Fréttir Lögreglan lagði hald á fíkniefni og skotvopn Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á fíkniefni, skotvopn og þýfi þegar húsleit var gerð á tveimur stöðum í Hafnarfirði í dag. Franklín Steiner, sem er þekktur í fíkniefnaheiminum, var handtekinn. Innlent 14.9.2006 19:18 Íbúar í Montreal slegnir Ein kona týndi lífi og 19 særðust, þar af sex lífshættulega, þegar hálf þrítugur maður hóf skothríð á nemendur í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Erlent 14.9.2006 18:22 Ákærð fyrir rangar sakargiftir Ríkissaksókari krefst að tæplega tvítug kona, sem kærði mann fyrir tilraun til nauðgunar, verði dæmd fyrir rangar sakagiftir. Konan var með áverka og fór á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisbrota en ríkissaksóknari telur útilokað að maðurinn hafi veitt henni áverkana. Innlent 14.9.2006 18:11 Ekki útilokað að samið verði á Íslandi Íslensk stjórnvöld útiloka ekki þann möguleika að stríðandi fylkingum á Srí Lanka verði boðið til friðarviðræðna á Íslandi. Unnið verði náið með Norðmönnum en reynist rétt að deilendur treysti þeim ekki í viðræðunum ætli Íslendingar ekki að liggja á liði sínu. Í fréttum NFS í gærkvöldi var rætt við Keheliya Rambukwella, talsmann ríkisstjórnar Srí Lanka. Þar sagði hann koma til greina að setjast að samningaborðinu með uppreisnarmönnum Tamíl tígranna á Íslandi. Hann sagði stjórnina andvíga því að halda viðræðunar í Osló í byrjun október. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir mestu skipta að koma deilendum að samningaborðinu í hennar huga sé ekki aðalatriðið hvar funur verði haldinn. Staðreyndin sé hins vegar sú að Norðmenn hafi verið í forystu í friðarviðræðum og vopnahlé hafi verið staðfest í Osló árið 2002. Norðmenn hafi allt þetta ár verið að reyna að koma þessum öflum að samningaborðinu. Valgerður vill ekki útiloka það að deilendum verði boðið til viðræðna á Íslandi. Spila þurfi úr hlutunum af yfirvegun og skynsemi. Rétt sé að geta þess að Norðmenn hafi meiri reynslu í þessum málum en Íslendingar en ef rétt reynist að Norðmönnum sé ekki treyst að fullu þá muni Íslendingar gera allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa í friðarviðræðum. Innlent 14.9.2006 17:51 Hækka ekki vexti af húsnæðislánum Hvorki Glitnir né Landsbankinn ætla að hækka vexti á verðtryggðum húsnæðislánum í framhaldi af fimmtíu punkta stýrivaxtahækkun Seðalbanka Íslans í morgun. Innlent 14.9.2006 17:03 Staðfestir sjö mánaða dóm fyrir ýmis brot Hæstiréttur staðfesti í dag sjö mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður var fyrir þjófnað, innbrot og fíkniefnabrot. Maðurinn hafði áður verið dæmdur fyrir ýmis brot en með þessum brotum rauf hann skilorð. Innlent 14.9.2006 17:06 Húsleit í tveimur húsum vegna fíkniefna Lögregla gerði í dag húsleit í tveimur húsum í Hafnarfirði þar sem grunur lék á finna mætti fíkniefni og vopn. Annað húsanna er í miðbæ Hafnarfjarðar og var einn maður handtekinn við innrás lögreglunnar þar. Innlent 14.9.2006 16:59 Vaxtahækkun á evrusvæðinu Viðskipti erlent 14.9.2006 16:59 Glitnir og Landsbanki hækka vexti Glitnir og Landsbankinn hækkuðu báðir vexti sína í dag til samræmis við 50 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Hækkanirnar taka gildi frá og með 21. september næstkomandi. Viðskipti innlent 14.9.2006 16:51 Hagræðing í vændum hjá Ford Búist er við því að bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynni um viðamiklar uppsagnir hjá fyrirtæki á næstunni. Ford hefur þegar ákveðið að segja 30.000 manns upp störfum og loka 14 verksmiðjum í Bandaríkjunum í hagræðingarskyni. Viðskipti erlent 14.9.2006 16:45 Lýsir yfir stuðningi við starfsemi Barnahúss Kvenfélagasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við starfssemi Barnahúss og minnt á ályktun þess efnis sem samþykkt var á Landsþingi Kvenfélagasambands Íslands á