Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2.10.2021 11:53
Sjaldgæfur gestur í Vatnsmýrinni Bognefur sást í Vatnsmýrinni í gær en sá fugl er mjög sjaldgæfur gestur hér á landi. Fuglinn er af storkættum og er skreyttur litríkum fjöðrum. 2.10.2021 11:36
Taívan sakar Kína um yfirgang eftir að metfjölda flugvéla var flogið inn á loftvarnasvæði ríkisins Kínverjar flugu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn í loftvarnasvæði Taívans í morgun. Fleiri flugvélum hefur aldrei verið flogið inn í loftvarnasvæðið en spennan milli Kína og Taívans hefur aukist til muna á undanförnum árum. 2.10.2021 10:07
„Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2.10.2021 08:01
Borgar Þór í stöðu Árna Páls hjá Uppbyggingasjóði EES Borgar Þór Einarsson mun taka við stöðu varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES í Brussel. Borgar Þór var tilnefndur af íslenskum stjórnvöldum og stjórn sjóðsins tók þá ákvörðun að ráða hann. 1.10.2021 17:00
Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1.10.2021 16:42
Vínlandskortið reyndist falsað Allt frá því það var opinberað í Yale háskólanum í Bandaríkjunum árið 1965 hefur vínlandskortið svokallaða verið umdeilt. Kortið átti að vera frá 1440 og sýna meðal annars hluta Norður-Ameríku og það að víkingar hefðu kannað vesturhluta Atlantshafsins. 1.10.2021 15:50
ASÍ segir húsnæðisverð helsta drifkraft verðbólgu Húsnæðisverð er helsti drifkraftur verðbólgu á Íslandi samkvæmt Alþýðusambandi Íslands. Sé horft framhjá áhrifum húsnæðis mælist verðbólga í samræmi við markmið Seðlabankans. 1.10.2021 14:50
Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1.10.2021 12:08
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1.10.2021 10:47