Fréttir

Fréttamynd

Þök rifnuðu af 100 húsum

Að minnsta kosti 30 slösuðust í Kólumbíu í gær þegar öflugur hvirfilbylur reif meira en 100 þök af byggingum í borginni Barranquilla.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um öryggi páfa

Óttast eru um öryggi Benedikts páfa XVI. vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í vikunni sem hafa vakið mikla reiði meðal múslima. Eldsprengjum var kastað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og í nótt. Páfagarður sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að páfa þyki miður að orð sín hafi sært múslima.

Erlent
Fréttamynd

Bilun hafði áhrif víða um land

Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hafði haft áhrif víða um land á fjarskipti og ljósvakaútsendingar. Bilunin varð til þess að öryggiskerfi sjómanna við Norðurland var óvirkt frá því síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Réttir án kinda

Tungnaréttir í Biskupstungum hófust kl. 11 í morgun, þrátt fyrir að þar verði ekki ein einasta kind. Sveitin er fjárlaus eftir að allt fé var skorið niður vegna riðuveiki. Heimamenn vilja þó ekki sleppa réttunum, frekar en aðrir Sunnlendingar.

Innlent
Fréttamynd

Lane orðinn 2. gráðu fellibylur

Hitabeltisstormurinn Lane varð að annarar gráðu fellibyl þar sem hann færðist í átt að Baja á Kaliforníu skaga í gærkvöldi og nótt. Lane skall á Kyrrahafsströnd Mexíkó og flæddi yfir hafnarborgir. Sjö ára drengur týndi lífi þegar aurskriða féll á heimili hans. Yfirvöld í Mexíkó hafa sent frá sér viðvörun og hvatt fólk á syðri hluta Kaliforníu skaga til að hafa sig á brott. Margir íbúar og ferðamenn hafa þegar komið sér í öruggt skjól. Vindhraði í bilnum hefur mest farið í rúma fjörutíu metra á sekúndu og talið að Lane eigi enn eftir að sækja í sig veðrið.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu að berja þá með spýtum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til eftir að tveir menn um tvítugt flúðu úr samkvæmi á Kjalarnesi í nótt eftir að hópur ungmenna reyndi að berja þá með spýtum.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldaslagsmál í Hraunbænum

Lögreglan í Reykjavík var kölluð út að heimahúsi í Hraunbæ í Árbænum þar sem fjöldaslagsmál brutust út eftir að hópur unglinga reyndi að ryðjast inn í samkvæmi sem þar fór fram.

Innlent
Fréttamynd

Annan hitti Kastró

Fídel Kastró, forseti Kúbu, átti í fyrradag fund með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Annan heimsótti Kastró á heimili hans í Havana. Af myndum virðist sem Kastró sé óðum að ná fyrri heilsu eftir að hafa lagst undir hnífinn í síðasta mánuði vegna blæðinga í meltingarvegi. Annan situr nú leiðtogafund ríkja utan bandalaga sem haldinn er á Kúbu. Fulltrúar 118 ríki sitja fundi fram til morguns.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjum kastað á kirkjur á Vesturbakkanum

Leiðtogar múslima víða um heim hafa fordæmt ummæli sem Benedikt páfi XVI. lét falla í ræðu í Þýskalandi fyrr í vikunni. Þar vitnaði hann til 14. aldar keisara kristinna manna sem sagði Múhameð spámann aðeins hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Óttast er um öryggi páfa. Eldsprengjum var varpað á tvær kirkjur á Vesturbakkanum í gær og í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Bilun í ljósleiðarakerfi Símans

Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hefur haft áhrif víða um land á fjarskipti og ljósvakaútsendingar en búist er við því að viðgerð ljúki fyrir hádegi. Bilunin varð í kerfinu síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Tveir vopnaðir menn handteknir í efra Breiðholti

Sérsveit lögreglunnar var kölluð til á þriðja tímanum í nótt eftir að tilkynning barst um að tveir menn vopnaðir haglabyssu gengu um í efra Breiðholti. Vitni sögðu manninn hafa hleypt skoti af í götuna og síðan gengið í átt að Elliðaárdalnum. Þar hafði lögreglan uppi á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Bilun hjá Símanum

Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hefur haft áhrif víða um land á fjarskipta og ljósvakaútsendingar en búist er við því að viðgerð ljúki fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Aukið umferðareftirlit lögreglunnar á Akureyri

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur rétt norðan við Akureyri á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Akureyri hefur undanfarið haft skipulagt eftirlit með ástandi ökumanna, bílbeltanotkun og aksturslagi. Ökumaðurinn er þó sá eini sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af það sem af er kvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á mann á sjötugsaldri við gatnamót Nóatúns og Brautarholts á sjötta tímanum í dag. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans en meiðsl hans reyndust minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í bakarofni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðising var kallað út um klukkan hálf níu í kvöld vegna elds í bakarofni í heimahúsi í Fossvogi. Húsráðanda hafði tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið. Ekki urðu slys á fólki en húsráðandi var fluttur á slysadeildina í Fossvogi með snert af reykeitrun.

Innlent
Fréttamynd

Margrét hugsanlega á leið úr stjórnmálum

Talið er að Margrét Frímannsdóttir ,formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hætti í pólitík. Hún hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún tilkynni um pólitíska framtíð sína á kjördæmisráðsfundi Suðurkjördæmis á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Mikil bráðnun jökla

Hvítabirnir eru að drukkna og nýjar eyjar að koma í ljós undan ísnum á Norður-Heimskautinu, eftir mikla bráðnun jökla í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að njósnirnar verði flokknum af falli

Frambjóðendur hægra bandalagsins í þingkosningunum í Svíþjóð geta ekki leynt gremju sinni yfir því að Göran Persson formaður Jafnaðarflokksins skyldi leyfa sér að nefna njósnahneyksli Þjóðarflokksins í sjónvarpsumræðum í gærkvöld. Engin leið er að spá fyrir um úrslitin á sunnudag, en Persson óttast að njósnirnar geti fært andstæðingum hans sigurinn.

Erlent
Fréttamynd

Norvik kaupir stærstu sögunarmyllu Lettlands

Norvik hf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu sem gjarnan er kennd við BYKO, keypti í dag stærstu sögunarmyllu Lettlands, VIKA Wood. Félagið framleiðir um 270 þúsund rúmmetra af söguðu timbri á ári og selur að mestum hluta til Japans og á heimamarkað.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvistarfi lokið í Varmárskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lauk störfum í Varmárskóla í Mosfellsbæ nú á fimmta tímanum en þangað var það hvatt um klukkan tvö í dag vegna elds í húsinu. Fyrstu fréttir bentu til þess að eldurinn hefði kviknað í rafmagnstöflu en það hefur ekki fengist staðfest.

Innlent
Fréttamynd

Mesta verðbólgan á Íslandi

Samræmd vísitala neysluverðs hér á landi hækkaði um 0,4 prósent í ágúst frá fyrri mánuði. Til samanburðar hækkaði verðlag í EES-ríkjunum að meðaltali um 0,2 prósent. Sé litið til síðastliðinna 12 mánaða hækkaði vísitalan um 7,1 prósent hér á landi en um 2,3 prósent innan EES og á evrusvæðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

13.500 heita betri hegðun í umferðinni

Um 13.500 manns hafa skráð nafn sitt á heimasíðuna stopp.is sem Umferðstofa hefur sett á fót í tengslum við átak gegn umferðarslyum undir kjörorðingu "Nú segjum við stopp!".

Innlent
Fréttamynd

Magna fagnað í Smáralind á sunnudag

Magni Ásgeirsson mun spila á ný með hljómsveit sinni Á móti sól á viðburði sem Skjárinn hefur skipulagt til heiðurs honum í Smáralind á sunnudag. Söngvarinn knái, sem vakið hefur þjóðarathygli fyrir frammistöðu sína í raunveruleikaþættinum Rockstar:Supernova, kemur heim á sunnudaginn og mun þjóðin þá taka á móti honum í Vetrargarði Smáralindar klukkan 16.

Innlent
Fréttamynd

Líðan drengsins óbreytt

Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi virðist sem ofsaakstur hafi ollið slysinu en ummerki á vettvangi bentu til þess. Drengurinn var ekki í bílbelti en stúlkurnar tvær sem voru farþegar í bíl hans voru í bílbelti. Þær hlutu minniháttar áverka.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip eignast öll bréf í Kursiu Linija

Eimskip hefur gengið frá kaupum á 30 prósenta hlut í Kursiu Linija, einu stærsta skipafélagi í Eystrasaltríkjunum. Fyrir átti Eimskip 70 prósent í félaginu og á það nú öll bréf skipafélagsins. Heildarkaupverð nemur 8 milljónum evra eða tæpum 716 milljónum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur í þaki Varmárskóla

Slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgasvæðisins eru nú staddir í Varmárskóla í Mosfellsdbæ þar sem eldur logar í þak skólans. Tveir dælubílar og einn körfubíll eru að störfum á svæðinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá bilun í rafmagnstöflu og var skólinn rýmdur um leið og ljóst var að eldur hafði komið upp.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á akstri um Vesturgötu

Gerð hefur verið breyting á akstri um Vesturgötu í Reykjavík. Hún felur í sér að nú er einstefna til austurs frá gatnamótum Vesturgötu/Ægisgötu og að gatnamótum Vesturgötu/Garðastrætis. Á fyrrtöldu gatnamótunum er jafnframt stöðvunarskylda. Samkvæmt því skulu ökumenn sem fara um Vesturgötu nema staðar fyrir þá sem aka Ægisgötu.

Innlent