Sigurður Mikael Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Engar eignir fundist upp í tap Hörpu

Kári Sturluson og KS Productions fengu fyrirframgreiðslu upp á 35 milljónir króna af miðasölutekjum en peningurinn hefur ekki skilað sér aftur.

Svona fór Gröndalshús fram úr áætlun

Reykjavíkurborg hefur skýrt hvers vegna endurbætur á Gröndalshúsi fóru næstum 200 milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Mygla, óþéttir útveggir og mikil vinna við að endurnýta innanhússklæðningu. Framkvæmdin var ekki boðin út.

Ganga hvorki erinda fíknar né kanna­biskapítal­ista

Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við þingsályktunartillögu Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps segir að áróður fyrir lögleiðingu kannabisefna sé borinn uppi af þeim sem hyggist græða á sölunni og kannabisfíklum. Halldóra Mogensen sver allt slíkt tal af sér.

60 prósent verðmunur á bókum milli verslana

Verulegur verðmunur á metsölubókum fyrir jólin milli verslana í ár. Munurinn aukist frá því í fyrra. Neytendur geta sparað þúsundir króna á að kaupa bækur í Bónus og fylgjast með tilboðum. Penninn/Eymundsson með hæsta verðið.

Gamli hafnargarðurinn orðinn veggklæðning

Grjóti sem fjarlægt var með ærnum tilkostnaði úr gömlu höfninni í Reykjavík verður gert hátt undir höfði í nýbyggingu við Hafnartorg. Eldri hafnargarðurinn skorinn í veggflísar. Friðlýsti hafnargarðurinn verður til sýnis í bílakjallaranum.

Sjá meira