Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin

Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins.

Klassíkin: Freespace 2

Fyrir mörgum, mörgum árum, í sömu stjörnuþoku og við erum í núna, var ákveðin tegund tölvuleikja mjög vinsæl. Þeir tölvuleikir settu spilara í sæti geimflaugaorrustumanna, sem börðust með gleðipinna í einni hendi og hina á lyklaborði.

GameTíví: Kveða niður drauga í Verdansk

Pörupiltarnir í GameTíví ætla að leggja leið sína til Verdansk í kvöld. Þar eru draugar allsstaðar í tilefni Hrekkjavökunnar og útlit fyrir að Dóa munu bregða töluvert.

Vill borga óbólusettum löggum fyrir að flytja til Flórída

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að greiða óbólusettum lögregluþjónum fimm þúsund dali fyrir að flytja til ríkisins og starfa þar. Hann segir vöntun á lögreglunum og segir að betur verði komið fram við þá en annars staðar þar sem lögregluþjónum er gert að fara í bólusetningu við Covid-19.

Frestar útgáfu Kennedy-skjalanna aftur

Hvíta húsið tilkynnti á föstudaginn að skjöl sem snúa að morði John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verði ekki opinberuð strax. Opinberuninni verði frestað vegna Covid-19 þar sem sérfræðingar þurfi meiri tíma til að fara yfir skjölin og tryggja að þau innihaldi engin leyndarmál.

Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum

Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum.

Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar.

Uppvakningaveiðar í Sandkassanum

Strákarnir í Sandkassanum ætla á uppvakningaveiðar í kvöld. Það munu þeir gera í samspilunarleiknum Back 4 Blood.

Sjá meira