Sigurður Mikael Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga.

Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni

Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för.

Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón

Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins.

Tölvurnar að þurrka út sýningarstjórana

Stafrænar tækniframfarir á sýningum bíómynda hafa á síðustu árum nánast gert út af við hið lögverndaða starf sýningarstjóra í kvikmyndahúsum. Formaður Félags sýningarstjóra segir félagsmönnum hafa fækkað og tölvurnar tekið yfir.

Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR.

Áhyggjuefni ef ekki má refsa fyrir brot

Formaður Félags framhaldsskólakennara segir áhyggjuefni ef skólastjórnendur eru úrræðalausir til að takast á við alvarleg brot eftir álit umboðsmanns Alþingis. Brottvísun pilts fyrir stafrænt kynferðisofbeldi og vopnaburð var ólögmæt. Ráðherra boðar skoðun á verklagi.

Bónusgreiðslur hífðu upp forstjóralaun

Bónusgreiðslur vegna afkomu ársins 2016 útskýra hækkun launa Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips. Árslaunin námu tæpum 103 milljónum í fyrra. Forstjóralaunin hækkað um 40 prósent frá 2014. Sex framkvæmdastjórar hækkuðu um alls 53,5 milljónir milli ára.

Sjá meira