Fréttir Varnarsamningur undirritaður síðdegis í dag Stefnt er að því sídegis í dag að undirrita í Washington varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru í Bandaríkjunum vegna þessa viðburðar þau Geir Haarde, forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Innlent 11.10.2006 12:30 10 létust í lestarslysi í Frakklandi Að minnsta kosti 10 manns létust og tuttugu slösuðust í lestarslysi í Frakklandi í dag þegar farþegalest lenti í árekstri við vöruflutningalest sem kom úr gagnstæðri átt. Áreksturinn varð kl. 10.45 að íslenskum tíma í Zoufftgen í Norð-austurhluta landsins. Farþegalestin var á leið frá Lúxemborg til Nancy og hafði skipt um lestarteina, þar sem verið var að gera við teinana sem lestin átti að vera á. Erlent 11.10.2006 12:16 Önnur kjarnorkusprengja Japanskir fjölmiðlar segja frá því að hugsanlega hafi önnur kjarnasprengja verið sprengd í Norður Kóreu. Stjórnvöld í Pyongyang líta svo á að aukist þrýstingur Bandaríkjamanna jafngildi það stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hótað frekari kjarnatilraunum, en segjast einnig tilbúnir til bæði viðræðna og átaka. Erlent 11.10.2006 11:56 Alvarlegt lestarslys í Frakklandi Að minnsta kosti níu eru látnir og um tuttugu slasaðier eftir að farþegalest og flutningalest rákust saman í norðausturhluta Frakklands nú fyrir hádegið. Fregnir af slysinu eru enn óljósar og því gæti tala látinna átt eftir að hækka. Erlent 11.10.2006 11:33 Aer Lingus berst gegn Ryanair Lífeyrissjóður flugmanna írska flugfélagsins Aer Lingus hefur keypti 2,12 prósent hlutabréfa eða 9,8 milljón hluti í eigin félagi með það fyrir augum að sporna gegn yfirtöku lággjaldaflugfélagsins Ryanir í Aer Lingus. Lífeyrissjóðurinn greiddi 3,04 evrur fyrir hlutinn sem er tæpri evru yfir útboðsgengi bréfanna í almennu hlutafjárútboði í síðustu viku. Viðskipti erlent 11.10.2006 11:28 Jagland í opinberri heimsókn hér á landi Thorbjørn Jagland, forseti norska Stórþingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi ásamt eiginkonu sinni frá og með deginum í dag til 15. október. Innlent 11.10.2006 11:23 Spá enn meiri verðbólgulækkun Greiningardeild Glitnis segir flest benda til að enn muni draga úr verðbólgu á næstu mánuðum, ekki síst þegar sterk staða krónunnar og kólnandi íbúðamarkaður er tekinn með í reikninginn. Deildin býst við að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi 2. nóvember. Viðskipti innlent 11.10.2006 11:11 Saddam Hussein mætir aftur í dómsal Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sneri aftur í dómsalinn í Bagdad í dag en dómari henti honum þaðan út í gær fyrir háreysti. Hussein og sex fyrrverandi samstarfsmenn hans innan ríkisstjórnar Íraks sæta nú réttarhöldum vegna ákæru um stríðsglæpi og þjóðarmorð á Kúrdum í valdatíð Husseins. Erlent 11.10.2006 11:01 Flugfélag Íslands hefur flug til Eyja á mánudag Flugfélag Íslands hefur áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta mánudag eftir að samkomulag tókst við Vegagerðina um tíu mánaða samning. Hann verður undirritaður í dag að viðstöddum samgönguráðherra og í honum er gert ráð fyrir þrettán flugferðum milli Reykjavíkur og Eyja í viku. Innlent 11.10.2006 10:52 Til foreldra ungra ökumanna Innlent 11.10.2006 10:47 Barr með rúm 70 prósent í Pliva Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr er komið með 72,67 prósent hlutbréfa í króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva. Barr hefur att kappi við Actavis um yfirtöku á Pliva síðan fyrr á þessu ári en áhugi lyfjafyrirtækja á króatíska fyrirtækinu vaknaði ekki fyrr en Actavis gerði tilboð í fyrirtækið í mars. Viðskipti innlent 11.10.2006 10:44 Endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn Umferðarstofa og Sjóvá Forvarnahúsið hafa ákveðið að endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn sem Sjóvá hefur staðið fyrir síðastliðinu níu ár. Samstarfssamningur þar að lútandi var undirritaður í gær. Innlent 11.10.2006 10:24 Búist við mikilli umferð vegna landsleiks Búist er við mikilli umferð vegna landsleiks Íslendinga og Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglan í Reykjavík beinir því til knattspyrnuáhugamanna að þeir leggi tímanlega af stað og sýni þolinmæði, ekki síst eftir leikinn en þá verður umferðin væntanlega enn þyngri. Innlent 11.10.2006 10:14 Hóta frekari tilraunasprengingum í N-Kóreu Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorkutilraunum ef Bandaríkin halda herskárri stefnu sinni gagnvart landinu til streitu. Frá þessu greina japanskir fjölmiðlar og hafa eftir Kim-Yong-nam, næstráðanda við Kim Jong-il, forseta landsins, að ef Bandaríkin haldi áfram að beita Norður-Kóreu þrýstingi muni stjórnvöld í Pyongyang svara því með áþreifanlegum aðgerðum. Erlent 11.10.2006 10:06 Enn lækkar olíuverðið Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að fjárfestar drógu í efa að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, muni draga úr olíuframleiðslu. Um tíma hafði hráolíuverðið ekki verið lægra í átta mánuði. Viðskipti erlent 11.10.2006 10:06 Aukin útlán hjá Íbúðalánasjóði Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,4 milljörðum króna í september. Þetta er 7,5 prósenta aukning frá mánuðinum á undan en samtals hefur Íbúðalánsjóður lánað 33,7 milljarða krónur á árinu. Viðskipti innlent 11.10.2006 09:56 Gulrótarsafi orsakar lömun Tveir Kanadamenn eru lamaðir eftir að drekka eitraðan gulrótardjús sem innihélt bótúlín. Þrjár tegundir af gulrótarsafans með geymslutíma í Nóvember, voru innkallaðar eftir að fjögur tilfelli komu upp í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það voru í það minnsta 10 verslanir í Toronto sem seldu enn gulrótarsafann. Bótúlíneitrun orsakar lömun með því að leggjast á liðamót og taugar sem senda skilaboð til vöðva. Erlent 11.10.2006 09:08 Fyrsti snjór vetrarins á Norðurlandi Fyrsti snjór vetrarins féll í byggð víða á Norðurlandi í gærkvöldi og gerði meðal annars fljúgandi hálka á götum Akureyrar og er hún enn. Hálka er líka á fjallvegum fyrir norðan. Þrátt fyrir að margir aki enn á sumardekkjum er ekki vitað um óhöpp eða slys vegna þessarar óvæntu hálku. Innlent 11.10.2006 09:43 Auðlindanefnd skilar niðurstöðum í dag Auðlindanefnd, sem skipuð var fyrr árinu til þess að gera tillögur um nýtingu auðlinda í jörðu, hefur skilað af sér skýrslu og verður hún kynnt á blaðamannafundi klukkan ellefu í dag. Innlent 11.10.2006 09:29 Rafmagnslaust á Vestfjörðum Rafmagnslaust varð víðast hvar á Vestfjörðum um ellefu leitið í gærkvöldi. Orkubú Vestfjarða gangsetti vararafstöðvar sem keyrðar hafa verið í alla nótt. Bilunin er ófundin en starfsmenn Orkubúsins vonast til að hún finnist með birtingu. Veður var með þeim hætti á Vestfjörðum í gærkvöldi að það á ekki að hafa valdið biluninni. Innlent 11.10.2006 08:47 Enn