Claudia Goldin nýr handhafi Nóbels í hagfræði Bandaríski hagfræðingurinn Claudia Goldin hefur hlotið hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfreð Nóbel árið 2023. Verðlaunin fær hún fyrir rannsóknir sínar á afkomu kvenna á vinnumarkaði. 9.10.2023 10:24
„Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur“ Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vintage Caravan, segist í eitt sinn hafa verið hræddur þegar aðdáendur börðu hann augum í fyrsta skiptið þar sem hann var staddur á tónleikaferðalagi í Mexíkó. Það hafi verið eina skiptið sem hann hafi hræðst. 8.10.2023 20:01
Láta sig dreyma um fleira fólk í Skaftárhreppi Erfiðlega gengur að manna stöður á vegum sveitarfélagsins í Skaftárhreppi, hvort sem um er að ræða leikskóla, grunnskóla eða dvalarheimili. Sveitarstjóri segir það koma niður á þjónustu og grunar að skorti a fjölbreyttara húsnæði sé um að kenna. 8.10.2023 08:01
Vatnaskógastrákum barst óvæntur risa styrkur Nóa Pétri Ásdísarsyni Guðnasyni og félögum sem ætla sér að safna 36,5 milljónum króna í ár fyrir sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi, í tilefni af hundrað ára afmæli þeirra, barst heldur betur óvæntur liðsstyrkur. Tveir skógarmenn hafa heitið því að jafna hverja einustu gjöf upp að fimm milljónum króna nú í október og þar til 3. nóvember næstkomandi. 7.10.2023 14:01
Fimm ár, svefnlausar nætur en vonandi endapunktur Ragnhildur Eik Árnadóttir, lögmaður og brotaþoli í máli Jóhannesar Tryggvasonar, segir að sér sé létt eftir tíðindi úr Landsrétti í dag. Dómur yfir Jóhannesi var þyngdur og hann dæmdur í átján mánaða fangelsi í stað tólf og til þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. 6.10.2023 16:53
Dómur Jóhannesar Tryggva fyrir nauðgun þyngdur Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni vegna nauðgunarbrots gegn konu á nuddstofu hans árið 2012. Jóhannes var dæmdur í átján mánaða fangelsi og til þess að greiða tvær milljónir króna. 6.10.2023 14:16
Svandís sé ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6.10.2023 11:23
Fleiri farþegar í september en á sama tíma í fyrra Icelandair flutti 416 þúsund farþega í september. Þeir voru átta prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hefur félagið flutt um 3,4 milljónir farþega, nítján prósentum fleiri en yfir sama tímabil í fyrra. 6.10.2023 09:49
Ný tegund netsvika beinist að heimabanka Íslendinga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við nýju formi netsvika, svokölluðum smishing árásum. Þar er markmiðið að yfirtaka heimabanka með alvarlegum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Fólk fái skilaboð sem líti út fyrir að vera frá þeirra viðskiptabanka. 6.10.2023 09:42
Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjárhæðir séu lagðar í rekstur Samkeppniseftirlitsins á hverju ári. Hann skorar á stjórnvöld að tryggja eftirlitinu nægt fjármagn svo hægt sé að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði. 6.10.2023 09:28