Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Franski framherjinn Kylian Mbappé segist vera aftur kominn í sitt besta form og hann sýndi það með því að skora tvívegis í 4-1 sigri Real Madrid á Las Palmas í spænsku deildinni í gær. Slæmu fréttirnar fyrir mótherja spænska stórliðsins er að sá franski telur sig nú vera búinn að aðlagast nýja félaginu sínu. 20.1.2025 18:02
„Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Kristófer Acox er mættur aftur í slaginn eftir erfið meiðsli og hann hjálpaði Valsmönnum að vinna mikilvægan leik í síðustu umferð. Bónus Körfuboltakvöld fór yfir endurkomu fyrirliða Valsmanna inn á parketið. 20.1.2025 15:02
Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Íslenska karlalandsliðið í handbolta getur unnið sögulegan sigur í kvöld þegar liðið mætir Slóveníu í Zagreb í Króatíu. 20.1.2025 14:33
Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Norðmenn töpuðu fyrir Portúgal á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær og heimamenn fara því stigalausir inn í milliriðilinn. Norska liðið kom sér með þessum slaka árangri í fámennan og óvinsælan hóp gestgjafa í langri sögu HM í handbolta. 20.1.2025 12:02
Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Íslenska handboltalandsliðið gæti verið í furðulegri stöðu eftir leik kvöldsins á HM. Strákarnir okkar gætu nefnilega endað neðar en Slóvenar í riðlinum en verið samt ofar en Slóvenar í milliriðlinum. 20.1.2025 09:02
Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Alþjóðaleikmannasamtökin vöktu athygli á því á miðlum sínum hvað knattspyrnukonur heimsins eigi íslensku knattspyrnukonunni Söru Björk Gunnarsdóttur mikið að þakka. 20.1.2025 08:33
Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Liverpool goðsögnin Robbie Fowler hefur sína hugmynd um af hverju sé svona lítið sé að frétta af samningamálum þríeykisins Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. 20.1.2025 07:32
Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Buffalo Bills og Philadelphia Eagles tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum deildanna í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Þar með er ljóst hvaða lið spila um sæti í Super Bowl um næstu helgi. 20.1.2025 07:16
Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Það er ekki aðeins leikmannahópur og lið Manchester United sem þarf nauðsynlega á endurnýjun að halda. 20.1.2025 06:30
Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18.1.2025 21:25