Fréttir

Fréttamynd

Aðgangur að farþegaupplýsingum

Frá og með 28. júlí næstkomandi mun bandaríska Tolla- og Landamærastofnunin fá aðgang að farþegaupplýsingum úr bókunarkerfi Icelandair um farþega á leið til Bandaríkjanna. Samkvæmt bandarískri löggjöf eru öll flugfélög sem fljúga til Bandaríkjanna skyldug til að veita þessar upplýsingar.

Innlent
Fréttamynd

Norðmenn telja sig í fullum rétti

Réttur Norðmanna til að setja reglur um fiskveiðar kringum Svalbarða er skýr og í fullu samræmi við alþjóðleg lög og reglur. Þetta er svar norska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna deilu þeirrar er uppi er milli Noregs og Íslands um rétt til fiskveiða innan lögsögu Svalbarða.

Innlent
Fréttamynd

Látlausir skjálftar

Látlausir jarðskjálftar hafa verið í Fagradalsfjalli, milli Grindavíkur og Krýsuvíkur, síðan á sunnudag. Veðurstofan segir að hrinan geti annað hvort fjarað út eða færst í aukana og skjálftarnir orðið stærri.

Innlent
Fréttamynd

Tíu farast við höfuðstöðvar

Að minnsta kosti tíu fórust í öflugri sprengingu við græna svæðið sem umlykur höfuðstöðvar Bandaríkjahers í Bagdad í morgun. Yfir fjörutíu slösuðust. Talið er að um bílsprengju hafi verið að ræða. Svo virðist sem sprengingin hafi orðið þar sem bílar bíða í röð eftir starfsfólki á græna svæðinu. Árásir á þeim stað eru mjög algengar, enda jafnan mikið af fólki á ferð þar á þessum tíma sólarhrings.

Erlent
Fréttamynd

Skaut undan sér

Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir vörslu ólöglegrar haglabyssu í Sheffield á Englandi í gær.

Erlent
Fréttamynd

Panta konur til að níðast á þeim

Á Norðurlöndum hafa komið upp vandamál þar sem karlar „flytja inn“ konur frá öðrum löndum gagngert til að beita þær ofbeldi. Þannig er þekkt að fjöldi kvenna þurfi að leita sér hjálpar vegna eins og sama ofbeldismannsins. Samkvæmt lögum hér hætta erlendar konur á að vera sendar úr landi fari þær frá ofbeldisfullum mönnum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Minni festa en víða erlendis

Fjármálaráðherra hafnar því að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins sé jafn slæm og lesa má um í skýrslu Ríkisendurskoðunar en segir að þó megi bæta hana. Einar Már Sigurðarson segir fjárlagaferlið meingallað.

Innlent
Fréttamynd

Breytir engu um afstöðu

Flestir hagsmunaaðilar sem koma fyrir allsherjarnefnd Alþingis í dag telja nýtt fjölmiðlafrumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Blaðamannafélag Íslands gagnrýnir yfirlýst áform ríkisstjórnarinnar um að hægt verði að kjósa um ný fjölmiðlalög í þingkosningum eftir 3 ár.

Innlent
Fréttamynd

Leitað að lífi á Mars

Lofttegundir sem fundist hafa á plánetunni Mars benda til að þar gæti fundist líf. Sérfræðingur frá NASA geimferðarstofnuninni segir að niðurstöður rannsókna sem fari þar fram, eigi ekki eftir að valda fólki vonbrigðum.

Innlent
Fréttamynd

Útiloka ekki breytingar

Flokksmenn sjálfstæðisflokks í allsherjarnefnd útiloka ekki að breytingar verði gerðar á nýju fjölmiðlafrumvarpi. Þeir hafa óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunnar um ný fjölmiðlalög og verður hún eini gestur nefndarinnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur velkominn í Palestínu

Æðsti sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í Miðausturlöndum, er ekki lengur velkominn á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna, eftir að hann gagnrýndi Yasser Arafat harkalega. Terje Roed-Larsen, sagði á mánaðarlegum upplýsingafundi sínum, í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að Yasser Arafat hefði dregið lappirnar í tilraunum Egypta til þess að endurbæta öryggissveitir Palestínumanna, til samræmis við kröfur alþjóðasamfélagsins.

Erlent
Fréttamynd

Uppbygging á Reyðarfirði

Trésmiður frá Akureyri gleðst yfir uppbyggingunni á Reyðarfirði vegna álvers. Hann tryggði sér byggingalóðir á svæðinu átta mánuðum áður en skrifað var undir samninga við Alcoa.

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnir hjá Eimskip

Fækkað var um 40 til 50 stöðugildi hjá Eimskipafélagi Íslands í dag vegna skipulagsbreytinga. Trúnaðarmaður starfsmanna segir að þeim sé brugðið en er feginn að óvissu vegna boðaðra breytinga hafi verið eytt.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn hótar stjórnarslitum

Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið.