dregur úr verðbólgu Vísitala neysluverð í október hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða og jafngildir þetta 7,2 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er 0,2 prósentustigum undir spám greiningardeild þriggja stærstu viðskiptabankanna. Viðskipti innlent 11.10.2006 09:01 Naut léku lausum hala Lögreglunni á Akureyri tókst að hemja nautgripahjörð á Svalbarðsstrandarvegi í morgun þar sem hún gekk frjáls á þjóðveginum. Tilkynnt var um hópinn um klukkan sex . Skömmu síðar ók vegfarandi utan í einn bolann, en talið er að hann hafi ekki meiðst. Lögregla hafði upp á eigandanum og var hjörðinni smalað í hús án þess að bolarnir sýndu mótþróa. Innlent 11.10.2006 08:52 Spánn vill aukinn hlut í Airbus Spænsk stjórnvöld vilja auka eignarhlut sinn á ný í fyrirtækinu EADS, sem framleiðir Airbus flugvélarnar. Spánarstjórn vill þannig tryggja að störf við smíði hluta í vélarnar haldist áfram á Spáni. Fyrirtækið hefur síðustu misseri færst meira í einkaeign frá ríkissjóðum nokkurra Evrópulanda. Nýverið kom í ljós allt að tveggja ára töf er orðin á afgreiðslu nýju A-380 vélarinnar sem er tveggja hæða risaþota. Erlent 11.10.2006 08:15 Íranar halda sig við kjarnorkuáætlun Íranar hafa tilkynnt að þeir muni ekki hverfa frá umdeildri kjarnorkuáætlun sinni. Í gær staðfesti forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, áætlunina sem hann sagði vera í friðsamlegum tilgangi. Íran hafnaði kröfum öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna í lok ágúst að hætta auðgun úrans eða taka afleiðingunum. Erlent 11.10.2006 08:01 Sprengjum varpað að dönsku sendiráði Bensínsprengjum var varpað að danska sendiráðinu í Teheran í Íran í gær, aðeins nokkrum dögum eftir dreifingu myndbands sem sýndi unga Dani í sumarbúðum gera grín að spámanninum Múhameð. Myndböndin voru strax gagnrýnd og fordæmd af leiðtogum í Egyptalandi og Indónesíu, og nú eykst þrýstingur íranskra lagavarða á stjórnvöld þar í landi að þau skeri á efnahagstengsl við Danmörku. Erlent 11.10.2006 07:03 Vilja refsiaðgerðir Fastaríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna reyna nú að koma sér saman um aðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir tilraun þeirra síðarnefndu með kjarnorkusprengju aðfaranótt mánudags. Kínverjar virðast hafa misst þolinmæðina gagnvart Kim Jong-Il og eru reiðubúnir að samþykkja harðar refsiaðgerðir. Innrás kemur þó ekki til greina. Erlent 10.10.2006 19:13 Fjórir fórust Fjórir fórust þegar leiguflugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways rann út af flugbrautinni í Storð í Vestur-Noregi í morgun. Sextán voru um borð og náðu hinir tólf að komast sjálfir út úr flakinu, rétt áður en það varð alelda. Erlent 10.10.2006 19:11 Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. Innlent 10.10.2006 17:34 Ráðherra vill þyngri refsingar fyrir brot gegn valdstjórninni Maður sem skaut af haglabyssu í efri byggðum Reykjavíkur fyrir skömmu mundaði byssuna skammt frá lögreglumönnum sem náðu að yfirbuga hann. Þá var fíkniefnasali handtekinn á föstudag með fullhlaðna skammbyssu. Dómsmálaráðherra vill þyngja refsingar fyrir brot gegn lögreglumönnum. Innlent 10.10.2006 17:53 82 nöfn á vitnalista ákæruvaldsins Áttatíu og tvö nöfn eru á vitnalista ákæruvaldsins, sem lagður var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fyrirtöku í Baugsmálinu, í dag. Innlent 10.10.2006 17:47 « ‹ ›
