Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. 6.12.2021 10:50
Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. 6.12.2021 09:25
Gang Beasts og sjórán í Sandkassanum Strákarnir í Sandkassanum ætla að verja streymi kvöldsins í tvo leiki. Fyrst ætla þeir að spila leikinn Gang Beasts og því næst ætla þeir að kíkja á nýjustu uppfærslu sjóræningjaleiksins Sea of Thieves. 5.12.2021 19:44
Yfirtaka - Zelda: Ocarina of Time maraþonstreymi Óvænt yfirtaka á Twitchrás GameTíví á sér stað í dag þegar Helstu Zelda sérfræðingar landsins, þeir Daníel Rósinkrans, Gylfi Már og Oddur Bauer ætla spila í gegnum Ocarina of Time, einn ástsælasta leik allra tíma. 4.12.2021 11:30
Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19. 3.12.2021 16:48
Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum. 3.12.2021 15:39
Mætti með gervihönd til að komast hjá bólusetningu Ítalskur maður stendur frammi fyrir ákæru fyrir svik eftir að hann reyndi á frumlegan hátt að verða sér út um bólusetningarpassa án þess þó að láta bólusetja sig. Maðurinn mætti í bólusetningu með gervihönd fasta við sig. 3.12.2021 14:47
Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Fyrirtækið Rocket Lab hefur opinberað næstu kynslóð eldflauga þess sem eiga að vera endurnýtanlegar. Eldflaugarnar heita Neutron og er markmiðið að nota þær í samkeppni við SpaceX. 3.12.2021 13:41
Nýsmituðum fjölgað um rúm þrjú hundruð prósent á viku Þeim sem smitast af Covid-19 í Suður-Afríku hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum. Í gær var tilkynnt að 11.535 greindust smitaðir á undanförnum sólarhring og var hlutfall jákvæðra sýna 22,4 prósent. 3.12.2021 11:29
„Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“ „Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust. 3.12.2021 10:24