Twitter í betri stöðu en samkomulag talið líklegt Lagasérfræðingar vestanhafs segja samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter vera með yfirhöndina gegn auðjöfrinum Elon Musk. Hann tilkynnti fyrir helgi að hann ætlaði að hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn, þrátt fyrir að hafa skrifað undir kaupsamning upp á 44 milljarða dala. 11.7.2022 15:07
Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11.7.2022 11:49
Regína verður bæjarstjóri Mosfellsbæjar Regína Ásvaldsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Hún mun gegna starfinu til 2026 en hún er fyrir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hefur unnið þar í fimm ár. Fyrir það var hún bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. 11.7.2022 10:26
Rocket Mob: Fara yfir helgina og spila Warzone Strákarnir í Rocket Mob ætla að mæta í Arena í kvöld, fara yfir helgina og spila Call of Duty Warzone. 10.7.2022 18:31
Senda fleiri HIMARS og nákvæmari skot til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri vopnakerfi og nákvæm skotfæri til Úkraínu. Bæði er um að ræða eldflaugakerfi af gerðinni HIMARS, sem gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð, og 155 mm skot í fallbyssur sem hægt er að skjóta af mun meiri nákvæmni en hefðbundnum stórskotaliðsskotum. 8.7.2022 23:15
Musk vill hætta við en Twitter ætlar í mál Auðjöfurinn Elon Musk segir að hann vilji hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter á 44 milljarða dala. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ætla að höfða mál gegn Musk og segjast vongóðir um að þeir muni bera sigur úr bítum. 8.7.2022 22:15
Fönguðu sprengingu í vatni í fimm milljón römmum á sekúndu Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ á Youtube hafa um árabil fangað hina ýmsu atburði með háhraðamyndavélum. Allt frá hefðbundnum hlutum eins og blöðrur að springa og diskar að brotna í sprengingar og skot úr fallbyssum. Nú fönguðu þeir sprengingu í vatni í fimm milljón römmum á sekúndu. 8.7.2022 21:27
Segja ólíklegt að ríkisstjórnin geti leitt nauðsynlega orkuöflun Forsvarsmenn Viðreisnar segja ólíklegt að núverandi ríkisstjórn geti haft forystu um þá orkuöflun sem þörf er talin á til að ná fullum orkuskiptum fyrir 2040. Umhverfis, orku og loftslagsráðherra þurfi að gera nánari grein fyrir orkuöflunaráformum. 8.7.2022 20:14
Hvalfjarðargöngin opnuð aftur eftir slys Hvalfjarðargöngunum var lokað á sjönda tímanum í dag vegna slyss sem varð þar. Göngin voru þó opnuð aftur upp úr klukkan sjö. 8.7.2022 18:46
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Japanska þjóðin er í áfalli eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á kosningafund í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag. 8.7.2022 18:00