Fréttir

Fréttamynd

Reykur í stjórnklefa flugvélar Icelandair

Lenda þurfti Boeing 767 þotu Icelandair á eyju í Karabíska hafinu í kvöld vegna alvarlegs flugatviks. Flugvélin var í leiguflugi á leið frá Madríd til Caraccas þegar þegar mikill reykur gaus upp í stjórnklefa flugvélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hægri flokkurinn er sigurvegari kosninganna

"Sænska þjóðin hefur kosið hægrabandalagið til að stjórna. Hægri flokkurinn er stóri sigurvegari kosninganna," sagði Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægriflokksins í Svíþjóð á kosningavöku fyrir stundu. Reinfeldt lýsti yfir sigri þegar fyrir lá að hægrabandalagið hafði hlotið 178 þingmenn en vinstri flokkarnir aðeins 171. Þá var búið að telja úr 5.578 kjördeild af 5.783 eða rúmlega 96%.

Erlent
Fréttamynd

Hægri sigur

Hægri sigur blasir við í þingkosningunum í Svíþjóð. Eftir því sem liðið hefur á talninguna í kvöld hefur heldur dregið í sundur með fylkingum hægri og vinstri. Talning kjörfundaratkvæða er nú langt komin. Vinstri flokkarnir hafa samkvæmt nýjustu tölum 171 þingsæti en hægrabandalagið hefur 178 þingsæti. Kjörsókn var 79,9% en búið er að telja atkvæði frá 5.578 kjörstöðum af 5.783. Allsendis óvíst er að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en eftir helgi en þá ætti talningu utankjörfundaratkvæða að vera lokið.

Erlent
Fréttamynd

Misvísandi viðbrögð við afsökunarbeiðni páfa

Benedikt páfi sextándi sagði í dag að sér þætti miður að ræða sín í Þýskalandi fyrir helgi hefði verið túlkuð sem móðgun við múslima. Páfi vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar. Múslimar segja þörf á skýrari afsökunarbeiðni. Morð á ítalskri nunnu í Sómalíu er talið framið vegna orða páfa.

Erlent
Fréttamynd

Margrét Frímannsdóttir hættir í stjórnmálum

Margrét Frímannsdóttir, þingmaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum á næsta ári. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldinn var í Þorlákshöfn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skreytir sig með stolnum fjöðrum

Gudrun Schyman forystukona sænska kvennaframboðsins fer með fleipur þegar hún fullyrðir að framboð þeirra sé fyrsta feminíska kvennaframboðið í heiminum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ein af frumkvöðlum íslenska kvennaframboðsins, segir að Gudrun viti betur, enda hafi hún komið hingað til lands fyrir tveimur árum og kynnst frumkvöðlastarfi íslenskra kvennalistakvenna.

Innlent
Fréttamynd

Afsökunarbeiðni páfa sögð fullnægjandi

Benedikt páfi XVI. segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nokkurn með ræðu sinni í síðustu viku þar sem hann fjallaði um Múhameð spámann. Öryggisgæsla um páfa hefur verið hert til muna vegna hótana herskárra múslimaklerka sem segja jafnvel að hann eigi að myrða. Bandalag múslima í Egyptalandi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem segir að afsökunarbeiðni páfa í morgun sé fullnægjandi. En þrátt fyrir það telja heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Margrét að hætta í pólítík?

Talið er að Margrét Frímannsdóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar tilkynni á kjördæmaráðsfundi Samfylkingarinnar í dag að hún hætti í pólitík.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefnd vegna átakanna í Líbanon

Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að nefnd yrði falið að rannsaka framferði stjórnvalda og hers þegar barist var í Líbanon í sumar. Almenningur hefur gert kröfu um óháða rannsókn en ekki hefur verið orðið við því.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekki Calderon sem forseta

Mörg hundruð þúsund stuðningsmenn vinstrimannsins Andres Manuels Lopez Obrador komu saman í miðborg Mexíkó-borgar í gærkvöldi til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna í Mexíkó fyrr á þessu ári. Lopez Obrador laut í lægra haldi fyrir hægrimanninum Felipe Calderon og var afar mjótt á mununum.

Erlent
Fréttamynd

Grænlenski togarinn kominn til hafnar

Varðskipið Ægir kom með grænlenska togarann Kingigtok til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun. Togarinn varð vélavana um fjögurhundruð sjómílur suðvestur af Reykjanesi í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Skotið á fólk eftir sjálfsvígssprengjuárás

Að minnsta kosti 18 týndu lífi og 55 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Kirkuk í Írak í morgun. Maður ók bíl, hlöðnum sprengiefni á dómshús í borginni þar sem fjölmargir voru staddir. Áður en það gerðist kastaði farþegi sér úr bílnum og hóf að skjóta á fólk eftir að bíllinn sprakk.

Erlent
Fréttamynd

Mikil stemming á Nick Cave

Mikil stemning var á tónleikum Nick Cave í Laugardalshöll í gærkvöldi. Nick Cave hefur verið vinsæll meðal Íslendinga í langan tíma enda var uppselt á tónleikana fyrir löngu síðan.

Innlent
Fréttamynd

Magnús gerir upp við Björgólf Thor

Magnús Kristinsson, sem stóð í hörðum átökum við Björgólf Thor Björgólfsson í stjórn Straums-Burðaráss sendir Björgólfi tóninn í blaðagrein í dag. Segir Magnús að rót átakanna sé andstaða hans gegn því að Björgólfur notaði Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni.

Innlent
Fréttamynd

Sjö teknir fyrir ölvunarakstur

Rólegra var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt miðað við þá síðustu. Svo virðist sem gestir borgarinnar hafi hagað sér betur en sama er þó ekki hægt að segja um ökumenn en alls voru sjö kærðir fyrir meinta ölvun við akstur í höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys á Suðurlandsvegi

Banaslys varð um klukkan níu í gærkvöldi á Suðurlandsvegi til móts við afleggjarann að Bollastöðum. Þar varð karlmaður á hesti fyrir bifreið sem ekið var austur veginn og er talið að hann hafi látist samstundis.

Innlent
Fréttamynd

Sjötíu ár frá því Pourqoui-Pas fórst

Sjötíu ár eru í dag liðin frá einu átakanlegasta sjóslysi Íslandssögunnar aðeins einn maður af fjörtíu manna áhöfn komst lífs af þegar rannsóknarskipið Pourqoui-Pas fórst.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar aðlagist veðurfarsbreytingum

Íslendingar þurfa að aðlagast miklum breytingum á veðurfari og lífríki fari svo að hlýnun á Norðurhveli verði hraðari en áður var talið. Fjórtán prósent af íshellu norðurskauts bráðnaði á liðnu ári sem er þrítugföld bráðnun miðað við fyrri ár. Hlýnun á Íslandi kann að verða skammgóður vermir því óttast er að eftir skammt hlýindaskeið skelli hér á fimbulkuldi.

Innlent
Fréttamynd

Krefst aðgangs að hlerunargögnum

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri, hótar málsókn gegn Þjóðskjalasafni og menntamálaráðherra verði honum neitað um að sjá gögn um hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra vísar í þingskipaða sérfræðinefnd sem falið var að meta þessi gögn en Kjartan telur þetta ófullnægjandi svar.

Innlent
Fréttamynd

Bjórþystir flykkjast til München

Mörg þúsund bjórþyrstir Þjóðverjar streyma nú til München þar sem hið árlega október fest hófst í dag. Þetta er í hundrað sjötugasta og þriðja sinn sem hátíðin er haldin þar í borg og er búist við að allt að sex milljónir manna sæki hátíðina, Þjóðverjar jafnt sem erlendir ferðamenn.

Erlent
Fréttamynd

Abbas og Bush funda í næstu viku

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, mun eiga fund með George Bush, Bandaríkjaforseta, á miðvikudag í næstu viku þegar leiðtogarnir sækja báðir fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Abbas mun leita stuðnings Bandaríkjaforseta við þjóðstjórn Hamas-liða og Fatah-hreyfingarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Varðskipið Ægir sótti vélavana togara

Varðskipið Ægir er nú á leið til Reykjavíkur með grænlenska togarann Kingigtok í togi. Togarinn varð vélavana um fjögurhundruð sjómílur suðvestur af Reykjanesi í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur til þess að páfi verði myrtur

Harðlínuklerkur múslima í Sómalíu hvetur trúbræður sína til að elta Benedikt XVI. páfa uppi og myrða hann. Páfi sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist harma það að ummæli sín um Múhameð spámann hafi verið tekin sem móðgun við múslima. Flestir múslimar segja afsökunarbeiðnina ekki duga.

Erlent
Fréttamynd

Sex fluttir á slysadeild eftir árekstur

Sex voru fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum á Breiðholtsbraut við Skógarsel. Meiðsl þeirra eru þó talin minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Týndi lífi í BASE-stökki

Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þekkst ástralsks ævintýramanns sem týndi lífi í svokölluðu BASE-stökki í suðurhluta landsins fyrr í vikunni. Keppni var þar haldin í þessari glæfralegu íþrótt og verður nú rannsakað hvað fór úrskeiðis.

Erlent