„Er bara að lemja í okkur að þetta sé hægt“ Sævar Atli Magnússon skoraði það sem reyndist sigurmark Lyngby gegn Midtjylland í síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Það mark gæti reynst dýrmætt þegar uppi er staðið en á einhvern ótrúlegan hátt á Lyngby enn möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu í Danmörku. 12.5.2023 10:01
Sannfærður um Carrick hafi það sem þarf til að stýra Man United Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, telur nær öruggt að Michael Carrick – fyrrum aðstoðarmaður Solskjær – muni stýra Man United einn daginn. 11.5.2023 07:00
Dagskráin í dag: Stórleikir í Torínó og Mosfellsbæ Það er nóg af stórleikjum á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Juventus mætir Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á meðan Afturelding mætir Haukum í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11.5.2023 06:01
Fyrirliðinn staðfestir brottför sína Sergio Busquets, fyrirliði spænska Barcelona, hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar. 10.5.2023 23:30
„Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10.5.2023 23:01
ÍR vann og Selfoss spilar í næstefstu deild á næstu leiktíð Selfoss og ÍR mættust í oddaleik um sæti í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Fór það svo að ÍR vann leik kvöldsins með þriggja marka mun, 30-27, og spilar í efstu deild á næstu leiktíð. 10.5.2023 21:46
Inter í frábærri stöðu eftir magnaða byrjun á „útivelli“ Inter og AC Milan mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn var skráður sem heimaleikur AC Milan en bæði lið spila leiki sína á San Siro-vellinum í Mílanó. Það var hins vegar Inter sem vann eftir tvö mörk snemma leiks, lokatölur 0-2. 10.5.2023 20:55
Lundúnaliðin unnu stórsigra Chelsea og Arsenal unnu bæði stórsigra í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Bæði lið eru enn í bullandi toppbaráttu en Englandsmeistarar Chelsea eiga leik til góða á Manchester United sem situr á toppi deildarinnar. 10.5.2023 20:30
Samningslaus Díana: „Ég er sultuslök“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, sagðist sultuslök og stolt af sínu liði er hún ræddi við Seinni bylgjuna eftir að ljóst var að Haukar væru dottnir úr leik í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið komst nokkuð óvænt alla leið í undanúrslit. 10.5.2023 20:01
Ingibjörg áfram taplaus á toppnum Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur í Vålerenga eru áfram taplausar á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Røa. 10.5.2023 19:15