Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til ráðstafanna enda umfang og eðli tollanna óþekkt. 26.7.2025 11:52
Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Deildarstjóri hjá borginni segir unnið að lausn sem eigi að koma í veg fyrir að hreyfihamlaðir séu sektaðir fyrir að leggja í gjaldskyld stæði borgarinnar. Auðvelt sé að fá ranglega veittar sektir felldar niður. 25.7.2025 23:13
Ása Ninna kveður Bylgjuna Fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir mun láta af störfum á Bylgjunni. Hún hefur unnið við dagskrárgerð á útvarpsstöðinni síðustu þrjú ár og stjórnað þættinum Bakaríinu á laugardagsmorgnum, en einnig í öðrum þáttum á Bylgjunni. 25.7.2025 17:09
Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Ekki var hægt að fljúga flugvélum frá Keflavík og Reykjavík í um tvær klukkustundir, vegna bilunar í flugstjórnarbúnaði í Reykjavík. Búnaðurinn sem um ræðir er notaður við flugstjórn efra loftrýmis. 25.7.2025 16:05
Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Verðbólga hjaðnar lítillega á milli mánaða en hagfræðingur býst við því að hún aukist aftur og verði á sömu slóðum út árið. Stýrivaxtalækkun í næsta mánuði sé nánast útilokuð. 24.7.2025 11:51
Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. 22.7.2025 18:02
Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands er á meðal 25 utanríkisráðherra sem fordæma hvernig staðið er að mannúðaraðstoð á Gasa og dráp á almennum borgurum. 21.7.2025 16:10
Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. 21.7.2025 12:10
„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17.7.2025 12:35
Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur 27 ára maður sem greindist með banvænan taugahrörnunarsjúkdóm á dögunum segir lífið of stutt til að vera neikvæður. Hann fagnar því að hafa fengið leyfi fyrir lífsnauðsynlegu lyfi, sem hann hefur þurft að berjast fyrir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. 13.7.2025 18:01