Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps

Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs.

Eftirvagn með gámi valt á Snæfellsnesvegi

Snæfellsnesvegi var lokað um tíma í dag eftir að eftirvagn með gámi fór á hliðina. Kranabíl þurfti til að reisa gáminn og vagninn við en engin slys urðu á fólki.

Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum

Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín.

Mikið tjón í vatnsleka í Ráðhúsi Akureyrar

Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akureyrar var kallað út í morgun vegna vatnsleka í ráðhúsi bæjarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sprakk lögn í eldhúsi á fjórðu og efstu hæð hússins. 

Verdansk kvödd með stærðarinnar móti

Strákarnir í GameTíví ætla að kveðja Verdansk, borgina í leiknum Call of Duty Warzone, með stæl. Vegna þess að nýtt kort verður tekið í notkun í vikunni ætlar GameTíví að halda stærðarinnar mót íslenskra streymara.

Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands

Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél.

Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir

Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku.

Sjá meira