Fréttir

Fréttamynd

Þorgeir Pálsson til Flugstoða ohf.

Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hefur ákveðið að taka boði stjórnar Flugstoða ohf. um að verða forstjóri félagsins. Gengið hefur verið frá starfssamningi milli aðila, sem kveður á um að Þorgeir taki við starfinu 1. janúar 2007. Hann mun fram til þess tíma gegna embætti flugmálastjóra, sem hann var skipaður til árið 1992.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurborg og Strætó BS krefjast skaðabóta

Reykjavíkurborg og Strætó bs krefjast skaðabóta frá olíufélögunum upp á 157 milljónir króna vegna samráðs félaganna. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, þar sem stefnandi og verjendur kröfðust frestunar á málunum tveimur í þrjár vikur sem þeir hyggjast nota til frekari gagnaöflunar. Olíufélögin sem um ræðir eru Esso, Olís og Skeljungur.

Innlent
Fréttamynd

Frestun á fyllingu Hálslóns myndi kosta milljarða

Frestun á fyllingu Hálslóns, eins og Vinstri grænir leggja til, myndi kosta Landsvirkjun milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon segir það vel sloppið, miðað við milljarðana sem óvandaður undirbúningur hafi kostað.

Innlent
Fréttamynd

Segir árásina morðtilraun

Heimilislaus Íslendingur í Kaupmannahöfn, sem var kastað fyrir lest í fyrrakvöld, lætur engan bilbug á sér finna, eftir það sem hann kallar morðtilraun. Hann heitir Haraldur Sigurðsson, er 26 ára og ætlar að halda áfram að lifa á götunni í Danmörku. Þar gengur hann undir nafninu "Íslendingurinn". Sighvatur Jónsson, fréttamaður okkar í Danmörku, ræddi við Harald í gærkvöld.

Erlent
Fréttamynd

VG vill að Valgerður segi af sér

Formaður Vinstri grænna hvetur Valgerði Sverrisdóttur til að segja af sér ráðherradómi í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á þátt hennar í að greinargerð Gríms Björnssonar jarðfræðings var stimpluð sem trúnaðarmál árið 2002.

Innlent
Fréttamynd

Hættan innan viðmiðunarmarka

Mannvirki Kárahnjúkavirkjunar standast allar kröfur sem til þeirra eru gerðar og hættan sem af þeim stafar er innan viðmiðunarmarka. Þetta kemur fram í endurskoðuðu áhættumati Landsvirkjunar sem kynnt var á stjórnarfundi í dag. Stjórnarmenn eru þó ekki allir sannfærðir um niðurstöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Syrgir mannræningja sinn

Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum.

Erlent
Fréttamynd

Glerbrotunum rigndi yfir Íslendinga

Glerbrotum rigndi yfir hóp Íslendinga þegar sprengja sprakk við hliðina á þeim í ferðamannabænum Marmaris í Tyrklandi í gærkvöldi. Um þrjú hundruð Íslendingar eru í Marmaris á vegum Úrvals Útsýnar og Plús ferða.

Erlent
Fréttamynd

Smyglaði 300 grömmum af hassi

Þrír sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni sem handtekinn var á laugardag. Orðrómur er meðal refsifanga á Litla-Hrauni um að fangavörðurinn hafi einnig smyglað farsímum inn í fangelsið.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt umferðarslys á Eiðavegi

Alvarlegt umferðarslys varð á Eiðavegi við Fossgerði í nágrenni Egilsstaða skömmu fyrir fimm í dag. Tveir bílar skullu saman og er annar ökumaðurinn alvarlega slasaður. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Egilsstöðum.

Innlent
Fréttamynd

Tap hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun skilaði tæplega 6,5 milljarða króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 2 milljörðum króna. Tap fyrir skatta nam tæpum 23 milljörðum króna sem er 25 milljarða króna verri afkoma en á sama tíma fyrir ári. Landsvirkjun greiddi í fyrsta skipti skatt af starfsemi sinni á árinu en tapið skýrist af veikingu krónunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr samningur milli Íslensku óperunnar og ríkisins undirritaður

Nýr samningur var undirritaður í dag milli Íslensku óperunnar og ríkisins um óperustarfsemi. Samningurinn er til fjögurra ára og í honum er miðað við óbreytt framlag úr ríkissjóði og tilkekinn fjölda á uppfærslum óperusýninga. Gert er ráð fyrir auknu samstarfi við aðila á sviði óperulistarinnar. Ráðgert er að setja upp átta meðalstórar óperur í vetur auk einnar barnaóperu. Þá mun Íslenska óperan taka þátt í átta samstarfsverkefnum á gildistíma samningsins sem rennur út í árslok árið 2009.

