Viðskipti innlent

Thomas Skov lætur af störfum hjá Kviku

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Breytingar hafa orðið hjá Kviku í mánuðinum. 
Breytingar hafa orðið hjá Kviku í mánuðinum.  Kvika

Thomas Skov Jen­sen, fram­kvæmda­stjóri á­hættu­stýringar Kviku banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í til­kynningu bankans til Kaup­hallarinnar.

Þar segir að Thomas muni starfa á­fram hjá bankanum þar til gengið hefur verið frá ráðningu eftir­manns. Rúmir tíu dagar eru síðan greint var frá því að Marínó Örn Tryggva­son hefði látið af störfum sem for­stjóri bankans og tók Ár­mann Þor­valds­son við keflinu að nýju.

Haft er eftir Ár­manni í til­kynningu Kviku til Kaup­hallarinnar um starfs­lok Thomasar að hann hafi starfað hjá bankanum og for­vera bankans frá árinu 2007, sem for­stöðu­maður og síðar fram­kvæmda­stjóri á­hættu­stýringar frá árinu 2008.

„Þar sem hann hefur byggt upp öfluga deild og reynst far­sæll leið­togi í gegnum þær miklu breytingar sem fé­lagið hefur farið í gegnum á undan­förnum árum. Ég vil þakka Thomasi fyrir frá­bært sam­starf í gegnum árin og vel unnin störf og óska honum vel­farnaðar í fram­tíðinni.“

Thomas Skov mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri áhættustýringar.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×