avion Group gerir tilboðið fyrir hönd nýstofnaðs dótturfélags, sem heitir Eimskip Atlas Canada. Innlent 3.8.2006 12:08 10 létust á Sri Lanka Að minnsta kosti tíu almennir borgarar féllu og tuttugu særðust þegar spregja skall á háskóla í austur hluta Srí Lanka í morgun. Það voru uppreisnarmenn Tamíltígra sem vörpuðu sprengjunni. Erlent 3.8.2006 12:03 Sérsveitin kölluð að Kvíabryggju Fangelsið að Kvíabryggju var í gjörgæslu víkingarsveitarmanna í gær eftir að utanaðkomandi maður hótaði að koma á staðinn og drepa tiltekinn fanga. Sérsveitin var kölluð til og stóð vakt í fangelsinu fram eftir degi. Innlent 3.8.2006 11:48 Ökumaður á áttræðisaldri tekinn fyrir hraðakstur Elsti ökumaðurinn, sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði fyrir hraðakstur í gær, var á áttræðis aldri, en sá yngsti 17 ára og hafði einnig verið stöðvaður fyrir hraðakstur fyrir nokkrum dögum. Innlent 3.8.2006 09:11 Þinglýstum kaupsamningum fækkar Þinglýstum kaupsamningum vegna íbúðakaupa á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um tuttugu og tvö og hálft prósent í júlí,miðað við júní mánuð og voru þeir 36 prósentum færri en í júlí í fyrra. Innlent 3.8.2006 08:34 Skutu 230 flugskeytum á Ísrael Liðsmenn Hizbollah-samtakanna skutu 230 flugskeytum á Ísrael í gær. Þeir hafa ekki skotið jafn mörgum flugskeytum á einum degi síðan átökin hófust fyrir tuttugu og þremur dögum. Erlent 3.8.2006 08:14 Mikil gæsla á Kárahnjúkum Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra og víkingasveitarmenn frá Akureyri eru í hópi þeirra tuttugu lögreglumanna, sem nú halda uppi gæslu á Kárahnjúkasvæðinu vegna mótmæla þar. Innlent 3.8.2006 08:10 Maðurinn sem leitað var að fundinn Maðurinn sem leitað var að á Ströndum í kvöld er kominn í leitirnar heill á húfi. Björgunarsveitafólk fann hann við Hvítuhlíð um klukkan 23:40. Björgunarsveitir höfðu leitað mannsins frá því fyrr í kvöld en hann var á göngu með hópi fólks á fjallið Klakk í Kollafirði. Hann varð viðskila við hóp sinn um klukkan 16: 00 í dag. Innlent 3.8.2006 01:17 Og vodafone með Hot Spot í Eyjum Gestir sem eru á leið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eiga þess að komast frítt á Netið í Dalnum. Og Vodafone verður með Hot Spot eða þráðlausa nettengingu og tölvur fyrir þá sem vilja komast í tölvupóstinn sinn eða vafra um Netið. Þá verður GSM þjónusta vodafone í Galtalæk stórefld um helgina. Innlent 3.8.2006 15:49 Bergur Elías Ágústsson ráðinn sveitarstjóri Byggðaráð sveitarfélagsins Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Auglýst var eftir sveitarstjóra og bárust 13 umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Eftir umsögn utanaðkomandi ráðningarþjónstu var einn umsækjendanna metinn hæfur en niðurstaða meirihluta byggðaráðs var að hafna öllum umsóknum. Í framhaldi af því var ákveðið að ráða Berg Elías í starfið. Innlent 3.8.2006 17:53 Fjórar konur handteknar á Kárahnjúkum Fjórar konur voru handteknar á Kárahnjúkum í kvöld, þar sem þær fóru inn að svæði þar sem gangnaopið sem vatnið mun streyma innum er staðsett. Þær fóru inn á svæðið í leyfisleysi og trufluðu atvinnustarfsemi á vinnusvæðinu. Þeim var gert að dvelja í fangageymslum lögreglu. Innlent 2.8.2006 22:35 Minni velta á fasteignamarkaði Nokkuð dró úr veltu á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þinglýstum kaupsamingum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 22,5% frá júní til júlí. Innlent 2.8.2006 22:21 « ‹ ›
Tveggja ára undrabarn á sjóskíðum Cole Marsolek er rétt tæplega tveggja ára, en er afar fær á sjóskíðum þrátt fyrir ungan aldur. Færni hans uppgötvaðist þegar fjölskylda hans var á ferð í Wisconsin í Bandaríkjunum. Erlent 3.8.2006 22:43
Blóðugur dagur í Afganistan Fjöldi óbreyttra borgara og kanadískra hermanna var drepinn í sprengjuárásum í Afganistan í dag. Dagurinn var einn sá blóðugasti í landinu í marga mánuði. Erlent 3.8.2006 22:30
Bjargaðist úr sjálfheldu í Krossá Rúta festist í Krossá inni í Þórsmörk um áttaleytið í kvöld. Bílstjóri rútunnar var einn um borð og að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli bjargaðist hann á þurrt eftir að hann hafði sparkað upp afturrúðu rútunnar. Innlent 3.8.2006 22:26
