Fréttir Nylon í 1. sæti á breska danslistanum Lag Nylon-söngflokksins vermir efsta sætið á breska danslistanum sem birtur verður í næstu viku. Umboðsmaður stúlknanna segir að ef eitthvað sé lögreglumál, þá séu það þessi tíðindi. Innlent 21.9.2006 18:52 365 ná dómssátt vegna umfjöllunar DV 365 miðlar hafa náð dómsátt í máli sem karlmaður höfðaði á hendur Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV, vegna umfjöllunar blaðsins um manninn sökum þess að hann veiktist af hermannaveiki. Innlent 21.9.2006 17:31 Einn handtekinn vegna tilræðis í Gautaborg í gær Lögreglan í Gautaborg í Svíþjóð hefur handtekið einn mann vegna rannsóknar sinnar á sprengjutilræði í miðri borginni í gær. Sænska ríkisútvarpið segir manninn tengjast vélhjólaklúbbnum Banditos. Innlent 21.9.2006 17:10 Gunnlaugur stjórnarformaður Íslands Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands klukkan fimm í dag. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti honum verðlaunin á ráðstefnu um mikilvægi orðspors sem fram fór á Hótel Nordica á sama tíma. Viðskipti innlent 21.9.2006 17:19 Skonnortan Haukur í Reykjavíkurhöfn Skonnortan Haukur frá Húsavík er nú kominn til Reykjavíkurhafnar í ferð sinni hringinn í kringum landið. Skonnortan hefur siglt með ferðamenn í hvalaskoðun síðastliðin sumur en þetta er í fyrsta sinn sem hún siglir hringinn í kringum landið. Innlent 21.9.2006 17:09 Kjarnorkuviðræðum við ESB miðar vel Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagði í dag að viðræðum við fulltrúa Evrópusambandsins um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran miðaði vel. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans í New York í dag. Hann sagðist vona að ekkert myndi trufla þær viðræður. Erlent 21.9.2006 17:07 Sýknaður af ákæru um að hafa móðgað Tyrki Dómstóll í Tyrklandi sýknaði í dag Elif Shafak, þekktasta rithöfund landsins, af ákæru um að hafa móðgað Tyrki með skrifum sínum. Í skáldsögu Shafak er fjallað um morð á Armenum í Tyrklandi á árunum 1915 til 1923. Erlent 21.9.2006 17:00 Sensex-vísitalan upp fyrir 12.000 stig Sensex hlutabréfavísitalan á Indlandi rauf 12.000 stiga múrinn í dag en vísitalan hefur ekki verið jafn há síðan í maí síðastliðnum. Helsta ástæðan fyrir hækkun vísitölunnar er bjartsýni fjárfesta þar í landi um góðan hagvöxt á árinu. Viðskipti erlent 21.9.2006 16:34 Katrín gefur kost á sér í annað sætið Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. Innlent 21.9.2006 16:08 Rafmagn aftur komið á í Hafnarfirði og nágrenni Rafmagn er aftur komið á í Hafnarfirði, á Álftanesi og í hluta Garðabæjar. Rafmagnsleysið má rekja til þess að verktaki gróf í streng við Vesturgötu í Hafnarfirði og olli það rafmagnsleysinu sem var á milli klukka hálftvö og tíu mínútur yfir þrjú. Nokkurn tíma tók að finna bilunina en um leið og hún var fundin tók skamma stund að koma rafmagni aftur á. Innlent 21.9.2006 16:06 Auður Lilja nýr formaður UVG Auður Lilja Erlingsdóttir var kosin formaður Ungra vinstri-grænna á landsfundi samtakanna sem haldinn var í Hveragerði um síðustu helgi. Auður Lilja er 27 ára stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands í október. Innlent 21.9.2006 15:13 Brot á Genfar-sáttmálanum Mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja lagafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta um hertari aðgerðir gegn grunuðum hryðjuverkamönnum brjóta gegn ákvæðum Genfar-sáttmálans. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu fimm sérfræðinga til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 21.9.2006 14:50 Ómar útilokar ekki framboð Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður sagði í viðtali við NFS í dag að umhverfissinnar ættu að íhuga að bjóða fram lista í þingkosningum í vor. Hann útilokaði ekki að hann myndi sjálfur fara í framboð í þágu umhverfismála. Innlent 21.9.2006 15:26 Farið að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fara að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og leyfa veiði á 45 þúsund rjúpum í haust. Þetta kom fram á blaðamannafundi í umhverfisráðuneytinu í dag. Innlent 21.9.2006 15:05 Fjölmargir týnt lífi í óveðri á Indlandi og í Bangladesh Minnst 95 hafa týnt lífi í miklu óveðri sem hefur geisað á Indlandi og í nágrannaríkinu Bangladesh síðustu daga. Mörg hundruð manns hafa slasast. Stormurinn hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar á tveimur svæðum í Vestur-Bengal. Erlent 21.9.2006 14:46 Rafmagnslaust sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu Rafmagnslaust er í Hafnarfirði, á Álftanesi og í hluta Garðabæjar. Unnið er að því að finna bilun en líklegt er að grafið hafi verið í streng í Garðabæ. Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja. Innlent 21.9.2006 14:56 Atlantis lenti heilu og höldnu Geimferjan Atlantis lenti heilu og höldnu með sex geimfara innanborðs í Houston í Texas í morgun eftir vel heppnaða ferð í Alþjóðlegum geimstöðinna til að halda áfram framkvæmdum við hana. Ferjunni var lent degi síðar en áætlað var. Erlent 21.9.2006 14:41 Innbrot og skemmdarverk í höfuðborginni Nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglunni í Reykjavík á síðasta sólarhring vegna innbrota og skemmdarverka. Innlent 21.9.2006 13:21 Fimm létust í árásum á Gaza Fimm Palestínumenn létust í tveimur árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í dag. Í annarri árásinni létust þrír unglingar sem voru að gæta geita. Erlent 21.9.2006 14:29 Lýsing styrkir Þroskahjálp um tvær milljónir Lýsing hefur ákveðið að styrkja Landsamtökin Þroskahjálp um tvær milljónir króna í tilefni þess að Lýsing fagnar í ár 20 ára afmæli sínu. Fyrirtækið hefur verið aðalstyrktaraðili Þroskahjálpar undanfarin tvö ár og styrkt það um 500 þúsund krónur á ári. Innlent 21.9.2006 13:23 Markarfljót breytir farvegi sínum Markarfljót hefur breytt um farveg við Þórólfsfell og rennur nú yfir veginn við rætur fellsins, þannig að ófært er úr Fljótshlíð um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri. Þessar breytingar komu mönnum í opna skjöldu og voru tveir Spánverjar hætt komnir þegar þeir misstu bílinn út í vatnselginn. Innlent 21.9.2006 13:07 Ómar kynnir áherslubreytingar í starfi Ómar Ragnarsson hefur boðað til blaðamannafundar í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík nú klukkan tvö. Þar kynnir hann átta síðna aukablaði sem Hugmyndaflug ehf. gefur út með næsta sunnudagsblaði Morgunblaðsins og sýnir myndbönd sem byggjast á starfi hans við Kárahnjúka í sumar og undanfarin ár. Ómar mun einnig á fundinum segja frá áherslubreytingum sem eru að verða í starfi hans sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Sýnt verður beint frá fundinum á NFS. Innlent 21.9.2006 13:50 Gylfi sækist eftir þriðja til fjórða sætinu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, hyggst gefa kost á sér í þriðja til fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmununum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Innlent 21.9.2006 13:40 Komið upp um eitt mesta fíkniefnasmygl í sögu Ástralíu Sex menn eru í haldi lögreglunnar í Ástralíu eftir að það tókst að koma í veg fyrir eitt stærsta fíkniefnasmygl sem um getur í Ástralíu. Mennirnir reyndu að smygla fíkniefnum að virði rúmlega tveir milljarðar íslenskra króna. Erlent 21.9.2006 13:01 Íslensk lögregla búi við þrengri skorður en starfsbræður annars staðar Embætti Ríkislögreglustjóra ætlar ekki að tjá sig um fréttaflutning af því að lögregluyfirvöld rannsaki nú mál manns sem sagður er ógn við þjóðaröryggi. Dómsmálaráðherra segir lögreglu hér á landi búa við þrengri skorður til að rannsaka mál sem þessi. Innlent 21.9.2006 12:46 Spáir mikilli lækkun á olíuverði Adnan Shihab-Eldin, fyrrum formaður OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, segir heimsmarkaðsverð á hráolíu geta farið allt niður í 40 bandaríkjadali á tunnu um mitt næsta ár. Litlar líkur eru hins vegar á að það verði sambærilegt við hráolíuverðið árið 2003. Viðskipti erlent 21.9.2006 13:07 Þjófagengi á ferðinni á suðvesturhorninu Þjófagengi, sem farið hefur ránshendi víða um land upp á síðkastið var enn á ferð í nótt enda verður lögregla alltaf að sleppa fólkinu þegar játningar liggja fyrir. Innlent 21.9.2006 12:55 Segir tæki og tól ekki keypt heldur leigð Íslensk stjórnvöld munu leigja bæði snjóruðningstæki og tækjabúnað Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ásamt ýmiss konar fjarskiptabúnaði af Bandaríkjamönnum þegar herinn hverfur endanlega af landi brott í næstu viku. Þetta hefur Suðurnesjablaðið Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum. Innlent 21.9.2006 12:49 Avion framlengir tilboð í frystigeymslufyrirtæki Avion Group tilkynnti í dag að tilboð félagsins í allt hlutafé kanadíska frystigeymslufyrirtækisins Atlas Cold Storage Income Trust, sem átti að renna út föstudaginn 22. september, verði framlengt til föstudagsins 6. október 2006. Viðskipti innlent 21.9.2006 12:49 Stefnir í mikla stækkun íslenska landgrunnsins Það stefnir í að flatarmál íslenska landgrunnsins stækki um þrjátíu þúsund ferkílómetra á næstunni, eða um tæpan þriðjung af flatarmáli landsins. Innlent 21.9.2006 12:42 « ‹ ›
Nylon í 1. sæti á breska danslistanum Lag Nylon-söngflokksins vermir efsta sætið á breska danslistanum sem birtur verður í næstu viku. Umboðsmaður stúlknanna segir að ef eitthvað sé lögreglumál, þá séu það þessi tíðindi. Innlent 21.9.2006 18:52
365 ná dómssátt vegna umfjöllunar DV 365 miðlar hafa náð dómsátt í máli sem karlmaður höfðaði á hendur Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV, vegna umfjöllunar blaðsins um manninn sökum þess að hann veiktist af hermannaveiki. Innlent 21.9.2006 17:31
Einn handtekinn vegna tilræðis í Gautaborg í gær Lögreglan í Gautaborg í Svíþjóð hefur handtekið einn mann vegna rannsóknar sinnar á sprengjutilræði í miðri borginni í gær. Sænska ríkisútvarpið segir manninn tengjast vélhjólaklúbbnum Banditos. Innlent 21.9.2006 17:10
Gunnlaugur stjórnarformaður Íslands Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands klukkan fimm í dag. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti honum verðlaunin á ráðstefnu um mikilvægi orðspors sem fram fór á Hótel Nordica á sama tíma. Viðskipti innlent 21.9.2006 17:19
Skonnortan Haukur í Reykjavíkurhöfn Skonnortan Haukur frá Húsavík er nú kominn til Reykjavíkurhafnar í ferð sinni hringinn í kringum landið. Skonnortan hefur siglt með ferðamenn í hvalaskoðun síðastliðin sumur en þetta er í fyrsta sinn sem hún siglir hringinn í kringum landið. Innlent 21.9.2006 17:09
Kjarnorkuviðræðum við ESB miðar vel Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagði í dag að viðræðum við fulltrúa Evrópusambandsins um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran miðaði vel. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans í New York í dag. Hann sagðist vona að ekkert myndi trufla þær viðræður. Erlent 21.9.2006 17:07
