Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Breki tekur við samskiptasviði OR

Breki Logason hefur tekið við sem forstöðumaður Samskipta- og samfélagssviðs Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutverk þess er að sjá um samskipta- og markaðsmál OR og dótturfyrirtækjanna Veitum, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarans og Carbfix.

Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst

Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus.

Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök

Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans.

Hafði áður hótað því að skjóta samstarfsfélaga sína

Maðurinn sem skaut níu manns til bana áður en hann framdi sjálfsvíg á lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu í gær, hafði áður talað um það að skjóta samstarfsfólk sitt. Þetta segir fyrrverandi eiginkona hans en hún segir árásarmanninn oft hafa verið mjög reiðan í garð vinnu sinnar og samstarfsfólks.

Segist hafa heyrt Boris tala um að leyfa líkum að hrannast upp

Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson, segist hafa heyrt forsætisráðherrann segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp á Bretlandi, frekar en að herða sóttvarnaaðgerðir. Sjálfur hefur Johnson neitað því að hafa látið þessi orð frá sér.

Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands

Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands.

Amazon kaupir MGM og James Bond

Amazon hefur gert samning um að kaupa kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM. Þar með er njósnarinn frægi, James Bond, kominn í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. MGM kostar Amazon 8,45 milljarða dala, sem samsvarar um einni billjón króna.

Zuma segist saklaus af spillingu

Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lýsti í dag yfir saklausan af spillingu. Réttarhöld gegn honum hófust í morgun en hann hafur verið ákærður fyrir spillingu og fjársvik í sextán liðum fyrir meint brot sem spanna meira en tvo áratugi.

Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar.

Segir Boris hafa viljað láta smita sig í beinni

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, taldi Covid-19 vera litla ógn í upphafi faraldursins. Johnson er sagður hafa viljað vera smitaður vísvitandi af Covid-19 í beinni útsendingu, til að sýna að sjúkdómurinn væri ekki hættulegur.

Sjá meira