Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrir­sjáan­legar deilur: Valda­mesti maður heims og sá ríkasti hnakkrífast

Forseti Bandaríkjanna, valdamesti maður heims, og auðugasti maður heims, sem hafa unnið náið saman á undanförnum mánuðum, skutu föstum skotum hvor að öðrum í gær. Hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Donald Trump kallaði Elon Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt.

Neitaði að blása í áfengismæli

Ökumaður sem stöðvaður var í Reykjavík í gærkvöldi vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, neitaði að blása í áfengismæli. Í dagbók lögreglu segir að hann verði því einnig kærður fyrir að neita að veita atbeina við ransókn máls.

Á­kærð fyrir að myrða táning en líkið enn ófundið

Lögreglan í Queensland í Ástralíu hefur ákært mann og konu sem bjuggu með sautján ára stúlku sem hvarf sporlaust. Fólkið hefur verið ákært fyrir morð og fyrir að illa meðferð á líki en líkið er þó enn ófundið.

Sagður veru­lega ó­sáttur við gagn­rýni Musks

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því.

Bannar nú er­lenda nem­endur í Harvard á grunni þjóðaröryggis

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greip aftur til aðgerða gegn Harvard háskólanum í gærkvöldi. Þá meinaði hann skólanum að taka við erlendum nemendum aftur en nokkrir dagar eru síðan dómari kom í veg fyrir síðustu tilraun hans til að koma höggi á háskólann.

Hvað í ó­sköpunum gerði James Bond á Ís­landi?

Hvað gerði James Bond eiginlega á Íslandi? Það er stóra spurningin sem situr eftir þegar búið er að horfa á fyrstu stiklu leikjarins 007 First Light, sem starfsmenn IO Interactive eru að framleiða.

Hrefna stýrir Attentus

Hrefna Thoroddsen hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins Attentus - mannauður og ráðgjöf. Hún var ráðin frá Sidekick Health.

Ofur­ölvi þjófur gisti í fanga­geymslu

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu nokkra ökumenn í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þó virðist nóttin hafa verið róleg ef marka má dagbók lögreglu. Þar kemur fram að tveir hafi gist fangageymslur í nótt og að 69 mál hafi verið skráð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun.

Endurvekur ferðabannið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur endurvakið ferðabann sitt frá 2017 gagnvart íbúum nokkurra múslimalanda, auk nokkurra ríkja til viðbóta. Ríkisborgurum frá alls tólf ríkjum verður meinað ferðast til Bandaríkjanna þegar bannið tekur gildi næsta mánudag og verða tálmar settir í veg íbúa sjö ríkja til viðbótar.

Sjá meira