Árni Johnsen vill ekkert gefa upp um framboð Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. Innlent 3.8.2006 20:04
Vill sameina sundraða þjóð Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó segist með þessu vera að sameina sundraða þjóð. Jústsjenkó og Janúkovitsj börðust af hörku um forsetaembættið árið 2004. Þá varð sá síðarnefndi forseti. Erlent 3.8.2006 19:17
Borgarastríð í Írak líklegt Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla. Erlent 3.8.2006 19:06
Stakk göt á dekk lögreglubíls Stungin voru göt á öll dekk lögreglubíls á Höfn í Hornafirði í síðastliðna nótt, þar sem bíllinn stóð á bílaverkstæði. Á fréttavefnum Horn.is kemur fram að um mislukkað skemmdarverk hafi verið að ræða en dekkin hafi verið orðið slitin og til stóð að setja ný dekk undir bílinn. Lögreglan hefur þó í huga að hafa hendur í hári dekkjadólgsins. Lögreglan vill koma því áleiðis að viðkomandi gefi sig fram og þiggi aðstoð í sínum málum, því athæfi sem þetta beri vott um alvarlega hugarbresti. Innlent 3.8.2006 18:11
Tekinn fyrir hraðakstur í fimmta sinn á árinu Tæplega þrítugur karlmaður var tekinn fyrir hraðakstur í Reykjavík í gær. Það er vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þetta var í fimmta sinn á árinu sem viðkomandi er tekinn fyrir hraðakstur. Innlent 3.8.2006 18:08
Búið að veiða 40 á þessu ári Alls hafa 40 hrefnur verið veiddar af 50 dýra kvóta í ár. Á fréttavefnum Dagur.net kemur fram að samkvæmt áætlun megi veiða 200 hrefnur á fjögurra ára tímabili árin 2003 til 2007. Alls hafa 141 hrefna verið veidd. Hrefnur eru veiddar samkvæmt ákveðnu skipulagi á níu svæðum í kringum landið og í hlutfalli við þéttleika hrefnu. Fjögur skip hafa verið á veiðunum en upphaflega var áætlað að veiðunum lyki í dag. Hugsanlega verður því sótt um framlengingu á veiðunum svo hægt sé að veiða þær tíu hrefnur sem eftir standa á næsta ári. Innlent 3.8.2006 18:04
Verslunarmannahelgin að bresta á Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. Innlent 3.8.2006 17:49
Smygluðu sjaldgæfum fuglum á milli landa Yfirvöld á Spáni hafa upprætt smyglhring þar í landi sem útvegaði áhugasömum víða um heim sjaldgæfar tegundir fugla. Sex hafa verið handteknir og húsleitir gerðar víða um Spán. Erlent 3.8.2006 17:20
Gunnar Snorri Gunnarsson verður sendiherra í Kína Ákveðið hefur verið að Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra hefji störf í Peking sem sendiherra Íslands gagnvart Kína um miðjan september næstkomandi. Innlent 3.8.2006 16:48
12 óbreyttir borgarar féllu í Bagdad Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar féllu og um þrjátíu særðust þegar sprengja sprakk í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í dag. Sprengjan hafði verið bundin við vélhjól sem lagt var við verslanagötu. Erlent 3.8.2006 17:12
Heilbrigðisstarfsmenn aðstoðuðu samferðakonu sína Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út fyrir skömmu vegna konu sem fótbrotnaði á leið sinni um Laugaveginn. Sveitarmenn lögðu af stað að sækja konuna, í Jökultungur milli Landmannalauga og Álftavatns, og var búist við þyrfti að bera hana langan veg. Betur fór þó en á horfðist því ferðafélagar hennar komu henni niður í skála við Álftavatn, en bæði læknir og hjúkrunarfræðingur voru með í för. Flugbjörgunarsveitin var því kölluð til baka en einn bíll er á leið í skálann að sækja konuna. Innlent 3.8.2006 16:04
Enn og aftur bent á að virða fjárlög Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 er enn og aftur bent á mikilvægi þess að ráðuneyti og stofnanir ríkisins virði fjárlög. Í árslok 2005 hafði ríflega fjórðungur fjárlagaliða ráðstafað fjármunum umfram heimildir og á sama tíma áttu tæplega tveir þriðju allra fjárlagaliða inneign hjá ríkissjóði. Innlent 3.8.2006 15:19
Janúkovítsj tilnefndur forsætisráðherra Úkraínu Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna Viktor Janúkovítsj sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó bað landa sína um að sýna sér skilning en hann telur að með þessu sé hægt að sameina sundurleita þjóðina. Erlent 3.8.2006 15:11
Vöruskiptahallinn við útlönd sá mesti í sögunni Vöruskiptahallinn við útlönd í síðasta mánuði var sá mesti í sögunni og fór tvo og hálfan milljarð yfir metið frá því í júní. Fluttar voru út vörur fyrir 17 milljarða en inn fyrir röska 35 milljarða þannig að hallinn nemur 18,3 milljörðum króna. Innlent 3.8.2006 12:49
20 létust í árásum á knattspyrnuvelli Tuttugu manns létust og að minnsta kosti 14 særðust í tveimur sprengingum á sitt hvorum knattspyrnuvellinum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Flestir hinna látnu voru börn sem voru að leik í einu af fátækrarhverfum borgarinnar. Íbúar hverfisins eru flestir sjítar. Erlent 3.8.2006 12:13
Avion gerir tilboð í kanadískt fyrirtæki Avion Group hefur gert tilboð í kanadíska fyrirtækið Atlas Cold Storage Income Trust, sem metið er á 37 milljarða íslenskra króna. Avion Group gerir tilboðið fyrir hönd nýstofnaðs dótturfélags, sem heitir Eimskip Atlas Canada. Innlent 3.8.2006 12:08
10 létust á Sri Lanka Að minnsta kosti tíu almennir borgarar féllu og tuttugu særðust þegar spregja skall á háskóla í austur hluta Srí Lanka í morgun. Það voru uppreisnarmenn Tamíltígra sem vörpuðu sprengjunni. Erlent 3.8.2006 12:03
Sérsveitin kölluð að Kvíabryggju Fangelsið að Kvíabryggju var í gjörgæslu víkingarsveitarmanna í gær eftir að utanaðkomandi maður hótaði að koma á staðinn og drepa tiltekinn fanga. Sérsveitin var kölluð til og stóð vakt í fangelsinu fram eftir degi. Innlent 3.8.2006 11:48
Ökumaður á áttræðisaldri tekinn fyrir hraðakstur Elsti ökumaðurinn, sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði fyrir hraðakstur í gær, var á áttræðis aldri, en sá yngsti 17 ára og hafði einnig verið stöðvaður fyrir hraðakstur fyrir nokkrum dögum. Innlent 3.8.2006 09:11
Þinglýstum kaupsamningum fækkar Þinglýstum kaupsamningum vegna íbúðakaupa á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um tuttugu og tvö og hálft prósent í júlí,miðað við júní mánuð og voru þeir 36 prósentum færri en í júlí í fyrra. Innlent 3.8.2006 08:34
Skutu 230 flugskeytum á Ísrael Liðsmenn Hizbollah-samtakanna skutu 230 flugskeytum á Ísrael í gær. Þeir hafa ekki skotið jafn mörgum flugskeytum á einum degi síðan átökin hófust fyrir tuttugu og þremur dögum. Erlent 3.8.2006 08:14
Mikil gæsla á Kárahnjúkum Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra og víkingasveitarmenn frá Akureyri eru í hópi þeirra tuttugu lögreglumanna, sem nú halda uppi gæslu á Kárahnjúkasvæðinu vegna mótmæla þar. Innlent 3.8.2006 08:10
Maðurinn sem leitað var að fundinn Maðurinn sem leitað var að á Ströndum í kvöld er kominn í leitirnar heill á húfi. Björgunarsveitafólk fann hann við Hvítuhlíð um klukkan 23:40. Björgunarsveitir höfðu leitað mannsins frá því fyrr í kvöld en hann var á göngu með hópi fólks á fjallið Klakk í Kollafirði. Hann varð viðskila við hóp sinn um klukkan 16: 00 í dag. Innlent 3.8.2006 01:17
Og vodafone með Hot Spot í Eyjum Gestir sem eru á leið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eiga þess að komast frítt á Netið í Dalnum. Og Vodafone verður með Hot Spot eða þráðlausa nettengingu og tölvur fyrir þá sem vilja komast í tölvupóstinn sinn eða vafra um Netið. Þá verður GSM þjónusta vodafone í Galtalæk stórefld um helgina. Innlent 3.8.2006 15:49
Bergur Elías Ágústsson ráðinn sveitarstjóri Byggðaráð sveitarfélagsins Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Auglýst var eftir sveitarstjóra og bárust 13 umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Eftir umsögn utanaðkomandi ráðningarþjónstu var einn umsækjendanna metinn hæfur en niðurstaða meirihluta byggðaráðs var að hafna öllum umsóknum. Í framhaldi af því var ákveðið að ráða Berg Elías í starfið. Innlent 3.8.2006 17:53
Fjórar konur handteknar á Kárahnjúkum Fjórar konur voru handteknar á Kárahnjúkum í kvöld, þar sem þær fóru inn að svæði þar sem gangnaopið sem vatnið mun streyma innum er staðsett. Þær fóru inn á svæðið í leyfisleysi og trufluðu atvinnustarfsemi á vinnusvæðinu. Þeim var gert að dvelja í fangageymslum lögreglu. Innlent 2.8.2006 22:35
Minni velta á fasteignamarkaði Nokkuð dró úr veltu á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þinglýstum kaupsamingum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 22,5% frá júní til júlí. Innlent 2.8.2006 22:21