Fréttir

Fréttamynd

Fær ekki að keyra sportbílinn aftur

Ungur ökumaður, sem mældist á ofsahraða skammt frá Húsavík, fær ekki að aka kraftmiklum bíl aftur. Móðir hans lét lögregluna taka kraftmeiri bílinn af honum eftir hraðaksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Stórslys í Laxá í Leirársveit

Fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun segir stórslys hafa orðið í Laxá í Leirársveit vegna lagningar hitaveitu efst í ánni. Starfsmenn Hitaveitu Hvalfjarðar segjast vera vinna verk sem þeim var falið og fyrir því séu leyfi.

Innlent
Fréttamynd

Frjálslyndi armurinn hefur náð yfirhöndinni

Frjálslyndur armur Sjálfstæðisflokksins hefur náð yfirhöndinni, segir stjórnmálafræðingur í framhaldi af því að Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri flokksins. Ungur lögmaður, Andri Óttarsson, tekur við þessari valdamiklu stöðu af Kjartani.

Innlent
Fréttamynd

Farþegum og áhöfn sleppt

Tveir menn sem rændu tyrneskri farþegaflugvél í dag og beindu henni til Ítalíu segjast tilbúinir til að gefast upp og óska hælis á Ítalíu. Flugmálayfirvöld á Ítalíu hafa upplýst þetta. Að sögn ANSA-fréttastofunnar hefur farþegunum 107 og sex manna áhöfn verið leyft að yfirgefa vélina.

Erlent
Fréttamynd

Misnotaði börn fyrir 20 árum

Charles Carl Roberts, maðurinn sem skaut 10 skólastúlkur í barnaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær, viðurkenndi fyrir eiginkonu sinni að hann misnotað tvo unga fjölskyldumeðlimi fyrir tveimur áratugum.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn takast á í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðismenn takast á um það í Norðvesturkjördæmi hvort halda eigi prófkjör eða hvort stillt verði upp á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir ungir sjálfstæðismenn hafa lýst yfir áhuga á því að vera á lista flokksins í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Geir flytur stefnuræðu sína í kvöld

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytur í kvöld stefnuræða sína á Alþingi. Geir flytur ræðuna klukkan 19:50 en í framhaldinu fara svo fram umræður. Sýnt verður beint frá stefnuræðunni og umræðunum á Vísir.is.

Innlent
Fréttamynd

Á að tryggja að ekki sé óeðlileg mismunun

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um breytingar á lögum um heimild til samning um álbræðslu á Grundartanga. Frumvarpið er í tengslum við stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga

Innlent
Fréttamynd

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar

Nýtt frumvarp um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkið hefur endurgreitt 12% af þeim kostnaði sem fellur til vegna kvikmyndagerðar en lög þess efnis falla úr gildi í lok ársins.

Innlent
Fréttamynd

Fimmta Amish stúlkan látin

Fimmta Amish stúlkan lést af sárum sínum í morgun eftir skotárás í barnaskóla í Bandaríkjunum í gær. Sex aðrar liggja alvarlega slasaðar á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn Charles Carl Roberts, var 32 ára vörubílsstjóri og hafði fyrr um daginn keyrt þrjú barna sinna í skólann.

Erlent
Fréttamynd

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði til Bandaríkjanna

Sænska vísindaakademían greindi frá því í morgun að Bandaríkjamennirnir John Mather og George Smoot fengju Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið fyrir framlag þeirra til að varpa frekara ljósi á tilurð alheimsins.

Erlent
Fréttamynd

Mikil endurnýjun í þingmannahópnum

Mikil endurnýjun verður í þingmannahópnum við upphaf næsta kjörtímabils. Sjö þingmenn hafa hætt á kjörtímabilinu og aðrir sjö tilkynnt að þeir hyggist hætta við lok kjörtímabilsins.

Innlent
Fréttamynd

Hefja tilraunir með kjarnorkusprengjur á næstunni

Stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu því yfir í morgun að þau ætluðu að hefja tilraunir með kjarnorkusprengjur á næstunni. Utanríkisráðherra Japans segir að áform nágranna sinna séu ófyrirgefanleg.

Erlent
Fréttamynd

Xangsane kostar 119 manns lífið

Fellibylurinn Xangsane sem gengið hefur yfir Asíu hefur kostað 119 manns lífið og búist er við að tala látinna hækki enn frekar. Tugir þúsunda eru heimilislausir eftir að fellibylurinn skall á Filippseyjum og Vietnam. Hafnarborgin Danang fór afa illa í flóðinu, þar létust 26, aðallega vegna húsa sem féllu til jarðar í aurskriðum.

Erlent
Fréttamynd

Kvartar til Umboðsmanns Alþingis

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, hefur lagt fram kvörtun til Umboðsmann Alþingis þar sem þess er óskað að hann láti fara fram mat á því hvort borgarráð hafi farið að settum reglum þegar ráðið ákvað hinn 21.september sl. að ráða Stellu K. Víðisdóttur, viðskiptafræðing í starf sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin - prófkjör í SV kjördæmi

Haldið verður prófkjör vegna vals á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi við Alþingiskosningar vorið 2007. Prófkjörið fer fram laugardaginn 4. nóvember 2006. Rétt til framboðs í prófkjörinu eiga allir félagar í Samfylkingunni sem hafa kjörgengi við Alþingiskosningar 2007.

Innlent
Fréttamynd

Vonbrigði með flutning ratsjárstöðvar

Bæjarráð Bolungarvíkur lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Ratsjárstofnunar að segja upp starfsfólki ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli og flytja hluta starfa þess til höfuðborgarsvæðisins

Innlent
Fréttamynd

Stefnt að skráningu Icelandair fyrir áramót

FL Group og Glitnir hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Glitnir sölutryggir 51 prósents hlut í Icelandair Group. Þetta þýðir að Icelandair Group hverfur úr samstæðu FL Group þegar áreiðanleikakönnun lýkur. Stefnt er að því að henni ljúki um miðjan október og verður Icelandair Group skráð á hlutabréfamarkað fyrir áramót.

Viðskipti innlent