Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvalveiðar mega hefjast aftur á miðnætti með þröngum skilyrðum. Matvælaráðherra segist ekki vera í embættinu til að láta sína villtustu drauma rætast og að spurningin um framtíð þeirra sé ennþá gild. Mótmælendur komu saman við hvalveiðiskipin við höfnina í dag og framleiðslufyrirtækið True North hefur farið fram á lögbann við veiðunum. 31.8.2023 18:01
Lenti saman á Sæbraut Reiðhjólaslys varð á hjólastígnum á Sæbraut í Reykjavík nú síðdegis. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang auk lögreglubíls. 31.8.2023 17:55
Skildi jeppann eftir á Nýbýlavegi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í morgun um umferðaróhapp á Nýbýlavegi í Kópavogi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 31.8.2023 17:33
Hagnaður Regins jókst um 66 prósent Hagnaður fasteignafélagsins Regins jókst um rúm 66 prósent á milli ára en fyrstu sex mánuði ársins nemur hann um 6,1 milljarð króna, samanborið við 3,7 milljarða á sama tíma í fyrra. 30.8.2023 23:32
„Er það ósk allra að heilbrigðisstarfsfólk fari í gegnum svona ferli?“ Ásta Kristín Andrésdóttir, meðstjórnandi Heilsuhags, vill vekja fólk til umhugsunar um það hve flókin atvik geta verið sem upp koma á spítala og að yfirleitt sé aldrei neinum einum um að kenna. Hún kallar eftir breytingum á verkferlum lögreglu í slíkum málum og vill að hlutlaus nefnd fari yfir slík mál áður en lögregla taki þau til rannsóknar. 30.8.2023 22:55
Atlantsolía á raforkusölumarkað Atlantsorka hefur hafið sölu á rafmagni til heimila og fyrirtækja um land allt og er þar með nýtt fyrirtæki á raforkusölumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. 30.8.2023 21:20
Hafa áhyggjur af hnífaburði grunnskólakrakka Borið hefur á því í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi í Kópavogi að unglingar gangi með hníf á sér. Starfsmenn hafa áhyggjur af þessari þróun og foreldrum skólabarna hefur verið sent bréf vegna málsins. 30.8.2023 21:00
Thomas Skov lætur af störfum hjá Kviku Thomas Skov Jensen, framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar. 30.8.2023 20:41
Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. 30.8.2023 20:22
Sameina svið hjá Icelandair Leiðakerfis-og sölusvið og þjónustu-og markaðssvið flugfélagsins Icelandair verða sameinuðu í eitt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30.8.2023 18:54
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið