Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1.10.2021 10:10
Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1.10.2021 09:46
Gefur Reykvíkingum meira en þúsund listaverk eftir móður sína Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu. 30.9.2021 17:16
Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst eftir þekktum rússneskum rannsóknarblaðamanni sem hefur tekið þátt í umfangsmiklum rannsóknum sem beinast gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Roman Dobrokhotov, stofnandi og ritstjóri Insider, er eftirlýstur fyrir að hafa laumað sér yfir landamæri Rússlands og Úkraínu. 30.9.2021 17:01
Stefna að miklum fjárfestingum og lækkun skulda Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki munu fjárfesta fyrir um 106 milljarða króna á næstu sex árum. Það er samkvæmt fjárhagsspá samstæðunnar sem samþykkt var af stjórn OR í dag. 30.9.2021 16:16
Hefja tökur í geimnum í næstu viku Þriðjudaginn í næstu viku (5. október) veður geimfara, leikkonu og leikstjóra skotið út í geim frá Baikonur í Kasakstan. Þau munu svo koma sér fyrir í alþjóðlegu geimstöðinni og taka upp kvikmynd. Þá fyrstu sem tekin verður upp í geimnum. 30.9.2021 13:29
Sagði óbærilegt að hugsa um síðustu stundir dóttur sinnar: Morðingi Söruh Everard dæmdur í lífstíðarfangelsi Fyrrverandi lögregluþjónninn Wayne Couzens hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða Söruh Everard. Hinn 48 ára gamli Couzens játaði í sumar að hafa rænt, nauðgað og myrt Everard í mars. 30.9.2021 11:07
Babe Patrol fullvopnaðar í Verdansk Stelpurnar í Babe Patrol ætla að skella sér fullvopnaðar til Verdansk. Þar ætla þær sér að skjóta mann og annann með G&T að vopni. 29.9.2021 20:30
YouTube í hart gegn andstæðingum bólusetninga Forsvarsmenn myndbandaveitunnar YouTube hafa ákveðið að fara í hart gegn andstæðingum bólusetninga. Fólk sem dreifir efni þar sem farið er með fleipur um bóluefni og bólusetningar verður bannað og rásum þeirra lokað. Þá verður öllu slíku efni eytt af veitunni. 29.9.2021 16:25
Stofnandi stórs netöryggisfyrirtækis handtekinn fyrir landráð Stofnandi eins stærsta netöryggisfyrirtækis Rússlands var handtekinn í gær vegna gruns um hann hafi framið landráð. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald en gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. 29.9.2021 15:16