Sýknaður af ákæru um að hafa móðgað Tyrki Dómstóll í Tyrklandi sýknaði í dag Elif Shafak, þekktasta rithöfund landsins, af ákæru um að hafa móðgað Tyrki með skrifum sínum. Í skáldsögu Shafak er fjallað um morð á Armenum í Tyrklandi á árunum 1915 til 1923. Erlent 21.9.2006 17:00
Sensex-vísitalan upp fyrir 12.000 stig Sensex hlutabréfavísitalan á Indlandi rauf 12.000 stiga múrinn í dag en vísitalan hefur ekki verið jafn há síðan í maí síðastliðnum. Helsta ástæðan fyrir hækkun vísitölunnar er bjartsýni fjárfesta þar í landi um góðan hagvöxt á árinu. Viðskipti erlent 21.9.2006 16:34
Katrín gefur kost á sér í annað sætið Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. Innlent 21.9.2006 16:08
Rafmagn aftur komið á í Hafnarfirði og nágrenni Rafmagn er aftur komið á í Hafnarfirði, á Álftanesi og í hluta Garðabæjar. Rafmagnsleysið má rekja til þess að verktaki gróf í streng við Vesturgötu í Hafnarfirði og olli það rafmagnsleysinu sem var á milli klukka hálftvö og tíu mínútur yfir þrjú. Nokkurn tíma tók að finna bilunina en um leið og hún var fundin tók skamma stund að koma rafmagni aftur á. Innlent 21.9.2006 16:06
Auður Lilja nýr formaður UVG Auður Lilja Erlingsdóttir var kosin formaður Ungra vinstri-grænna á landsfundi samtakanna sem haldinn var í Hveragerði um síðustu helgi. Auður Lilja er 27 ára stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands í október. Innlent 21.9.2006 15:13
Brot á Genfar-sáttmálanum Mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja lagafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta um hertari aðgerðir gegn grunuðum hryðjuverkamönnum brjóta gegn ákvæðum Genfar-sáttmálans. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu fimm sérfræðinga til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 21.9.2006 14:50
Ómar útilokar ekki framboð Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður sagði í viðtali við NFS í dag að umhverfissinnar ættu að íhuga að bjóða fram lista í þingkosningum í vor. Hann útilokaði ekki að hann myndi sjálfur fara í framboð í þágu umhverfismála. Innlent 21.9.2006 15:26
Farið að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fara að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og leyfa veiði á 45 þúsund rjúpum í haust. Þetta kom fram á blaðamannafundi í umhverfisráðuneytinu í dag. Innlent 21.9.2006 15:05
Fjölmargir týnt lífi í óveðri á Indlandi og í Bangladesh Minnst 95 hafa týnt lífi í miklu óveðri sem hefur geisað á Indlandi og í nágrannaríkinu Bangladesh síðustu daga. Mörg hundruð manns hafa slasast. Stormurinn hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar á tveimur svæðum í Vestur-Bengal. Erlent 21.9.2006 14:46
Rafmagnslaust sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu Rafmagnslaust er í Hafnarfirði, á Álftanesi og í hluta Garðabæjar. Unnið er að því að finna bilun en líklegt er að grafið hafi verið í streng í Garðabæ. Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja. Innlent 21.9.2006 14:56
Atlantis lenti heilu og höldnu Geimferjan Atlantis lenti heilu og höldnu með sex geimfara innanborðs í Houston í Texas í morgun eftir vel heppnaða ferð í Alþjóðlegum geimstöðinna til að halda áfram framkvæmdum við hana. Ferjunni var lent degi síðar en áætlað var. Erlent 21.9.2006 14:41
Innbrot og skemmdarverk í höfuðborginni Nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglunni í Reykjavík á síðasta sólarhring vegna innbrota og skemmdarverka. Innlent 21.9.2006 13:21
Fimm létust í árásum á Gaza Fimm Palestínumenn létust í tveimur árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í dag. Í annarri árásinni létust þrír unglingar sem voru að gæta geita. Erlent 21.9.2006 14:29