Varnarsamningur undirritaður síðdegis í dag Stefnt er að því sídegis í dag að undirrita í Washington varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru í Bandaríkjunum vegna þessa viðburðar þau Geir Haarde, forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Innlent 11.10.2006 12:30
10 létust í lestarslysi í Frakklandi Að minnsta kosti 10 manns létust og tuttugu slösuðust í lestarslysi í Frakklandi í dag þegar farþegalest lenti í árekstri við vöruflutningalest sem kom úr gagnstæðri átt. Áreksturinn varð kl. 10.45 að íslenskum tíma í Zoufftgen í Norð-austurhluta landsins. Farþegalestin var á leið frá Lúxemborg til Nancy og hafði skipt um lestarteina, þar sem verið var að gera við teinana sem lestin átti að vera á. Erlent 11.10.2006 12:16
Önnur kjarnorkusprengja Japanskir fjölmiðlar segja frá því að hugsanlega hafi önnur kjarnasprengja verið sprengd í Norður Kóreu. Stjórnvöld í Pyongyang líta svo á að aukist þrýstingur Bandaríkjamanna jafngildi það stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hótað frekari kjarnatilraunum, en segjast einnig tilbúnir til bæði viðræðna og átaka. Erlent 11.10.2006 11:56
Alvarlegt lestarslys í Frakklandi Að minnsta kosti níu eru látnir og um tuttugu slasaðier eftir að farþegalest og flutningalest rákust saman í norðausturhluta Frakklands nú fyrir hádegið. Fregnir af slysinu eru enn óljósar og því gæti tala látinna átt eftir að hækka. Erlent 11.10.2006 11:33
Aer Lingus berst gegn Ryanair Lífeyrissjóður flugmanna írska flugfélagsins Aer Lingus hefur keypti 2,12 prósent hlutabréfa eða 9,8 milljón hluti í eigin félagi með það fyrir augum að sporna gegn yfirtöku lággjaldaflugfélagsins Ryanir í Aer Lingus. Lífeyrissjóðurinn greiddi 3,04 evrur fyrir hlutinn sem er tæpri evru yfir útboðsgengi bréfanna í almennu hlutafjárútboði í síðustu viku. Viðskipti erlent 11.10.2006 11:28
Jagland í opinberri heimsókn hér á landi Thorbjørn Jagland, forseti norska Stórþingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi ásamt eiginkonu sinni frá og með deginum í dag til 15. október. Innlent 11.10.2006 11:23
Spá enn meiri verðbólgulækkun Greiningardeild Glitnis segir flest benda til að enn muni draga úr verðbólgu á næstu mánuðum, ekki síst þegar sterk staða krónunnar og kólnandi íbúðamarkaður er tekinn með í reikninginn. Deildin býst við að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi 2. nóvember. Viðskipti innlent 11.10.2006 11:11
Saddam Hussein mætir aftur í dómsal Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sneri aftur í dómsalinn í Bagdad í dag en dómari henti honum þaðan út í gær fyrir háreysti. Hussein og sex fyrrverandi samstarfsmenn hans innan ríkisstjórnar Íraks sæta nú réttarhöldum vegna ákæru um stríðsglæpi og þjóðarmorð á Kúrdum í valdatíð Husseins. Erlent 11.10.2006 11:01
Flugfélag Íslands hefur flug til Eyja á mánudag Flugfélag Íslands hefur áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta mánudag eftir að samkomulag tókst við Vegagerðina um tíu mánaða samning. Hann verður undirritaður í dag að viðstöddum samgönguráðherra og í honum er gert ráð fyrir þrettán flugferðum milli Reykjavíkur og Eyja í viku. Innlent 11.10.2006 10:52
Barr með rúm 70 prósent í Pliva Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr er komið með 72,67 prósent hlutbréfa í króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva. Barr hefur att kappi við Actavis um yfirtöku á Pliva síðan fyrr á þessu ári en áhugi lyfjafyrirtækja á króatíska fyrirtækinu vaknaði ekki fyrr en Actavis gerði tilboð í fyrirtækið í mars. Viðskipti innlent 11.10.2006 10:44
Endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn Umferðarstofa og Sjóvá Forvarnahúsið hafa ákveðið að endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn sem Sjóvá hefur staðið fyrir síðastliðinu níu ár. Samstarfssamningur þar að lútandi var undirritaður í gær. Innlent 11.10.2006 10:24
Búist við mikilli umferð vegna landsleiks Búist er við mikilli umferð vegna landsleiks Íslendinga og Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglan í Reykjavík beinir því til knattspyrnuáhugamanna að þeir leggi tímanlega af stað og sýni þolinmæði, ekki síst eftir leikinn en þá verður umferðin væntanlega enn þyngri. Innlent 11.10.2006 10:14
Hóta frekari tilraunasprengingum í N-Kóreu Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorkutilraunum ef Bandaríkin halda herskárri stefnu sinni gagnvart landinu til streitu. Frá þessu greina japanskir fjölmiðlar og hafa eftir Kim-Yong-nam, næstráðanda við Kim Jong-il, forseta landsins, að ef Bandaríkin haldi áfram að beita Norður-Kóreu þrýstingi muni stjórnvöld í Pyongyang svara því með áþreifanlegum aðgerðum. Erlent 11.10.2006 10:06
Enn lækkar olíuverðið Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að fjárfestar drógu í efa að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, muni draga úr olíuframleiðslu. Um tíma hafði hráolíuverðið ekki verið lægra í átta mánuði. Viðskipti erlent 11.10.2006 10:06
Aukin útlán hjá Íbúðalánasjóði Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,4 milljörðum króna í september. Þetta er 7,5 prósenta aukning frá mánuðinum á undan en samtals hefur Íbúðalánsjóður lánað 33,7 milljarða krónur á árinu. Viðskipti innlent 11.10.2006 09:56
Gulrótarsafi orsakar lömun Tveir Kanadamenn eru lamaðir eftir að drekka eitraðan gulrótardjús sem innihélt bótúlín. Þrjár tegundir af gulrótarsafans með geymslutíma í Nóvember, voru innkallaðar eftir að fjögur tilfelli komu upp í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það voru í það minnsta 10 verslanir í Toronto sem seldu enn gulrótarsafann. Bótúlíneitrun orsakar lömun með því að leggjast á liðamót og taugar sem senda skilaboð til vöðva. Erlent 11.10.2006 09:08
Fyrsti snjór vetrarins á Norðurlandi Fyrsti snjór vetrarins féll í byggð víða á Norðurlandi í gærkvöldi og gerði meðal annars fljúgandi hálka á götum Akureyrar og er hún enn. Hálka er líka á fjallvegum fyrir norðan. Þrátt fyrir að margir aki enn á sumardekkjum er ekki vitað um óhöpp eða slys vegna þessarar óvæntu hálku. Innlent 11.10.2006 09:43
Auðlindanefnd skilar niðurstöðum í dag Auðlindanefnd, sem skipuð var fyrr árinu til þess að gera tillögur um nýtingu auðlinda í jörðu, hefur skilað af sér skýrslu og verður hún kynnt á blaðamannafundi klukkan ellefu í dag. Innlent 11.10.2006 09:29
Rafmagnslaust á Vestfjörðum Rafmagnslaust varð víðast hvar á Vestfjörðum um ellefu leitið í gærkvöldi. Orkubú Vestfjarða gangsetti vararafstöðvar sem keyrðar hafa verið í alla nótt. Bilunin er ófundin en starfsmenn Orkubúsins vonast til að hún finnist með birtingu. Veður var með þeim hætti á Vestfjörðum í gærkvöldi að það á ekki að hafa valdið biluninni. Innlent 11.10.2006 08:47
Enn dregur úr verðbólgu Vísitala neysluverð í október hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða og jafngildir þetta 7,2 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er 0,2 prósentustigum undir spám greiningardeild þriggja stærstu viðskiptabankanna. Viðskipti innlent 11.10.2006 09:01
Naut léku lausum hala Lögreglunni á Akureyri tókst að hemja nautgripahjörð á Svalbarðsstrandarvegi í morgun þar sem hún gekk frjáls á þjóðveginum. Tilkynnt var um hópinn um klukkan sex . Skömmu síðar ók vegfarandi utan í einn bolann, en talið er að hann hafi ekki meiðst. Lögregla hafði upp á eigandanum og var hjörðinni smalað í hús án þess að bolarnir sýndu mótþróa. Innlent 11.10.2006 08:52
Spánn vill aukinn hlut í Airbus Spænsk stjórnvöld vilja auka eignarhlut sinn á ný í fyrirtækinu EADS, sem framleiðir Airbus flugvélarnar. Spánarstjórn vill þannig tryggja að störf við smíði hluta í vélarnar haldist áfram á Spáni. Fyrirtækið hefur síðustu misseri færst meira í einkaeign frá ríkissjóðum nokkurra Evrópulanda. Nýverið kom í ljós allt að tveggja ára töf er orðin á afgreiðslu nýju A-380 vélarinnar sem er tveggja hæða risaþota. Erlent 11.10.2006 08:15
Íranar halda sig við kjarnorkuáætlun Íranar hafa tilkynnt að þeir muni ekki hverfa frá umdeildri kjarnorkuáætlun sinni. Í gær staðfesti forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, áætlunina sem hann sagði vera í friðsamlegum tilgangi. Íran hafnaði kröfum öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna í lok ágúst að hætta auðgun úrans eða taka afleiðingunum. Erlent 11.10.2006 08:01
Sprengjum varpað að dönsku sendiráði Bensínsprengjum var varpað að danska sendiráðinu í Teheran í Íran í gær, aðeins nokkrum dögum eftir dreifingu myndbands sem sýndi unga Dani í sumarbúðum gera grín að spámanninum Múhameð. Myndböndin voru strax gagnrýnd og fordæmd af leiðtogum í Egyptalandi og Indónesíu, og nú eykst þrýstingur íranskra lagavarða á stjórnvöld þar í landi að þau skeri á efnahagstengsl við Danmörku. Erlent 11.10.2006 07:03
Vilja refsiaðgerðir Fastaríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna reyna nú að koma sér saman um aðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir tilraun þeirra síðarnefndu með kjarnorkusprengju aðfaranótt mánudags. Kínverjar virðast hafa misst þolinmæðina gagnvart Kim Jong-Il og eru reiðubúnir að samþykkja harðar refsiaðgerðir. Innrás kemur þó ekki til greina. Erlent 10.10.2006 19:13
Fjórir fórust Fjórir fórust þegar leiguflugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways rann út af flugbrautinni í Storð í Vestur-Noregi í morgun. Sextán voru um borð og náðu hinir tólf að komast sjálfir út úr flakinu, rétt áður en það varð alelda. Erlent 10.10.2006 19:11
Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. Innlent 10.10.2006 17:34
Ráðherra vill þyngri refsingar fyrir brot gegn valdstjórninni Maður sem skaut af haglabyssu í efri byggðum Reykjavíkur fyrir skömmu mundaði byssuna skammt frá lögreglumönnum sem náðu að yfirbuga hann. Þá var fíkniefnasali handtekinn á föstudag með fullhlaðna skammbyssu. Dómsmálaráðherra vill þyngja refsingar fyrir brot gegn lögreglumönnum. Innlent 10.10.2006 17:53
82 nöfn á vitnalista ákæruvaldsins Áttatíu og tvö nöfn eru á vitnalista ákæruvaldsins, sem lagður var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fyrirtöku í Baugsmálinu, í dag. Innlent 10.10.2006 17:47
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent