Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6.9.2023 20:23
Tveir til viðbótar látnir í flóðunum í Grikklandi Þrír eru látnir og fjögurra er enn saknað eftir að gríðarmikil flóð urðu víðsvegar um Grikkland vegna óveðursins Daniel sem nú ríður yfir landið. 6.9.2023 19:49
Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. 6.9.2023 18:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir íslenskrar lögreglu hneykslanlegar. Lögregla hafi sýnt af sér ofbeldisfyllri hegðun en önnur konan hafi þurft að þola af hendi íranskra lögreglumanna. Við ræðum við mótmælendurna tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30 og sýnum þegar hvalveiðiskipin, Hvalur 8 og 9, héldu út til veiða rétt fyrir fréttir. 6.9.2023 18:09
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5.9.2023 23:45
Hyggjast selja aðgöngumiða að Feneyjum Frá og með næsta vori verður ferðamönnum sem ætla sér að eyða deginum í Feneyjum gert að borga fimm evrur fyrir aðgangsmiða að borginni. Gjaldið er tilraun borgaryfirvalda til þess að sporna gegn gríðarmikilli ferðamennsku í borginni yfir vor- og sumartímann. 5.9.2023 21:35
Hundruðum stelpna gert að skipta um föt eftir bann á skósíðum kyrtlum Nærri þrjú hunndruð franskir nemendur hafa verið beðnir um að skipta um klæðnað eftir að skósíðir kyrtlar voru bannaðir í öllum ríkisreknum skólum landsins í síðustu viku. Bannið tók gildi í gær. 5.9.2023 20:01
„Þetta var það minnsta sem ég gat gert“ Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. 5.9.2023 19:14
Hneykslaður á framferði aðgerðarsinna eftir útleigu til Samtakanna 22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður segist hneykslaður á framferði aðgerðasinna þegar í ljós kom að Miðflokkurinn hugðist leigja húsnæði sitt undir málþing Samtakanna 22, sem oft hafa verið sökuð um transfóbíu. 27.8.2023 17:23
Sigríður Ragnarsdóttir látin Sigríður Ragnarsdóttir, tónlistarkona og skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði til þrjátíu ára, er látin, 73 ára að aldri. 27.8.2023 16:39