Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sex á sjúkrahúsi

Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús í dag, til viðbótar við þrjá sem voru þar fyrir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir engan vera á gjörgæslu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni á einum degi og í dag, eða hundrað tuttugu og þrír innanlands og tveir á landamærunum.

Búið að bera kennsl á þann síðasta sem dó

Búið er að bera kennsl á þann síðasta af 98 sem dóu þegar hluti fjölbýlishúss hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní síðastliðinn. Estelle Hedaya var sú síðasta sem var á lista yfir þá sem hefur verið saknað frá því húsið hrundi.

Fjóla Hrund leiðir lista Miðflokksins í Reykjavík suður

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður var samþykktur á félagsfundi kjördæmisins í kvöld, 26. júlí. Listinn var samþykktur með 74 prósentum greiddra atkvæða en Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, leiðir listann.

Mikil ólga eftir ásakanir um „eitraða menningu“ og stanslausa áreitni

Starfsmenn eins stærsta tölvuleikjafyrirtækis heims hafa fordæmt forsvarsmenn þess vegna ásakana um eitraða menningu innan veggja fyrirtækisins. Rúmlega þúsund starfsmenn Activision Blizzard skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð forsvarsmanna fyrirtækisins við rannsókn yfirvalda í Kaliforníu á starfsmenningu þar og stöðugrar kynferðislegrar áreitni í garð kvenna sem þar vinna eru harðlega gagnrýnd.

Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim

Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra.

Ákvæði um loftræstingu fjarlægt úr sóttvarnarreglum

Búið er að gera tvær breytingar á núgildandi takmörkunum á samkomum vegna Covid-19. Önnur breytingin snýr að því að fjölda- og nálægðartakmarkanir snúi einnig að börnum og hin snýr að ákvæði um loftræstingu.

Ætla að halda Þjóðhátíð síðar í sumar

Þjóðhátíðarnefnd ÍBV stefnir að því að halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðar í sumar. Hátíðina átti að halda um næstu helgi, Verslunarmannahelgi, en sóttvarnaraðgerðir hafa komið niður á því.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá nýjum reglum sem eru líklegar til þess að fjölga verulega þeim sem verða sendir í sóttkví eftir að hafa verið nálægt fólki sem fær covid.

Skoða að kalla heilbrigðisstarfsmenn úr sumarfríi

Verið er að skoða að kalla heilbrigðisstarfsfólk úr sumarfríi vegna stöðunnar í faraldri nýju kórónuveirunnar hér á landi. Þetta sagði Guðrún Aspelund yfirlæknir, á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Sjá meira