Bónusgreiðslur hífðu upp forstjóralaun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Árslaun Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, námu tæpum 103 milljónum í fyrra og hafa hækkað um 41 prósent frá árinu 2014. Hækkun milli ára skýrist af bónusgreiðslum vegna afkomu félagsins 2016. Vísir/stefán Árslaun og hlunnindi Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, sem námu nærri 103 milljónum króna á síðasta ári, hafa hækkað um 41 pró- sent eða ríflega 30 milljónir króna frá árinu 2014. Heildargreiðslur til forstjórans hækkuðu um tæp níu prósent árið 2017 frá fyrra ári en þar munar mest um rúmlega 8,9 milljónir króna í árangurstengdar greiðslur vegna ársins 2016. Hærri árangurstengdar greiðslur til forstjórans í fyrra má rekja til bættrar afkomu Eimskips árið 2016 þegar félagið skilaði 21,9 milljónum evra í hagnað samanborið við 17,8 milljónir árið 2015. Á árinu 2017 dróst hagnaður félagsins þó aftur saman og nam 16,8 milljónum evra. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip kom ekki til bónusgreiðslna vegna afkomu ársins 2017, þar sem stjórnendur höfðu ekki náð settum markmiðum í rekstri. Upplýsingar um laun og hlunnindi eru sundurliðaðar í ársreikningi Eimskips en til hlunninda teljast árangurstengdar greiðslur, ferðapeningur, framlag í lífeyrissjóði og húsnæðis- og bifreiðahlunnindi. Samkvæmt ársreikningum Eimskips hafa grunnlaun forstjórans hækkað úr 55,9 milljónum árið 2014 í 67,4 milljónir í fyrra, eða um 11,5 milljónir. Miðað við grunnlaun voru mánaðarlaun forstjórans 5,6 milljónir í fyrra, en með hlunnindum námu þau 8,6 milljónum. Launaskrið hefur sömuleiðis verið hjá öðrum yfirstjórnendum félagsins. Laun og hlunnindi sex framkvæmdastjóra Eimskips námu alls 245,4 milljónum króna í fyrra samanborið við 191,8 milljónir árið áður. Grunnlaun þeirra hækkuðu um 15,5 prósent milli ára eða sem nemur 22,8 milljónum króna en mest munar um 69 prósenta hækkun á hlunnindalið vegna bónusgreiðslna sem námu alls 30,7 milljónum. Hækkun á launum og hlunnindum framkvæmdastjóranna nemur alls um 28 prósentum eða sem nemur 53,5 milljónum króna milli ára. Hlutabréfaverð Eimskipafélags Íslands hf. er nánast á sama stað í dag og við skráningu undir lok árs 2012 en fyrir aðalfundi félagsins sem fram fór í gær lá fyrir tillaga um að greiða hluthöfum félagsins 1.269 milljónir króna í arð. Sex lífeyrissjóðir eru meðal tíu stærstu hluthafa Eimskips. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafi félagsins með 13,9 prósenta eignarhlut en Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti með rúm 9,4 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Árslaun og hlunnindi Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, sem námu nærri 103 milljónum króna á síðasta ári, hafa hækkað um 41 pró- sent eða ríflega 30 milljónir króna frá árinu 2014. Heildargreiðslur til forstjórans hækkuðu um tæp níu prósent árið 2017 frá fyrra ári en þar munar mest um rúmlega 8,9 milljónir króna í árangurstengdar greiðslur vegna ársins 2016. Hærri árangurstengdar greiðslur til forstjórans í fyrra má rekja til bættrar afkomu Eimskips árið 2016 þegar félagið skilaði 21,9 milljónum evra í hagnað samanborið við 17,8 milljónir árið 2015. Á árinu 2017 dróst hagnaður félagsins þó aftur saman og nam 16,8 milljónum evra. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip kom ekki til bónusgreiðslna vegna afkomu ársins 2017, þar sem stjórnendur höfðu ekki náð settum markmiðum í rekstri. Upplýsingar um laun og hlunnindi eru sundurliðaðar í ársreikningi Eimskips en til hlunninda teljast árangurstengdar greiðslur, ferðapeningur, framlag í lífeyrissjóði og húsnæðis- og bifreiðahlunnindi. Samkvæmt ársreikningum Eimskips hafa grunnlaun forstjórans hækkað úr 55,9 milljónum árið 2014 í 67,4 milljónir í fyrra, eða um 11,5 milljónir. Miðað við grunnlaun voru mánaðarlaun forstjórans 5,6 milljónir í fyrra, en með hlunnindum námu þau 8,6 milljónum. Launaskrið hefur sömuleiðis verið hjá öðrum yfirstjórnendum félagsins. Laun og hlunnindi sex framkvæmdastjóra Eimskips námu alls 245,4 milljónum króna í fyrra samanborið við 191,8 milljónir árið áður. Grunnlaun þeirra hækkuðu um 15,5 prósent milli ára eða sem nemur 22,8 milljónum króna en mest munar um 69 prósenta hækkun á hlunnindalið vegna bónusgreiðslna sem námu alls 30,7 milljónum. Hækkun á launum og hlunnindum framkvæmdastjóranna nemur alls um 28 prósentum eða sem nemur 53,5 milljónum króna milli ára. Hlutabréfaverð Eimskipafélags Íslands hf. er nánast á sama stað í dag og við skráningu undir lok árs 2012 en fyrir aðalfundi félagsins sem fram fór í gær lá fyrir tillaga um að greiða hluthöfum félagsins 1.269 milljónir króna í arð. Sex lífeyrissjóðir eru meðal tíu stærstu hluthafa Eimskips. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafi félagsins með 13,9 prósenta eignarhlut en Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti með rúm 9,4 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09