Innlent
Fréttamynd

Tap hjá Síldarvinnslunni

Síldarvinnslan í Neskaupstað tapaði 204 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði fyrirtækið 728,4 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri Síldarvinnslunnar segir að útlit sé fyrir að rekstur félagsins verði þokkalegur á síðari hluta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkar frekar

Heimsmarkaðsverð lækkaði um 2 bandaríkjadali og fór niður fyrir 71 dal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar fregna þess efnis að hitabeltisstormurinn Ernesto, sem nú nálgast suðurströnd Bandaríkjanna, fari framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilja afrit af bréfi orkumálastjóra til ráðherra

Formaður þingflokks VG hefur óskað eftir því við iðnaðarráðherra að fá í hendur afrit af bréfi eða greinargerð orkumálastjóra til ráðherra í kjölfar skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúka árið 2002.

Innlent
Fréttamynd

3 látnir í sprengjuárás í Tyrklandi

Þrír létu lífið og 20 særðust þegar sprengja sprakk í miðri ferðamannaborginni Antalya í Suður-Tyrklandi í dag. Enginn Íslendingur er það. Þetta er fimmta sprengjan sem vitað er að hafi sprungið í Tyrklandi á tæpum sólahring.

Erlent
Fréttamynd

Kaupa mexíkóskt tekílafyrirtæki

Bandaríska áfengisfyrirtækið Brown-Forman, sem meðal annars framleiðir Jack Daniel's viskíið og líkjöra á borð við Southern Comfort, greindi frá því í dag að það hefði keypt mexíkóska tekílaframleiðandann Grupo Industrial Herradura fyrir 876 milljónir dala, jafnvirði rúmra 61,3 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Staðfestir fyrra mat

Stjórn Landsvirkjunar lýsir yfir fyllsta trausti á þá starfsmenn Landsvirkjunar og aðra sem hafa unnið að hönnun og byggingu Kárahnjúkavirkjunar og vill fullvissa landsmenn að alls öryggis hafi verið gætt við hönnun og byggingu mannvirkjanna og að engin hætta steðji að íbúum svæðisins. Stjórnin samþykkti á fundi í dag endurskoðað áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Það staðfestir fyrra mat og verður því haldið áfram með framkvæmdina eins og ráðgert var.

Innlent
Fréttamynd

Búið að tryggja samninga um fangaskipti í Suður-Líbanon

Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri vilja vinstristjórn

68 prósent þeirra sem þátt taka í nýrri könnun Fréttablaðsins vilja skipta út flokkum í ríkisstjórninni eftir næstu þingkosningar. Fleiri vilja fá vinstristjórn heldur en áframhaldandi hægri stjórn.

Innlent
Fréttamynd

Stefna borgarinnar og Strætó tekin fyrir

Reykjavíkurborg og Strætó bs. hafa stefnt olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krefjast skaðabóta upp á samtals 157 milljóna króna. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, þar sem stefnandi og verjandur kröfðust frestunar á málunum tveimur í þrjár vikur sem þeir hyggjast nota til frekari gagnaöflunar.

Innlent
Fréttamynd

Mæla með sölu í bréfum HB Granda

Greiningardeild Landsbanks segir afskráningu HB Granda af Aðallista Kauphallarinnar og skráningu á iSEC markað koma til með að hafa mikil áhrif á hluthafa félagsins. Sé hætt við að hluthafar læsist inni og er mælt með sölu á bréfum félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öldruð kona lést eftir að hafa orðið fyrir bíl

Kona á áttræðisaldri lést í gær eftir að hafa orðið fyrir bíl í Keflavík í gærdag. Eftir slysið var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en vegna þess hve alvarleg meiðsl hennar voru var hún flutt á slysadeild Landspítalans þar sem hún var síðan úrskurðuð látin. Þetta er sjöunda banaslysið í umferðinni í ágústmánuði og það átjánda á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Snæfellsbæ stefnt

BSRB stefndi Snæfellsbæ síðastliðinn föstudag vegna ólögmætra uppsagna sex starfsmanna úr starfi við íþróttahús og sundlaugar bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Amazon.com kaupir eigin bréf

Stjórn bandarísku netverslunarinnar Amazon.com hefur gefið heimild fyrir því að kaupa aftur eigin bréf í félaginu fyrir hálfan milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tveir fangar taldir tengjast fíkniefnasmyglinu

Tveir fangar sem afplána dóm á Litla-hrauni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðahald í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni á laugardaginn. Forstöðumaður Litla-Hrauns segir fíkniefnasmygl fangavarðarins mikið áfall.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækkuðu í Evrópu

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir lækkun á olíuverði en lækkunin hafði áhrif á gengi olíufélaga. Þá lækkaði gengi bandaríkjadals sömuleiðis gagnvart evru. Þá lækkaði gengi Banca Intesa og Sanpaolo IMI, sem munu renna saman í einn, um tæp 2 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ræðir nýtt áhættumat

Stjórnarfundur Landsvirkjunar hófst klukkan níu í morgun. Á fundinum verður meðal annars lagt fram nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þar sem nýjar upplýsingar um jarðhita og jarðsprungur hafa komið fram þá var óskað eftir því við Landsvirkjun að lagt yrði fram nýtt áhættumat.

Innlent