Fréttir
Ómeidd eftir að áætlunarbíll valt
Átta farþegar og ökumaður sluppu ómeiddir þegar áætlunarbíll valt út af Snæfellsnesvegi skammt frá Hítará um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Að sögn lögreglu var fljúgandi hálka á veginum þar sem óhappið varð. Hinsvegar slasaðist kona á fimmtugsaldri, þegar bíll hennar valt út af Eyrarbakkavegi um sjöleitið í gærkvöldi og hafnaði ofan í skurði.

Forseti Chile fylgdi Pinochet ekki til grafar
Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, var borinn til grafar í höfuðborginni, Santiago, í dag. Hann lést á sunnudaginn, 91 árs að aldri.

220 milljónir í skólamáltíðir í Afríku
Íslenska ríkið ætlar að leggja fram 220 milljónir króna næstu tvö árin til kaupa á skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn í Úganda og Malaví. Það verður hluti af átaki Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna sem gengur undir nafninu "Málsverður á menntavegi".

Orð Olmerts sögð rangtúlkuð
Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki.
Vilja vita hvaða lögreglumenn áttu í hlut
Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti.
Báðust afsökunar á framkomu sinni
Ökumenn óku við hæla þeirra, sem komu fyrst að slysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag, þegar þeir þröngvuðu sér framhjá. Á meðan bograði ungt par yfir þeim slösuðu og reyndi neyðarhjálp. Lögreglan hefur fengið þó nokkrar hringingar þar sem fólk hefur beðist afsökunar á háttsemi sinni á slysstað.

Verðbólgumarkmið næst á nýju ári
Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að verðbólga lækki hratt á næsta ári og að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á seinni hluta næsta árs.

Airbus fær leyfi fyrir risaþotuna
Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og í Evrópu hafa veitt evrópsku flugvélaverksmiðjum Airbus leyfi til að flytja farþega í A380 risaþotunni, sem kemur á markað næsta haust. Leyfið var veitt eftir 2.600 klukkustunda æfingaflug en meðal annars var flogið hingað til lands og lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun síðasta mánaðar.
Kaup DM á Dreifingarmiðstöðinni háð skilyrðum
Samkeppniseftirlitið hefur athugað kaup félagsins DM ehf. á Dreifingarmiðstöðinni ehf. á grundvelli samrunaákvæðis samkeppnislaga og náð samkomulagi við DM um ákveðin skilyrði til að koma í veg fyrir óheppileg áhrif af samruna fyrirtækjanna.

Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum
Vaxtaákvörðunarnefnd Seðlabanka Bandaríkjanna kemur saman í dag og tekur ákvörðun um hvort breytinga sé þörf á stýrivaxtastigi í landinu. Greiningardeild Glitnis segir flesta benda til að nefndin ákveði að halda vöxtum óbreyttum.

Viðskiptahallinn minnkar í Bandaríkjunum
Viðskiptahalli minnkaði snarlega á milli mánaða í október, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Halllinn nam 64,3 milljörðum bandaríkjadala eða 4.470 milljörðum króna í september en var 58,9 milljarðar dala eða tæplega 4.100 milljarðar króna í október. Lækkunin er að mestu tilkomin vegna lægra olíuverðs.

Kristinn og Magnús flytja bréf í Gnúp
Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson hafa sett hlutabréf sín í FL Group inn í Gnúp fjárfestingafélag, sem þeir stofnuðu ásamt Þórði Má Jóhanessyni, fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss.
Fjármálaeftirlitið gerir saming við Mön
Fjármálaeftirlitið hefur gert samstarfssamning við fjármálaeftirlitið á Mön. Samningurinn tekur til samstarfs um eftirlit og upplýsingaskipti og er sá fyrsti sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftirlitsaðila utan EES. Samninginn er kominn til vegna starfsemi dótturfélaga Kaupthing Singer & Friedlander á Mön.

Nasdaq leggur fram tilboði í LSE
Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq lagt fram formlega óvinveitt yfirtökutilboð í Kauphöll Lundúna í Bretlandi, LSE. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Gengi hlutabréfa í LSE hefur hækkað um 110 prósent á árinu vegna yfirtökutilrauna.

Verðbólga mælist 7 prósent
Vísitala neysluverðs í desember hækkaði um 0,04 prósent á milli mánaða og jafngildir þetta 7,0 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er lítil breyting á milli mánaða en greiningardeildir bankanna spáðu að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,1 til 0,2 prósent á milli mánaða.
8 rúður brotnar
Skemmdarvargur skeytti skapi sínu á eigum Hveragerðisbæjar í nótt og olli talsverðu tjóni. Hann braut rúður í þjónustuhúsinu við tjaldstæðið, í grunnskólanum þar skammt frá og loks í upplýsingamiðstöðinni við hverasvæðið, alls átta rúður. Hann virðist hafa notað einhverskonar barefli því engir steinar fundust á vettvangi.