Akureyri í sumar. Innlent 14.9.2006 16:04 Íslenska óperan kynnir glæsilega vetrardagskrá Ein viðamesta dagskrá Íslensku óperunnar frá upphafi var kynnt í dag. Íslenska óperumenningin er í blóma um þessar mundir og áhorfendur munu ekki fara varhluta af henni í vetur. Innlent 14.9.2006 15:58 Æfingar í ökugerði skylda frá og með árinu 2008? Allir þeir sem ætla að taka bílpróf frá og með árinu 2008 munu þurfa að verða sér úti um reynslu í svokölluðum ökugerðum ef hugmyndir samgönguráðherrra ná fram að ganga. Innlent 14.9.2006 15:53 Reyksíminn styrktur um sex milljónir króna Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að styrkja starfsemi Reyksímans með þriggja milljóna króna framlagi á ári í tvö ár. Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins. Innlent 14.9.2006 15:34 Varnarviðræður hafnar í Washington Fundur viðræðunefnda Íslands og Bandaríkjanna í Washington vegna varnarmála landsins hófst klukkan kortér yfir tvö í dag en ekki liggur fyrir hversu lengi hann mun standa. Sem fyrr hvílir leynd yfir efni samningaviðræðnanna en íslenskir ráðamenn vonast til þess að þeim ljúki jafnvel í næstu viku. Innlent 14.9.2006 15:29 Fjögur fíkniefnamál hjá lögreglu Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gær og nótt. Málin eru óskyld en samtals komu fimm aðilar við sögu en ætluð fíkniefni fundust á þeim öllum. Fólkið er á aldrinum 18-24 ára. Þá var maður á þrítugsaldri færður á lögreglustöð en hann var í annarlegu ástandi og hafði haft í hótunum við annan mann. Innlent 14.9.2006 15:16 Ríkishlutafélagið Matís stofnað í dag Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar sameinast í hlutafélaginu Matís ohf. sem stofnað var formlega í dag. Það er að öllu leyti í eigu ríkisins en breytingarnar á stofnununum taka gildi um næstu áramót. Innlent 14.9.2006 14:46 Actavis fær viðvörun í Bandaríkjunum Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur veitt Actavis viðvörun eftir að hafa skoðaðað tiltekna þætti í starfsemi þess í Little Falls New Jersey. Innlent 14.9.2006 14:35 Fíkniefnarassía í Hafnarfirði Húsleit stendur nú yfir í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem grunur leikur á að finna megi fíkniefni. Óeinkennisklæddir lögreglumenn frá lögreglunni í Hafnarfirði eru á staðnum og njóta aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Innlent 14.9.2006 14:30 Röskun á flugi vegna veikinda áhafna Röskun hefur orðið á flugi á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar og höfuðborgarinnar og Egilsstaða í gær og í dag. Ástæðan er veikindi hjá áhöfnum. Að sögn Ingu Birnu Ragnarsdóttur, markaðsstjóra Flugfélags Íslands, þurfti að seinka flugi til Ísafjarðar í gær um eina og hálfa klukkustund og í morgun um fjórar klukkustundir, og sameina þurfti tvö flug til Egilsstaða í gærdag. Innlent 14.9.2006 13:52 Glitnir hækkar ekki húsnæðisvexti eftir stýrivaxtahækkun Glitnir ætlar ekki að hækka vexti á verðtryggðum húsnæðislánum í framhaldi af fimmtíu punkta stýrivaxtahækkun Seðalbanka Íslans í morgun. Hins vegar hækka óverðtryggðir vextir bankans um 0,25 til 0,5 prósentustig. Innlent 14.9.2006 14:00 Senegalskir innflytjendur fluttir frá Spáni Spánverjar byrja í dag að flytja ólöglega innflytjendur frá Senegal til síns heima eftir að tafir urðu á flutningunum sem hefjast áttu í gær. Tvær vélar með um 100 Senegala hvor fljúga frá Kanaríeyjum í dag en þangað hafa um tólf þúsund senegalskir innflytjendur leitað í ár. Erlent 14.9.2006 13:50 Samgönguvika í borginni hefst á morgun Reykjavíkurborg tekur nú þátt í Evrópsku Samgönguvikunni fjórða árið í röð og verður hún sett formlega á morgun. Þema Samgönguvikunnar í ár er loftslagsbreytingar og og lögð verður áhersla á hvernig val á samgöngumáta hefur áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag. Innlent 14.9.2006 13:29 Hægt að selja hvalkjöt til Japans á þessu ári Formaður Sjávarnytja segir hægt að selja hvalkjöt til Japans strax á þessu ári ef hægt verður að hefja veiðar í október. Innlent 14.9.2006 12:28 Yfir 1400 heita betri hegðun í umferðinni á stopp.is Yfir 1400 manns hafa skráð nafn sitt á heimasíðuna stopp.is sem Umferðstofa hefur sett á fót í tengslum við átak gegn umferðarslysum undir kjörorðingu "Nú segjum við stopp!". Á síðunni getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum. Innlent 14.9.2006 12:35 Vonast eftir að viðræðum ljúki í næstu viku Varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna hefjast á ný í dag í Washington. Sem fyrr hvílir leynd yfir efni samningaviðræðnanna en íslenskir ráðamenn vonast til þess að þeim ljúki jafnvel í næstu viku. Innlent 14.9.2006 11:45 Skotárás í Montreal í rannsókn Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust þegar ungur maður hóf skothríð á samnemendur sína í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Lögregla í Kanada rannsakar nú málið en ekki er vitað hvað olli því að ungi maðurinn greip til vopna gegn námsmönnum í skólanum. Erlent 14.9.2006 11:48 Stýrivextir lækkaðir þegar verðbólga lækki til lengri tíma Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Innlent 14.9.2006 12:07 Þrír sagðir slasaðir eftir að þak flugstöðvar hrundi Þak á flugstöð á eyjunni Menorku við austurströnd Spánar hrundi í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af slysinu en minnst þrír munu hafa slasast svo vitað sé. Talsmaður slökkviliðs á svæðinu segir að enginn sé fastur undir brakinu, en fyrstu fréttir bentu til þess að tuttugu verkamenn sem unnu að endurbótum á þakinu hefðu orðið undir því. Erlent 14.9.2006 11:50 Sigurður Kári stefnir á fjórða sætið Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á fjórða sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sagði í samtali við NFS í morgun að með því stefndi hann að öðru sætinu í öðru hvoru kjördæminu. Innlent 14.9.2006 10:52 « ‹ ›
Lögreglan lagði hald á fíkniefni og skotvopn Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á fíkniefni, skotvopn og þýfi þegar húsleit var gerð á tveimur stöðum í Hafnarfirði í dag. Franklín Steiner, sem er þekktur í fíkniefnaheiminum, var handtekinn. Innlent 14.9.2006 19:18
Íbúar í Montreal slegnir Ein kona týndi lífi og 19 særðust, þar af sex lífshættulega, þegar hálf þrítugur maður hóf skothríð á nemendur í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Erlent 14.9.2006 18:22
Ákærð fyrir rangar sakargiftir Ríkissaksókari krefst að tæplega tvítug kona, sem kærði mann fyrir tilraun til nauðgunar, verði dæmd fyrir rangar sakagiftir. Konan var með áverka og fór á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisbrota en ríkissaksóknari telur útilokað að maðurinn hafi veitt henni áverkana. Innlent 14.9.2006 18:11
Ekki útilokað að samið verði á Íslandi Íslensk stjórnvöld útiloka ekki þann möguleika að stríðandi fylkingum á Srí Lanka verði boðið til friðarviðræðna á Íslandi. Unnið verði náið með Norðmönnum en reynist rétt að deilendur treysti þeim ekki í viðræðunum ætli Íslendingar ekki að liggja á liði sínu. Í fréttum NFS í gærkvöldi var rætt við Keheliya Rambukwella, talsmann ríkisstjórnar Srí Lanka. Þar sagði hann koma til greina að setjast að samningaborðinu með uppreisnarmönnum Tamíl tígranna á Íslandi. Hann sagði stjórnina andvíga því að halda viðræðunar í Osló í byrjun október. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir mestu skipta að koma deilendum að samningaborðinu í hennar huga sé ekki aðalatriðið hvar funur verði haldinn. Staðreyndin sé hins vegar sú að Norðmenn hafi verið í forystu í friðarviðræðum og vopnahlé hafi verið staðfest í Osló árið 2002. Norðmenn hafi allt þetta ár verið að reyna að koma þessum öflum að samningaborðinu. Valgerður vill ekki útiloka það að deilendum verði boðið til viðræðna á Íslandi. Spila þurfi úr hlutunum af yfirvegun og skynsemi. Rétt sé að geta þess að Norðmenn hafi meiri reynslu í þessum málum en Íslendingar en ef rétt reynist að Norðmönnum sé ekki treyst að fullu þá muni Íslendingar gera allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa í friðarviðræðum. Innlent 14.9.2006 17:51
Hækka ekki vexti af húsnæðislánum Hvorki Glitnir né Landsbankinn ætla að hækka vexti á verðtryggðum húsnæðislánum í framhaldi af fimmtíu punkta stýrivaxtahækkun Seðalbanka Íslans í morgun. Innlent 14.9.2006 17:03
Staðfestir sjö mánaða dóm fyrir ýmis brot Hæstiréttur staðfesti í dag sjö mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður var fyrir þjófnað, innbrot og fíkniefnabrot. Maðurinn hafði áður verið dæmdur fyrir ýmis brot en með þessum brotum rauf hann skilorð. Innlent 14.9.2006 17:06
Húsleit í tveimur húsum vegna fíkniefna Lögregla gerði í dag húsleit í tveimur húsum í Hafnarfirði þar sem grunur lék á finna mætti fíkniefni og vopn. Annað húsanna er í miðbæ Hafnarfjarðar og var einn maður handtekinn við innrás lögreglunnar þar. Innlent 14.9.2006 16:59
Glitnir og Landsbanki hækka vexti Glitnir og Landsbankinn hækkuðu báðir vexti sína í dag til samræmis við 50 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Hækkanirnar taka gildi frá og með 21. september næstkomandi. Viðskipti innlent 14.9.2006 16:51
Hagræðing í vændum hjá Ford Búist er við því að bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynni um viðamiklar uppsagnir hjá fyrirtæki á næstunni. Ford hefur þegar ákveðið að segja 30.000 manns upp störfum og loka 14 verksmiðjum í Bandaríkjunum í hagræðingarskyni. Viðskipti erlent 14.9.2006 16:45
Lýsir yfir stuðningi við starfsemi Barnahúss Kvenfélagasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við starfssemi Barnahúss og minnt á ályktun þess efnis sem samþykkt var á Landsþingi Kvenfélagasambands Íslands á Akureyri í sumar. Innlent 14.9.2006 16:04
Íslenska óperan kynnir glæsilega vetrardagskrá Ein viðamesta dagskrá Íslensku óperunnar frá upphafi var kynnt í dag. Íslenska óperumenningin er í blóma um þessar mundir og áhorfendur munu ekki fara varhluta af henni í vetur. Innlent 14.9.2006 15:58
Æfingar í ökugerði skylda frá og með árinu 2008? Allir þeir sem ætla að taka bílpróf frá og með árinu 2008 munu þurfa að verða sér úti um reynslu í svokölluðum ökugerðum ef hugmyndir samgönguráðherrra ná fram að ganga. Innlent 14.9.2006 15:53
Reyksíminn styrktur um sex milljónir króna Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að styrkja starfsemi Reyksímans með þriggja milljóna króna framlagi á ári í tvö ár. Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins. Innlent 14.9.2006 15:34
Varnarviðræður hafnar í Washington Fundur viðræðunefnda Íslands og Bandaríkjanna í Washington vegna varnarmála landsins hófst klukkan kortér yfir tvö í dag en ekki liggur fyrir hversu lengi hann mun standa. Sem fyrr hvílir leynd yfir efni samningaviðræðnanna en íslenskir ráðamenn vonast til þess að þeim ljúki jafnvel í næstu viku. Innlent 14.9.2006 15:29
Fjögur fíkniefnamál hjá lögreglu Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gær og nótt. Málin eru óskyld en samtals komu fimm aðilar við sögu en ætluð fíkniefni fundust á þeim öllum. Fólkið er á aldrinum 18-24 ára. Þá var maður á þrítugsaldri færður á lögreglustöð en hann var í annarlegu ástandi og hafði haft í hótunum við annan mann. Innlent 14.9.2006 15:16
Ríkishlutafélagið Matís stofnað í dag Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar sameinast í hlutafélaginu Matís ohf. sem stofnað var formlega í dag. Það er að öllu leyti í eigu ríkisins en breytingarnar á stofnununum taka gildi um næstu áramót. Innlent 14.9.2006 14:46
Actavis fær viðvörun í Bandaríkjunum Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur veitt Actavis viðvörun eftir að hafa skoðaðað tiltekna þætti í starfsemi þess í Little Falls New Jersey. Innlent 14.9.2006 14:35
Fíkniefnarassía í Hafnarfirði Húsleit stendur nú yfir í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem grunur leikur á að finna megi fíkniefni. Óeinkennisklæddir lögreglumenn frá lögreglunni í Hafnarfirði eru á staðnum og njóta aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Innlent 14.9.2006 14:30
Röskun á flugi vegna veikinda áhafna Röskun hefur orðið á flugi á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar og höfuðborgarinnar og Egilsstaða í gær og í dag. Ástæðan er veikindi hjá áhöfnum. Að sögn Ingu Birnu Ragnarsdóttur, markaðsstjóra Flugfélags Íslands, þurfti að seinka flugi til Ísafjarðar í gær um eina og hálfa klukkustund og í morgun um fjórar klukkustundir, og sameina þurfti tvö flug til Egilsstaða í gærdag. Innlent 14.9.2006 13:52
Glitnir hækkar ekki húsnæðisvexti eftir stýrivaxtahækkun Glitnir ætlar ekki að hækka vexti á verðtryggðum húsnæðislánum í framhaldi af fimmtíu punkta stýrivaxtahækkun Seðalbanka Íslans í morgun. Hins vegar hækka óverðtryggðir vextir bankans um 0,25 til 0,5 prósentustig. Innlent 14.9.2006 14:00
Senegalskir innflytjendur fluttir frá Spáni Spánverjar byrja í dag að flytja ólöglega innflytjendur frá Senegal til síns heima eftir að tafir urðu á flutningunum sem hefjast áttu í gær. Tvær vélar með um 100 Senegala hvor fljúga frá Kanaríeyjum í dag en þangað hafa um tólf þúsund senegalskir innflytjendur leitað í ár. Erlent 14.9.2006 13:50
Samgönguvika í borginni hefst á morgun Reykjavíkurborg tekur nú þátt í Evrópsku Samgönguvikunni fjórða árið í röð og verður hún sett formlega á morgun. Þema Samgönguvikunnar í ár er loftslagsbreytingar og og lögð verður áhersla á hvernig val á samgöngumáta hefur áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag. Innlent 14.9.2006 13:29
Hægt að selja hvalkjöt til Japans á þessu ári Formaður Sjávarnytja segir hægt að selja hvalkjöt til Japans strax á þessu ári ef hægt verður að hefja veiðar í október. Innlent 14.9.2006 12:28
Yfir 1400 heita betri hegðun í umferðinni á stopp.is Yfir 1400 manns hafa skráð nafn sitt á heimasíðuna stopp.is sem Umferðstofa hefur sett á fót í tengslum við átak gegn umferðarslysum undir kjörorðingu "Nú segjum við stopp!". Á síðunni getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum. Innlent 14.9.2006 12:35
Vonast eftir að viðræðum ljúki í næstu viku Varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna hefjast á ný í dag í Washington. Sem fyrr hvílir leynd yfir efni samningaviðræðnanna en íslenskir ráðamenn vonast til þess að þeim ljúki jafnvel í næstu viku. Innlent 14.9.2006 11:45
Skotárás í Montreal í rannsókn Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust þegar ungur maður hóf skothríð á samnemendur sína í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Lögregla í Kanada rannsakar nú málið en ekki er vitað hvað olli því að ungi maðurinn greip til vopna gegn námsmönnum í skólanum. Erlent 14.9.2006 11:48
Stýrivextir lækkaðir þegar verðbólga lækki til lengri tíma Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Innlent 14.9.2006 12:07
Þrír sagðir slasaðir eftir að þak flugstöðvar hrundi Þak á flugstöð á eyjunni Menorku við austurströnd Spánar hrundi í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af slysinu en minnst þrír munu hafa slasast svo vitað sé. Talsmaður slökkviliðs á svæðinu segir að enginn sé fastur undir brakinu, en fyrstu fréttir bentu til þess að tuttugu verkamenn sem unnu að endurbótum á þakinu hefðu orðið undir því. Erlent 14.9.2006 11:50
Sigurður Kári stefnir á fjórða sætið Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á fjórða sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sagði í samtali við NFS í morgun að með því stefndi hann að öðru sætinu í öðru hvoru kjördæminu. Innlent 14.9.2006 10:52