Fréttir Hlutabréf lækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmt prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Þetta er fjórða lækkunin á jafn mörgum dögum og hefur hlutabréfavísitalan ekki verið lægri í landinu í hálfan mánuð. Viðskipti erlent 28.8.2006 10:23 Búið að úrskurða fangavörðinn í gæsluvarðahald Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað fangavörðinn, sem handtekinn var á laugardaginn fyrir að reyna að smygla inn fíkniefnum á Litla-Hraun, í vikulangt gæsluvarðhald. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að mikið hafi verið um fíkniefni í umferð innan veggja fangelsins í sumar. Innlent 28.8.2006 09:37 Olíuverð niður um rúman dal Hráolíuverð lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að fellibylurinn Ernesto, sem er yfir karabíska hafinu, var lækkaður niður í hitabeltisstorm. Olíufyrirtæki hafa engu að síður sent starfsmenn sína á brott frá olíuborpöllum við Mexíkóflóa í varúðarskyni. Viðskipti erlent 28.8.2006 09:20 Engan Íslending sakaði í sprengjuárásum í Tyrklandi Á þriðja tug manna særðust í fjórum sprengjutilræðum í Tyrklandi í gær. Ein sprengjan sprakk í Istanbúl en hinar þrjár á Marmaris, þar af ein um tvö hundruð metra frá einu helsta Íslendingahóteli þar. Um þrjú hundruð Íslendingar eru þar á um fimmtán hótelum. Enginn týndi lífi en nokkrir særðust. Erlent 28.8.2006 08:12 Ernesto - fellibylur eða stormur? Hitabeltisstormurinn Ernesto sem náði fellibylsstyrk um hríð í gær var aftur lækkaður niður í storm í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður er samt enn á eyjum í Karíbahafinu, Kúbu, Haítí og Cayman-eyjum, auk þess sem ferðamenn voru í gær fluttir frá Keys-eyjunum undan strönd Flórída. Mikil óvissa er enn í spálíkönum fyrir fellibylinn en enn er ekki útilokað að hann nái vindstyrk fellibyls á ný. Ekki er heldur víst hvert leið hans liggur eftir að hann fer yfir Kúbu fyrripartinn í dag. Erlent 28.8.2006 07:34 Ernesto orðinn fellibylur Hitabeltislægðin Ernesto hefur stigmagnast í fyrsta stigs fellibyl. Vindhraði í fellibylnum er orðinn rúmir 34 m/sek. Búist er við að bylurinn nái suð-vestur odda Haítí í kvöld og skelli svo á strönd Kúbu í fyrramálið. Erlent 27.8.2006 19:09 Slapp lifandi undan lest Það þykir ganga kraftaverki næst að 26 ára gamall heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær.Það varð honum til happs að hann lenti milli brautarteina þannig að lestin keyrði ekki beint yfir hann. Erlent 27.8.2006 19:11 Einn lifði flugslysið af Einn komst lífs af þegar flugvél frá Delta flugfélaginu með fimmtíu manns innanborðs hrapaði í Kentucky í Bandaríkjunum í dag. Flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lexington. Ekkert er sagt benda til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 27.8.2006 18:58 Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Innlent 27.8.2006 18:48 Bíll valt á Sæbrautinni Ökumaður velti bíl sínum á Sæbrautinni til móts við Seðlabankann um klukkan tíu í morgun. Svo virðist sem hann hafi misst stjórn á bifreiðinni í beygju en hún er nokkuð kröpp þar sem nú standa yfir framkvæmdir á svæðinu Innlent 27.8.2006 15:44 Messa undir berum himni Messað var undir berum himni í Grafarvogi í morgun. Séra Vigfús Þór Árnason þjónaði fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Innlent 27.8.2006 13:39 Flugslys í Kentucky Flugvél frá Delta flugfélaginu með 50 manns innanborðs hrapaði í Kentucy í Bandaríkjunum fyrr í dag. Óstaðfestar fréttir herma að minnsta kosti einn maður hafi komist lífs af