ESB viðræðum Tyrkja frestað að hluta
Untanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í gær að fresta að hluta viðræðum Tyrkja um aðild að sambandinu. Þetta er gert vegna þess að stjórnvöld í Ankara hafa neitað að opna hafnir sínur fyrir Kýpu-Grikkjum. Utanríkisráðherrarnir samþykktu þetta einróma á fundi sínum sem stóð í tíu klukkustundir og lauk seint í gær.

Perusníkir þjófstartaði
Fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, kom til byggða í nótt og gaf börnum í skóinn. Annar, og hingað til óþekktur jólasveinn virðist þó hafa þjófstartað í ár, í orðsins fyllstu merkingu, því undanfarna daga hefur jólasveininn perusníkir farið um Keflavík að næturlagi og stolið perum í tuga- og jafnvel hundraða vís, úr jólaskreytingum við heimahús i bænum.
Hald lagt á hafnaboltakylfu og hníf
Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökuferð fjögurra ungmenna og er ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess fannst hafnaboltakylfa og svonefndur butterfly hnífur í bílnum, en slíkir hnífar eru stranglega bannaðir hér á landi.

Stórtjón í eldingaveðri
Stórtjón varð á öllum tölvum í Vík í Mýrdal, Landbroti og Meðallandi, sem tengjast ISDN kerfi símans, í eldingaveðrinu í fyrrinótt. Fastlínusímar duttu líka út og virka aðeins GSM símar, þar sem síkt samband er á annað borð á þessu svæði.
Tvær bílsprengjur í Bagdad
Að minnsta kosti 54 týndu lífi og um 140 særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu nærri hóp farandverkamanna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Önnur bifreiðin mun hafa verið kyrrstæð en hinni var að sögn vitna ekið inn í miðjan hópinn áður en ökumaður sprengdi hana í loft upp. Síðan var skotið á verkamennina úr launsátri
Dregið úr hraðakstri á Suðurlandsvegi
Stórlega hefur dregið úr hraðakstri á Suðurlandsvegi undanfarna daga, svo tíðindum sætir, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Heyrir nú til algerra undantekninga að menn mælist á of miklum hraða, og þeir fáu, sem hafa mælst, eru aðeins lítillega yfir hámarkshraða.
Komust ómeidd úr brennandi húsi
Roskin kona komst ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Oddeyrargötu á Akureyri um klukkan hálf tólf í gærkvöldi, og gerði nágrönnum sínum viðvart, sem líka forðuðu sér út.
Deilt um helförina
Tvær ráðstefnur um helför gyðinga hófust í Íran og Þýskalandi í dag. Í Teheran er spurt hvort helförin hafi í raun átt sér stað en í Berlín er fullyrt að þeir sem neiti því geri það einvörðungu í pólitískum tilgangi. Gögn Þjóðverja sjálfra um ódæðin séu næg sönnun.

Ekki öllum harmdauði
Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu.
Tengsl milli jafnréttis og velferðar barna
Náin tengsl eru á milli jafnréttis kynjanna og velferðar barna, samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem birt var í dag. Þar er vitnað til rannsókna sem sýna að ef karlmenn og konur hefðu jafnmikil völd í ákvarðanatökum myndi vannærðum börnum fækka í heiminum.

Grýla sendir Stekkjastaur til byggða
Grýla og Leppalúði brugðu sér í bæinn í gær í leit að jólakettinum. Þau fundu hann í Þjóðminjasafninu þar sem fjöldi barna var saman kominn til að bera hjónin ógurlegu augum. Í kvöld geta krakkar sett skóinn út í glugga, því í nótt kemur Stekkjastaur, fyrstur jólasveina, til byggða. Jólakötturinn hitti krakkana fyrst í Þjóðminjasafninu og það var eftirvænting í hópnum þegar Leppalúði birtist.

Báru skotheld vesti vegna líflátshótana
Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember.
Sýndu enga biðlund á slysstað
Ótrúleg óþolinmæði og dónaskapur vegfarenda mætti lögreglumönnun og þeim sem komu fyrstir á vettvang að banaslysi sem varð á Vesturlandsvegi í gær. Fólk ók jafnvel í gegnum vettvanginn áður en lögregla kom á staðinn.

Beint samband milli barnabóta og barnafátæktar
Útgjöld til barnabóta hafa lækkað um helming, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, bæturnar hafa líka lækkað að raungildi. Ástandið hér er til skammar fyrir íslenskt samfélag, segir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða krossins. Tekjutenging barnabóta er afar fátíð í heiminum. Ísland eitt norðurlandanna skerðir barnabætur ef tekjur foreldra fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. Þau eru 60 þúsund krónur á mánuði. Það er langt undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði.