Fréttir

Fréttamynd

Einelti gegn stóriðju

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir umræðu þá sem hafi verið ráðandi í fjölmiðlum um stóriðju og virkanir síðustu misseri minna um margt á einelti. Þetta kemur fram í grein Vilhjálms á vefsíðu samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Öllum ákærum gegn John Mark Karr vísað frá

Dómari í Kaliforníu vísað í dag frá dómi ákæru áhendur John Mark Karr um vörslu barnakláms. Karr hafði áður gefið sig fram í Tælandi og sagðist hafa myrt barnafegurðadrottninguna JonBenet Ramsey árið 1996. Síðar leiddi athugun á erfðaefni í ljós að Karr var ekki morðinginn og því var ákæru í því máli vísað frá.

Erlent
Fréttamynd

Faldi sig í helli

Kínverskur maður hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hafa falið í helli í tæpan áratug. Maðurinn segist hafa verið að fela sig fyrir innheimtumönnum auk þess sem hann er sakaður um að hafa ógnað aðkomufólki með byssu.

Erlent
Fréttamynd

Ráðherra gagnrýnir Draumalandið

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Þar gagnrýnir hann einnig Draumalandið, bók Andra Snæ Magnasonar, og segir tengingu höfundar við stórframkvæmdir á Austurlandi ekki sannfærandi.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir að smygla dínamíti

Bandarískur ferðamaður, sem reyndi að flytja dínamít með sér í farangri heim frá Suður-Ameríku til Bandaríkjanna, var ákærður í dag byrir brot á öryggislöggjöf. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Hastert ætlar ekki að víkja

Dennis Hastert, forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, ætlar ekki að segja af sér vegna hneyslismáls sem nú skekur Repúblíkanaflokkinn. Upp komst um það að fyrrverandi fulltrúardeildarþingmaður, Mark Foley, hefði sent klúr tölvupóstskeyti til ungra drengja sem unnu fyrir þingið. Foley hefur nú sagt af sér og beðist afsökunar á framferði sínu. Hastert segist þó bera fulla ábyrgð á að ekki hafi verið gripið í taumana fyrr. Hann sagðist gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerðist aftur.

Erlent
Fréttamynd

Hugsanlega sleppt þrátt fyrir fjöldamorð

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur mótmælt tillögu dómstóls í Bandaríkjunum um að herskáum andstæðingi stjórnar Fídels Kastró, forseta Kúbu, verði sleppt úr fangelsi þrátt fyrir að hann sé borin sökum um að bera ábyrgð á dauða 73 flugfarþega fyrir 20 árum.

Erlent
Fréttamynd

Þriðji dagur Dow Jones í methæðum

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló enn eitt metið við lokun markaða vestanhafs í dag. Vísitalan hækkaði um 16,08 punkta eða 0,14 prósent í viðskiptum dagsins og endaði í 11.866,69 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem vísitalan nær sögulegu hámarki.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rán í beinni útsendingu

Löngum hefur verið sagt að armur laganna sé langur. Nýlegir atburðir í Bretlandi færðu sönnur á að almenningur getur framlengt hann enn frekar. Tveir innbrotsþjófar, sem brutust inn í hús í Lancaster á dögunum, vissu ekki betur en þeir væru að athafna sig óséðir í skjóli myrkurs. Svo var þó ekki því húsráðandi horfði á þá láta greipar sópa úr töluverðri fjarlægð í gegnum öryggismyndavél sem hann hafði tengt við farsíma sinn.

Erlent
Fréttamynd

Verðlaunamynd tryggði gervihendi

Níu ára drengur, sem missti vinstri hönd sína í jarðskjálftanum í Pakistan í október í fyrra, hefur fengið gervihendi eftir að þýsk kona sá mynd af honum og ákvað að færa hann undir hendur færustu sérfræðinga á Ítalíu. 80 þúsund manns fórust í hamförunum og fjölmargir örkumluðust.

Erlent
Fréttamynd

70 ár á þingi samanlagt

Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Sigríður Anna er fjórða reynslumikla þingkonan sem dregur sig í hlé fyrir þessar kosningar en þær hafa samtals setið á þingi í sjötíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Nýr aðgerðarhópur og greiningardeild meða nýjunga

Nýr aðgerðahópur og greiningardeild verða meðal nýjunga í starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar miklar skipulagsbreytingar taka gildi um áramót. Með breytingunum verður lögreglan betur í stakk búin til að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og alvarlegri glæpum, segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Peningaleg staða Reykjavíkurborgar versnað

Peningaleg staða Reykjavíkurborgar hefur versnað um hátt í 90 milljarða króna frá árinu 1994. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar sem KPMG gerði fyrir núverandi meirihluta. Þriggja ára fjárhagsáætlanir hafa ekki náð fram að ganga síðustu árin.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ fagnar úrskurði Kjararáðs

Kjararáð hefur úrskurðað að laun þjóðkjörinna manna, ráðherra, dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem ekki hafa samningsrétt, hækki um 3% og er hækkunin afturvirk til 1. júlí. Alþýðusamband Íslands telur úrskurðinn fagnaðarefni.

Innlent
Fréttamynd

600 hjón með 60% fjármagnstekjna

600 hjón eru með 60% allra fjármagnstekna á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í utandagskrárumræðu um aukinn ójöfnuð í íslensku samfélagi á Alþingi í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segist ekki missa svefn þótt einhverjir hafi hagnast á viðskiptum, aðalatriðið sé að kaupmáttur landsmanna allra hafi aukist gríðarlega undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvort al-Masri er lífs eða liðinn

Írakar rannsaka nú erfðaefni úr látnum manni til að kanna hvort hann hafi verið Abu Ayyub al-Masri, nýr leiðtogi al Kaída í Írak. Tvær arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrða að hann hafi fallið í loftárásum Bandaríkjamanna fyrr í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

NATO tekið við í Afganistan

Atlantshafsbandalagið tók í dag við stjórn öryggismála í Austur-Afganistan úr höndum Bandaríkjahers. Bandalagið hefur þegar tekið við stjórn mála í öðrum landshlutum, þar á meðal í höfuðborginni, Kabúl.

Erlent
Fréttamynd

Útgefendur Nyhedsavisen gagnrýndir

Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Landsvirkjun hafnar gagnrýni prófessors

Sex og hálfur milljarður fór í undirbúning fyrir Kárahnjúkavirkjun, segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og blæs á gagnrýni prófessors í jarðeðlisfræði um að þær hafi verið algerlega ófullnægjandi.

Innlent
Fréttamynd

Voru minntir á þagmælsku vegna sprengjuflugvéla

Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann.

Innlent
Fréttamynd

Rússar ræða beint við fulltrúa Norður-Kóreu

Rússensk stjórnvöld segjast hafa verið í beinu sambandi við ráðamenn í Norður-Kóreu til að reyna að fá þá ofan af því að gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld í Pyongyang tilkynntu í fyrradag að slíkar tilraunir væru fyrirhugaðar. Alþjóðasamfélagið hefur varað Norðurkóreumenn við því að gera prófanir á slíkum vopnum.

Erlent
Fréttamynd

Reinfeldt nýr forsætisráðherra Svíþjóðar

Fredrik Reinfeldt, leiðtogi sænska Hægriflokksins, var kjörinn forsætisráðherra Svíþjóðar í atkvæðagreiðslu á þingi í dag. Á morgun mun Reinfeldt kynna nýja ríkisstjórn sína og stefnumál hennar.

Erlent
Fréttamynd

Nýjum íbúðalánum bankanna fækkar

Útlán bankanna til íbúðakaupa í september námu tæpum 3,2 milljörðum króna en það er svipað og síðastliðna tvo mánuði. Sé miðað við sama tíma á síðasta ári er samdrátturinn hins vegar mikill en þá námu íbúðalán bankanna 14,9 milljörðum króna. Greiningardeild Landsbankans spáir 2-3 prósenta lækkun á fasteignaverði á árunum 2006 til 2007.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá sterkri krónu fram yfir áramót

Gengisvísitala krónunnar styrktist um 1,1 prósent í dag og stóð vísitala hennar í 118,7 stigum við lokun markaða. Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að krónan haldist tiltölulega sterk fram yfir áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Réðst tvisvar á sama manninn

Rúmlega tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir á sama manninn.

Innlent
Fréttamynd

Leið S5 í Árbæinn hefst á ný

Strætó bs. ætlar að hefja á ný akstur á stofnleið fimm sem keyrir frá Árbæjar- og Seláshverfi í miðbæinn. Þessi akstursleið var lögð af í sumar en stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að akstur verði hafinn á ný í fyrramáli. Ekið verður á annatímum.

Innlent
Fréttamynd

Rússar þjarma enn að Georgíu

Rússar hertu í dag enn tökin á smáríkinu Georgíu, með því að loka fyrirtækjum sem Georgíumenn eiga í Rússlandi, og frysta atvinnuleyfi. Þá eru þeir að undirbúa að stórhækka verð á gasi sem þeir selja til Georgíu, sem væri gríðarlegt áfall fyrir efnahag landsins.

Erlent