Fréttir

Fréttamynd

Allt fullt á Akureyri nema búðarhillurnar

Akureyri er vinsælasti staðurinn þessa verslunarmannahelgina en þangað hafa átján þúsund manns lagt leið sína. Öll tjaldstæði eru fullnýtt og farið að bera á vöruskorti í höfuðstað Norðurlands.

Erlent
Fréttamynd

Ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir á slysstað

Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Búið að opna Suðurlandsveginn

Suðurlandsvegur hefur verið opnaður fyrir umferð að nýju, en honum þurfti að loka vegna fjögurra bíla áreksturs sem varð við Sandskeið um klukkan hálf tvö. Hummer jeppi, sem ók eftir Suðurlandsvegi í átt til Reykjavíkur, ók inn í hliðina á Yaris smábíl sem kom á móti. Smábíllinn hentist til á veginum og við það skemmdust tveir fóksbílar. Í smábílnum voru hjón með barn, en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild eru þau ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu eru að segja af fullorðinni konu, sem keyrði annan fólksbílinn. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund sem varð til þess að langar bílalestir mynduðust og var erfiðleikum bundið að koma dráttarbílum á slysstað. Lögreglu fannst ökumenn ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að árangur af því væri sýnilegur.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra bíla árekstur

Árekstur varð við Sandskeið á öðrum tímanum í dag. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglu lentu fjórir bílar í árekstrinum en ekki er vitað hversu alvarleg slys á fólki eru.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelsher herðir árásir sínar

Ísraelsher herti árásir sínar í Líbanon í morgun. Að minnsta kosti fjórir létust í loftárásum á suðurhluta Beirúts og sjö létust í árásum í hafnarborginni Týrus.

Erlent
Fréttamynd

Allt fullt á Akureyri

Akureyringar eru orðnir að minnihlutahóp í eigin heimabæ en skipuleggjendur hátíðahalda þar telja að átján þúsund manns hafi lagt leið sína í bæinn. Mikil ölvun var þar í nótt og talsvert um ryskingar.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir létust í árásum Ísraelshers á Gaza

Fjórir Palestínumenn létust í árásum Ísraelshers á suðurhluta Gaza í morgun. Tveir hinna látnu voru systkini á aldrinum fimmtán og sautján ára. Hundrað og sjötíu Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hefur látist frá því að Ísraelsher hóf árásir sínar í lok júní. Í dag og á morgun verður landamærastöð á landamærum Gazasvæðisins og Egyptalands opnuð svo hægt verði að koma nauðsynjum inn á Gazasvæðið en þetta er í annað sinn frá því að hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasasvæðinu hófust sem landamærastöðin er opnuð.

Erlent
Fréttamynd

Jeff Who vakti mikla lukku á Innipúkanum í gær

Hátíðin Innipúkinn í Reykjavík er hafin. Innipúkinn er árleg hátíð um verslunarmannahelgi fyrir fólk sem nennir ekki að þvælast út á land og gista í leku tjaldi til að fara á góða tónleika. Innipúkinn er líka fyrir fólkið sem er fast í bænum vegna vinnu en langar samt að lyfta sér upp á kvöldin. Hátíðin er haldinn í fimmta sinn í ár og er hún á Nasa. Dr. Gunni opnaði hátíðina upp úr klukkan sex með hinu góðkunna lagi Snakk fyrir pakk.

Innlent
Fréttamynd

Um 3.000 manns á tónleikum Sigur rósar

Talið er að um 3.000 manns séu samankomnir í Ásbyrgi á tónleikum Sigur rósar sem hófust fyrr í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Húsavík hefur samkoman farið vel fram, sem og unglingalandsmót UMFÍ á Laugum en talið er að um 7.000 manns séu á mótinu. Umferð hefur sömuleiðis gengið vel um umdæmið í allan dag.

Innlent
Fréttamynd

Innipúkahátíðin hafin

Innipúkahátíðin er hafin þessa verslunarmannahelgi, en enn er ekki uppselt á hana. Innipúkinn er árleg hátíð um verslunarmannahelgi fyrir fólk sem nennir ekki að þvælast út á land og gista í leku tjaldi til að fara á góða tónleika. Innipúkinn er líka fyrir fólkið sem er fast í bænum vegna vinnu en langar samt að lyfta sér upp á kvöldin. Hátíðin er haldin í fimmta sinn í ár og er á Nasa.

Innlent
Fréttamynd

Skortur á leiðsögumönnum

Skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands vill að ríkið veiti auknum fjármunum í ferðaþjónustuna. Mikill skortur er orðinn á leiðsögumönnum hér á landi sem búa yfir ákveðinni tungumálakunnáttu.

Innlent
Fréttamynd

Reynt að miðla málum á Srí Lanka

Mörg þúsund manns hafa flúið átakasvæði í norðaustur-hluta Srí Lanka á síðustu dögum. Átök uppreisnarmanna Tamíltígra og stjórnarhersins, sem blossuðu þar upp vegna deilna um vatnsból, hafa breiðst út og segja sérfræðingar að landið rambi á barmi borgarastyrjaldar þótt vopnahlé eigi enn að vera í gildi. Rauði krossinn hefur ekki getað komið hjálpargögnum til nauðstaddra þar síðustu daga og rúmlega tuttugu þúsund manns hafa hrakist frá heimilum sínum. Norræn eftirlitssveit annast friðargæslu í landinu en Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla liðsmenn sína heim fyrir næstu mánaðamót vegna deilna við Tamíltígra og verða því aðeins Norðmenn og Íslendingar eftir. Jon Hanssen-Bauer, sendifulltrúi Norðmanna, kom til Srí Lanka í dag og mun reyna að miðla málum milli deiluaðila.

Erlent
Fréttamynd

Grænfriðungar bjóða aðstoð í Líbanon

Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert að marka íslensku fjárlögin?

Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á kjarnorkuslysi í Svíþjóð

Sænskur kjarnorkusérfræðingur fullyrðir að legið hafi við kjarnorkuslysi í Svíþjóð í vikunni þegar bilun varð í kjarnorkuveri norður af Stokkhólmi. Sænsk yfirvöld segja litla hættu hafa verið á slysi en þrátt fyrir það komu kjarnorkumálayfirvöld saman til neyðarfundar í gær. Slökkt hefur verið á helmingi kjarnaofna í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á konu á sextugsaldri á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjötta símanum í dag. Konan var flutt á gjörgæslu Landsspítalans í Fossvogi þar sem hún gengst undir rannsóknir. Líðan hennar eftir atvikum. Suðurlandsbrautin er lokuð um tíma vegna vettvangs- og rannsóknarvinna en hefur nú verið opnuð að nýju.

Innlent
Fréttamynd

TF-LÍF notuð við umferðareftirlit um helgina

TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar verður notuð við umferðareftirlit alla verslunarmannahelgina. Um samstarfsverkefni milli lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar er að ræða, en lögreglumenn verða með þyrluáhöfn um borð. Þyrlunni verður flogið víða um land meðal annars yfir útihátíðarsvæði.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í Síldarverksmiðjunni

Slökkvilið Akranes var kallað út um klukkan 17 í dag þegar eldur kom upp í Síldarverksmiðjunni á Akranesi. Í fyrstu var eldurinn nokkuð mikill en slökkviliðsmenn náði fljótt slökkva hann að mestu. Þeir eru þó enn á vettvangi en rjúfa þarf veggi til að ráða niðurlögum eldsins að fullu. Eldsupptök eru ókunn.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur brenndu bandaríska og breska fánann

Hundruðir Írana komu saman á götum Tehran í dag til að stuðnings Hizbollah skæruliðunum í átökunum gegn Ísrael og til að mótmæla aðgerðaleysi Breta og Bandaríkjamanna í átökunum. Þegar föstudagsbænunum var lokið hópaðist mannfjöldinn saman á götum borgarinnar og brenndu breska, bandaríska og ísraelska fánann. Hópurinn fór því næst að breska sendiráðinu þar sem grjóti og brennandi múrsteinum var kastað að sendiráðinu.

Erlent
Fréttamynd

Umferð gengur vel víða um land

Umferð hefur gengið vel víða um land en svo virðist sem straumur ferðalanga liggi norður á Akureyri. Búist er við að mörg þúsund manns ætli sér að eyða helginni við skemmtan á hátíðinni Ein með öllu. Mikil umferð hefur verið í bæinn, sem og um bæinn og úr honum.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðablokk hrundi á Alicante

Sex slösuðust þegar íbúðablokk í Alicante á Spáni hrundi um hádegi í gær. Slökkviliðsmenn segja gashylki hafa sprungið með þessum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Bíll festist í Krossá í Þórsmörk

Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöld þegar óttast var um afdrif bílstjóra, sem var einn í rútubíl, sem festist í Krossá í Þórsmörk. Bílstjóranum tókst að sparka út rúðu og komast í land og var aðstoð þá afturkölluð. Rútan barst eitthvað undan straumi og um tíma var óttast að hún ylti, en öðrum rútubílstjórum og fleirum, tókst með ærinni fyrirhöfn að ná henni upp úr ánni.-

Innlent
Fréttamynd

Fjörutíu hrefnur veiddar

Alls hafa fjörutíu hrefnur verið veiddar af fimmtíu dýra kvóta í ár. Á fréttavefnum dagur punktur net kemur fram að samkvæmt áætlun megi veiða 200 hrefnur á fjögurra ára tímabili árin 2003 til 2007.

Innlent
Fréttamynd

VR stendur ekki fyrir hátíðarhöldum um helgina

Verslunarmannafélag Reykjavíkur mun ekki standa fyrir neinum hátíðarhöldum í tilefni frídags verslunarmanna, en undanfarin ár hefur félagið staðið fyrir fjölskylduhátíð í fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Innlent
Fréttamynd

Karlmaður handtekinn eftir átök

Karlmaður var handtekinn og kona flutt handleggsbrotin á sjúkrahúsið á Selfossi, eftir að til átaka kom á milli þeirra í sumarbústað við þingvelli í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Þrír ísraelskir hermenn létust

Þrír ísraelskir hermenn létust og tveir særðust í eldflaugaárás Hizbolla-skæruliða í Suður-Líbanon í morgun, að sögn Al Arabiya fréttastöðvarinnar.

Erlent