Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna áfram að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. 8.8.2021 11:52
Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8.8.2021 10:14
Allt að tuttugu stiga hiti í dag Útlit er fyrir fallegan og sólríkan dag. Þá stefnir í að hitastigið verði allt að tuttugu gráður á Suður- og NA-landi. 8.8.2021 08:31
Talibanar taka tvær borgir til viðbótar Vígamenn Talibana segjast hafa náð tökum á borginni Kunduz, höfuðborg Kunduz-héraðs. Það er eftir harða bardaga í borginni en fregnir hafa einnig borist af falli borgarinnar Sar-e-Pul, sem er einnig höfuðborg héraðs með sama nafn. 8.8.2021 08:09
Stakk af eftir að hafa keyrt á átta ára barn Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ekið hefði verið á átta ára dreng á rafmagnshlaupahjóli í Breiðholti. Ökumaðurinn er sagður hafa keyrt á brott eftir að drengurinn sagði honum að hann hefði meitt sig. 8.8.2021 07:38
Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7.8.2021 14:15
Talibanar ná annarri höfuðborg Vígamenn Talibana hafa náð tökum á annarri héraðshöfuðborg í Afganistan. Borgin Sheberghan, höfuðborg Jawzjan-héraðs, er önnur höfuðborgin sem fellur í skaut Talibana á tveimur dögum. 7.8.2021 12:44
Rekin af Ólympíuleikunum fyrir að slá hest Þýskur fimmtarþrautarþjálfari hefur verið rekinn af Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir að slá hest. Kim Raisner, þjálfarinn sem um ræðir, var að reyna að aðstoða íþróttakonuna Anniku Schleu við að ná stjórn á hestinum Soint Boy í miðri keppni í gær. 7.8.2021 10:51
Faðir Britney segir enga ástæðu til að fella niður forræði sitt yfir dóttur sinni Jamie Spears, faðir Britney Spears, segir enga ástæðu til að fella niður forræði hans yfir henni. Hann fer með forræði yfir fjármálum hennar en söngkonan vill losna við föður sinn úr lífi sínu. 7.8.2021 10:01
Úr ellefu í hundrað þúsund daglegra greininga á sex vikum Fleiri en hundrað þúsund manns greinast smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum á degi hverjum að meðaltali. Nýja kórónuveiran dreifist hratt meðal óbólusettra þar í landi og þá sérstaklega í Suðurríkjunum þar sem heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir undir gífurlegu álagi. 7.8.2021 09:01
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti