Fasteignir drauma þinna Fasteignabólan er algengasti frasinn þessa dagana og fólk talar ekki um annað en sölu og kaup íbúða, Airbnb og húsnæðislán. Lífið birtir hér á þessum síðum handhægan leiðarvísi fyrir þá sem eru að leita - eða jafnvel þá sem láta sig bara dreyma. 22.6.2017 10:00
Neðanjarðarsenan tekin fyrir í tónleikaröð Stage Dive Fest verður haldin í fimmta sinn nú í kvöld á skemmtistaðnum Húrra. Fram koma ungir og efnilegir tónlistarmenn. 21.6.2017 16:45
Engin skömm að Skam-áhuganum Norsku unglingaþættirnir Skam eru ekki bara fyrir unglinga og það sannar félagsskapurinn Fullorðnir aðdáendur Skam þar sem aldurslágmarkið er 25 ár. Ása Baldursdóttir formaður og Dagbjört Hákonardóttir varaformaður ráða þar ríkjum. 19.6.2017 10:30
Afþakkar allar lundabúðir Rýmið sem auglýst er er ætlað til verslunarreksturs og það vekur athygli að eigandinn minnist sérstaklega á að svokallaðar "lundabúðir“ séu afþakkaðar – en þar á hann auðvitað við minjagripabúðir ætlaðar ferðafólki. 17.6.2017 07:45
Leiðarvísir um Secret Solstice Það úir allt og grúir af alls kyns nöfnum á Secret Solstice hátíðinni sem hefst í dag og það getur verið erfitt að ákveða hvað skal sjá. Lífið kemur því hér til bjargar og setur upp smá leiðarvísi. 15.6.2017 12:00
Heiðrar heimabæinn með flennistóru flúri Rapparinn Herra Hnetusmjör gerði sér lítið fyrir og lét flúra á magann á sér orðin Kóp Boi í sama stíl og Thug Life húðflúrið sem Tupac skartaði á sínum tíma og frægt er orðið. Herra Hnetusmjör vísar þar til heimabæjar síns Kópavogs, sem hann ber miklar tilfinningar til. 15.6.2017 10:00
Óþelló fyrst íslenskra leikverka til Slóvakíu Vesturporti og Þjóðleikhúsinu hefur verið boðið á slóvakísku listahátíðina Eurokontext og er þar með fyrst íslenskra leikhúsa til að sýna þar. Uppselt er á sýningar hópsins. 14.6.2017 12:00
Brot af Brooklyn í Laugardalnum Rapparinn Young M.A. er um margt merkilegur karakter. Hún hefur bæði þurft að eiga við það að vera kona og samkynhneigð í karllægum og hörðum rappbransanum en tekur mótlætinu með mikilli ró. Hún ætlar að gefa okkur smá brot af Brooklyn á sunnudaginn. 14.6.2017 10:45
Stórt sumar í vændum hjá Karó Söngkonan Karó sendir frá sér nýtt lag, Overnight, og myndband. Lagið gerði hún í fyrra ásamt Auði og frumsýnir það ásamt myndbandi í kvöld á skemmtistaðnum Paloma. Í því vinnur hún með þrjú sjónarhorn á togstreitu innan ástarsambanda. 13.6.2017 10:00
Sneakertískan í sumar Lífið fékk til sín nokkra strigaskógeggjara til að leggja línurnar í skótísku fyrir sumarið. Útlit, þægindi og notkun í sem flestum aðstæðum eru meðal þeirra kosta sem álitsgjafarnir voru beðnir að dæma eftir. Nike, Adidas og Gucci virðast vera merki sumarsins. 10.6.2017 09:00