Lýsing styrkir Þroskahjálp um tvær milljónir Lýsing hefur ákveðið að styrkja Landsamtökin Þroskahjálp um tvær milljónir króna í tilefni þess að Lýsing fagnar í ár 20 ára afmæli sínu. Fyrirtækið hefur verið aðalstyrktaraðili Þroskahjálpar undanfarin tvö ár og styrkt það um 500 þúsund krónur á ári. Innlent 21.9.2006 13:23
Markarfljót breytir farvegi sínum Markarfljót hefur breytt um farveg við Þórólfsfell og rennur nú yfir veginn við rætur fellsins, þannig að ófært er úr Fljótshlíð um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri. Þessar breytingar komu mönnum í opna skjöldu og voru tveir Spánverjar hætt komnir þegar þeir misstu bílinn út í vatnselginn. Innlent 21.9.2006 13:07
Ómar kynnir áherslubreytingar í starfi Ómar Ragnarsson hefur boðað til blaðamannafundar í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík nú klukkan tvö. Þar kynnir hann átta síðna aukablaði sem Hugmyndaflug ehf. gefur út með næsta sunnudagsblaði Morgunblaðsins og sýnir myndbönd sem byggjast á starfi hans við Kárahnjúka í sumar og undanfarin ár. Ómar mun einnig á fundinum segja frá áherslubreytingum sem eru að verða í starfi hans sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Sýnt verður beint frá fundinum á NFS. Innlent 21.9.2006 13:50
Gylfi sækist eftir þriðja til fjórða sætinu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, hyggst gefa kost á sér í þriðja til fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmununum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Innlent 21.9.2006 13:40
Komið upp um eitt mesta fíkniefnasmygl í sögu Ástralíu Sex menn eru í haldi lögreglunnar í Ástralíu eftir að það tókst að koma í veg fyrir eitt stærsta fíkniefnasmygl sem um getur í Ástralíu. Mennirnir reyndu að smygla fíkniefnum að virði rúmlega tveir milljarðar íslenskra króna. Erlent 21.9.2006 13:01
Íslensk lögregla búi við þrengri skorður en starfsbræður annars staðar Embætti Ríkislögreglustjóra ætlar ekki að tjá sig um fréttaflutning af því að lögregluyfirvöld rannsaki nú mál manns sem sagður er ógn við þjóðaröryggi. Dómsmálaráðherra segir lögreglu hér á landi búa við þrengri skorður til að rannsaka mál sem þessi. Innlent 21.9.2006 12:46
Spáir mikilli lækkun á olíuverði Adnan Shihab-Eldin, fyrrum formaður OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, segir heimsmarkaðsverð á hráolíu geta farið allt niður í 40 bandaríkjadali á tunnu um mitt næsta ár. Litlar líkur eru hins vegar á að það verði sambærilegt við hráolíuverðið árið 2003. Viðskipti erlent 21.9.2006 13:07
Þjófagengi á ferðinni á suðvesturhorninu Þjófagengi, sem farið hefur ránshendi víða um land upp á síðkastið var enn á ferð í nótt enda verður lögregla alltaf að sleppa fólkinu þegar játningar liggja fyrir. Innlent 21.9.2006 12:55
Segir tæki og tól ekki keypt heldur leigð Íslensk stjórnvöld munu leigja bæði snjóruðningstæki og tækjabúnað Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ásamt ýmiss konar fjarskiptabúnaði af Bandaríkjamönnum þegar herinn hverfur endanlega af landi brott í næstu viku. Þetta hefur Suðurnesjablaðið Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum. Innlent 21.9.2006 12:49
Avion framlengir tilboð í frystigeymslufyrirtæki Avion Group tilkynnti í dag að tilboð félagsins í allt hlutafé kanadíska frystigeymslufyrirtækisins Atlas Cold Storage Income Trust, sem átti að renna út föstudaginn 22. september, verði framlengt til föstudagsins 6. október 2006. Viðskipti innlent 21.9.2006 12:49
Stefnir í mikla stækkun íslenska landgrunnsins Það stefnir í að flatarmál íslenska landgrunnsins stækki um þrjátíu þúsund ferkílómetra á næstunni, eða um tæpan þriðjung af flatarmáli landsins. Innlent 21.9.2006 12:42