Innlent
Fréttamynd

Fékk yfir sig sperrur úr stæðu

Alefli ehf þarf að greiða manni tæplega 1,3 milljónir króna vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1999. Maðurinn slasaðist þegar ysta röð úr timburstafla féll á bak hans og herðar þar sem hann vann við að færa sperrur á vinnusvæði Aleflis.

Innlent
Fréttamynd

Vilja banna hýr hjónabönd

Repúblikanar lofa því að ekki einu sinni bakslag í þinginu geti komið í veg fyrir að bann við giftingum samkynhneigðra verði leitt í lög.

Erlent
Fréttamynd

DNA ákvarðar stefnu rannsóknar

Tæknideild lögreglu var enn að störfum í gær í íbúð mannsins sem er í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs 33 ára indónesískrar konu í Reykjavík. Niðurstaðna erfðaefnisgreiningar blóðs sem fannst í íbúð og bíl mannsins er ekki að vænta fyrr en í vikulokin eða í byrjun næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Engin skólagjöld í grunnnámi

Menntamálaráðherra telur ekki rétt að taka skólagjöld af nemum í grunnnámi við Háskóla Íslands. Öðru máli gegni hins vegar um gjöld fyrir framhaldsnám. Rektor Háskólans fagnar ummælum ráðherra, en segir að Háskólinn þurfi eftir sem áður meira fé frá hinu opinbera.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á mann og hann skilinn eftir

Ekið á gangandi vegfaranda í Ártúnsbrekkunni um tvöleytið í nótt. Ökumaður bílsins hvarf af vettvangi og skildi manninn slasaðan eftir. Komið var að manninum meðvitunarlitlum á götunni og var hann fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi.

Innlent
Fréttamynd

Fer óbreytt úr allsherjarnefnd

Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Réðist á konu á heimili hennar

Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir líkamsárás á konu á svipuðum aldri á heimili hennar sl. sumar og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Hafði þrjá tíma til að fela byrði

Maðurinn sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi indónesískrar barnsmóður sinnar, er talinn hafa haft þrjár klukkustundir til þess að koma byrðinni fyrir, eftir að til hans sást bera eitthvað þungt út úr íbúð sinni, á sunnudagsmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Stolinn bíll finnst á hvolfi

Stolinn bíll fannst á hvolfi á Skálarvegi í Siglufirði í gærmorgun. Ekkert er vitað um ökumanninn. Bíllinn hafði verið skilinn eftir, með lyklunum í, á verkstæði neðar í bænum. Á þeim stað sem bíllinn valt er nýr vegur sem var lagður vegna snjóflóðavarna á Siglufirði. Svo virðist sem bílþjófurinn hafi farið út af nýja veginum og niður á þann gamla og oltið þar.

Innlent
Fréttamynd

Fagna ummælum ráðherra

Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi.

Innlent
Fréttamynd

Hýrum ekki bannað að giftast

Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í dag tillögu um að breyta stjórnarskrá landsins þannig að samkynhneigðu fólki verði bannað að ganga í hjónaband. George Bush, forseti, studdi stjórnarskrárbreytinguna, en hún er nú líklega úr sögunni, á þessu kjörtímabili, að minnsta kosti.

Erlent
Fréttamynd

Breyting húsbréfa skattskyld

Niðurstaða ríkisskattstjóra er að greiða beri fjármagnstekjuskatt af húsbréfum sem skipt er yfir í nýtt kerfi. Kom á óvart og bitnar á þeim sem síst skyldi, segir fulltrúi Íbúðalánasjóðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Raðmorðingi játar aðra glæpi

Franski raðmorðinginn Michel Fourniret segist hafa rænt og nauðgað ungri konu í norður Frakklandi árið 1998 til viðbótar við þær níu konur sem hann viðurkennir að hafa ráðið bana. </font />

Erlent
Fréttamynd

Börnum fækkar á Nesinu

Sterkar vísbendingar eru um að börnum í leik- og grunnskólum Seltjarnarnesbæjar fari verulega fækkandi á næstu árum. Miðað við tölur frá Hagstofu Íslands sést að undanfarin 15 ár hefur fæðingum á Nesinu fækkað umtalsvert.

Innlent
Fréttamynd

Síbrotabræður í haldi lögreglu

Ungir bræður, 15 og 16 ára, voru handteknir í gærmorgun eftir að hafa brotist inn í íbúðarhús í Austurbæ Reykjavíkur. Bræðurnir, sem búsettir eru í Vesturbæ Reykjavíkur, hafa komið við sögu í fjölda innbrota, að sögn lögreglunnar í Reykjavík og verið marghandteknir fyrir.

Innlent