í slysinu og er hann sagður mikið slasaður. Erlent 27.8.2006 13:25 Skutu flugskeytum á bíl Reuters-fréttastofunnar Ísraelsher skaut tveimur flugskeytum á brynvarinn bíl Reuters-fréttastofunnar í Gaza-borg í nótt. Fimm særðust, þar af tveir myndatökumenn. Herskár Hamas-liði féll í annarri árás Ísraela skammt frá. Erlent 27.8.2006 13:21 Fréttmenn Fox látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Erlent 27.8.2006 13:13 Maður lést í vinnuslysi Karlmaður á fimmtugssaldri lést í gærdag þar sem hann var við vinnu á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins í Álfsnesi á Kjalarnesi. Innlent 27.8.2006 13:10 Erill hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöld og nótt vegna mikillar ölvunar í miðbænum. Þurftu þónokkrir að leita á slysadeild vegna áverka eftir slagsmál en enginn þeirra var þó alvarlega slasaður. Innlent 27.8.2006 10:10 Starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn. Myndband með mönnunum var birt snemma í morgun, skömmu áður en þeir voru látnir lausir. Erlent 27.8.2006 10:08 Lögregla í eftirför á Kjalvegi í gær Lögreglan á Blönduósi lenti í háskalegri eftirför á hálendinu í gær þar sem hún var við eftirlit. Í frétt frá lögreglunni kemur fram við Áfangafell, sem er við Blöndulón, hafi hún komið auga á jeppabifreið sem ekið var á miklum hraða suður Kjalveg. Innlent 27.8.2006 10:05 Flugvél BA hélt áfram ferð sinni í gærkvöld Flugvélin frá British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöld vegna reyks í farþegarými hélt áfram ferð sinni í gærkvöld eftir að búið var að rannsaka vélina. Farþegar fóru aldrei frá borði. Innlent 27.8.2006 10:02 Slapp lifandi eftir að hafa verið hrint fyrir lest Það þykir ganga nærri kraftaverki að tuttugu og sex ára gamalla heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Fram kemur á fréttavef Politiken hann það hafi orðið honum til happs að hann lenti á milli járnbrautateina og því keyrði lest sem kom aðvífandi ekki beint á hann. Innlent 27.8.2006 09:59 Eldur í kjallara Eldur kom upp í kjallara nýbyggingar við Dalveg í Kópavogi, rétt eftir klukkan átta í gærkvöldi. Kviknaði hafði í frauðplasti sem var þar til geymslu og lagði mikinn reyk frá eldinum. Innlent 27.8.2006 09:51 Bílvelta á Ólafsfjarðarvegi Bíll valt á Ólafsfjarðarvegi til móts við Djúparbakka um klukkan sjö í morgun. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Ekki er vitað hver meiðsli hans eru að svo stöddu. Innlent 27.8.2006 09:08 Líbönsk börn snúa aftur til Beirút Sextíu líbönsk börn voru flutt aftur í faðm fjölskyldna sinna í Beirút í dag eftir margra vikna fjarveru. Þau voru flutt á brott eftir að Ísraelsher fór að láta sprengjum rigna yfir suðurhluta landsins. Að vonum var um fagnaðarfundi að ræða. Erlent 26.8.2006 19:19 Eldur á Dalveginum Allt tiltækt slökkvilið var nú á áttunda tímanum sent að Dalvegi 14 í Kópavogi þegar tilkynning barst um að mikinn reyk legði frá húsinu. Það mun vera iðnaðarhúsnæði og nýbygging. Allar stöðvar eru nú á vettvangi og reykkafarar á leið inn í húsið. Innlent 26.8.2006 19:43 Óttinn við hryðjuverk í háloftunum eykst Nú berast nær daglega fréttir af því að flugvélum sé beint á aðra lendingarstaði en þeim voru upphaflega ætlaðir vegna þess að ótti um yfirvofandi hryðjuverk hefur vaknað. Yfirleitt hafa farþegar þá í vangá tekið bannaða hluti með sér í handfarangri eða hegðun farþega talin grunsamleg. Óttinn við hryðjuverk í háloftunum truflaði ferðir sjö flugvéla í Bandaríkjunum bæði í innanlands- og millilandaflugi í gær. Erlent 26.8.2006 19:16 Lenti á Keflavíkurflugvelli vegna brauðvélar sem ofhitnaði Biluð brauðvél sem ofhitnaði um borð í flugvél British Airways varð til þess að hún óskaði eftir að lenda Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum. Vélin var þá stödd um 50 kílómetra úti fyrir Reykjanesi. Fyrstu tilkynningar bentu til þess að eldur væri laus í farþegarými vélarinnar en í ljós kom að reykur þar stafaði af brauðvél sem hafði ofhitnað. Innlent 26.8.2006 19:17 Kjarnorkuáætlun Írana ekki ógn við neinu ríki Íransforseti segir kjarnorkuáætlun stjórnvalda þar í landi ekki ógn við nokkuð ríki í heiminum, þar með talið Ísrael. Forsetinn vígði í dag þungvatnsverksmiðju sem mun styðja við kjarnorkuframleiðslu í landinu. Íranar hafa frest til fimmtudags til að hætta auðgun úrans, ellegar grípa vesturveldin til efnahagsþvingana eða beita Írana jafnvel valdi. Erlent 26.8.2006 19:08 Alvarlegt vinnuslys Alvarlegt vinnuslys varð á sorpförgunarsvæði Reykjavíkurborgar, í Álfsnesi á Kjalarnesi, rétt eftir klukkan tvö í dag. Slysið varð þegar vinnuvél valt á hliðina. Ekki liggur fyrir hvað gerðist nákvæmlega en lögregla var á vettvangi í um þrjár klukkustundir. Innlent 26.8.2006 17:08 Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli Flugdagur var haldinn hátíðlegur á Reykjavíkurflugvelli í dag í tilefni sjötíu ára afmælis Flugmálafélags Íslands. Dagurinn byrjaði á hópflugi einkaflugvéla og fisvéla yfir Reykjavík um hádegi. Innlent 26.8.2006 16:54 Landlæknir á leið til Malaví Matthías Guðmundsson, aðstoðarlandlæknir, mun gegna embætti landlæknis á meðan Sigurður Guðmundsson og Sigríður Snæbjörnsdóttir eiginkona hans vinna við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í Malaví. Innlent 26.8.2006 16:47 « ‹ ›
Hlutabréf lækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmt prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Þetta er fjórða lækkunin á jafn mörgum dögum og hefur hlutabréfavísitalan ekki verið lægri í landinu í hálfan mánuð. Viðskipti erlent 28.8.2006 10:23
Búið að úrskurða fangavörðinn í gæsluvarðahald Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað fangavörðinn, sem handtekinn var á laugardaginn fyrir að reyna að smygla inn fíkniefnum á Litla-Hraun, í vikulangt gæsluvarðhald. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að mikið hafi verið um fíkniefni í umferð innan veggja fangelsins í sumar. Innlent 28.8.2006 09:37
Olíuverð niður um rúman dal Hráolíuverð lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að fellibylurinn Ernesto, sem er yfir karabíska hafinu, var lækkaður niður í hitabeltisstorm. Olíufyrirtæki hafa engu að síður sent starfsmenn sína á brott frá olíuborpöllum við Mexíkóflóa í varúðarskyni. Viðskipti erlent 28.8.2006 09:20
Engan Íslending sakaði í sprengjuárásum í Tyrklandi Á þriðja tug manna særðust í fjórum sprengjutilræðum í Tyrklandi í gær. Ein sprengjan sprakk í Istanbúl en hinar þrjár á Marmaris, þar af ein um tvö hundruð metra frá einu helsta Íslendingahóteli þar. Um þrjú hundruð Íslendingar eru þar á um fimmtán hótelum. Enginn týndi lífi en nokkrir særðust. Erlent 28.8.2006 08:12
Ernesto - fellibylur eða stormur? Hitabeltisstormurinn Ernesto sem náði fellibylsstyrk um hríð í gær var aftur lækkaður niður í storm í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður er samt enn á eyjum í Karíbahafinu, Kúbu, Haítí og Cayman-eyjum, auk þess sem ferðamenn voru í gær fluttir frá Keys-eyjunum undan strönd Flórída. Mikil óvissa er enn í spálíkönum fyrir fellibylinn en enn er ekki útilokað að hann nái vindstyrk fellibyls á ný. Ekki er heldur víst hvert leið hans liggur eftir að hann fer yfir Kúbu fyrripartinn í dag. Erlent 28.8.2006 07:34
Ernesto orðinn fellibylur Hitabeltislægðin Ernesto hefur stigmagnast í fyrsta stigs fellibyl. Vindhraði í fellibylnum er orðinn rúmir 34 m/sek. Búist er við að bylurinn nái suð-vestur odda Haítí í kvöld og skelli svo á strönd Kúbu í fyrramálið. Erlent 27.8.2006 19:09
Slapp lifandi undan lest Það þykir ganga kraftaverki næst að 26 ára gamall heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær.Það varð honum til happs að hann lenti milli brautarteina þannig að lestin keyrði ekki beint yfir hann. Erlent 27.8.2006 19:11
Einn lifði flugslysið af Einn komst lífs af þegar flugvél frá Delta flugfélaginu með fimmtíu manns innanborðs hrapaði í Kentucky í Bandaríkjunum í dag. Flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lexington. Ekkert er sagt benda til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 27.8.2006 18:58
Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Innlent 27.8.2006 18:48
Bíll valt á Sæbrautinni Ökumaður velti bíl sínum á Sæbrautinni til móts við Seðlabankann um klukkan tíu í morgun. Svo virðist sem hann hafi misst stjórn á bifreiðinni í beygju en hún er nokkuð kröpp þar sem nú standa yfir framkvæmdir á svæðinu Innlent 27.8.2006 15:44
Messa undir berum himni Messað var undir berum himni í Grafarvogi í morgun. Séra Vigfús Þór Árnason þjónaði fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Innlent 27.8.2006 13:39
Flugslys í Kentucky Flugvél frá Delta flugfélaginu með 50 manns innanborðs hrapaði í Kentucy í Bandaríkjunum fyrr í dag. Óstaðfestar fréttir herma að minnsta kosti einn maður hafi komist lífs af í slysinu og er hann sagður mikið slasaður. Erlent 27.8.2006 13:25
Skutu flugskeytum á bíl Reuters-fréttastofunnar Ísraelsher skaut tveimur flugskeytum á brynvarinn bíl Reuters-fréttastofunnar í Gaza-borg í nótt. Fimm særðust, þar af tveir myndatökumenn. Herskár Hamas-liði féll í annarri árás Ísraela skammt frá. Erlent 27.8.2006 13:21
Fréttmenn Fox látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Erlent 27.8.2006 13:13
Maður lést í vinnuslysi Karlmaður á fimmtugssaldri lést í gærdag þar sem hann var við vinnu á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins í Álfsnesi á Kjalarnesi. Innlent 27.8.2006 13:10
Erill hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöld og nótt vegna mikillar ölvunar í miðbænum. Þurftu þónokkrir að leita á slysadeild vegna áverka eftir slagsmál en enginn þeirra var þó alvarlega slasaður. Innlent 27.8.2006 10:10
Starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn. Myndband með mönnunum var birt snemma í morgun, skömmu áður en þeir voru látnir lausir. Erlent 27.8.2006 10:08
Lögregla í eftirför á Kjalvegi í gær Lögreglan á Blönduósi lenti í háskalegri eftirför á hálendinu í gær þar sem hún var við eftirlit. Í frétt frá lögreglunni kemur fram við Áfangafell, sem er við Blöndulón, hafi hún komið auga á jeppabifreið sem ekið var á miklum hraða suður Kjalveg. Innlent 27.8.2006 10:05
Flugvél BA hélt áfram ferð sinni í gærkvöld Flugvélin frá British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöld vegna reyks í farþegarými hélt áfram ferð sinni í gærkvöld eftir að búið var að rannsaka vélina. Farþegar fóru aldrei frá borði. Innlent 27.8.2006 10:02
Slapp lifandi eftir að hafa verið hrint fyrir lest Það þykir ganga nærri kraftaverki að tuttugu og sex ára gamalla heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Fram kemur á fréttavef Politiken hann það hafi orðið honum til happs að hann lenti á milli járnbrautateina og því keyrði lest sem kom aðvífandi ekki beint á hann. Innlent 27.8.2006 09:59
Eldur í kjallara Eldur kom upp í kjallara nýbyggingar við Dalveg í Kópavogi, rétt eftir klukkan átta í gærkvöldi. Kviknaði hafði í frauðplasti sem var þar til geymslu og lagði mikinn reyk frá eldinum. Innlent 27.8.2006 09:51
Bílvelta á Ólafsfjarðarvegi Bíll valt á Ólafsfjarðarvegi til móts við Djúparbakka um klukkan sjö í morgun. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Ekki er vitað hver meiðsli hans eru að svo stöddu. Innlent 27.8.2006 09:08
Líbönsk börn snúa aftur til Beirút Sextíu líbönsk börn voru flutt aftur í faðm fjölskyldna sinna í Beirút í dag eftir margra vikna fjarveru. Þau voru flutt á brott eftir að Ísraelsher fór að láta sprengjum rigna yfir suðurhluta landsins. Að vonum var um fagnaðarfundi að ræða. Erlent 26.8.2006 19:19
Eldur á Dalveginum Allt tiltækt slökkvilið var nú á áttunda tímanum sent að Dalvegi 14 í Kópavogi þegar tilkynning barst um að mikinn reyk legði frá húsinu. Það mun vera iðnaðarhúsnæði og nýbygging. Allar stöðvar eru nú á vettvangi og reykkafarar á leið inn í húsið. Innlent 26.8.2006 19:43
Óttinn við hryðjuverk í háloftunum eykst Nú berast nær daglega fréttir af því að flugvélum sé beint á aðra lendingarstaði en þeim voru upphaflega ætlaðir vegna þess að ótti um yfirvofandi hryðjuverk hefur vaknað. Yfirleitt hafa farþegar þá í vangá tekið bannaða hluti með sér í handfarangri eða hegðun farþega talin grunsamleg. Óttinn við hryðjuverk í háloftunum truflaði ferðir sjö flugvéla í Bandaríkjunum bæði í innanlands- og millilandaflugi í gær. Erlent 26.8.2006 19:16
Lenti á Keflavíkurflugvelli vegna brauðvélar sem ofhitnaði Biluð brauðvél sem ofhitnaði um borð í flugvél British Airways varð til þess að hún óskaði eftir að lenda Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum. Vélin var þá stödd um 50 kílómetra úti fyrir Reykjanesi. Fyrstu tilkynningar bentu til þess að eldur væri laus í farþegarými vélarinnar en í ljós kom að reykur þar stafaði af brauðvél sem hafði ofhitnað. Innlent 26.8.2006 19:17
Kjarnorkuáætlun Írana ekki ógn við neinu ríki Íransforseti segir kjarnorkuáætlun stjórnvalda þar í landi ekki ógn við nokkuð ríki í heiminum, þar með talið Ísrael. Forsetinn vígði í dag þungvatnsverksmiðju sem mun styðja við kjarnorkuframleiðslu í landinu. Íranar hafa frest til fimmtudags til að hætta auðgun úrans, ellegar grípa vesturveldin til efnahagsþvingana eða beita Írana jafnvel valdi. Erlent 26.8.2006 19:08
Alvarlegt vinnuslys Alvarlegt vinnuslys varð á sorpförgunarsvæði Reykjavíkurborgar, í Álfsnesi á Kjalarnesi, rétt eftir klukkan tvö í dag. Slysið varð þegar vinnuvél valt á hliðina. Ekki liggur fyrir hvað gerðist nákvæmlega en lögregla var á vettvangi í um þrjár klukkustundir. Innlent 26.8.2006 17:08
Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli Flugdagur var haldinn hátíðlegur á Reykjavíkurflugvelli í dag í tilefni sjötíu ára afmælis Flugmálafélags Íslands. Dagurinn byrjaði á hópflugi einkaflugvéla og fisvéla yfir Reykjavík um hádegi. Innlent 26.8.2006 16:54
Landlæknir á leið til Malaví Matthías Guðmundsson, aðstoðarlandlæknir, mun gegna embætti landlæknis á meðan Sigurður Guðmundsson og Sigríður Snæbjörnsdóttir eiginkona hans vinna við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í Malaví. Innlent 26.8.2006 16:47
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent