Fréttir Býst við minni verðbólgu í haust Seðlabankinn segir framvindu efnahagsmála frá júlíbyrjun hafa í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá bankans að öðru leyti en því að verðbólga verður nokkru minni á þriðja fjórðungi ársins og verðbólgukúfurinn á seinni helmingi ársins trúlega lægri en spáð var. Bankinn segir verðbólgu enn mikla. Viðskipti innlent 14.9.2006 11:16 Vanskil af útlánum ekki minni í fimm ár Vanskil af útlánum bankanna hafa ekki verið minni í fimm ár eftir því sem fram kemur í nýjum tölum Fjármálaeftirlitsins. Hlutfall vanskila af útlánum var 0,6 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs sem er það sama ársfjórðungana tvo þar á undan. Innlent 14.9.2006 10:43 Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent á öðrum fjórðungi ársins á evrusvæðinu. Þetta er 1,2 prósentum minna atvinnuleysi en fyrir ári, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 14.9.2006 11:00 Þak á flugvelli á Menorca hrynur Þak á flugvelli í Menorca á Spáni. Óttst er að minnst tuttugu manns sitji fastir inni í byggingunni. Við flytjum nánari fréttir af þessu um leið og þær berast. Innlent 14.9.2006 10:58 KB banki gerir ráð fyrir 23,8 milljarða hagnaði KB banki gerir ráð fyrir því að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi vegna hlutafjárútboðs Exista nemi 23,8 milljörðum króna sé miðað við útboðsgengi. Bankinn seldi 1.100 milljónir hluta í Exista í tengslum við skráningu fyrirtækisins í Kauphöll Íslands og færir 10,8 prósenta eignarhlut sinn í Exista á gangvirði. Viðskipti innlent 14.9.2006 10:44 Kristján stefnir á annað sætið Kristján Pálsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri fyrir komandi þingkosningar. Innlent 14.9.2006 10:24 Hráolíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í fyrstu viðskiptum dagsins. Ástæðan er verkfall starfsmanna við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og meiri samdráttur í olíubirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum en gert hafi verið ráð fyrir. Viðskipti erlent 14.9.2006 10:18 Staðfestir gæsluvarðhald vegna smygls Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Litháa sem handtekinn var eftir að tæplega sjö kíló af amfetamíni fundust í bíl hans við komu Norrænu til landsins þann 31. ágúst. Innlent 14.9.2006 10:00 Tvíburakort hjá Símanum Síminn hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu sem nefnist Tvíburakort en það gerir viðskiptavinum Símans kleift að vera með tvö mismunandi símtæki með sama símanúmerinu. Þessi áskriftarleið er sérhönnuð fyrir þá símnotendur sem þurfa að nota tvö símtæki, t.d. GSM síma og Blackberry síma eða jafnvel GSM síma og bílasíma en vilja nota sama símanúmerið fyrir báða símana. Viðskipti innlent 14.9.2006 10:09 Heimalningur að nafni Supernova? Í göngum Borgfirðinga fyrir austan fannst nokkurra daga gamalt lamb sem er í eigu Ásgeirs, föður Magna Ásgeirssonar rokksöngvara. Ásgeir er nú staddur í Los Angeles þar sem han fylgdist með syni sínum á úrslitakvöldi raunveruleikaþáttarins Rockstar:Supernova í gærkvöld. Fréttavefurinn borgarfjordureystri.is gerir því skóna að lambið verði heimalningur á bænum og kallað Supernova. Innlent 14.9.2006 09:24 Kísilvegurinn lokaður tímabundið í dag Vegna hitaveituframkvæmda verður Kísilvegurinn, vegur 87, lokaður stórum bílum við Litlu Reyki frá kl. 13 til 17 í dag. Bent er á Hvammaveg, nr. 853. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 14.9.2006 09:14 IMF spáir 5,1 prósents hagvexti á árinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl. Viðskipti erlent 14.9.2006 09:41 Borgarafundir gegn umferðarslysum í dag Borgarafundir gegn umferðarslysum verða haldnir á sjö stöðum á landinu samtímis klukkan kortér yfir fimm í dag. Fundirnir bera yfirskriftina "Nú segjum við stopp!" og beinast þeir gegn áhættuhegðun í umferðinni. Innlent 14.9.2006 09:31 Sigurður Kári sækist eftir 2. sæti í öðru hvoru kjördæmanna Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 2. sæti framboðslista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hann hefur því ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið í komandi prófkjöri flokksins. Innlent 14.9.2006 09:25 Sjö námamenn fastir í kolanámu í Kína Björgunarmenn í Norðaustur-Kína reyna nú hvað þeir geta til að bjarga sjö námamönnum sem sitja fastir í kolanámu. Vatn flæddi inn í námuna þar sem nítján námamenn voru að störfum. Erlent 14.9.2006 09:09 Umdeilt frumvarp varðandi hegðun ungmenna Innanríkisráðherra Frakklands, Nicholas Sarkozy, kynnti í gær umdeilt frumvarp á franska þinginu sem ætlað er að taka á óæskilegri hegðun ungmenna. Það sem harðast er deilt á er ákvæði sem heimilar bæjar- og borgarstjórum að svipta fjölskyldur vandræðaunglinga atvinnuleysis- og húsnæðisbótum ef þörf krefur. Erlent 14.9.2006 09:06 Stýrivextir hækkaðir um 50 punkta Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 50 punkta og verða þeir eftirleiðis 14 prósent. Þetta er 17. vaxtahækkun Seðlabankans frá því vaxtahækkunarferli bankans hófst í maí fyrir tveimur árum og sú sjötta á þessu ári. Greiningardeildir bankanna segja þetta síðuðust eða næstsíðustu vaxtahækkun Seðlabankans. Viðskipti innlent 14.9.2006 08:56 Kona lést í skotárásinni í Kanada Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust í skotárásinni í Montreal í Kanada í gær. Byssumaðurinn var felldur af lögreglu. Erlent 14.9.2006 08:29 Flestir leiðtogar í Mið-Austurlöndum telja innrásina í Írak mistök Flestir leiðtogar ríkja í Mið-Austurlöndum telja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum hafa verið mistök. Þetta sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í gær en hann er nýkominn úr ferð um Mið-Austurlönd. Erlent 14.9.2006 08:00 Gerir ráð fyrir hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig Ný stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands verður kynnt klukkan níu. Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir hálfs prósentustigs hækkun stýrivaxta, sem og að vaxtalækkunarferlið hefjist á fyrstu mánuðum næsta árs. Innlent 14.9.2006 07:47 1000 pólskir hermenn til Afganistans Pólverjar ætla að senda eitt þúsund hermenn til viðbótar þeim hundrað sem þeir hafa þegar sent til Afganistan. Viðbótarliðið verður sent til landsins í febrúar á næsta ári. Erlent 14.9.2006 07:37 Hass haldlagt í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi lagði hald á lítilræði af hassi í gærkvöldi sem fannst í bifreið tveggja pilta um tvítugt. Efnið fannst eftir að lögregla stöðvaði piltana við reglubundið eftirlit og er talið hafa verið til einkaneyslu. Innlent 14.9.2006 07:23 Fluttur með þyrlu á slysadeild eftir bílveltu Þrír slösuðust þegar fólksbíll valt á malarvegi skammt frá Flúðum í nótt. Ökumaðurinn, sem er innan við tvítugt, var ekki í bílbelti og kastaðist hann út úr bifreiðinni með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Pilturinn var fluttur með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi og gekkst hann undir aðgerð nú í morgun. Innlent 14.9.2006 07:09 Rannveig hættir í stjórnmálum Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi ákvað rétt í þessu á aðalfundi kjördæmisráðs að halda lokað prófkjör fyrir flokksmenn til að velja á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Rannveig Guðmundsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Innlent 13.9.2006 21:51 Lögregla segir að einn maður hafi verið að verki Á annan tug framhaldskólanema í Montreal í Kanada særðust þegar samnemandi þeirra hóf skothríð í skólanum á fimmta tímanum í dag. Byssumaðurinn var felldur af lögreglunni. Erlent 13.9.2006 21:59 Með góða reynslu af samvinnu við Barnahús Dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra segir góða reynslu af samvinnu dómstólsins og starfsfólks Barnahúss. Hann segist þó skilja að Héraðsdómur Reykjavíkur noti eigið starfsfólk þegar börn eru yfirheyrð. Innlent 13.9.2006 21:25 Meiri innflutningur á vinnafli til Íslands og Noregs Innflutningur vinnuafls til Íslands og Noregs hefur verið mun meiri en til flestra ríkja evrópska efnahagssvæðisins á undanförnum árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem norræna ráðherranefndin hefur gefið út. Innlent 13.9.2006 21:18 Spá hækkun stýrvaxta Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði hækkaðir í fjórtán prósent á morgun. Geiningardeildin gerir þannig ráð fyrir hálfs prósentu hækkun á stýrivöxtum en jafnframt sé um að ræða síðustu hækkunina í þessari uppsveiflu. Stýrivextir taki svo að lækka á nýjan leik á næsta ári. Innlent 13.9.2006 20:53 Blóðbönd tilnefnd til Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna Íslenska kvikmyndin Blóðbönd er meðal þeirra 49 kvikmynda sem Evrópska kvikmyndaakademían hefur valið í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada í gær og fékk hún góðar viðtökur áhorfenda. Verðlaunaafhendingin fer fram í Varsjá í Póllandi þann 2. desember næstkomandi. Blóðbönd var frumsýnd hér á landi í febrúar. Leikstjóri myndarinnar er Árni Ólafur Ásgeirsson en handrit skrifaði Jón Atli Jónasson. Innlent 13.9.2006 18:55 Útlit fyrir spennandi kosningar í Svíþjóð næsta sunnudag Allt stefnir í hörkuspennandi endasprett í kosningabráttunni fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð næsta sunnudag. Atvinnu- og efnahagsmál eru sett á oddinn og svo virðist sem kjósendur ætli ekki að refsa Þjóðarflokknum fyrir að brjótast inn á lokað vefsvæði jafnaðarmanna. Innlent 13.9.2006 19:05 « ‹ ›
Býst við minni verðbólgu í haust Seðlabankinn segir framvindu efnahagsmála frá júlíbyrjun hafa í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá bankans að öðru leyti en því að verðbólga verður nokkru minni á þriðja fjórðungi ársins og verðbólgukúfurinn á seinni helmingi ársins trúlega lægri en spáð var. Bankinn segir verðbólgu enn mikla. Viðskipti innlent 14.9.2006 11:16
Vanskil af útlánum ekki minni í fimm ár Vanskil af útlánum bankanna hafa ekki verið minni í fimm ár eftir því sem fram kemur í nýjum tölum Fjármálaeftirlitsins. Hlutfall vanskila af útlánum var 0,6 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs sem er það sama ársfjórðungana tvo þar á undan. Innlent 14.9.2006 10:43
Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent á öðrum fjórðungi ársins á evrusvæðinu. Þetta er 1,2 prósentum minna atvinnuleysi en fyrir ári, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 14.9.2006 11:00
Þak á flugvelli á Menorca hrynur Þak á flugvelli í Menorca á Spáni. Óttst er að minnst tuttugu manns sitji fastir inni í byggingunni. Við flytjum nánari fréttir af þessu um leið og þær berast. Innlent 14.9.2006 10:58
KB banki gerir ráð fyrir 23,8 milljarða hagnaði KB banki gerir ráð fyrir því að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi vegna hlutafjárútboðs Exista nemi 23,8 milljörðum króna sé miðað við útboðsgengi. Bankinn seldi 1.100 milljónir hluta í Exista í tengslum við skráningu fyrirtækisins í Kauphöll Íslands og færir 10,8 prósenta eignarhlut sinn í Exista á gangvirði. Viðskipti innlent 14.9.2006 10:44
Kristján stefnir á annað sætið Kristján Pálsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri fyrir komandi þingkosningar. Innlent 14.9.2006 10:24
Hráolíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í fyrstu viðskiptum dagsins. Ástæðan er verkfall starfsmanna við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og meiri samdráttur í olíubirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum en gert hafi verið ráð fyrir. Viðskipti erlent 14.9.2006 10:18
Staðfestir gæsluvarðhald vegna smygls Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Litháa sem handtekinn var eftir að tæplega sjö kíló af amfetamíni fundust í bíl hans við komu Norrænu til landsins þann 31. ágúst. Innlent 14.9.2006 10:00
Tvíburakort hjá Símanum Síminn hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu sem nefnist Tvíburakort en það gerir viðskiptavinum Símans kleift að vera með tvö mismunandi símtæki með sama símanúmerinu. Þessi áskriftarleið er sérhönnuð fyrir þá símnotendur sem þurfa að nota tvö símtæki, t.d. GSM síma og Blackberry síma eða jafnvel GSM síma og bílasíma en vilja nota sama símanúmerið fyrir báða símana. Viðskipti innlent 14.9.2006 10:09
Heimalningur að nafni Supernova? Í göngum Borgfirðinga fyrir austan fannst nokkurra daga gamalt lamb sem er í eigu Ásgeirs, föður Magna Ásgeirssonar rokksöngvara. Ásgeir er nú staddur í Los Angeles þar sem han fylgdist með syni sínum á úrslitakvöldi raunveruleikaþáttarins Rockstar:Supernova í gærkvöld. Fréttavefurinn borgarfjordureystri.is gerir því skóna að lambið verði heimalningur á bænum og kallað Supernova. Innlent 14.9.2006 09:24
Kísilvegurinn lokaður tímabundið í dag Vegna hitaveituframkvæmda verður Kísilvegurinn, vegur 87, lokaður stórum bílum við Litlu Reyki frá kl. 13 til 17 í dag. Bent er á Hvammaveg, nr. 853. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 14.9.2006 09:14
IMF spáir 5,1 prósents hagvexti á árinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl. Viðskipti erlent 14.9.2006 09:41
Borgarafundir gegn umferðarslysum í dag Borgarafundir gegn umferðarslysum verða haldnir á sjö stöðum á landinu samtímis klukkan kortér yfir fimm í dag. Fundirnir bera yfirskriftina "Nú segjum við stopp!" og beinast þeir gegn áhættuhegðun í umferðinni. Innlent 14.9.2006 09:31
Sigurður Kári sækist eftir 2. sæti í öðru hvoru kjördæmanna Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 2. sæti framboðslista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hann hefur því ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið í komandi prófkjöri flokksins. Innlent 14.9.2006 09:25
Sjö námamenn fastir í kolanámu í Kína Björgunarmenn í Norðaustur-Kína reyna nú hvað þeir geta til að bjarga sjö námamönnum sem sitja fastir í kolanámu. Vatn flæddi inn í námuna þar sem nítján námamenn voru að störfum. Erlent 14.9.2006 09:09
Umdeilt frumvarp varðandi hegðun ungmenna Innanríkisráðherra Frakklands, Nicholas Sarkozy, kynnti í gær umdeilt frumvarp á franska þinginu sem ætlað er að taka á óæskilegri hegðun ungmenna. Það sem harðast er deilt á er ákvæði sem heimilar bæjar- og borgarstjórum að svipta fjölskyldur vandræðaunglinga atvinnuleysis- og húsnæðisbótum ef þörf krefur. Erlent 14.9.2006 09:06
Stýrivextir hækkaðir um 50 punkta Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 50 punkta og verða þeir eftirleiðis 14 prósent. Þetta er 17. vaxtahækkun Seðlabankans frá því vaxtahækkunarferli bankans hófst í maí fyrir tveimur árum og sú sjötta á þessu ári. Greiningardeildir bankanna segja þetta síðuðust eða næstsíðustu vaxtahækkun Seðlabankans. Viðskipti innlent 14.9.2006 08:56
Kona lést í skotárásinni í Kanada Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust í skotárásinni í Montreal í Kanada í gær. Byssumaðurinn var felldur af lögreglu. Erlent 14.9.2006 08:29
Flestir leiðtogar í Mið-Austurlöndum telja innrásina í Írak mistök Flestir leiðtogar ríkja í Mið-Austurlöndum telja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum hafa verið mistök. Þetta sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í gær en hann er nýkominn úr ferð um Mið-Austurlönd. Erlent 14.9.2006 08:00
Gerir ráð fyrir hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig Ný stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands verður kynnt klukkan níu. Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir hálfs prósentustigs hækkun stýrivaxta, sem og að vaxtalækkunarferlið hefjist á fyrstu mánuðum næsta árs. Innlent 14.9.2006 07:47
1000 pólskir hermenn til Afganistans Pólverjar ætla að senda eitt þúsund hermenn til viðbótar þeim hundrað sem þeir hafa þegar sent til Afganistan. Viðbótarliðið verður sent til landsins í febrúar á næsta ári. Erlent 14.9.2006 07:37
Hass haldlagt í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi lagði hald á lítilræði af hassi í gærkvöldi sem fannst í bifreið tveggja pilta um tvítugt. Efnið fannst eftir að lögregla stöðvaði piltana við reglubundið eftirlit og er talið hafa verið til einkaneyslu. Innlent 14.9.2006 07:23
Fluttur með þyrlu á slysadeild eftir bílveltu Þrír slösuðust þegar fólksbíll valt á malarvegi skammt frá Flúðum í nótt. Ökumaðurinn, sem er innan við tvítugt, var ekki í bílbelti og kastaðist hann út úr bifreiðinni með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Pilturinn var fluttur með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi og gekkst hann undir aðgerð nú í morgun. Innlent 14.9.2006 07:09
Rannveig hættir í stjórnmálum Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi ákvað rétt í þessu á aðalfundi kjördæmisráðs að halda lokað prófkjör fyrir flokksmenn til að velja á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Rannveig Guðmundsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Innlent 13.9.2006 21:51
Lögregla segir að einn maður hafi verið að verki Á annan tug framhaldskólanema í Montreal í Kanada særðust þegar samnemandi þeirra hóf skothríð í skólanum á fimmta tímanum í dag. Byssumaðurinn var felldur af lögreglunni. Erlent 13.9.2006 21:59
Með góða reynslu af samvinnu við Barnahús Dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra segir góða reynslu af samvinnu dómstólsins og starfsfólks Barnahúss. Hann segist þó skilja að Héraðsdómur Reykjavíkur noti eigið starfsfólk þegar börn eru yfirheyrð. Innlent 13.9.2006 21:25
Meiri innflutningur á vinnafli til Íslands og Noregs Innflutningur vinnuafls til Íslands og Noregs hefur verið mun meiri en til flestra ríkja evrópska efnahagssvæðisins á undanförnum árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem norræna ráðherranefndin hefur gefið út. Innlent 13.9.2006 21:18
Spá hækkun stýrvaxta Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði hækkaðir í fjórtán prósent á morgun. Geiningardeildin gerir þannig ráð fyrir hálfs prósentu hækkun á stýrivöxtum en jafnframt sé um að ræða síðustu hækkunina í þessari uppsveiflu. Stýrivextir taki svo að lækka á nýjan leik á næsta ári. Innlent 13.9.2006 20:53
Blóðbönd tilnefnd til Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna Íslenska kvikmyndin Blóðbönd er meðal þeirra 49 kvikmynda sem Evrópska kvikmyndaakademían hefur valið í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada í gær og fékk hún góðar viðtökur áhorfenda. Verðlaunaafhendingin fer fram í Varsjá í Póllandi þann 2. desember næstkomandi. Blóðbönd var frumsýnd hér á landi í febrúar. Leikstjóri myndarinnar er Árni Ólafur Ásgeirsson en handrit skrifaði Jón Atli Jónasson. Innlent 13.9.2006 18:55
Útlit fyrir spennandi kosningar í Svíþjóð næsta sunnudag Allt stefnir í hörkuspennandi endasprett í kosningabráttunni fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð næsta sunnudag. Atvinnu- og efnahagsmál eru sett á oddinn og svo virðist sem kjósendur ætli ekki að refsa Þjóðarflokknum fyrir að brjótast inn á lokað vefsvæði jafnaðarmanna. Innlent 13.9.2006 19:05