Fréttir Þrýst á fyrrum rektor HÍ að beita áhrifum sínum Stefán Ólafsson prófessor segir að þrýst hafi verið á þáverandi rektor Háskóla Íslands, um að hafa áhrif á afskipti Stefáns af efnahagsmálum. Stefán líkir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum undanfarna áratugi við stefnu Thatchers, Reagans og Pinochets. Innlent 2.9.2006 17:45 Hafa náð meira en 70 kílóum af amfetamíni Lögreglan og tollur hafa náð yfir sjötíu kílóum af amfetamíni í nokkrum stórum málum það sem af er árinu. Litháar hafa staðið á bakvið innflutning af tæplega sextíu kíló af amfetamíninu. Innlent 2.9.2006 18:39 Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur í Keflavík Mjög harður árekstur varð á Hafnargötu á móts við Aðalstöðina í Reykjanesbæ á sjötta tímanum í dag. Þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl fólksins að svo stöddu. Báðir bílanir eru mikið skemmdir en talir er að ökumaður annars bílsins hafi misst sjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingu. Innlent 2.9.2006 18:35 Pottur brotinn í eftirliti með hraðakstri í Danmörku Lene Espersen dómsmálaráðherra Danmerkur hefur beðið ríkislögreglustjóra í Danmörku að kanna hvort pottur sé brotinn í eftirliti með hraðakstri. Danska blaðið Berlingske Tidende komst að því nýlega að afar mismunandi er hvernig staðið er að umferðareftirliti í hinum ýmsu lögregluumdæmum. Erlent 2.9.2006 17:36 Fjórtán hermenn létu lífið í Afganistan Fjórtán breskir hermenn létu lífið í flugslysi í Afganistan í dag. Mennirnir voru í flugvél sem hrapaði nálægt Kandahar í sunnanverðu Afganistan. Erlent 2.9.2006 17:26 TF-Líf sótti mann sem fékk verk fyrir brjóstið Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að sækja mann sem hafði fengið verk fyrir brjóstið þegar hann var að ganga upp á Esjuna um klukkan þrjú í dag. Maðurinn var undir Þverfellshorni en erfitt færi er á þessum slóðum og því varð að kalla út TF-Líf. Nokkuð hvasst var á Esjunni og miklir sviftivindar en björgunaraðgerðir gengu vel. Maðurinn var fluttur á hjartamóttöku Landspítalans við Hringbraut. Líðan hans er góð og stöðug en hann mun gangast undir rannsóknir í dag. Innlent 2.9.2006 16:44 Stefna Thatchers og Reagans í efnahagsmálum höfð til hliðsjónar hér á landi Stefán Ólafsson prófessor segir að ríkisstjórnina hafi haft stefnu Thatchers og Reagans í efnahagsmálum til hliðsjónar á síðustu áratugum með þeim afleiðingum að skattbyrði hafi aukist á launafólk. Innlent 2.9.2006 16:36 Frábær sigur á Norður-Írum Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann í dag frábæran 3-0 sigur á Norður-Írum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á Windsor Park í Belfast. Íslenska liðið gerði nánast út um leikinn með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í fyrri hálfleik. Þetta er sannarlega frábær byrjun hjá íslenska liðinu sem tekur næst á móti dönum á Laugardalsvelli í næstu viku. Innlent 2.9.2006 16:01 Íraska stjórnin tekur við Abu Ghraib Íraska stjórnin hefur nú tekið við lyklavöldum í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi. Enginn fangi var í fangelsinu þegar bandaríski herinn lét það af hendi. Erlent 2.9.2006 15:15 Ísland komið í 2-0 Hermann Hreiðarsson hefur komið íslenska landsliðinu í 2-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park. Hermann skoraði markið með föstu og hnitmiðuðu skoti í teig Norður-Íra á 21. mínútu en hann var einn og óvaldaður eftir hornspyrnu Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Innlent 2.9.2006 14:25 Hannes Hlífar landaði sínum áttunda titli Hannes Hlífar Stefánsson varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í skák í áttunda sinn. Hann gerði jafntefli við Héðin Steingrímsson í fjórðu einvígisskákinni. Með sigrinum sló Hannes Hlífar met, en enginn hefur orðið Íslandsmeistari í skák jafn oft. Innlent 2.9.2006 13:41 Þrír látast í árásum Ísraela á Gaza Ísraelsher gerði tvær mannskæðar árásir á Gaza landræmunni á svæði Palestínumanna í nótt. Þrír Palestínumenn létu lífið og nokkur fjöldi manna særðist Erlent 2.9.2006 12:11 Ítalskir hermenn koma til Líbanons Ítalskir hermenn komu til Suður-Líbanons í dag til að styrkja friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna þar. Með því glæðast vonir um að takast megi að koma í veg fyrir að átök brjótist út að nýju í Líbanon. Erlent 2.9.2006 12:09 300 Hornfirðingar í helgarferð í boði Skinneyjar-Þinganess Það er rólegt um að litast á Höfn í Hornafirði þessa dagana en 300 Hornfirðingar fóru í helgarferð til Tallin í Eistlandi í boði Skinneyjar-Þinganess á miðvikudaginn. Útgerðin fagnar sextíu ára afmæli sínu í ár og af því tilefni var starfsfólki og mökum boðið til Eistlands. Innlent 2.9.2006 12:03 Skemmdarverk á strætóskýlum Skemmdarverk voru unnin á þremur stætóskýlum á Akureyri í nótt. Öll gler í skýlunum voru brotin. Innlent 2.9.2006 10:58 Fjórtán handteknir í Bretlandi Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi og í morgun fjórtán menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Málið tengist hvorki handtöku tuttugu manna í júlí, sem ætluðu að sprengja flugvélar á leið til Bandaríkjanna, né hryðjuverkunum í Lundúnum í fyrra. Erlent 2.9.2006 10:56 Ölvun á Ljósanótt Erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ á Ljósanótt sökum ölvunar. Nokkuð var um pústra og voru tvær líkamsárásir tilkynntar. Innlent 2.9.2006 10:43 Stórt orð, háskóli Það er stórt orð, háskóli, og verður að gera lágmarkskröfur til slíkra stofnana. Þetta segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og setur þar út á álit sérfræðings í stjórnskipun við Háskólann á Akureyri. Innlent 1.9.2006 21:26 Blæs á alla gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur. Innlent 1.9.2006 21:23 Fjöltækniskólinn kaupir Flugskóla Íslands Flugskóli Íslands hefur verið keyptur af Fjöltækniskóla Íslands. Samningur þess efnis var undirritaður í dag. Innlent 1.9.2006 20:59 Tvö útköll samtímis Tvö útköll bárust slökkviliðinu í Reykjavík á sama tíma, rétt eftir klukkan átta í kvöld. Annað útkallið var vegna elds í eldhúsi íbúðarhúss í Seljahverfi. Innlent 1.9.2006 20:46 Árekstur í Reykjanesbæ Þrír bílar lentu í árekstri á Njarðarbraut í Reykjanesbæ seinni partinn í dag. Engan sakaði en einhverjar skemmdir urðu á bílunum. Innlent 1.9.2006 20:02 Einstaklingsmiðuð heimaþjónusta Heimaþjónusta hins opinbera við sjúka og aldraða dugir ekki til, því að fjöldi fólks vill kaupa sér meiri þjónustu af einkafyrirtæki. Innlent 1.9.2006 17:44 Mikið magn fíkniefna í Norrænu Fíkniefnahundar fundu yfir tíu kíló af amfetamíni í Norrænu í gær við hefðbundið tollaeftirlit. Tveir Litháar hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá voru arabar teknir með fíkniefni innvortis í Leifsstöð. Innlent 1.9.2006 18:37 Lög brotin svo hægt sé að standa við barnasáttmálann Skólayfirvöld í Reykjavík brjóta íslensk lög til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögin eru brotin svo hægt sé að veita börnum fólks sem komið hefur til landsins í atvinnuleit skólavist. Innlent 1.9.2006 17:37 Telur eðlilegt að áherslur um gæsluvarðhald breytist Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur Hæstarétt hafa verið að setja nýjar línur um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en rétturinn hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um umfangsmikinn fíkniefnainnflutning. Innlent 1.9.2006 18:40 Tugir fórust í flugslysi í Íran Minnst þrjátíu fórust og tugir slösuðust lífshættulega þegar hjólbarði sprakk á hundrað og fimmtíu sæta flugvél í Íran í dag. Erlent 1.9.2006 17:36 Ekki líklegt að verði slátrað í Búðardal Óvíst er hvort slátrað verður í sláturhúsinu í Búðardal í framtíðinni en 66 milljónum var varið í viðamiklar endurbætur á húsinu í fyrra. Norðlenska, sem hefur rekið húsið síðan þá framseldi óvænt samning sinn við sveitarfélagið til Kaupfélags Skagfirðinga í byrjun ágúst. Bændur í Dalasýslu þurfa því að flytja fé sitt annað til slátrunar. Innlent 1.9.2006 18:12 Þurfa að farga 300 tonnum af laxi Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði slátruðu í gær hundrað tonnum af laxi. Slátra þarf um 200 tonnum til viðbótar en margglyttur sem komust í laxeldiskvíarnar í fyrrinótt brenndu fiskinn. Innlent 1.9.2006 18:10 Vill viðræður um myndun kosningabandalags Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill viðræður við hina stjórnarandstöðuflokkana um myndun kosningabandalags til þess að koma núverandi ríkisstjórn frá í komandi þingkosningum. Innlent 1.9.2006 17:26 « ‹ ›
Þrýst á fyrrum rektor HÍ að beita áhrifum sínum Stefán Ólafsson prófessor segir að þrýst hafi verið á þáverandi rektor Háskóla Íslands, um að hafa áhrif á afskipti Stefáns af efnahagsmálum. Stefán líkir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum undanfarna áratugi við stefnu Thatchers, Reagans og Pinochets. Innlent 2.9.2006 17:45
Hafa náð meira en 70 kílóum af amfetamíni Lögreglan og tollur hafa náð yfir sjötíu kílóum af amfetamíni í nokkrum stórum málum það sem af er árinu. Litháar hafa staðið á bakvið innflutning af tæplega sextíu kíló af amfetamíninu. Innlent 2.9.2006 18:39
Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur í Keflavík Mjög harður árekstur varð á Hafnargötu á móts við Aðalstöðina í Reykjanesbæ á sjötta tímanum í dag. Þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl fólksins að svo stöddu. Báðir bílanir eru mikið skemmdir en talir er að ökumaður annars bílsins hafi misst sjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingu. Innlent 2.9.2006 18:35
Pottur brotinn í eftirliti með hraðakstri í Danmörku Lene Espersen dómsmálaráðherra Danmerkur hefur beðið ríkislögreglustjóra í Danmörku að kanna hvort pottur sé brotinn í eftirliti með hraðakstri. Danska blaðið Berlingske Tidende komst að því nýlega að afar mismunandi er hvernig staðið er að umferðareftirliti í hinum ýmsu lögregluumdæmum. Erlent 2.9.2006 17:36
Fjórtán hermenn létu lífið í Afganistan Fjórtán breskir hermenn létu lífið í flugslysi í Afganistan í dag. Mennirnir voru í flugvél sem hrapaði nálægt Kandahar í sunnanverðu Afganistan. Erlent 2.9.2006 17:26
TF-Líf sótti mann sem fékk verk fyrir brjóstið Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að sækja mann sem hafði fengið verk fyrir brjóstið þegar hann var að ganga upp á Esjuna um klukkan þrjú í dag. Maðurinn var undir Þverfellshorni en erfitt færi er á þessum slóðum og því varð að kalla út TF-Líf. Nokkuð hvasst var á Esjunni og miklir sviftivindar en björgunaraðgerðir gengu vel. Maðurinn var fluttur á hjartamóttöku Landspítalans við Hringbraut. Líðan hans er góð og stöðug en hann mun gangast undir rannsóknir í dag. Innlent 2.9.2006 16:44
Stefna Thatchers og Reagans í efnahagsmálum höfð til hliðsjónar hér á landi Stefán Ólafsson prófessor segir að ríkisstjórnina hafi haft stefnu Thatchers og Reagans í efnahagsmálum til hliðsjónar á síðustu áratugum með þeim afleiðingum að skattbyrði hafi aukist á launafólk. Innlent 2.9.2006 16:36
Frábær sigur á Norður-Írum Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann í dag frábæran 3-0 sigur á Norður-Írum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á Windsor Park í Belfast. Íslenska liðið gerði nánast út um leikinn með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í fyrri hálfleik. Þetta er sannarlega frábær byrjun hjá íslenska liðinu sem tekur næst á móti dönum á Laugardalsvelli í næstu viku. Innlent 2.9.2006 16:01
Íraska stjórnin tekur við Abu Ghraib Íraska stjórnin hefur nú tekið við lyklavöldum í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi. Enginn fangi var í fangelsinu þegar bandaríski herinn lét það af hendi. Erlent 2.9.2006 15:15
Ísland komið í 2-0 Hermann Hreiðarsson hefur komið íslenska landsliðinu í 2-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park. Hermann skoraði markið með föstu og hnitmiðuðu skoti í teig Norður-Íra á 21. mínútu en hann var einn og óvaldaður eftir hornspyrnu Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Innlent 2.9.2006 14:25
Hannes Hlífar landaði sínum áttunda titli Hannes Hlífar Stefánsson varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í skák í áttunda sinn. Hann gerði jafntefli við Héðin Steingrímsson í fjórðu einvígisskákinni. Með sigrinum sló Hannes Hlífar met, en enginn hefur orðið Íslandsmeistari í skák jafn oft. Innlent 2.9.2006 13:41
Þrír látast í árásum Ísraela á Gaza Ísraelsher gerði tvær mannskæðar árásir á Gaza landræmunni á svæði Palestínumanna í nótt. Þrír Palestínumenn létu lífið og nokkur fjöldi manna særðist Erlent 2.9.2006 12:11
Ítalskir hermenn koma til Líbanons Ítalskir hermenn komu til Suður-Líbanons í dag til að styrkja friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna þar. Með því glæðast vonir um að takast megi að koma í veg fyrir að átök brjótist út að nýju í Líbanon. Erlent 2.9.2006 12:09
300 Hornfirðingar í helgarferð í boði Skinneyjar-Þinganess Það er rólegt um að litast á Höfn í Hornafirði þessa dagana en 300 Hornfirðingar fóru í helgarferð til Tallin í Eistlandi í boði Skinneyjar-Þinganess á miðvikudaginn. Útgerðin fagnar sextíu ára afmæli sínu í ár og af því tilefni var starfsfólki og mökum boðið til Eistlands. Innlent 2.9.2006 12:03
Skemmdarverk á strætóskýlum Skemmdarverk voru unnin á þremur stætóskýlum á Akureyri í nótt. Öll gler í skýlunum voru brotin. Innlent 2.9.2006 10:58
Fjórtán handteknir í Bretlandi Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi og í morgun fjórtán menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Málið tengist hvorki handtöku tuttugu manna í júlí, sem ætluðu að sprengja flugvélar á leið til Bandaríkjanna, né hryðjuverkunum í Lundúnum í fyrra. Erlent 2.9.2006 10:56
Ölvun á Ljósanótt Erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ á Ljósanótt sökum ölvunar. Nokkuð var um pústra og voru tvær líkamsárásir tilkynntar. Innlent 2.9.2006 10:43
Stórt orð, háskóli Það er stórt orð, háskóli, og verður að gera lágmarkskröfur til slíkra stofnana. Þetta segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og setur þar út á álit sérfræðings í stjórnskipun við Háskólann á Akureyri. Innlent 1.9.2006 21:26
Blæs á alla gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur. Innlent 1.9.2006 21:23
Fjöltækniskólinn kaupir Flugskóla Íslands Flugskóli Íslands hefur verið keyptur af Fjöltækniskóla Íslands. Samningur þess efnis var undirritaður í dag. Innlent 1.9.2006 20:59
Tvö útköll samtímis Tvö útköll bárust slökkviliðinu í Reykjavík á sama tíma, rétt eftir klukkan átta í kvöld. Annað útkallið var vegna elds í eldhúsi íbúðarhúss í Seljahverfi. Innlent 1.9.2006 20:46
Árekstur í Reykjanesbæ Þrír bílar lentu í árekstri á Njarðarbraut í Reykjanesbæ seinni partinn í dag. Engan sakaði en einhverjar skemmdir urðu á bílunum. Innlent 1.9.2006 20:02
Einstaklingsmiðuð heimaþjónusta Heimaþjónusta hins opinbera við sjúka og aldraða dugir ekki til, því að fjöldi fólks vill kaupa sér meiri þjónustu af einkafyrirtæki. Innlent 1.9.2006 17:44
Mikið magn fíkniefna í Norrænu Fíkniefnahundar fundu yfir tíu kíló af amfetamíni í Norrænu í gær við hefðbundið tollaeftirlit. Tveir Litháar hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá voru arabar teknir með fíkniefni innvortis í Leifsstöð. Innlent 1.9.2006 18:37
Lög brotin svo hægt sé að standa við barnasáttmálann Skólayfirvöld í Reykjavík brjóta íslensk lög til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögin eru brotin svo hægt sé að veita börnum fólks sem komið hefur til landsins í atvinnuleit skólavist. Innlent 1.9.2006 17:37
Telur eðlilegt að áherslur um gæsluvarðhald breytist Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur Hæstarétt hafa verið að setja nýjar línur um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en rétturinn hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um umfangsmikinn fíkniefnainnflutning. Innlent 1.9.2006 18:40
Tugir fórust í flugslysi í Íran Minnst þrjátíu fórust og tugir slösuðust lífshættulega þegar hjólbarði sprakk á hundrað og fimmtíu sæta flugvél í Íran í dag. Erlent 1.9.2006 17:36
Ekki líklegt að verði slátrað í Búðardal Óvíst er hvort slátrað verður í sláturhúsinu í Búðardal í framtíðinni en 66 milljónum var varið í viðamiklar endurbætur á húsinu í fyrra. Norðlenska, sem hefur rekið húsið síðan þá framseldi óvænt samning sinn við sveitarfélagið til Kaupfélags Skagfirðinga í byrjun ágúst. Bændur í Dalasýslu þurfa því að flytja fé sitt annað til slátrunar. Innlent 1.9.2006 18:12
Þurfa að farga 300 tonnum af laxi Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði slátruðu í gær hundrað tonnum af laxi. Slátra þarf um 200 tonnum til viðbótar en margglyttur sem komust í laxeldiskvíarnar í fyrrinótt brenndu fiskinn. Innlent 1.9.2006 18:10
Vill viðræður um myndun kosningabandalags Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill viðræður við hina stjórnarandstöðuflokkana um myndun kosningabandalags til þess að koma núverandi ríkisstjórn frá í komandi þingkosningum. Innlent 1.9.2006 17:26