Fréttir

Fréttamynd

Niðurstöður varnarviðræðna kynntar eftir helgi

Ekki verður greint frá samkomulagi Íslendinga og Bandaríkjamanna í varnarmálum og viðskilnaði hersins við landið fyrr en í næstu viku að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, aðstoðarkonu Geirs H. Haarde forsætisáðherra. Geir lýsti því yfir fyrr í vikunni að samkomulagið lægi fyrir örðu hvorum megin við helgina en nú er ljóst að það verður ekki fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Öflug sprenging við bakarí í Suður-Þýskalandi

Að minnsta kosti einn er látinn eftir gassprengingu á bak við bakarí í þorpinu Lehrberg í Suður-Þýskalandi í morgun. Svo öflug var sprengingin að bakaríð jafnaðist við jörðu og er óttast að allt að tólf manns kunni að vera grafnir undir rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Trilla olíulaus úti fyrir Kópanesi á Vestfjörðum

Björgunarbátur frá Patreksfirði var kallaður út í morgun um klukkan níu vegna trillu sem varð olíulaus um sjö sjómílur norður af Kópanesi sem er mitt á milli Arnarfjarðar og Dýrarfjarðar. Ekkert amaði að skipverjanum á trillunni og er gott veður á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Grunaðir um að hafa skotið á bænahús gyðinga í Osló

Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið fjóra menn sem eru grunaðir um að hafa gert árás á bænahús gyðinga í borginni um síðustu helgi. Skotið var á bænahúsið. Einn þeirra handteknu var tekinn höndum í Þýskalandi síðasta sumar, grunaður um að skipuleggja hryðjuverkaárás þegar Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð sem hæst.

Erlent
Fréttamynd

Launavísitala hækkar um 0,7 prósent milli mánaða

Launavísitala í ágúst hækkaði um 0,7 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6 prósent. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í október 2006 er 6506 stig.

Innlent
Fréttamynd

Viktor fer ekki í prófkjörsslag

Viktor B. Kjartansson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, hyggst ekki gefa kost á sér í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum.

Innlent
Fréttamynd

Olía hækkaði í verði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði annan daginn í röð á helstu fjármálamörkuðum í dag. Verð á Norðursjávarolíu fór niður í 60,31 bandaríkjadali á markaði í Lundúnum í Bretlandi á miðvikudag en verðið hefur ekki verið lægra síðan í byrjun mars. Sérfræðingar telja lækkanaferlinu lokið í bili.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spáir því að verðbólga standi í stað milli mánaða

Greiningardeild KB banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent og að verðbólga muni áfram verða 7,6 prósent á ársgrundvelli eins og hún er nú. Segir í verðbólguspá bankans að hækkun á matvöru, fatnaði og húsnæði muni vega þyngst í hækkun vísitölunnar.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar munu líklega þjálfa heimamenn

Íslendingum veður líklega falið að að þjálfa heimamenn til að taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í gær í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldið þar í borg, og kom þetta fram á fundinum, sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, sat.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 113% verðmismunur á hæsta og lægsta verði á ákveðnum tegundum

Meðalverð á fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10% frá því í janúar samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ og munur á hæsta og lægsta verði á ákveðnum tegundum var allt að 113%. Í átján tilvikum af þeim tuttugu og níu, sem skoðuð voru, var munur á hæsta og lægsta verði um og yfir 50%. Lægsta verðið var oftast í fiskborði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði en oftast hæst í Gallerý fiski við Nethyl í Reykjavík. Athygli vekur að hæsta verð var oft í nýju verslanakeðjunni Fiskisögu, þannig að hagkvæmni stærðarinnar virðist ekki vera að skila sér til neytenda í þeim fiskbúðum.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir lífeyrissjóðunum ef ekki verður fallið frá skerðingu

Öryrkjabandalag Íslands hyggst stefna þeim lífeyrissjóðum sem hafa ákveðið að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja ef ekki verður horfið frá þeirri framkvæmd. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar bandalagsins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Bill Gates ríkasti maður Bandaríkjanna

Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, er ríkasti maður Bandaríkjanna, samkvæmt úttekt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Þetta er fjarri því að vera nýlunda því þetta er í 13. árið í röð sem Gates vermir fyrsta sætið. Fast á hæla honum er Warren Buffett.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Benedikt páfi leitar sátta

Bendedikt páfi sextándi hefur boðið sendiherra múslimaríkja á fund sinn á mánudaginn í Vatíkaninu. Auk þess hefur hann boðið trúarleiðtogum múslima á Ítalíu á fundinn. Með fundinum ætlar páfi að freista þess að ná sátt við múslima en þeir eru honum margir æfareiðir vegna ummæla hans um Múhameð spámann.

Erlent
Fréttamynd

Óvenju mikið um árekstra í Reykjavík í gær

Óvenju mikið var um árekstra í Reykjavík í gærdag þrátt fyrir hin ákjósanlegustu akstursskilyrði. Frá klukkan sjö í gærmorgun fram til klukkan níu í gærkvöldi urðu 24 árekstrar, þar af einn fimm bíla á Breiðholtsbraut, en engin slasaðist alvarlega. Þau mynduðu löggæslumyndavélar lögreglunnar tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í borginni í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sumarbústaður brann til kaldra kola

Sumarbústaður í Sléttuhlíð, suðaustur af Hafnarfirði, brann til kaldra kola í nótt. Vegfarandi sá reyk langt að og tilkynnti um hann, en þegar slökkviliðið kom á vettvang skömmu síðar var bústaðurinn al elda. Engin hafði verið í honum eða nálægum bústöðum í gærkvöldi. Eldsupptök eru ókunn en lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk leyniþjónusta starfrækt fyrir seinni heimsstyrjöld

Vísir að íslenskri leyniþjónustu var starfræktur hér á landi frá því skömmu fyrir seinni heimstyrjöldina. Tíu árum síðar beitti Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, sér fyrir leynilegri öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Morgunblaðið greinir frá því að þetta komi fram í grein eftir Þór Whitehead, prófessor, sem hann ritar í tímaritið Þjóðmál og kemur út á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Enn í yfirheyrslum vegna afbrota

Lögreglan í Keflavík beið í gær eftir að lögreglan í Reykjavík lyki yfirheyrslum yfir tveimur síbrotamönnum, sem Reykjavíkurlögreglan handtók á stolnum jeppa í fyrrinótt eftir að Selfosslögreglan hafði handtekið þá á stolnum fólksbíl tveimur nóttum fyrr. Eftir yfirheyrslur í Keflavík, vegna afbrota mannanna þar í bæ, óskaði lögreglan eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim, sem Héraðsdómur Reykjaness féllst á í gærkvöldi. Þegar það rennur út bíða svo Húsavíkurlögreglan og lögreglan í Borgarnesi eftir að fá að tala við mennina vegna afbrota þeirra í þeim bæjarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Sátt um hryðjuverkafrumvarp Bush

Náðst hefur sátt um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta og nokkrurra flokksbræðra hans sem settu sig upp á móti frumvarpinu. Frumvarpið lýtur að því hversu langt CIA, bandaríska leyniþjónustan, má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum og hvernig rétta eigi yfir þeim. Bush fagnaði samkomulaginu og sagði það eitt helsta tækið sem stjórnvöld hefðu til að vernda landið.

Erlent
Fréttamynd

Kröfur um að aftökum verði frestað

Fjölmargir baráttumenn fyrir mannréttindum ætla að vaka á götum Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, í nótt og mótmæla aftöku þriggja herskárra kristinna manna á Súlavesí-eyju. Ekki er vitað með vissu hvar eða hvenær mennirnir verði teknir af lífi. Þó er talið að þeir verði dregnir fyrir aftökusveit rétt fyrir dögun í fyrramálið.

Erlent
Fréttamynd

Upplausn í pólskum stjórnmálum

Íhaldsflokkarnir í Póllandi hafa óvænt bundið enda á óstöðugt ríkisstjórnarsamstarf sitt við vinstriflokk svokallaðarar heimavarnarsinan eftir harðar deilur um fjárlög næsta árs. Allt bendir því til þess að boða þurfi til kosninga í landinu fljótlega.

Erlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherrar NATO funda í New York

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í dag í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldið þar í borg. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sat fundinn, sem var haldinn til undirbúnings leiðtogafundi bandalagsins í Ríga, höfuðborg Lettlands, í lok nóvember næstkomandi. Rætt var um ástandið í Afganistan og mögulega stækkun NATO.

Innlent
Fréttamynd

Pyntingar viðgangast enn í Írak

Pytingar eru að margra mati umfangsmeira og verra vandamál í Írak en þegar Saddam Hússein var þar forseti. Þetta segir segir Manfred Nowak, helsti sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn pyntingum.

Erlent
Fréttamynd

3. sæti í keppninni Ungfrú Skandinavía og Eystrasalt

Sif Aradóttir, fegurðardrottning Íslands, hreppti 3. sæti í keppninni um tiltilinn ungfrú Skandinavía og Eystrasalt sem haldin var í kvöld. Keppnir um titla tvo frá þessu svæðum voru sameinaðar nýverið og voru þátttakendur frá bæði Norður- og Eystrasaltslöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Óskað eftir áliti dómsmálaráðuneytis

Kærunefnd upplýsingamála hefur beðið dómsmálaráðuneytið um álit á því hvort gögn um símhleranir, sem Þjóðskjalasafnið neitar að veita aðgang að, varði virka öryggishagsmuni ríkisins. Ráðuneytið hefur frest fram á miðvikudag til að svara.

Innlent
Fréttamynd

Hefðin ein aðalástæða þess að launamunur helst óbreyttur

Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár.

Innlent