Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7.12.2021 15:03
Eftirvagn með gámi valt á Snæfellsnesvegi Snæfellsnesvegi var lokað um tíma í dag eftir að eftirvagn með gámi fór á hliðina. Kranabíl þurfti til að reisa gáminn og vagninn við en engin slys urðu á fólki. 7.12.2021 14:09
Hvolpur sem prumpar sápukúlum fyndnasta gæludýramynd ársins Fyndnasta gæludýramynd ársins er mynd sem Zoe Ross tók af hvolpinum Pepper. Myndin ber heitið „Whizz Pop“ og virðist sýna sápukúlu koma út úr afturenda Pepper. 7.12.2021 11:52
Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. 7.12.2021 11:00
Mikið tjón í vatnsleka í Ráðhúsi Akureyrar Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akureyrar var kallað út í morgun vegna vatnsleka í ráðhúsi bæjarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sprakk lögn í eldhúsi á fjórðu og efstu hæð hússins. 7.12.2021 08:43
Verdansk kvödd með stærðarinnar móti Strákarnir í GameTíví ætla að kveðja Verdansk, borgina í leiknum Call of Duty Warzone, með stæl. Vegna þess að nýtt kort verður tekið í notkun í vikunni ætlar GameTíví að halda stærðarinnar mót íslenskra streymara. 6.12.2021 19:16
Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél. 6.12.2021 15:13
Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. 6.12.2021 14:34
Hundrað handteknir eftir að æstur múgur barði mann til bana og brenndi Búið er að handtaka rúmlega hundrað manns í Pakistan eftir að maður frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast var myrtur af æstum múg. Forsætisráðherra Pakistans heitir því að fólkinu verði refsað. 6.12.2021 12:06
Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. 6.12.2021 10:50