Fréttir

Fréttamynd

Þrýst á fyrrum rektor HÍ að beita áhrifum sínum

Stefán Ólafsson prófessor segir að þrýst hafi verið á þáverandi rektor Háskóla Íslands, um að hafa áhrif á afskipti Stefáns af efnahagsmálum. Stefán líkir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum undanfarna áratugi við stefnu Thatchers, Reagans og Pinochets.

Innlent
Fréttamynd

Hafa náð meira en 70 kílóum af amfetamíni

Lögreglan og tollur hafa náð yfir sjötíu kílóum af amfetamíni í nokkrum stórum málum það sem af er árinu. Litháar hafa staðið á bakvið innflutning af tæplega sextíu kíló af amfetamíninu.

Innlent
Fréttamynd

Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur í Keflavík

Mjög harður árekstur varð á Hafnargötu á móts við Aðalstöðina í Reykjanesbæ á sjötta tímanum í dag. Þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl fólksins að svo stöddu. Báðir bílanir eru mikið skemmdir en talir er að ökumaður annars bílsins hafi misst sjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingu.

Innlent
Fréttamynd

Pottur brotinn í eftirliti með hraðakstri í Danmörku

Lene Espersen dómsmálaráðherra Danmerkur hefur beðið ríkislögreglustjóra í Danmörku að kanna hvort pottur sé brotinn í eftirliti með hraðakstri. Danska blaðið Berlingske Tidende komst að því nýlega að afar mismunandi er hvernig staðið er að umferðareftirliti í hinum ýmsu lögregluumdæmum.

Erlent
Fréttamynd

TF-Líf sótti mann sem fékk verk fyrir brjóstið

Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að sækja mann sem hafði fengið verk fyrir brjóstið þegar hann var að ganga upp á Esjuna um klukkan þrjú í dag. Maðurinn var undir Þverfellshorni en erfitt færi er á þessum slóðum og því varð að kalla út TF-Líf. Nokkuð hvasst var á Esjunni og miklir sviftivindar en björgunaraðgerðir gengu vel. Maðurinn var fluttur á hjartamóttöku Landspítalans við Hringbraut. Líðan hans er góð og stöðug en hann mun gangast undir rannsóknir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Frábær sigur á Norður-Írum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann í dag frábæran 3-0 sigur á Norður-Írum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á Windsor Park í Belfast. Íslenska liðið gerði nánast út um leikinn með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í fyrri hálfleik. Þetta er sannarlega frábær byrjun hjá íslenska liðinu sem tekur næst á móti dönum á Laugardalsvelli í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Íraska stjórnin tekur við Abu Ghraib

Íraska stjórnin hefur nú tekið við lyklavöldum í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi. Enginn fangi var í fangelsinu þegar bandaríski herinn lét það af hendi.

Erlent
Fréttamynd

Ísland komið í 2-0

Hermann Hreiðarsson hefur komið íslenska landsliðinu í 2-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park. Hermann skoraði markið með föstu og hnitmiðuðu skoti í teig Norður-Íra á 21. mínútu en hann var einn og óvaldaður eftir hornspyrnu Jóhannesar Karls Guðjónssonar.

Innlent
Fréttamynd

Hannes Hlífar landaði sínum áttunda titli

Hannes Hlífar Stefánsson varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í skák í áttunda sinn. Hann gerði jafntefli við Héðin Steingrímsson í fjórðu einvígisskákinni. Með sigrinum sló Hannes Hlífar met, en enginn hefur orðið Íslandsmeistari í skák jafn oft.

Innlent
Fréttamynd

Ítalskir hermenn koma til Líbanons

Ítalskir hermenn komu til Suður-Líbanons í dag til að styrkja friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna þar. Með því glæðast vonir um að takast megi að koma í veg fyrir að átök brjótist út að nýju í Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

300 Hornfirðingar í helgarferð í boði Skinneyjar-Þinganess

Það er rólegt um að litast á Höfn í Hornafirði þessa dagana en 300 Hornfirðingar fóru í helgarferð til Tallin í Eistlandi í boði Skinneyjar-Þinganess á miðvikudaginn. Útgerðin fagnar sextíu ára afmæli sínu í ár og af því tilefni var starfsfólki og mökum boðið til Eistlands.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán handteknir í Bretlandi

Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi og í morgun fjórtán menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Málið tengist hvorki handtöku tuttugu manna í júlí, sem ætluðu að sprengja flugvélar á leið til Bandaríkjanna, né hryðjuverkunum í Lundúnum í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Ölvun á Ljósanótt

Erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ á Ljósanótt sökum ölvunar. Nokkuð var um pústra og voru tvær líkamsárásir tilkynntar.

Innlent
Fréttamynd

Stórt orð, háskóli

Það er stórt orð, háskóli, og verður að gera lágmarkskröfur til slíkra stofnana. Þetta segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og setur þar út á álit sérfræðings í stjórnskipun við Háskólann á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Blæs á alla gagnrýni

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur.

Innlent
Fréttamynd

Tvö útköll samtímis

Tvö útköll bárust slökkviliðinu í Reykjavík á sama tíma, rétt eftir klukkan átta í kvöld. Annað útkallið var vegna elds í eldhúsi íbúðarhúss í Seljahverfi.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur í Reykjanesbæ

Þrír bílar lentu í árekstri á Njarðarbraut í Reykjanesbæ seinni partinn í dag. Engan sakaði en einhverjar skemmdir urðu á bílunum.

Innlent
Fréttamynd

Mikið magn fíkniefna í Norrænu

Fíkniefnahundar fundu yfir tíu kíló af amfetamíni í Norrænu í gær við hefðbundið tollaeftirlit. Tveir Litháar hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá voru arabar teknir með fíkniefni innvortis í Leifsstöð.

Innlent
Fréttamynd

Telur eðlilegt að áherslur um gæsluvarðhald breytist

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur Hæstarétt hafa verið að setja nýjar línur um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en rétturinn hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um umfangsmikinn fíkniefnainnflutning.

Innlent
Fréttamynd

Ekki líklegt að verði slátrað í Búðardal

Óvíst er hvort slátrað verður í sláturhúsinu í Búðardal í framtíðinni en 66 milljónum var varið í viðamiklar endurbætur á húsinu í fyrra. Norðlenska, sem hefur rekið húsið síðan þá framseldi óvænt samning sinn við sveitarfélagið til Kaupfélags Skagfirðinga í byrjun ágúst. Bændur í Dalasýslu þurfa því að flytja fé sitt annað til slátrunar.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að farga 300 tonnum af laxi

Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði slátruðu í gær hundrað tonnum af laxi. Slátra þarf um 200 tonnum til viðbótar en margglyttur sem komust í laxeldiskvíarnar í fyrrinótt brenndu fiskinn.

Innlent
Fréttamynd

Vill viðræður um myndun kosningabandalags

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill viðræður við hina stjórnarandstöðuflokkana um myndun kosningabandalags til þess að koma núverandi ríkisstjórn frá í komandi þingkosningum.

Innlent