Yfirtaka: SunnyAstra spilar Teamfight Tactics Sól Rós, sem gengur undir nafninu SunnyAstra, mun taka yfir streymi GameTíví í kvöld. Hún ætlar að spila leikinn Teamfight Tactics, sem kemur frá framleiðendum League of Legends. 22.1.2022 19:30
Fólki í tveimur bílum bjargað af lokaðri Öxnadalsheiði Meðlimir björgunarsveita á Akureyri og í Varmahlíð voru kallaðir út í dag vegna bíla sem voru fastir í snjó á Öxnadalsheiði. Verið var að keyra bílnum frá Reykjavík til Akureyrar en heiðin hefur verið lokuð frá því í gærkvöldi. 22.1.2022 16:50
Sextán vilja í framboð fyrir Samfylkinguna Sextán manns buðu sig fram til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll framboðin voru metin gild fyrir forvalið sem fer fram helgina 12. til 13. febrúar. 22.1.2022 16:33
Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta Íbúar borgarinnar Kharkiv, sem er sú næst stærsta í Úkraínu, vonast eftir því besta en búa sig undir það versta. Borgin er í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Rússlands þar sem tugir þúsunda hermanna eru staddir. 22.1.2022 16:12
Sonur Reginu King svipti sig lífi Ian Alexander Jr. sonur Óskarsverðlaunahafans Reginu King svipti sig nýverið lífi. Hann átti 26 ára afmæli á miðvikudaginn og var hann einkabarn King sem hún átti með fyrrverandi eiginmanni sínum. 22.1.2022 14:41
Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22.1.2022 12:45
Nokkur útköll vegna veðurs á norðvestanverðu landinu Björgunarsveitir hafa frá því í gærkvöldi sinnt útköllum vegna óveðurs á Bíldudal, Siglufirði, Suðureyri, Þingeyri og í Grundarfirði. Á Bíldudal losnaði flotbryggja skömmu fyrir miðnætti og þá fauk einnig svalahurð upp á Siglufirði. 22.1.2022 12:26
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að raforkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22.1.2022 11:46
Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu Hjálparstarf á Tonga er að taka á sig mynd en ríkisstjórn eyjaklasans segir drykkjarvatn í forgangi. Vika er liðin frá því að stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út. 22.1.2022 11:44
Játaði að hafa myrt Petito áður en hann svipti sig lífi Þegar Brian Laundrie fannst látinn í feni í Flórída fannst skrifblokk nærri honum. Í skrifblokkina hafði hann skrifað að hann hefði myrt Gabrielle Petito, kærustu sína. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) tilkynnti þetta í gærkvöldi en Laundrie hvarf skömmu eftir að hann sneri einn úr ferðalagi sem þau höfðu bæði farið í í fyrra. 22.1.2022 09:53