Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum

Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT.

24 dánir og 48 særðir í óeirðum í fangelsi í Ekvador

Minnst 24 fangar eru látnir og minnst 48 særðir eftir miklar óeirðir í fangelsi í Ekvador í gær. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem óeirðir sem þessar eiga sér stað í landinu vegna baráttu glæpagengja í landinu.

Queens fara í hrollvekjandi skógarferð

Stelpurnar í Queens ætla í hrollvekjandi skógarferð í streymi kvöldsins. Þær munu spila leikinn The Forest sem snýst um að lifa af á eyjum sem byggð er ógnvekjandi skrímslum.

Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku

Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug.

Flúðu eiturgas frá eldgosinu

Ekkert lát virðist á eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum þó hægt hafi á virkni í nokkra klukkutíma í gær. Um helgina barst mikið magn ösku frá eldgosinu svo loka þurfti flugvelli eyjunnar. Í gær dró einnig úr öskumyndun og sprengingum í eldgosinu en þar hefur sömuleiðis bætt í aftur.

Atlanta-morðinginn lýsir yfir sakleysi

Maður sem hóf skothríð á þremur nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum og úthverfi borgarinnar í mars segist saklaus gagnvart nýjustu ákærunum gegn honum. Maðurinn skaut átta til bana og þar af sex konur af asískum uppruna.

NASA horfir lengra út í geim

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra.

Katrín til í for­sætis­ráð­herra­stólinn á­fram

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel.

Bandaríkin skrefinu nær vanskilum

Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni.

Sjá meira