Fréttir

Fréttamynd

Vanskil á virðisaukaskatti fara vaxandi

Ríkisendurskoðun segir að vanskil á virðisaukaskatti fari vaxandi og telur tímabært að stjórnvöld kanni hvort ekki ætti að veita skattyfirvöldum heimild til að loka virðisaukaskattsnúmerum ef vanskil eru stórfelld. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast 38 þúsund ára fangelsis

Spænskir saksóknarar segja að þeir muni krefjast 38 þúsund ára fangelsis fyrir hvern hryðjuverkamannanna sem ákærðir eru fyrir árásir á lestarkerfi Madridar, árið 2004.

Erlent
Fréttamynd

Blair getur unnið með palestínskri embættismannastjórn

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að hann gæti gengið til samninga við palestinska stjórn, undir forystu Hamas, ef samtökin yrðu við alþjóðlegum kröfum um að afneita ofbeldi, og viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.

Erlent
Fréttamynd

Sekt fyrir ósiðlegt athæfi gagnvart frænku sinni

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa sýnt frænku sinni ósiðlegt og ruddalegt athæfi með því að taka fjórar myndir af henni á meðan hún svaf í nærbuxum og bol einum fata.

Innlent
Fréttamynd

Statoil eykur olíuvinnslu við Mexíkóflóa

Norski ríkisolíurisinn Statoil greindi frá því í dag að það hefði ætli að kaupa ýmsar eignir og réttindi til olíuvinnslu af bandaríska olíufélaginu Anadarko Petroleum Corp. við Mexíkóflóa. Kaupverð nemur 901 milljón dölum eða ríflega 61,5 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginkonu

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára fyrir að hafa ráðist inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og beitt hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum maðurinn hafi komið að heimilinu og viljað fá barn þeirra sem þau deildu um forræði yfir. Því hafi konan neitað og við það hafi maðurinn orðið reiður og meðal annars tekið hana kverkataki.

Innlent
Fréttamynd

Segir hrikta í stoðum kerfisins vegna innflytjendamála

Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir hrikta í stoðum kerfisins sem sé ekki tilbúið að taka við auknum fjölda innflytjenda. Hún segir stjórnmálamenn ekki þora að lýsa skoðunum sínum um vanda af málum innflytjenda af ótta við að fá stimpil kynþáttafordóma, sem hefði áhrif á vinsældir og niðurstöðu prófkjöra.

Innlent
Fréttamynd

Ung kona lést og tveir veikir eftir að hafa tekið inn e-töflur

Lögreglan í Reykjavík vill vara sérstaklega við notkun e-taflna en aðfaranótt laugardags lést ung kona sem hafði tekið inn e-töflu. Talið er að hún hafi keypt e-töflu af óþekktum aðila, sennilega á föstudagskvöld. Þá voru tveir ungir menn fluttir alvarlega veikir á sjúkrahús á sunnudagsmorgun. Þeir höfðu sömuleiðis tekið inn e-töflur.

Innlent
Fréttamynd

Spennan magnast fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum

Spennan fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum heldur áfram að magnast, degi áður en Bandaríkjamenn ganga til kosninga. Ný skoðanakönnun sem dagblaðið USA Today og Gallup hafa gert sýnir að forskot demókrata í kosningunum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur minnkað nokkuð á síðustu tveimur vikum og þá er mjög mjótt á munum í kosningum til öldungadeildarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðir vegna erfiðra inntökuprófa í lögreglu á Indlandi

Hundruðu manna gengu berserksgang í borginni Ghaziabad í norðurhluta Indlands í gærkvöld til þess að mótmæla erfiðum inntökuprófum í lögregluna. Mennirnir réðust bæði á fólk og farartæki sem á vegi þeirra varð og voru hátt í 30 menn handteknir í óeirðunum.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í dag þrátt fyrir að ákvörðun OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, um samdrátt í olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari verðlækkunum á hráolíu, gekk í gildi á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er talið víst að eining sé um ákvörðunina innan aðildarríkja OPEC.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Velti bíl í snjókrapa á Hellisheiði í gærkvöld

Ökumaður jepplings missti stjórn á bifreið sinni í snjókrapa á Hellisheiði seint í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bifreiðin valt út fyrir veg. Ökumaður hlaut höfuðhögg og var fluttur á slysadeild Landspítalans að því er fram kemu á vef lögreglunnar á Selfossi. Í ljós kom að meiðsli ökumanns, sem var einn í bifreiðinni, reyndust ekki mikil og má þakka það bílbelti sem ökumaður var með spennt við aksturinn.

Innlent
Fréttamynd

SVÞ vilja sjá útreikninga vegna lækkunar matarverðs

Samtök verslunar og þjónustu hafa farið fram á það við forsætisráðuneytið að fá að sjá helstu útreikninga sem liggja til grundvallar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til þess að lækka matarverð um 16 prósent í mars á næsta ári, en ekki enn fengið svar.

Innlent
Fréttamynd

LSE og Kauphöllin í Tókýo ræða saman

Stjórn kauphallarinnar í Tókýó í Japan, einhver stærsta kauphöllin í Asíu, hefur lýst því yfir að hún eigi í samstarfsviðræðum við kauphöllina í Lundúnum (LSE). Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er meðal annars rætt um skráningu fyrirtækja í báðum kauphöllum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tugmilljóna tjón í óveðri í Búðardal

Tugmilljóna tjón varð í óveðrinu í Búðardal í gær þegar sjór braut sér meðal annars leið inn í sláturhúsið þar og hluti stór hluti sjóvarnargarðs við smábátahöfnina sópaðist í burtu. Þá eyðilagðist meira og minna bundið slitlag sem lagt var á allt hafnarsvæðið og önnur athafnasvæði þar í grennd og leiðslur undir því rofnuðu.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing eykur hlutafé bankans

Kaupþing banki ætlar að bjóða út nýja hluti í bankanum sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé í bankanum. Sótt verður um skráningu á nýju hlutunum, sem gefnir verða út í tengslum við útboðið, á aðallista Kauphallar Íslands og á O-lista Kauphallarinnar í Stokkhólmi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gistinóttum fjölgar um nærri fjórðung í september

Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um tæpan fjórðung miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur frá Hagstofu Íslands. Gistinæturnar voru nærri 115 þúsund í september síðastliðnum en tæplega 94 þúsund í sama mánuði í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Vegir opna á ný

Lögreglan á Egilsstöðum hefur opnað alla vegi, sem voru lokaðir fyrr í dag, á ný. Veður hefur gengið niður en er þó enn það slæmt að ekki er mælt með að fólk sé á ferli að óþörfu.

Innlent
Fréttamynd

Bush fagnar dauðadómi Saddams

George W. Bush fagnaði niðurstöðu dómstólsins í Bagdad í dag. Hann sagði hann mikilvægan áfanga á leið Íraks til friðar og velsæmdar er hann talaði við fréttamenn á leið sinni um Texas í dag.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar reglur um handfarangur

Nýjar reglur um handfarangur í millilandaflugi taka gildi á morgun en þar með verður ekki hægt að vera með vökva í handfarangri nema í þar til gerðum plastpokum.

Innlent
Fréttamynd

Ekstrablaðið sendir fjármálaráðherra bréf

Blaðamenn Ekstrablaðsins danska hafa sent Árna Mathiesen fjármálaráðherra bréf þar sem hann er spurður um tengsl íslenskra kaupsýslumanna við skúffufyrirtæki á Bresku jómfrúaeyjum. Hann hefur ekki svarað.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskyldu bjargað úr grjótroki

Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis.

Innlent
Fréttamynd

Málsmeðferðin gagnrýnd

Súnníar í Írak eru æfir vegna dauðadóms yfir Saddam Hússein, fyrrverandi forseta Íraks, en á sama tíma fagna sjíar. Mannréttindasamtök segja málsmeðferðina gagnrýnisverða. Bandarísk stjórnvöld fagna dómnum og segja hann fyrsta skrefið í átt að nýrri framtíð fyrir Íraka.

Erlent